Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Qupperneq 5
1. í greim mínni hér í Lesbók- inni um vig lögmannsins á Lög- mannsvöllum á Landi, voru ieidd að því rök, að það haíi verið Oddur lögmaður Ás- mjundsson, sem var þar veginm, lþá orðiinn íjörgamail, og senni- lega hættur lögmannsstörfum. Oddur lögmaður var atkvæða- cmikikl og hafði staðið að sam- þykkt um bann á vetursetu er- iendra farmanna á íslamdi, ásamt Brandi Jónssyni lög- manni norðan og vestan á Is- landi. En sú samþykkt er ekki varðveitt, en getið er um hana S samþykkt Þorleifs Björnsson- ar á alþingi árið 1480. Oddur Qögmaður var mikill vinur Skarðsverja, enda hafði hann verið ungur sveinn Lofts ríka Guttormssonar, og sennilega átt homum að þakka frama. sinn og gengi. Eftir miðbik 15. aldar varð sýslumaður í Árnessýslu Jón Óiafsson frá Reykjahlið við Mývatn, Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði. Jón bjó á Klofa á Landi, og var jafnframt ráðsmaður í Skál- holti. Hann var mikili auðmað- ur, yfirgangssamur og hlifðist Diitt við, fremur en aðrir höfð- ingjar aldarinnar. Hann var af hinum merkustu ættum lands- ins, móðir hans var dóttir Rafns iögmanns Guðmundssonar, Guð rún að nafni. Hann kvæntist rangæskri konu, Ingibjörgu Eiríksdóttur í Skarði á Landi, Krákssonar hins gamla á Skarði, Jónssonar. Liklegt er, að þessi ætt, föðurætt Ingi- bjargar sé iangfeðgatal til Skógverja hinna fornu undir Eyjafjöilum. Sé það rétt, er eðliieg afstaða Jóns sýslu- manns til mála út af Krossreið. Jón Ólafsson sýsliumaður mun vera fæddur um 1420 — 1425. Hann kemur fyrst við gjörning á Hólum 4. september 1449. Vorið 1457 er hann kvænt ur og kominn suður að Klofa á Landi. Hann hefur senniiega kvænzt um 1450. Árið 1467 er hans getið sem ráðsmanns í Skái'holti. Það er í gjafabréfi, þar sem hann og kona hans, gefa jörðina Sandlæk í Eystri- Hrepp f.yrir sálu Eiríks sonar þeirra. Bréfið er ritað í Skál- hölti 8. janúar 1467. I Krossreiðardó'mi Erlends isýslumanns Eriendssonar í Rangárþingi, 9. og 10. septemb- er 1471 í Lambey í Fljótshlið, er hann einn dómsmanna, og er þar nefndur sýslumaður í Ár- nesþingi, enda var friðaröld í héraði, meðan hann var þar sýslumaður, kyrrlátur biskup á stóli í Skálholti, Sveinn biskup Pétureson, hinn spaki. Eftir Krossreiðardóm kemur Jón sýslumaður ekki íyrir í heimild um, þótt sumir hafi haldið, að hann sé sá Jón Ólafsson, er meíndur er í dómi á Hi'iðarenda i Fljótshlíð, 25. janúar 1472. En sá Jón Ólafsson er talinn með- al siðustu dómsmanna, og get- ur því alls ekki verið Jón Ólafs son sýslumaður Ámesþings, því hann hefði verið neíndur meðal þeirra fyrstu. Jón Óiafsson sýslumaður og Oddur Ásmundsson lögmaður hafa verið góðir vinir, bæði vegna ættar og nágrenmis. Lög- maður studdi Jón sýslumann mjög til áhrifa og jafnvel ágangs, og beriegt verður síð- ar i þessu efni. ' Þorleifur sonur Björns rika á Jón Gíslason VÁLEGIR ATBURÐIR í SELVOGI Skálholtsráðsmaður veginn af erlendum vetursetumönnum á Bjarnastöðum á áttunda tugi 15. aldar Skarði og Jón sýslumaður Ólafsson voru systkinasynir. Skarðverjar áttu miklar eignir á Suðurlandi, og höfðu þar af leiðandi talsverðra hagsmuna að gæta þar um sveitir. Þorleif ur var staðarhaldari í Hruna í Hreppum, áður en