Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Side 4
FLEYGURINN SMÁSAGA EFTIR JORGE LUIS BORGES Sonja Diego þýddi „meira en ástlr kveniui 2. Samúetsbók 1:26. Fullyrt er, þótt þ&3 sé með ólíkindum, að Eduardo, hinn yngri Nilsenbræðranna tveggja, hafi sagt þessa sögu þegar vakað var yfir líki Cristi- ans, hins eldra þeirra, sem dó eðlilegum dauðdaga einhvern tíma á síðasta áratug aldarinn- ar sem leið, i Morón-hverfinu i Buenos Aires. Einhver hlýtur að hafa heyrt hana af vörum einhvers ann- ars, þessa löngu, aðgerðalausu nótt, milli þess er mönnum voru borin maté-staupin, og sagt hana Santiago Dabove, sem ég hef hana frá. Mörgum árum siðar var mér sögð sag- an á ný í Turdera, þar sem þetta hafði allt átt sér stað. Siðari gerð sögunnar var töluvert nákvæmari, en renndi stoðum undir sögu Santiagos, með venjulegum tilbrigðum og fráviikum í smáu einu. Ég ætla nú að færa þessa sögu i letur, þvi ef mér ekki skjáblast lýsir hún í stuttu máli og harmsögulegu mannlíf inu eins og það var á þeim tím um á bökkum Silfurár. Ég ætla að setja söguna samvizikusam- lega á blað eins og mér var sögð hún, en þó finn ég að mér verður erfitt að standast þá freistingu rithöfundarins að taka eitt atriði fram yfir ann- að og gera því betri skil eða ítarlegri. í Turdera voru þeir jafnan kallaðir Nilsen-bræðurnir. Sóknarpresturinn þar sagði mér, að fyrirrennari hans í embætti myndi eftir því, með nokkurri furðu, að þar í húsi hefði hann séð snjáða bibiíu, bundna í svart, með gotnesku letri og á síðustu blöðum henn- ar handskrifuð nöfn og ártöl. Þetta var eina bókin sem til var á því heimili. 1 hana voru skráðar allar ófarir ættarinnar og sú harmsaga fór forgörðum með henni eins og allt fer ein- hvern tíma forgörðum. Gamla húsið, sem nú er ekki lengur til, var gert úr óbrennd um múrsteini. Handan anddyris ins mátti greina húsagarð lagð- an litflísum og handan hans annan með moldargólfi. Fáir einir komu þar inn fyrir dyr, því Nilsen-bræður voru sínk- ir á hlutdeild í einkalíÆi sinu. Þeir sváfu á flatsængum í niðurníddum hierbergjunum og eini munaðurinn sem þeir leyfðu sér voru hestar, reið- tygi, stuttblaða rýtingar, tölu- verður gleðskapur á Laugardög um og ofsafengin drykkja. Ég veit að þeir voru hávaxn ir, rauðhærðir og síðhærðir. Danmörk, Irland, framandlegir staðir, sem þeir höfðu engar spurnir af, ólguðu í blóði þess- ara tveggja þjóðblendinga. Grönnum þeirra stóð beygur af þeim, eins og aif öllu rauð- hærðu fólki og ekki er heldur fjarri lagi að þeir hafi ein- hverju sinni orðið einhverjum að bana. Þeir áttu einhvern tima i högigi við verði laga og réttar báðir saman og voru svo sam- taka að ekki gekk þar hnífur í milli. Sá yngri var sagður hafa átt í útistöðum við Juan Ibarra og fór þar ekki halloka að sögn, og ef eitthvað er að marka söguirnar, var það ekki svo lítið afrek. Þeir bræðuir voru kúrekar á stundum, stjörnuðu kvHkfjár- rekstri oft og einatt, stáiu stundum kvikfé og voru á tíð- um hreinir þorparar. Þeir voru sagðir fastheldnir á fé, nerna þegar þeir voru örir af drykkju og fjárhættuspili. Um uppruna þeirra og hvaðan þeir komu var ekkert vitað. Þeir áttu kerru eina og uxnaeyki. Þeir voru allt öðru vísi á sig komnir bræðurnir, en óhefLaðir Landnemarnir, sem settust að á Costa Brava og eftirlétu þeim stað það óorð sem af sjálfum þeim fór. Þetta og sitthvað annað, sem við vit- um ekki, skýrir nokkuð hið nána samband þeirra. Að ganga í berhögg við annan bræðranna var að eignast tvo óvini. Nilsenbræður voru ævintýra menn, en ástarævintýri þeirra höfðu fram til þess tíma er hér segir frá, verið einskorðuð við húsaskot og staði þá sem vænd iskonur venja á komu.r sinar. Það vakti því tölu.verða at- hygli og umtal i grenndinni þegar Cristian tók sér Júlí- önu Burgos fyrir sambýlis- konu. Satt var að ví-su, að með þvi fékk hann sér þjónustu til borðs og sængur, en hitt var jafnsatt, að hann gaf henni ósköpin öll af áberandi glingri og hafði hana með sér á dans- leiki þarna í hverfinu, sóma- kærar samkomur þar sem inni- legri danssporin í tangó voru bönnuð og fólik sem dansaði saman gerði það í siðsamlegri fjarlægð hvort frá öðru. Júlíana var dökk yfirlitum, stóreyg og langt í miUi augn- anna og það þu.rfti ekki nema að líta á hana til þess að fá hana til þess að brosa. 1 fá- tækrahverfinu, þar sem vinna og umhirðuleysi gera konur gamlar fyrir tímann var hún hreint ekki óásjáleg. Framan af fór Eduardo með þeim út að skemmta sér. Seinna gerði hann sér ferð til Arrecife einhverra erinda og kom þá heim með stúliku, sem hann ha'fði tínt upp á leiðinni. Eftir nokkra daga rak hann hana á dyr. Hann varð æ skap styggari er frá leið og fór að sitja einn að drykkju á kránni í grenndinni og vildi ekkert hafa saman við fóllk að sælda. Hann var orðinn ástfanglnn af konunni bróður síns, Cristi- ans. Grannai'nir renndu grun í það jaftnvel áður en hanm gerði sér grein fyrir þessu sjálfur og það hlakkaði í þeim yfir dulinni keppni bræðranna um hylM sitúlkunnar. Dag einn þegar Eduardo kom seint heim frá kránni á horn- inu sá hann svarta hestinn Cristians standa tjóðraðan við girðinguna. I húsagarðinum beið eldri bróðir hans og var búinn í sitt bezta skart. Konan gekk u.m og bar þeim maté. Cristian sagði við Edu.ardo: „Ég er að fara á fyllirí hjá FaríasfóLkiniU. Hérna hefurðu Júlíönu. Viljirðu eitthvað með hana, haíðu þá þina hentisemi.“ Hreimurinn í rödd hans var hvort tveggja í senn, vinsam- legur og skipandi. Eduardo var kyrr og horfði á hann. Hann vissi ekki hvern- ig hann átti að bregðast við þessu. Cristian reis á fætur, kvaddi bróður slnn, en ekki JúMönu, sem hann fór með sem Framhald á bls. 12. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. júli 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.