Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Blaðsíða 13
—
ERLENDAR
BÆKUR
____________________y
Jón
Hnefill
Aðaísteins
son
EVRÓPSKAR
HUG-
MYNDIR,
KREPPA
OG
ÞRÆLA-
HALD
Ertlc í.uiul, Mogens PIM og:
Johannes Slok
Do europæiske idecre
historie. Gyldendal.
Kfíhenhavn 1970.
1 aðiaraorðum fyrstu útgáfu
þessarar bókar 1962 geta hðf-
uhdac þess, að hún sé samin
með hliðsjón af nýjum mennta
skólaiögum, er hafi ráðið gerð
henrar, viðfangsefni og efnis-
tökum. Leitazt hafi verið við
að gera grein fyrir mikilvæg-
uatu hugmyndum í heimspeki,
vismdum, stjórnmálum, sið-
fræði og trú, innbyrðis sam-
hengi þeirra og mótun i sögu-
logj-. framvindu. Reynt hafi ver
ið að set.ja efnið fram eins ljóst
og lifandi og kostur var án
þess þó að það yrði fyrir þá
sök um of yfirborðskennt. Þ>ess
er getið i aðfaraorðum, að í
þeirri útgáfu bókarinnar, sem
hér um ræðir, sé aukið kafla
urn fjarstæði (absurdiete) og
öðrum um róttækar óeirðir síð
ustu ára.
„Saga evrópskra hugmynda"
er tæpar fjögur hundruð blað-
síður og prýdd allmörgum
mjndum, sem ætlað er að
vaipa ljósi á einstakar hug-
myndir. Heitir fyrsti kaflinn
De europæiske ideer, þar sem
gerð er grein fyrir þeim hug-
myndum og þeirri menningu,
sem bókin fjallar um. 1 öðrum
kafla er fjallað um Israel, Guð
05 heiminn, manninn, lögmálið,
þjððina og söguna. Gefur þessi
kaíii í stuttu máli greinargott
yfirlit yfir sérkenni ísraelskrar
menningar. Dregnir eru fram
þeir þættir, sem einkum hafa
haft áhrif í Evrópu, bæði í
kristinni og gyðinglegri menn-
ingarerfð.
Grisk-rómverski heimurinn
heitir þriðji kafli bókarinnar.
Hefst hann á lýsingu á trúar-
hugmyndum Grikkja, en síðan
er vikið að heimspeki þeirra og
rakin þróun hugmynda frá
Þalesi til Aristótelesar. Eru
þessu efni gerð ítarleg skil og
fjallað um grisk-rómversku
menninguna á nær eitt hundr-
að síöum í bókinni.
Fjórði kafli evrópsku hug-
myndasögunnar er helgaður
kristinni menningu og kristinni
trú. Er þar gerð einkar skýr
grein fyrir myndun kenninga-
kei'fis kristinnar kirkju og
frumþættir kristinnar trúar
greindir af faglegri kunnáttu-
semi. Sú greinargerð hlýtur að
vera mjög gagnleg fyrir nem-
endur á menntaskóiastigi, raun
særri og haldbetri en margt
það, sem haldið er að nemend-
un; i íslenzkum skólum í krist-
indómsfræðslu.
1 kjölfar kristindómsbálksins
í þessu riti fer svo kafli, sem
nefnist „Frelsun mannsins".
Eru þar raktar hugmyndir end
urreisnar og mannúðarstefnu
og lýst þeim nýju viðhorfum,
sem upp komu á sið-miðöldum.
1 siðasta kafla bókarinnar, sem
heitir „Veraldarhyggja", er þró
un þessara sömu hugmynda
rakin lengra og allt til okkar
daga. 1 þeim kafla er m.a. fjall-
að um frjálslyndi, afturhald,
rnannréttindi, hugvísindi, Marx
isrr.a, þróunarhugsun, heims-
valdastefnu, hið ómeðvitaða, til
vist, fjarstæði og stúdentaupp-
reisnir síðustu ára. Síðasti
hluti þessa kafla heitir „Hin
evrópska hugsun“. Er þar að
þvi vikið, sem Evrópa geti lagt
af mörkum í vitsmunalegu til-
liti öllu mannkyni til farsæld-
ar.
