Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1971, Side 10
A% flyij' lre Z. rSt o r~ tr~G, V Pjóts\z<zrc>~‘ru &lmc íil tisaíyy} arum czbur erj lr-éb &y fltttí. 1. jf-e.lmlnj'ur róha ske.rlur'fyrsha. arfb. 2. fœlu-r skerior annali áriX. TrSb fluit þribja árib. 'Tré fl UL ti á ró t a-rk lu vnps 'Tre flutl meb ró LarJclumpí. fa.s er cgrafin naklcru utar \ . en rcahurhafa f Verit) skerhar. Greinár tréóíns buytdndr upp fyt'Ír fluin'ing* * G-ro'&u.r mold. rv. M.. ^Stazrá ró irark Lumps ia~Js.cm. í pve-rmál fyrir h verrt cm. af þrermáU stafns t 30 Cyn. hatb frcL jö'róU. •mbct ■árófcim meó 3«W- f^axiur rafbar i hlcxuhan slrija.. r- — --—r r—c— — fás jjrafin S~-ó c.m radius frá. strofnc ftjrir hve-rn cm. af þ\rermáti\\Stofns 'l 30 cm. hafb frá jor^ú.J^S.'b — M A A. Sejjldúk. rúUabupp hrenu. haliaö dúkn urri'fr u cfá fb undiri h/íÓri ka'halhrinjjilf- Mnausinn e-r jsni^mrj ■e’ws og Jtslémshurpolturj Jclasddu-rm eö shrija. ojj Loks hundinn, laush • fyrshu (7J StSo heri aö. Jó. -fr-énu. halltxb O- dú)oinn/ clúknum rúllaö undart. Xúra.jja. má iré shfLirí V*ja- lencfdir ’a. fle)ca_. JShc.ro. ma. und.ir hnausinn meb Vir- ■iengdum í dráilarv-il ■ JCrossnegtdur Iréflt Úr 1" x S“ Joorbum. jSiálpiöiur- úr jskipakl&bningu eru jeinnig kenlugar. Oft verða kringumstæður þannig, að eldri tré eru ekki iengur á réttum stað. Þau standa e.t.v. of þétt, byrgja út- sýni eða skipulag hefur breytzt. Auðveldasta ieiðin get ur verið sú að fella slík tré og oft er ekki um annað að ræða vegna aðstæðna, fyrirvara- lausrar ákvörðunar eða áhuga leysis. í okkar trjálitla landi megum við helzt ekki eyði- leggja falleg tré, sem hægt er að fiytja með sæmilega góðu móti. Ef aðstæður leyfa eru engin takmörk fyrir, hve stór tré er hægt að flytja. Til siiks verks þarf samt að vanda mjög vel. Miðað við aldur trés sem á að flytja tekur fram- kvæmd verksins ekki nema litinn tíma, og það tekur litlu meiri tíma að vanda verkið vel. Takmarkið á ekki aðeins að vera það, að tréð rétt lifi af flutninginn heldur það að vöxtur geti haldið áfram við sem minnsta truflun. STAÐARVAL: Bezt er að þurfa ekki að flytja tré á lakari stað en það hefur verið á áður. Trjágróð- ur í nágrenni nýja staðarins getur gefið ábendingu um möguleika. Á nýja staðnum get ur skort skjól í byrjun, þrátt fyrir að aðrar aðstæður séu góðar, og væri þá vel at- hugandi að skýla nýfluttu tré fyrstu árin. ÁRSTÍMI: Dvalatími trjánna er bezt- ur. Hér á landi er vorið, áður en trén laufgast, beztur fyrir flest lauftré, þá ná þau að festa rætur strax og vöxtur hefst. Veturinn getur orðið erf iður þeim trjám, sem flutt eru að haustinu, þá er meiri hætta á frostlyftingi, vind- og sól- bruna. Þó væri athugandi, að erfitt er að flytja Alaska ösp að vorinu og eins lerki tré, að flytja þau að haustinu. Barr- tré er bezt að flytja þegar jarð vegur er hlýr, þ.e seint á vor- in eða snemma á haustin, þá getur rótarvöxtur þeirra hald- ið áfram viðstöðulaust. Ávallt er bezt að loftraki sé sem mest- ur. Með sérstökum undirbún- ingi getur verið gott að flytja tré með frosnum rótarhnausi á veturna. UNDIRBÚNINGUR UNDIR FUUTNING: Það er tvennt ólíkt að flytja tré, sem er vel upp alið í upp- eldis gróðrarstöð, eða tré sem vaxið hefur villt eða óhreyft i garði um margra ára skeið. í gróðrarstöðinni er búið að margflytja plönturnar við dreifsetningu, þegar þær hafa þarfnast aukins vaxtarrýmis. Við það eru rætur skertar og rótarkerfið verður þéttara. Smáu fíngerðu ræturnar, sem aðailega starfa að upptöku næringarefna, eru þá allar ná- lægt stofninum og flytjast þvi með rótarkekkinum. Villta tréð, hins vegar, á í harðri sam keppni við annan gróður og sendir því rætur sinar iangar ]eiðir eftir