Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Side 2
Um Borges á íslandi
sinni: „Elsa, di Giovanni var
rétt í þessu að lesa fyrir mig
undursamlega þýðingu."
Grein di Giovannis er mjög
lærdómsrik fyrir þá sem vinna
að þýðingum. Hún sýnir hve
nauðsynlegt er að leggja mikla
alúð við þýðinguna og feta
gætilega erfitt einstigi milli
ólíkra tungna. 1 þessu sama
hefti Eneounters eru nokkur
'ljóð eftir Borges i þýðingu Nor
mans Thomas di Giovannis og
nokkurra annaira helztu þýð-
enda hans á enska tungu. Þar
eru einnig tvær smásagna
hans, önnur The Intruder
(Fleygurinn) eða Intrusjon á
spænsku, sem Borges sjálf-
ur í fyrrnefndu samtali okk-
ar telur e.t.v. bezta verk
sitt í óbundnu máli: knöpp og
hnitmiðuð bæði í stíl og að
efni. Mál og efnistök meira i
anda íslenzkra fornsagna en
nokkurt verk eftir íslenzkan
höfund, sem ég man eftir i svip
inn. Hann segir að kynni sín
af Kipling, einkum einföld frá-
sögnin í Plain Tales from the
Hills, hafi auk fslendinga-
sagna, átt þátt í einfaldri frá-
sögn Fleygsins.
Nú vinnur hann að sex eða
sjö smásögum sem eiga að
koma út í bók á næsta ári.
„Ekki fantasiur eins og fyrri
sögur minar, heldur knappar,
einfaidar og blátt áfram."
Borges hefur fengið mikla
viðurkenningu fyrir skáldskap
sinn, einkum í óbundnu máli.
Argentínumenn virðast ekki
ósvipaðir Islendingum að því
leyti, að þeir geta vtirt hugsað
sér að sami maður taki sér
nema eitt verkefni fyrir hend-
ur og kunni skil nema á einni
listgrein. Af þeim sökum „er
yfirleitt iitið á mig sem heldur
slæmt ljóðskáld heima í Argen
tínu“, segir Borges og bætir
við, að honum þyfei leiðinlegt
að landar hans skuli ekki geta
viðurkennt ljóðin hans vegna
dálætis þeirra og hrifningar á
verkum hans í óbundnu máli.
En erlendis er svigrúm fyrir
hvort tveggja. Borges er kom-
inn í fremstu röð skálda í
heiminum, að sumra dómi
mesta skáld okkar tíma á
heimstungu Spánverja. Þó er
hitt meira um vert að verk
hans eru sprottin úr normal til
finningu: hann er eftirminni-
legur og blátt áfram, blindur,
en sér þó betur en aðrir al-
sjáandi, skilur allt, hefur
áhuga á öllu, er auðmjúkari en
flestir sem ég hef kynnzt, en
þó fastari fyrir, þakklátur án
þess að þurfa, svo mikill sem
hann er af sjálfum sér og
glöggur á vit sitt og veruleik.
Fyrirmyndir hans er áreiðan-
lega að finna einhvers staðar
í fornsögunum og eitt er víst:
að hann er líkari Sighvati en
Agli Skallagrimssyni.
II.
Hugur Borges hneigðist
snemma að íslenzkum fomsög-
um. Norræn menning hefur
ávallt síðan verið honum hug-
stæð. Hann minnist oft á
Snorra Sturluson í ritum sín-
um, og í ljóði, sem birtist i
tímaritinu Harpers, desember
1970, sem á íslenzku mætti
nefna: Lesandi, er Snorri
Sturiuson jafnsjálfsagt fyrir-
brigði og andrúmsloftið í kring
um okkur.
Þótt blindur sé, upplifði Borg-
es ísland sterkar og af já-
kvæðari innlifun en flestir sem
ég hef hitt. Hrifnæmt skáld er
engin undantekning. En lista-
maður, jákvæður og þakklát-
ur. . . kannski. Borges fannst
allt gott á fslandi. Þegar kalt
var í veðri, sagði hann: „Það
er munur eða mollan heima og
í heitu löndunum." Þegar snjó
aði var islenzka krapið betra
en rigning í öðrum löndum.
