Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Blaðsíða 5
lofunarpanti. Þá kom öldrykkj an og svo hið iiefðbundna brúð kanp. En fóik neitaði að trúa því og margir ungir hermenn, hverra ástuni hún iiafði vísað á bng, beindn að henni reiði sinni og fyrirlitningu. — Ó! Að svo niikhim nng- dónti og fegurð skuli fórnað göniliun manni. Þeir voru ófáir, sem hvískr- iiðn um það, að hún liefði ver- ið tryllt og það var hún rann- verulega. Því þessum manni til lieyrði Inin af lífi og sál. Og luin mundu gjörla, live einstakt það var þann dag, er þeír báru liana að kofa þessa manns; nýjum kofa, sem var byggður sérstaklega handa henni. Hún var á leið til sbambaen, þegar allt í einu skaut npp þremnr mönniun lijá henni. Þá skildi hún, að þeir voru komnir tll að sækja hana. Hún liefði átt að vita það fyr- ír. Hefði átt að vera undir þeita búin. Briiðkaupsdagiir liennar var runninn npp. Orða lanst þrifn þeir hana á loft. Eitt augnabUk fylltist hún skelfingu og barðist við að losna frá þessmn sterku en þó blíðu liöndum, sem lyi'tu henni upp. Og menniriiir! I»eir tóku ekkert tillit til mótspyrnu Iiennar. Einn þeirra leyfði sér meira að segja að klípa liana. — Svona tll að róa hana, eins og hann svo sagði hinum. Þessi taka kom henni svo á óvart, en þó á einkennilegan og engan veginn óþægilegan máta. Hún hætti allri mót- spyrnu og uppgötvaðl nú fyrst, að þeir báru hana á öxlnm sér; á mjúkiim kjarnafullum hirsis- vafningum, s<an strukust um lendar hennar og fótleggi, þeg ar þeir báru hana af stað. Hún fylltist hamingju, en kom skyndilega í hug að hún átti að syngja kvörtunarsöngva alla leiðina að kofa mannsins síns; áfti meii-a að segja að halda þeim áfram í hetila viku. Fyrsta árið: alla ást sína og athygli veitti hann henni og þar sem hún var í blóma lífs- ins varð hún fyrir barði hinina kvennanna, afbrýðisamra og andsnúinna. Andsfcaðan gegn henni óx. Ó, konur! Hvei-s vegna gátu þær ekki lcyft henni að njóta þess, setm þær höfðu sjálfar notið árum sam- an — ástar hans. Hún minntist enn, hvernig ein þeirra, sú elzta, hafði verið barin þegar hún neitaði Miikami um eid úr kofa sínum. Það endaði með bardaga — orða og athafna. Nú var þessi orrusta þögul. Muk- ami fylltist harðneskju gegn þeim. Hún lét sig engu skipta ósvífni þeirra og drambsemi, sem þcim Iiafði tekizt að fá alla þorpsbúa til að styðja þær í. Hvers vegna átt.i hún að hafa áhyggjur af því? Höfðu ekki allir hennar draaimar, hennar þrár, hennar líf, rætzt í likama {x'issii ina.nns? Tvö ár, þrjú ár og sá heim- nr som hún þekkti tók breyt- ingum. Hún ól engin börn. — Thata! Óbyrja! Ekkert barn til að innsigla fengsiin milli liennar og hans. Ekkert barn til að vefja ást- ríkum örmum og skamma! Ekkert barn sem gat borið áfram horfnar sálir forfeðra hans og blóðs föður lieinnar. — Hún hafði beðið ósigur. Hún vissi það. Aðrir vissu það. Þeir hvísliiðu og glottn. Ó, hvað hún þjáðist nndir óskammfeiln inni og stoltinu, sem hjó í lanmulegum brosiinum. En hún hafði ekkert að óttast. Leyfum þeim að gléðjast af sigrinum. Hón hafði enn sinn eiginniann. En svo tók maður hermar skyndilega að breytast. Óð- ar en varði forðaðist hantn fé- lagsskap hennar og kofa henn- ar. Hann hélt sig að mestu í sinum eigin thingira. Hún fyllt