Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Blaðsíða 3
SSkJ
EFTIR HALLDÓR PÉTURSSON
WILLIAM HEINESEN
ELFARNIÐUR
yfirráð í litnum, hún er alltaf
kólgufull af jökulleðju, en Lag
arfljót, þótt talið sé jökulvatn,
er aðeins skoliitt. Þetta er að-
eins tilgáta, því að Lagarfljót
hefði átt að ráða nafninu á far
veginum, enda er það nefnt
Fljót á þessu svæði, bæði í
Njálu og Fljótsdælu.
I þessum forna farvegi var
úrvalisengi, þar til ræktunin
aflagði engjar. Við Fljótskjaft-
inn er nú tekin steypumöl. Ég
þekkti strax steypuefnið af
lyktinni og líka mölina, svo
mikið áttum við Jökia saman
að sælda. Eftir að Ásgrímur
Geirmundsson hafi keyrt mig
heim ti'l sín aftur, fór ég að
hitta Ragnar bróður hans, sem
býr á Sandi, nýbýli úr Hóls-
landi.
Við Ragnar gengum svo inn
að Einarsstekk, sem ekki mun
vera gamalt nafn. Þarna hefur
áreiðanlega verið býli til forna,
sem síðan hefur verið breytt í
stekk. Mér datt meira að segja
i hug, að nafn þetta gæti ver-
uð kennit við Einar langafa
minn, sem bjó á Hóli fyrir um
160 árum. Ásgrímur hyggur, að
þarna hafi hið forna Bakkavað
verið, sem getið er um í Fljóts-
dælu og eftir öllum likum það
sama og getið er um í Njálu i
sambandi við för Flosa. Þarna
hefur fljótið runnið í tveim
kvíslum ein hvorum megin dá
lítils hávaða og er lítið niður-
grafið.
En þarna rétt fyrir neðan
snöggdýpkar f'arvegurinn svo,
að þar mundi óreitt. Þarna gat
hafa staðið býlið Bakki, sem
kennt er við vaðið. Bakkatætt
ur og Bakkatóftavégur eru
enn til sem örnefni. Frá Einars
stekk beygir farvegurinn sem
næst í suðvestur, um 3ja km
leið. Þá beygir hann aftur og
krókar sig austur í Selfljót inn
an við Klúku, nær Engiiæk og
Jórvik. Fljótið hefur el'tir sam-
runa við Jökulsá verið geysi-
vatnsfall, og eftir að það féll i
Selíljót, hefur það verið óreitt.
Ef marka má fornar sögur, hef-
ur Selfljót verið mikið vatns-
fall eftir samruna vatnanna,
sem ekki er að undra. Skipum
á að hafa verið siglt inn að
Arnarbæli neðan við Klúku og
jafnvel inn að klettum við Kó-
reksstaði, þar haifa átit að vera
merki eftir festarhringi. Brand
krossaþáttur er að vonum ekki
hátt skrifaður, en þar er getið
um tvo bræður, setm réðust ut-
an i Unaósi og styðst það trú-
lega við gamlar heimildir. Þetta
er ekkert ótrúlegt, en haldið
lygi miðað við Seifljót nú til
dags. Eftir að fljótið brýtul'
sér hinn nýja farveg, fyrnist
hin gamla vatnaleið og orðtök
og örnefni þessu viðvíkjandi
verða lítt skiljanleg.
III.
Nú skulum við athuga yfir-
skrift þessa greinarkorns: ,,fyr
ir neðan Fljót.“ Ég hef hvergi
heyrt þetta orðtak notað, né
séð það ritað nema í Njálu, og
þó einhvers staðar hefði verið
sagt, „fyrir neðan Fljót,“ þá
væri það ekki bundið við „og
yfir heiði til Njarðvíkur." Ekki
get ég heldur skilið að nokk-
urs staðar á upphéraði geti
verið sagt „fyrir neðan Fljót."
Hafi upphéraðsmenn þurft að
fara yfir heiði til Njarðvikur,
fara þeir annaðhvort fyrir of-
an íljótsbotn út að austan eða
út með Fljóti að norðan, ríða
það síðan á vöðum fyrir utan
Egilsstaði, og þurfa þá ekki að
nota Bakkavað. Við Austfirðing
ar tölum mikið um „fyrir ofan
og neðan, utan, innan og fram
an, niður á við, upp á við“ og
svo mætti lengi telja. Við erum
utan þess með ótal áttamiðan-
ir, sem ekkert eiga skylt við
áttavita.