Hann bjó á Hótel Holti og það
var auðvitað bezta hótelið sem
hann hafði kynnzt um dagana.
Ögleymanlegt var að horfa á
hann, þegar hann fékk Heims-
kringlu í hendur í Bókaverzl-
un Lárusar Blöndals. Hann
strauk hana eins og helgan
dóm, sá hana með höndunum.
Ég bauðst til að bera hana fyr-
ir hann. „Nei, ég ætla að halda
á henni sjálfur," sagði hann.
Þegar við fórum til Þingvalla,
en með okkur i þeirri ferð
voru m.a. di Giovanni og
Björn Bjarnason, bentum við
honum á, hvar Egill hefði bú-
ið í Mosfellsdal. Þá sagði Borg
es: „Ég sé móta fyrir fjöllun-
um. Og nú kemur það sér vel
fyrir mig að vera blindur. Ég
sé ekki bæina. Ég sé ekki sveit-
ina. En ég sé fjöliin eins og
Egill sá þau, þegar hann var
orðinn blindur." f Almannagjá
stanzaði hann og sagði: „Nú
ætla ég að fara með spænskt
Ijóð, upphátt. Ætla að skilja
það eftir á þessum helga stað.“
Og hann fór með þetta
spænska Ijóð upphátt. Ég
spurði ekki eftir hvern það
væri, því að engum kemur
þessi helgistund við, nema holl
vættum Þingvalla og Borges
sjálfum. „Ég sé móta fyrir
svörtum hamraveggjunum. Og
þarna er himinninn." Og hann
benti.
Á leiðinni talaði hann margt,
bæði í bílnum og annars stað-
ar. Þegar ég lýsti aðdáun
minni á Fleygnum og sagði
að hún minnti mig á persónu
dramað í íslenzkum fornsögum,
svaraði hann: „Þakka yður fyr
ir, þetta gleður mig. Ég tel
þetta mikinn heiður. Ég hef
lært margt, eftir að ég varð
blindur. Ég get ekki munað
langar setningar og þess vegna
verður stíllinn knappari en áð
ur. Það fer betur á því. Ég
segi vinum mínum og kunningj
um smásögurnar mánuðum,
jafnvel árum saman, áður en
þær eru skrifaðar niður. Þann-
ig fæ ég mörg góð ráð, áður
en þær komast á pappír. Þær
verða slípaðar og fullburða
og ekki fæddar fyrir tímann.
Þannig hafa einnig ýmis verk
fornaldar verið unnin. Fyrst
hafa þau verið sögð mann
fram af manni, áður en rithöf-
undarnir settu sögurnar sam-
an og skráðu af alkunnri list.“
Hann sagði að hugmyndin að
Fleygnum hefði fæðzt upp
úr 1930, en móðir hans hefði
ekki skráð söguna á biað fyrr
en 1966. Hún fjallar ekki um
ást, heldur vináttu. Hjá bræðr
unum er vináttan mikilvægari
en ástin. Eins og í íslendinga-
sögum.
Ég hafði orð á því, að mér
fyndust sögur hans minna mig
stundum á ljóð. Enn þakkaði
hann af hógværð og hjartans
auðmýkt. „Ég vona, að ég sé
episkt skáld,“ sagði hann.
Hann minntist á bók um is-
lenzka fommenningu, sem
hann sagði að væri stórkost-
leg. Ég hafði sem betur fer les
ið hana og gat tekið undir lýs-
ingarorðin, sem hann notaði.
Þessi bók heitir Epic ancl Rom-
ance eftir brezka bókmennta-
fræðinginn, menntamanninn og
listamanninn W. P. Ker. „Ker
skrifaði aðeins þrjár bækur,“
sagði Borges. „í Epic and Rom-
ance ber hann saman foma
norræna menningu og suðr-
æna, sér allt í samhengi og
setur norræna eða íslenzka
menningu á þann stall, þar
sem hún á heima. En The Dark
Ages er aftur á móti slæm bók.