hann fluttist vestur til valda og áhrifa þar. Hann fór Lítt að lögium, og var viðriðin ofbeldisverk á Suður- landi, enda var hann mikil yfir gangsmaður, eins og flestir valdsmenn aldarinnar. Með kvonfanginu var Jón Ólafsson bundinn erfðum og vandamálum rangæskra manna og hefur honum orðið það til áhriía þar í sýslu, eins og dómsstörf hans um Krossreiðar mál sýna. 2. Á áttunda tug 15. aldar urðu nokkrar breytingar á afskipt- um Danakonungs af Islands verzlun. Kristján konun.gur 1. var brenndur því marki eins og fleS'tir konunigar miðalda, að vera sífellt í f járþröng, enda varð honuim nokkuð kostnaðar samt í rekstri ríkisins. Hann reyndi mjög að efla tekjur af verzlun og umferð um dönsku sundin, sérstaklega með bættri innheimtu á Eyrarsunds- itoLldnum, en einnig innheimtu sekkja- og leyfisgjalds af skip- um er fóru til Islands og ann- arra fjariægra hluta Danaveld is. Með bættri sambúð við Eng lendiri'ga á yfirborðinu, er líða tók á áttunda tug aldarinnar, gafst konungi meira svigrúm til að sinna þessum þáttum íjár- öflunar. Jafnframt náði konung ur að verulegu Leyti tökum á Vestur-Hansaborgunum, er hófu í þenna mund að sigla tiL íslands, og varð það til mik- illa áihrifa og bætti stórlega við skipti landsins. I réttarbót Kristjáns 1., 8. júlí 1463, bannar hann „öl'lum að kaupa við útlenzka kaup- menn fyrr en þeir útgefið hafa fyrrnefnd þeirra sekkjagjöld, sem gamall siðvani verið heí- ur. Hver hér á móti gjörir, hef ur forbrotið það góss sem hann kaupir eða svo góða peninga og 8 örtugar og 13 merkur í bréfabrot." Réttarbót þessi, ef réttarbót skal kaLla, er varð- veitt í fjölda afrita, og sýnir það vei, að hún hefur verið aL kunn, og valdsmenn hafa beitt henni eftir megni. Heimiidir eru mjög hljóðar og fáorðar um athyglisverð tíðindi á 15. öld. Annálaritun var þá horfin úr tízku, skjal- iegar heimildir oft i brotum, vegna þess, að mikið glataðist af skjölum í siðskiptunum. En fleira kemur einnig tiL Liklegt er, að sumum höfðingjum aldar innar hafi ekki komið vel, að ölL atvik í verðandi mála á Is- iandi, yrðu um of í hámælum. Þorleifur Björnsson iét á alþingi samþykkja mótmæli gegn vet- ursetu erlendra kaupmanna á íslandi, og var samþykktin birt í síðustu grein. Sjálfsagt hefur hann notað sér samþykktina í garði konungs, Kristjáns 1. en hann hlaut hjá homum hirð- stjórn á Islandi til þriggja ára, en hann fór einmitt út sumarið 1480. En Þorleifur var síðbor- inn til þeirra metorða á tvenn- an hátt. I fyrsta lagi: sökuan þess, að konungsskipti urðu í Danaveldi um þetta leyti. 1 öðru lagi: ný stefina var á lofti i verzlunarmálum Danaveldis, er hafði miklar breytingar i för með sér um kaupmennskiu alia um norðurhöf. Ehiglendingar höfðu fyrri hLuta 15. aldar algjör tök á Is- landsverzLuninni. En með þjónkun bræðranna, Björns og Einars ÞorLeifssonar, írá Skarði við Danakonung móti veidi Guðmundar Arasonar á Reykhólum, er endaði með falli hans, urðu snör þáttaskii i þessum efnum. Árið 1467 var Björn hirðstjóri hinn ríki Þor- Leifsson drepinn í Rifi á Snæ- fellsnesi af Englendingum. Um þennan atburð eru fáar heim- ildir eftirlátnar í íslenzkri sögu, nema furðu ungar. En Framhald á bls. 10. 4. júlí 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.