Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Page 8
Það um borð i skipunum, sem mestu skipti næst áttavit- anum, voru fallbyssurnar, enda var og hátignin vakin og sofin yfir smíði þeirra. Þær voru dýrar; góð koparbyssa kostaði morð fjár, en við þvi hafði þó tekizt að sjá með ákveðnum sparnaðarráðstöfun- um. Kristján konungur hafði komizt að því, að ennþá var til gnótt kirkjuklukkna í Dan- mörku og enda þótt oft færu nokkrar þorpsklukkur í meðal- stórt fallstykki, var enginn kominn til að segja með nokk- urri sanngirni, að guðhræðsl- an gæti ekki einnig með þessu móti stoðað rikin. Brátt kom að því, að skipti um hljóm í klukkunum. Próf- skotið var af hinum nýju fall- byssum klukkan sex að morgni, og sumardag einn, segir byssu- skyttan Jón Ólafsson, þegar reyna átti fimmtiu og tvær þeirra, var konungur þegar tekinn að vega púðrið í skot- in eigin höndum, er hermenn- irnir komu á staðinn. Byssu- steypirinn, sem Hartvig hét, sárbændi hann að þyrma sér, örmum manni, og setja ekki svo mikið púður á vogarskáiina, að vægi upp á móti þyngd kúl- unnar, því hann teidi, að hin- ar nýju byssur þyldu það ekki, og þær, sem spryngju við reynsluskotið, yrði hann að láta steypa um á eigin kostn- að. Konungur fylgdi ótruflaður hreyfingum vogarinnar og þrumaði um hæl, að mannslíf væri meira virði en þeirra skildingar, og mundi það að líkindum vefjast meir fyrir meistara Hartvig að steypa matrós upp á nýtt en kanónu. Þá fór sá góði maður að gráta og bað nærstadda að ákalla með sér Herrann, að hann léti fyrirtækið heppnast. Meðan á þessu gekk lauk konungur að vega og maður að nafni Jens Korsör gekk fram að bera eld að falibyssunum. Sólin leiftr- aði á nýsteyptum koparnum, fallbyssurnar fimmtíu og tvær lágu á stokkum samsiða og milli þeirra tunnustafir frá einu púð urgati til annars og var á þá stráð ráspúðri. Jens Korsör þurfti aðeins áð leggja eld í púðrið á fyrsta stafnum, síðan læsti eldurinn sig af sjáifsdáð- um áfram eftir tunnustöfunum og byrjaði gauraganginn. Hann stóð nú einn sér við þá fremstu i röðinni, konungur og hermennirnir höfðu dregið sig aðeins til baka, allir nema Hartvig veslingurinn fundu til innilegrar vellíðunar. Það var því líkast, sem ströndin öll nötraði undir fótum þeirra, er skotin fimmtíu og tvö dundu hvert af öðru út yfir lognsléttan sjóinn. Þegar púð- urreykurinn var liðinn hjá, kom í Ijós, að failbyssun- um hafði ekki orðið að meini, nema einni, er hlotið hafði skarð i vör. Konungur sló því föstu, að hún væri jafngóð eft- ir, skipaði að bera hermönn- unum ölföng, blístraði á hund sinn og gekk á brott. Ölið báru fram hinar sömu vansköpuðu vinnukindur og hafðar voru til að færa til kjöl festuna, þegar leggja skyidi skip á hiiðina. Brimarhólmur var ekki einungis heimkynni flotans, heldur og stærsta fang eisi landsins. Með árunum hafði Kristján konungur hneigzt æ meir til þess að náða dauða- dæmda glæpamenn með járn- vist á Brimarhólmi. — Hér vaxa höfuð ekki á káWeggjum, sagði hann. Það fólst í þessu, að hann þurfti á að halda ódýru vinnuafli til upp- byggingiar flota síns og það fékk hann með þvi móti að riota til hennar refsifanga útd á Brimarhöl'mi, sem var bæði einangraður og hans auk þess vandlega gætt fyrir. 1 tíð Kristjáns fjórða voru jafnan á Brimarhólmi milli fimmtíu og eitt hundrað fang- ar. Þeir gengu í vaðmálstreyj- um og var dag hvem úthlutað einum saltfiski, brauðhleif, öl- krús og tólgarkerti. Sumir sátu ekki inni nema fáein ár, en margir voru þarna í ævi- fangelisi og voru skipaðir fjór- ir fangaverðir, „sem dag hvern skyldu reka þá upp með svip- um að strita og þræla.“ Þeir reru galeiðunum, grófu líflátna afbrotamenn og gengu annarra „óærlegra erinda.“ Um nætur var þeim svo ætlað að bera úr sér saurinn til sjávar og „farm- ana skyldi því hafa svo marga og smáa, að fógeti ekki þyrfti að sleppa fleiri föngum út saman í einu, en honum vel viðráðanlegt væri.“ Áhættan á uppreist var þó ekki svo ýkja mikil. Allir refsi fangarnir báru járn, jafnt næt- ur sem daga. Auk þess hafði járngjörð verið læst um mitti mörgum, en upp úr henni að aftam gekk hringur og upp um höfuð og á honum bjalla, sem klingdi við hverja hreyfingu fangans og var það mjög stund að að krækja sér í hampvisk hjá kaðliaranum, troða honum upp í bjölluna og fá þannig frið fyrir kliði hennar. Ekki báru aliir fangarnir jafn marga járnhringi um ökla og úlnliði; má sjá af bókum akkerissmiðs- ins, að hann hefiur oft getað sparað sér annað handjárnið eða í þeim tilvikum, er böð- ullinn hafði stýft hægri hönd- ina af fanganum. Á sama hátt höfðu aðrir séð af nefj'um sín- um eða eyrum, án þess þó, að það sparaði smiðnum neitt. Annar hegningarauki, sem hafður var á veturna, var sá, að sökudólgurinn var settur út á ísinn og hellt yfir hann úr tólf fötum vatns. — Þarna sat ég allam daginn til kvölds með járn á fótum, alþakinn ís og holdvotur undir isnum , seg- ir Jón Ólafsson, sem reyndi þetta við tækifæri. Þá var og til að dæma brotamennina til þess að hlekkjast við einhvérn annan Brimarhólmsfanga, en það var aðferð, sem veitti mikla vídd í refsiákvörðun- um. Þannig var presturinn Jörgen Friis, sem prédikað hafði falskenningar, dæmdur til að „hiekkjast saman við einn hinna sænsku, þann iak- asta af öllum þeim sænsku föngum, sem á Hólminum eru.“ Mikill hluti refsifanganna á Brimarhólmi samanstóð af stríðsföngum, betlurum og landeyðum, en dómsútskriftir sýna þó, að meðal þeirra hafa verið hættulegri brotamenn. Sá ískyggilegasti meðal hinna vaðmálsbúnu þræla, sem sumar morgun þennan veltu öltunn- unum fyrir hermennina, hefur eflaust verið Sören, fyrrum þjónn Klaus Ahlefeldts. Hann hafði upphaflega átt að hengj- KJÖLDRÁTTUR EÐA NÍUSTÖKK AF STÓRRÁNNI Gripið niður í Jens Munk eftir Thorkild Hansen, þar sem segir frá tiftunum til sjós í stjórnartíð Kristjáns IV. og „lseknisaðgerðinni“ á hendi Jóns Indíafara Ásgeir Ásgeirsson þýddi 8 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 4. júlí 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.