Ker skrifaði hana í of miklum
flýti. Jafnvel titillinn er slæm-
ur. Þessar aldir voru ekki
myrkar. Þær áttu sína birtu.
Og það vissi Ker sjálfur, eins
og kemur fram í Epic and
Romance. Ker benti réttilega á,
að íslenzkar bókmenntir standa
öðrum miðaldabókmenntum
fyllilega á sporði. Og hann
mátti vita það. Hann var sér-
fræðingur í engilsaxnesku, lat-
ínu og grísku. En alltof fáir
þekkja hann, einnig í Bret-
landi. Eitt sinn hitti ég brezk-
an prófessor i bókmenntum,
sem hafði aldrei heyrt hans get
ið. Hvemig getur staðið á
svona mistökum?" sagði Borg-
es dapur í bragði.
III.
Við höfðnm minnzt á ljóðlist.
Hann lagði eins og fyrr segir
áherzlú á að fólik í heimalandi
hans liti á hann sem skáld-
sagnahöfund. „Það hefur lít-
inn áhuga á ijóðlist," sagði
hann. „í æsku hafa menn
áhuga á ljóðum, en oft vill
hann dvina. Mörg skáld yrkja
nokkur ljóð en hafa ekki
áhuga á þeim, nema þá helzt
til að komast í blöðin, og verða
fræg af þessum fáu Ijóðum. Og
helzt að fá verðlaun fyrir
þau.“ Hann brosti: „Mér þyk-
ir mjög vænt um, að þér skul-
uð segja að smásögurnar mín-
ar minni yður á Ijóðlist. Þann-
ig lít ég einmitt á þær sjálfur.
Skrifa þær eins og ljóð. Ég er
sagnaljóðskáld, vona ég, Og
mér er mikill heiður að því, að
yður skuli finnast smásögur
minar minna á hetju- eða
sagnaljóðin gömlu. Þannig eru
þær líka hugsaðar. Maður á
aldrei að skrifa neitt niður
strax, heldur geyma efnið,
segja það vinum og kunningj-
um. . . Sumir segja eins og þér
áðan, að ég hljóti að fá Nóbels
verðlaun. Ég hef ekki trú á
því. Ég er ekki talinn dæmi-
gerður höfundur fyrir Suður-
Ameríku. Asturias . . jæja við
skulum ekki tala um hann,
Mistral, hræðilegt skáld. Það
eru landafræði og stjórnmála-
stefnur, sem hljóta Nóbels-
verðlaun. Ibsen, Strindberg og
Tékov fengu þau aldrei. Mistr-
al fékk Nóbelsverðlaunin af
landfræðilegum ástæðum. Ég
reikna með því að ég verði
nokkur ár ennþá „einn þeirra
sem koma til greina", en það
skiptir ekki máli. Verðlaun
eru fyrir þá, sem vilja eða
þurfa að komast i blöðin. En
nafn mitt þekkja nú ýmsir um
heimskringluna" og hann sagði
heimskringluna á islenzku með
viðeigandi áherzlu, brosti og
velti fyrir sér þeim bók-
menntaverðlaunum sem Snorri
hlaut á sínum tírna fyrir þetta
verk sitt!
IV.
Auðvitað fór Borges að tala
um engilsaxneska, germanska
og norræna menningu. Hann
þurfti að fá nákvæmar
skýringar á öllum íslenzk-
um orðum, sem hann heyrði
af vörum okkar. Faðir hans
hafði fyrstur bent honum
á, að orð eru ekki einung-
is til að koma á nauðsynlegu
sambandi milli fólks í hvers-
dagslegu lifi, heldur eru þau
tákn og galdrar. Borges leitaði
samsvarandi orða í öðrum
tungumálum, var bergnuminn
af orðum, drukkinn og svo fór
hann að segja okkur frá því,
að samkvæmt arfsögnum Gota
hefðu þeir sjálfir litið svo á, að
þeir hefðu verið af norrænum
uppruna. Hann minntist á De
Rebus Gothicis, eftir Jornand-
is, sem uppi var á 4. eða 5.