ist beizkju og leitaði hann uppi. Hjarta hennar blaeddi en hún fann iiann ekki. Muthoga, stríðsmaðurinn, bóndinn, dans- nrinn, var aftur á valdi sinn- ar gömlu harðneskju, seni hún um stimdarsakir hafði mildað. Hann tók að berja hana. Hann kom að henni, þar sem hún var að rífast þar sem hún var að rífast við elztu konuna og öll hans innibyrgða reiði, hatur og vonbrigði virtust losna úr læð- ingi, þegar hann barði hana. Barsmíðin! Og alit fólkið sem horfði á en rétti henni ukki hjálparhönd! En þetta hafði aðeins reynzt undanfari svo mikillar hörku og eymdar að við lá að hún létist þann morg- un. Hann kom til liemnar snemma og orðalaust harði hann hana, þar til hún lá se*n dauð væri. Hún hafði ekki hrópað. Hún hafði sætt sig við örlög sín. Og sem hún lá þarna á jörðinni og hugsaði, að nú væri öllu Iokið, rann það upp fýrir lienni, að ef til vill höfðu hinar konui-nar þjáðst jafnmik ið hennar vegna. Já, hún gat séð það fyrir sér, hvernig iia.mi barði þær, meðan þær hrópiiðu á meðaumkun hans. Eh hún neitaði ákveðin að láta harsmíðamar kúga vilja sinn. Hún viidi sigra og þegar hún ásetti sér þetta tók hún ákvörð- iuiina strax. I»etta var enginn staður fyrir hana. Hún gat heldur ekki snúið aftur til föð- urhúsanna. Að horfast í amgu við sinn kæra gamla föður var nteiri skömm en svo að hún treystist til að bera hana. Kaldnr næturandvarinn vakti hana aftur tU lifsins. Tár ín, sem svo lengi höfðu verið byrgð inni, brutust nú fram meðan hún þaut niður stíginn, stíginn, sem hlykkjaðist ÆTgnum frumskóginn, niðnr í dalinn og lengra inn í skóg- inn. I»að var svo dimmt að hún sá yart til leiðar milli tjarna og runna. Eækurinn sem rann þar fram, trén sem stóðu þögul i kringum hana. Hvort fundu þan tU með henni eða tóku þátt í hljóðlátri fordæmingu á gjörð um hennar? Hún fylgdi læknum og óð síð- an yfir hann, þar seim hann var grynnstur. Hún gat tiplað þar yfir á nokkrum steinum. Beizkja hennar og sorg var of mikU til að hún skynjaði hætt- una. Því var þetta ekld staður hinna dauðu? I»ar sem andar framliðinna sveimuðu um loft- ið, inn á milli trjánna og réð- nst að hverjum þeim se#n rauf þeirra frið? Hún var vond út f heiminn, út í manninn sinn, on einnig út í sjálfa sig. Gat henni skjátlazt? Var þetta það verð, sem hún nú varð að gja-lda fyrir að hafa í eigin girni hrifsað tii sín sái eins manns? En hún hafði þá líka förnað homun æsku sinni og fegurð. Meiri grátur. Þyngri sorg. — Ó, þið franiliðnu andar, komið og takið mig! Ó, Murungi, guð Kikuyu og Mumbi, sem býrð í því háa Ker inyaga, en ert alls staðar. Hví leysir þú mig ekki frá eymd minni ? Kæra móðir jörð, hví opnar þú ekki skaut þitt og gleypir mig. Svo sem þú gleyptir Gumba — þann Gumba, sem hvarf Hún ákallaði anda lifandi og undir rætur Mikongatr jánna. dauðra, manaði þá að koma og færa hana burt svo hún hyrfi að eiMfu. Skyndilega sem svar við bænum sínum, heyrði hún í fjarska ámátlegt hljóð. Ámát- legt — en samt hljóð. Vindur- inn blés og hin síðasta stjarna, sem á einhvern undarlegan liátt hafði veitt henni styrk, hvarf. Hún var alein í myrkri skógarins. Eitthvað kalt og da.utt rakst í hana. Hún kippt- ist við og nú kom að þvi, sem barsmíðarnar aldrei höfðu ork- að. Hún veinaði. Skögurinn bergmálaði vein hannar. Hún