næringarefn- um. Rætur þess eru þvi fáar, og langar og þýðingarmestu ræturnar geta orðið eftir þeg- ar tréð er flutt. Tré sem á að flytja, og hefur staðið lengi án þess að rætur þess hafi verið skertar, þarfnast nokkurs und irbúnings. Það þyrfti að skerða rætur þess ári áður en það er flutt og jafnvel enn betra, ef helmingur rótanna yrði skert- ur tveim árum áður og hinn helmingurinn ári síðar. Rás er grafin í kring, nokkru nær stofni en þegar tréð er flutt, rætur skertar og skurðurinn fylltur með góðri gróðurmold. Slík skerðing róta eykur myndun fjölda fíngerðra róta, sem vinna að næringarefna upptöku, nær stofninum og það áfall sem tréð verður fyrir dreifist þannig yifir lengri tíma, tvö til þrjú ár i stað eins árs, og fæst þannig mun meira öryggi fyrir að verkið takist. Búast má við að slíkan und- irbúning verði sjaldan hægt að viðhafa, þar sem að ákvarðan- ir um flutning eru oftast tekn- ar fyrirvaralaust. GRÖFTUR: — ÁN RÓTARKUUMPS Lauftré má ýmist flytja með eða án rótarklumps. Rás er grafin umhverfis tréð, nokkru utar en rætur hafa verið skert- ar. Algengt er að hafa fjar- lægð rásarinnar frá stofni 5 til 6 cm fyrir hvern 1 cm af þver máli stofns í 30 cm hæð frá jörðu. Dýpt rásarinnar er lát- in ná niður fyrir aðal rótar- svæðið, 40 til 80 cm Trjáflutn- ingur án rótarklumns krefst einfaldari tækja en tréð verð- ur lengur að ná sér. Eftir að búið er að grafa rásina um- hverfis tréð er moldin kembd gætilega frá rótunum með stungugaffli, frá einni hlið í senn, langleiðina inn að stofni og ræturnar jafnframt vafðar inn í blautan striga. Sú mold, sem látin er verða eftir næst stofni, hjálpar til að gera tréð stöðugra á nýja staðnum. Tréð er losað gætilega af undirstöð- unni með því að halla því og skera á rætur sem ganga nið- ur. Að endingu er svo ailt rót- arkerfið vafið inn i striga. Hafi rótarskerðing ekki átt sér stað þarf e.t.v. að byrja gröft fjær stofni til þess að komast sem mest fyrir ræturnar. í laus um sandkenndum jarðvegi get- ur verið auðveidara að flytja tré án rótarklumps. MEÐ RÓTARKLUMPI: Með þessari aðferð er hug- myndin að varðveita eins mik- ið af rótum í eins litlum klumpi og hægt er. Klumpurinn er venjulega hafður 10 til 12 cm í þvermál fyrir hvern 1 cm af þvermáli stofns. Bezt er að hafa ekki klumpinn þyngri en nauðsynlegt er, en hér er gletti lega fljótt að muna um hvern sentimetrann. (Nota má for- múlu W.C. Griffing’s til þess að reikna út þyngd rótarklumps- ins: Breidd klumpsins reiknast út í ferning (tommur), marg- földuð með dýpt (tommur), % dreginn frá útkomunni, og það sem eftir er margfaldað með með ,075 og höfum við þá þyngd klumpsins í pundum). Aðferðin er svipuð og áður, rás er grafin umhverfis, rætur kembdar og klipptar við stærð armörk klumpsins. Síðan er striga eða segldúki vafið um klumpinn, sem festur er með nöglum og minni trjám, snæri eða reipi á stærri trjám. Að- ferð sem mér hefur revnzt vel, og ég vil mæla með er þessi: Klumpurinn er sniðinn þannig að hann er eins og biómsturnottur í laginu, þ.e. mjórri að neðan. Efri brún er rúnnuð. Strigi eða segldúkur er vafinn utan um klumninn. Kaðall er bundinn lauslega kring um stofninn og annar neðst utan um klumpinn, þar sem hann er mjóstur. Þá er kað ali þræddur upp og niður milli hringjanna með hæfilegu miili- bili, kring um alian hnausinn, mjög iaust í fyrstu og böndin lagfærö þannig að ekki drag- ist til. Þá er byrjað að herða á böndunum, fyrst eina umferð og eftir aðra umferð eru böndin orðin svo strengd, að þau halda mjög vel að hnausn- um, en það er mjög áriðandi, Framh. á bls. 11 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. apríl 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.