Yfirlit það, sem hér hefur
verið gefið, ætti að veita
noKkra hugmynd um inntak og
efnismeðferð þessa rits. En
þess má geta, að framsetning
öll er einkar ljós og greinargóð,
hötundum hefur vel tekizt það
ætlunarverk sitt, að gera við-
fangsefnið ljóst og lifandi, án
þess að það verði yfirborðs-
kennt. Væri mikill fengur að
þvi, ef unnt yrði að taka til
kennslu í íslenzkum mennta-
skólum rit í líkingu við þessa
bók um evrópskar hugmyndir.
Að vísu mun slikri kennslu
ekki ætlað rúm á stundaskrá
menntaskóla, en trúlega kæmi
hún til álita sem valgrein sam-
kvæmt menntaskólalögunum
nýju.
Jolm Kennetli Galbraith:
Det store lirak 1929.
Pá dansk ved Ole Thyssen.
Gyldendals IJglebþger.
Kþbenhavn 1970.
John Kenneth Galbraith er
íslenzkum lesendum að góðu
kunnur fyrir Iðnríki okkar
daga, sem út kom hjá Hinu ís-
lenzka bókmenntafélagi á sið-
asta ári. Bók hans um krepp-
una 1929 kom fyrst út í Banda
ríkjunum 1954 (The Great
Crash 1929), en hefur verið
þýdd á f jölmörg mál.
1 þessari bók rekur Galbraith
ítarlega þróun bandarískra pen
ingamála á árunum milli 1920
og 1930, er leiddi til kreppunn
ar miklu 1929 og eymdar-
ástandsins næsta áratug á eftir.
í fjölmörgum sögulegum dæm-
um lýsir Galbraith þvi, hvern-
ig peningabraskið varð æ æðis-
gengnara og menn einblindu á
hagnaðarvon í framtíðinni, en
misstu sjónar á öllu öðru. Nafn
verð verðbréfa hafði í mörgum
tilvikum gersamlega verið slit
ið úr tengslum við raunveru-
legt gildi þeirra. Var þetta gert
með þvi móti, að stofnað var til
óteijandi fjárfestingarfélaga og
fjárfestingarstofnana. Eignir
þessara f járfestingarstofnana,
ef eignir skyldi kalia, voru
hlutabréf í öðrum fjárfestingar
fyrirtækjum. Með þessu móti
var i mörgum tilvikum unnt
að hagnast verulega án þess að
leggja svo sem nokkuð af mörk
um.
Það sem gefur bók Gal-
braiths kannski mest gildi er
hvernig hann dregur fram þjóð
félagssálfræðiiegar orsakir
þess æðis, sem gagntekið hafði
heila þjóð, æðið í skjóttekin
auðæfi án nokkurrar verulegr-
ar fórnar. Höfundur hefur
einnig látið í ljós, að tilgangur
sinn með bókinni sé m.a. sá, að
hindra að annað eins komi fyr-
ir aftur í Bandaríkjunum eða
Evrópu.
Þá er það einnig mjög athygl
isvert, eftir á, að lesa yfirlýs-
ingar ábyrgra stjórnmála-
manna og kaupsýslumanna fyr-
ir kreppuna, manna, sem allur
almenningur hafði ríka ástæðu
til að treysta. Trúlega vissu
þeir engu betur en allur þorri
manna, hvað framundan var,
en þeim var trúað og þeir báru
að sjálfsögðu mikla ábyrgð á
kreppunni og afleiðingum henn
ar.
Galbraith leiðir mjög sterk
rök að því, að gróðabrallið á
árunum fyrir kreppuna hafi
verið meginorsök þess hvernig
fór. En sem kunnugt er fór eðli
leg framvinda útlána og fjár-
festingar úr skorðum í
kreppunni, eftirspurn eftir
vörum minnkaði, hagvöxtur
þvarr og allt leiddi þetta af sér
ótölulegar þjáningar fyrir millj
ónir manna og margir misstu
trúna á ríkjandi hagkerfi.
En er þá tími gróðabrallsins
úr sögunni? Ekki telur Gal-
braith það, en lætur að þvi
liggja að gróðabrallshugsun
kvikni á ákveðnum fresti i sög
unni. Tímalengdin, sem á milli
fer, er undir þvi komin hve
lengi menn eru að gleyma
hörmungum síðustu kreppu,
segir Galbraith. Viðfangsefni
sagnfræðinnar sé þvi að stuðla
að þvi að sem flestir geymi at-
burði hennar i fersku minni.