Strax er ég fékk þessa hug-
dettu um orðtakið „fyrir neðan
Fljót“, þóttist ég u/idir eins
skilja, hvernig það heyfSii mynd
azt. Þegar fljótið vinkilbeygir
til forna við Steinbogann, beint
í austur, þá förum við fyrir
neðan það, eftir okkar mál-
venju, þvi að landinu hallar
öllu til sjávar. Eins og ég hefi
áður tekið fram, fyrnist yfir
þetta máltæki, eftir að fljótið
bi-eytir um farveg, og með tím-
anum verður það óskiljanlegt
og talið vitleysa. En höfundur
Njálu virðist hafa vitað betur
og setur þetta inn sem sjálf-
sagðan hlut. Nú er mikið gert
að þvi við sögukönnun og í
leit að höfundum að athuga,
hvar höfundar voru kunnug-
astir á sögusvæðinu. Náttúr-
lega getur það hent, að höfund
ur hafi haft fyrir sér aðra sögu
og tekið kafla úr henni að ein-
hverju leyti, en vart mjög stað
bundnar setningar. Sjálfur get
ég ekki varizt þeirri hugs-
un, að orðataikið: „fyrir
neðan Fljót“ bendi tll að
Austfirðingur hafi skrifað
Njálu. Hverjum öðrum en ná-
kunnugum manni gat dottið í
hug að rita svona setningu, ef
tilgáta min er rétt, um skýr-
ingu hennar? Er hugsanlegt að
t.d. Rangæingur hefði látið
svona setningu drjúpa úr
penna sínum ? ölll staðþekking
Njáluhöfundar bendir skýrast
til Austfjarða, því getur eng
inn neitað.
IV.
Við skulum nú í stuttu máli
athuga liðsbón Flosa. Hann gist
ir á Bessastöðum, ríður svo út
Hérað og „fyrir neðan Fljót“ til
Njarðvíkur. I fornum sögum er
lítið gert að því að lýsa lands-
lagi og staðháttum, nema frá-
sögnin beinlínis krefjist þess. I
mínum augum er þetta ferðalag
Flosa út Hérað og „fyrir neðan
Fljót“ næsta broslegt.
Við megum ekki gleyma því,
að þetta er um hávetur og öll
vötn ísilögð og stálheld. Hvað
varðar Flosa um Fljótið, bráð-
ókunnugan mann? Ekki neitt.
Sjálfsagt er, að hann fari bein
ustu leið um hávetur, annað
hvort út Fljótið eða öðru hvor-
um megin við það, afla leið út
að Fossi.
Þaðan fer hann út Eiða-
og Hjaltastaðaþinghá og síðan
til Njarðvikur. Það þarf tölu-
vert hugmyndaflug til, að bráð-
ókunnugur maður fari að
krækja út hjá Steinboga til að
fara fyrir n-eðan Fljótið á ís.
Leynist hér ekki saga á bak
við söguna. Að hyggju Barða
Guðmundssonar, er Flosi í
hinni fi-ægu liðsbón í gervi Þor
varðair Þórarin-ssonar, og auð-
vitað er það afilt önnur liðs-
bón, sem þar er um að ræða,
hefndin eftir Odd bi'óður hans.
í þessari liðsbón, er ekki víst,
að hann sé að koma frá Bessa-
stöðum, þó gæti slíkt vei'ið, hafi
hann farið Smjörvatnsheiði.
Hann getur líka verið að koma
að heintan, frá Hofi í Vopna-
firði. Þetta er að sumarlagi og
hann gagnkunnugur. Hann kem
ur Hellisheiði, og trúlegt er, að
á meðan Jökla fer svona mik-
ið austur, hafi hún verið reið á
svæðinu frá Geirastöðum og að
ósi. Þetta er skeiðvegur að ríða
Aurana, neðan við Steinbogann
og síðan „fyrir neðan Fljót“ og
yfir á Bakkavaði.
Á þessum tíma mun þetta
hafa verið leið Úfhliða/r- og Út-
tungumanna, sem erindi höíðu
í Útmannasveit og Borgarfjörð.
í skáldsögum með sagnfræði
legu ívafi, er hægt að hnika
mörgu tifl. Haifi Þorvarður ritað
Njálu, fer hann þessa leið í hug
anum og gleymir þó ekki
þessu forna máltæki sem ekk-
ert á skylt við ísareið Flosa.
Þessar hugdettur mínar
skaða engan, en kannski hafa
einhverjir gaman af að athuga
þetta nánar. Með því að safna
heimildum og gera kort af
þessu, má óefað draga upp
skýrari mynd.
Hún gekk hjá fljótsins iðu
á framandi strönd
— en vorkvöldið leið —
og sjá, það var hún sjálf,
sem hún leiddi sér við hönd.
— Komdu, komdu,
komdu, þú, sem leiðir
þig sjálfa þér við hönd.
í straumiðuna hverfðust
hin hvítu löðurblóm
— en vorkvöldið leið —
þau brustu þar og hurfu
svo hvít í auðn og tóm.
— Komdu, komdu,
komdu með í dansinn
og hverfðu í auðn og tóm.
Hún setti sig hjá fljótinu,
og föl var hún á brá
— en vorkvöldið leið —
af angist og kvíða
hún augum lokar þá.
— Komdu, komdu,
nú spinnur svefninn draumsilki
silfursnældur á.
Raddir þúsund vatna
runnu saman í einn hljóm
— en voi'kvö-ldið leið —
unz veröldina sveipuðu
svefnsins hvítu blóm.
— Komdu, komdu,
nú sveipa draumi veröldina
svefnsins löðurblóm.
Og sál hennar leið inn í
þennan undarlega hljóm
— en vorkvöldið leið —
og hún var eins og hörpuskel
svo hrein og fáð og tóm.
— Komdu, komdu,
þín sál er djúpsins hörpuskel
svo hrein og glöð og tóm.
Þýð.: Giiðiiiundur Arnfinnsson.
22. ágúst 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3