varð heltekin ótta; hún skalf. Og henni skildist að hún v7æri ekki ein. Hér og þar í runnun- um glytti í þúsundir augna og hún fa.nn ósýnilegar krumlur ýta við sér. Þessi sjón, og hin skyndilega vitneskja um að hún væri í andanna landi, al- ein, og langt að heiman, fékk hana til að stirðna upp. Hún fann til einskis, gat ekk- ert hugsað, kom ekki upp nokkru hljóði. Þetta voru örlög in — vilji Murungu. Hún lypp aðist niður og síðustu kraltar hcunar fjöruðu út.. Þetta voru endalokin. Hápunktur drauma hennar og langana. En það var líka kaldhæðni örlaganna! J»ví hún vildi ekki deyja. Eíf- ið var svo dásamlegt. Hún ósk- aði þess eins að fá tækifæri tU að lifa nýju lífi. Lífi, sem hún gæti eitthv'að gefið, en ekki að- eins verið þiggjandi í. Ófarir hennar voru ekki á enda, því meðan hún lá flöt á jörðinni og uglan og hýenan skræktu í fjarska, fór vindur- inn hamförum og það byrjaði að rigna, Það var eins og jörð- in vildi Ijúkast upp fyrir henni. En um leið og eldglæringarn ar leiftruðu og þrumurnar kváðu söng sinn, kom hún auga á tré skammt undan — þetta var hátt tré og runnar lukust blítt og biðjandi að stofni þess. Og hún vissi strax að þetta var t-réð — það heilaga fíkjutré sem nefnist Mukuyu — altari hins aJsjáandi Murungu. „Loks ins citthvert skjól,“ hugsaði hún. Hún bauð regni, þrumuni og öndum byrginn og hljóp af stað. Maður hennar, aJlt fólk- ið í Muhoroini varð sem Jítið og þýðingarlaust. AUt, sem áð- ur hafði íþyngt hjarta henJiar, fjaraði út meðan hún hljóp gegnum runnaþykknið, hnaut við trén, datt og stóð upp aft- ur. Tilgangsleysi iífs hennar hvarf sem dögg fyrir sólu. Áhyggjur hennar gufuðu upp. Hennar einasta takmark var að ná til fíkjutrésins. J»að skipti lífi og dauða. Og hún barðist fyrir lífi sínu. ETndir hinu heilaga fíkjutré myndi hún finna skjól og frið. I»ar mundi Mukami mæta guði sín- um, Murungi guði ættar sinn- ar. J>ví hljóp hún þrátt fyrir magnleysið og hún fann þægi- Iegan brtina hið innra sem fékk skaut hennar til að lifna í dansi. Nú var hún nærri þeim heilaga stað, því æðsta altari, frelsinu! I»ví hljóp hún að alt- arlnu, nei hún hljóp ekki, hún flaug! Að minnsta kosti hlýtur sál hennar að hafa flogið, því hún fann sig létta sem fjöður. Svo náði hún þangað, aðfram- komin. Kegnið helltist niður, en hún varð þess ekki vör. Hún lagðist til svefns í faðmi gnðs- trésins. Hún var aftur á töfranna valdi. Mukami vaknaði skyndilega. Hvað? Var hcr enginn? .lá, en hér hafði þó komið Mumbi og staðið hér með manni sínum Gikuyu og þau höfðu snert hana blíðri snertingu, sem fór eins og eldnr um líkama henn- ar. Nci, ha.na hlaut að hafa dreymt. Hvílikur drauinnr! Svo einkennilegur, svo falleg- ur. Og Mumbi hafði sagt; „Ég er ættnióðirin.“ Hún leit ■ kringum sig. I»að var ennþá myrkt. Og þarna stóð gamla tréð, sterklegt., óbugað; Hve marga leyndardóma hlaut það ekki að geyina, — Ég verð að fara heim. Heint til ntanns ntíns og ætt- flokks. I>að var ný Mukanii sem þetta sagði. Hún var auð- mjúk, en þó vongóð. Svo sofn- aði hún aftur. Töfra.rnir .. . Sólin kom upp og breiðir geislar hennar þrengdu sér inn gegnum skóginn; að trénu sem Mtikanti hallaðist tipp að. Og Framhald á bls. 13. 6. júní 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.