Friedrich Schiller:
Menneslsets æstetske
opdragelse. Pá dansk ved
Per 0hrgaard.
Gyldendals Uglebþger.
Krtbenliavn 1970.
1 þessari bók eru birt tutt-
ugu og sjö bréf frá Schiller til
hertogans af Augustenborg i
Danmörku. Aðdragandi þessara
bréfa er sá, að árið 1791 hafði
hertoginn komið Schiller til
hjálpar í fjárhagsvanda og not
ið til þess aðstoðar þáverandi
fjármálaráðherra Dana, Schim
elmanns greifa, en hvatningar
Jens Baggesens. Þessi aðstoð
Dananna veitti Schiller nokk-
urra ára starfsfrið.
Að þessum starfsfriði víkur
Schiller i öðru bréfi sinu til
hertogans: „Frelsið, sem þér
veitið mér, get ég ekki betur
hagnýtt en með því að halda at-
hygli yðar fanginni við svið
hinnar fögru listar. Per 0hr-
gaard getur þess í formála, að
hér sé Schiller að afsaka það,
að hann skuli gefa sig að fag-
urfræði og listum í stað virkr-
ar þátttöku í stjórnmálum sam-
tímans.
í augum Schillers var um-
hugsun um fagurfræði þó ekki
flótti frá veruleikanum, þvi að
hann taldi unnt að sanna gildi
listar og fegurðar i hversdags
legum viðfangsefnum. Fagur
frseðin gat þannig i hans aug-
um gegnt pólitísku hlutverki.
Felst nýjungin í viðhorfum
Schillers m.a. í þvi, að hann
taldi listina ekki aðeins hafa
siðferðilegt gildi, heldur einnig
st j órnmálalegt.
Birtast ofanskráð sjónarmið
með ýmsu móti í þeim 27 bréf-
um, sem prentuð eru i þessari
bók.
Tliorkild Ilansen:
Slavernes þer. Tegninger af
Birte Lund. Gyldendal.
Kpbcnliavn 1970.
Bækur Thorkild Hansens um
þrælaverzlun Dana og þræla-
haid eru nú orðnar það kunnar
hériendis, að óþarfi er að fara
um þetta þriðja bindi mörgum
orðum. Helzt væri þó að draga
fram það, sem að nokkru virð-
ist hafa fallið í skuggann þar
sem um Thorkild Hansen hef-
ur verið fjallað, en það er
stjórnmálagildi þessara verka
hans.
1 ræðu sinni við úthlutun
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs sagði Thorkild Han-
sen m.a.: „Nú er þess krafizt
að listin sé nytsöm, komi að
gagni, helzt að hún leggi
grundvöllinn að heimsbyltingu
fyrir næsta fimmtudag. En þar
er iistin einmitt að gangast und
ir ok ríkjandi þjóðskipulags,
sem öllu fremur er byggt á
mati á notagildi og hag-
kvæmni."
Þessi orð Thorkild Hansens
eru til vitnisburðar um það,
að hann telur ekki affarasælt
fyrir listina að gangast undir
ok rikjandi þjóðskipulags. En
þau segja næsta lítið um af-
stöðu hans að öðru leyti til
þess, sem viðgengst í heiminum
um þessar mundir. Þar tala
verk hans skýrasta máli. Mun
þao sannast sagna, að bækurn-
ar þrjár um þrælahald Dana
munu betur til þess falinar en
flest það, sem ritað hefur verið
hin síðari ár, að opna augu
manna fyrir þvi himinhrópandi
misrétti, sem viðgengst víða
um heim.
Lifandi nærmyndir, sem
Thorkild Hansen dregur upp
af svertingjunum, sem máttu
þola þrælasvipur danskra yfir-
valda til þess að danskir góð
borgarar gætu lifað í vellyst-
ingum, vekja til ríkrar samúð-
ar með þessu ógæfusama fólki.
Og frá þeirri samúð er skammt
til umhugsunar um þá undirok
un, sem viðgengst á jörðinni í
dag, þar sem þjóðir eru arð-
rændar til þess að aðrir geti lif
að við óhóf og ofneyzlu.
Thorkild Hanscn.
22. ágúst 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13