öld e. Kr. Hann getur vist um
elztu Gotakonunga sem tóku
Spán og segir að þeir hafi ver-
ið af sænsku bergi. Þar er
einnig minnzt á Burgos: Borg-
es —- og nú tíundaði skáldið
fjölda orða i ýmsum málum af
sama stofni, en gat þess jafn-
framt að gotnesk orð væru
lengri en engilsaxnesk, sem
liktust íslenzkum orðum meir.
Einnig væru engilsaxneskar
setningar yfirleitt styttri en
gotneskar: i staðinn fyrir að
segja að jarl einn sé dauður
segir engilsaxneskt skáld í
skemmtllegu Ijowi um sigur
norrænna manna yfir Söxum:
hann fékk jörð, sem minnir á
orð Haralds Guðinasonar um
Harald konung Sigurðsson,
hversu hann mun honum unna
af Englandi: „sjö fóta rúm eða
þvi lengra sem liann er hærri
en aðrir menn.“ „Knappara gat
það ekki verið," sagði Borges
og brosti. Aðdáunin leyndi sér
ekki. Svo fór hann að þylja
ýmis orð skyld jarli: earl,
chiurl sem enn er vist notað í
ensku í sömu merkingu og
karl. Ætli það komi ekki við
sögu hjá Shakespeare sem
Borges hefur litlar mætur á,
m.a. fyrir ónákvæmni í orða-
vali!
Hann vinnur að endurbót
norrænnar bókmenntasögu
sinnar og verður hún síðari
kaflinn í riti sem annars fjall-
ar um Hinn guðdómlega gleði-
leik Dantes. Hann getur lesið
ítölsku, þótt hann tali hana
ekki fremur en íslenzku. En
hann er læs á íslenzkan texta
með hjálpargögnum og sérfræð
ingur í engilsaxnesku eða fom
ensku, sem er yndi hans og un
aður. Auðvitað verða fornensk
ljóð tekin til meðferðar í fyrr
nefndri endursaminni ritgerð.
Maxgt hefur leitt huga Borges
að norrænni menningu, meðal
annars bandaríska skáldið
Longfeilow, en þessi orð í ljóð
inu Einar Þambarskelfir virð-
ast vera honum efst í huga,
a.m.k. vitnaði hann oftast til
þeirra:
Einar then the arrow taking
From the loosened string,
answered, „That was Norway
braking
From thy hand, O King!“
Annað bandarískt ljóðskáld,
Poe, er eftirlæti Borges. Hann
sá ekki hrafnana efst á Ingólfs
f jalli, en sagði að þeir minntu
sig á Poe. „Ég heyri þá segja:
never more!“ Og hann leit til
himins.
Borges sagði að erfitt væri
fyrir sig að skilja Höfuðlausn.
„Fomkvæðin íslenzku eru erf-
iðari en sögurnar. Það gera
kenningarnar. Þó notuðu engil
saxar einnig kenningar, köll-
uðu t.a.m. sjóinn veg hval-
anna“ eða „veg svananna“.
Norræn skáld gengu enn lengra
með eftirminnilegum árangri.
Hvalur á spænsku er ballena
— fyrsta atkvæðið líkist hva'l.
En spænsk orð eru alltaf löng.
Engilsaxar notuðu stuðla og
höfuðstafi:
norþan sniwde,
hrim hrusan bond,
hægl feol on eorþan,
corna caldast.
hann snjóaði af norðan, hagl
féll á jörð, korna kaldast, seg
ir enskt skáld sem sér snjó
falla í Norðimbralandi á 9. öld.
Og í Brunanborgarljóðinu sem
fjalilar um bardagann, þegar
Þórólfur féll og þeir bræður
börðust með Söxum, segir m.a.
Engle and Saexe
up becoman
ofer brade brimu,
Brytene sohtan,
brim merkir haf: Þeir sóttu
Bretana (heim) yfir hið breiða
haf... t.
4. júlí 1971.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS