Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Blaðsíða 15
VAR ÞAÐ HULDU- MAÐUR? Frásöguþáttur eftir Kristínu Kögnvalds- dóttur frá Kvíabekk Ævi manns er oít undarlega samofin af ýmsum þáttum, sem sumir hverjir reynast furðu dularfullir og óþarfir að margra manna dómi. En ég er fullviss um það að skapari himins og jarðar, lætur ekkert það koma fram við mann, sem hann hefir ekki einhvern til- gang með, ef maður treystir honum og trúir af öllu hjarta 'fyrir lífi sínu og öllum þörfum. Ég er fullviss um að það var ekki án hans vitundar og vilja að ég fékk stundum á unga aldri að skyggnast inn fyr- ir hið svo kallaða fortjald til- verunnar, án þess að gera nokkuð til þess sjálf. Ég held að ég hafi ekki verið neitt öðruvísi í háttum en önn- ur toörn á mínum aldri, þegar það bar fyrir mig, sem nú skai greina. Ég var 6 ára gömul og átti heima í Tungu i Fljótum, þar sem fonel'drar m'íindr bjuggu góðu búi. Það var komið haust, og farið að halla degi, byrjað að skyggja. Ég var niðri á eyr- um að leika mér að steinum, sem voru margir mjög skraut- legir. Ég haiði sérstaka ánægju af þvi að reyna að skrifa með mislitu steinunum á þá gráu. Sérstaklega þótti mér gaman að skrifa með rauðu steinunum. Þeir voru gljúp- ir og meðfærilegir fyrir bams- fingurna. Ég var barn náttúr- unnar, og naut einverunnar þama i rikum mæli, þótt ég væri annars fjörugur og dug- mikill krakki. „Má ég ieika mér vlð þig?“ var aStit i eimu spurt þýðum rómi. Ég hafði ekki heyrt neitt fótatak, en varð þó ekkert hrædd. Þegar ég leit upp, sá ég dreng á aid- ur við mig, standa hjá mér i eyrinni. „Já, þú mátt leika þér við mig,“ sagði ég. Við lékum okkur svo góða stund og það fór vel á með okkur, en ekki spurði ég hann neins, hvorki um nafn eða nokkuð annað. Mér fannst þetta bara alveg eðlilegt allt saman, eins og við hefðuni þekkzt lentgi. Ég hafði alveg gleymt tímanium, og þeg- ar hann spurði mig hvort ég vildi koma heim með sér, svar- aði ég játandi. Drengurinn stefndi upp í Háakotshvamm, og fannst mér ekkert undarlegt við það, þótt þar væri enginn sjáanlegur bær. Hann leiddi mig samt inn í einhvem bú- stað, þar voru fyrir tvær kon- ur, á þeim var mikill aldurs- munur. Þóttist ég vita að yngri konan væri móðir hans. Stuttu seinna komu inn tveir menn. Mér sýndist álika aldursmun- ur á þeim, og koniuimum, og bjóst þvi við að yngri maður- inn væri . aoir hains. Þegar hér var komið varð ég víst hrædd, þvi ég fór að gráta, og var engin leið að hugga mig. Segir þá eldri konan við dreng inn. „Því varstu að koma með hana hingað væni minn? Farðu nú með hana heim aftur.“ Hann lét ekki segja sér það tvisvar og rétti mér hönd sína, og ég man ennþá hvað hún var hlý og mjúk. Þegar hann kvaddi miig spurði hainin: „Má ég koma afibur á morguin ttil þín í eyi'ina ?“ „Já, það rnátbu," sagði ég. Þegar ég kom heim fékk ég óþökk og snuprur hjá mömmu fyrir hvað ég væri búin að vera lengi úti. Hún hefir vist verið orðin hrædd um mig. Ég sagði eins og var, hvað fyrir mig hefði borið, en mér var ekki trúað, og þótti mér það átakaniega sárt, en ég gat ekki gefið neinum trúna, en fannst bara undarlegt að mér skyldi ekki vera trúað. Um kvöldið þegar ég var háttuð hjá Sólveigu systur minni, sem ég var vön að sofa hjá, hjúfraði ég mig grátandi að brjósti hennar og sagði: „Veiga min, þetta var alveg satt, sem ég sagði mömmu. Ég hitti þennan dreng og fór heim með honum, upp í Háakotshvamminn. Ég gleymdi alveg timanum." Syst- ir mín reyndi að hugga mig og út frá þvi sofnaði ég. Næsta dag þegar fór að skyggja, fór ég niður á eyrina i þeirri von að drengurinn kæmi, en hann kom aldrei aftur. Ég vissi það ekki þá, að ástæðan fyrir því var sú, að ég hafði sagt fólk- inu frá fyrirburðinum, en það hefði ég ekki átt að gera. Mig langaði til. þess að drengurinn kæmi aftur, mér þótti svo gam- an að leika við hann. Og árin liðu. Foreldrar mínir fluttu nið ur í Ólafsfjörð, nánar tiltekið að Kvíabekk. Þá var ég tiu ára. Ég var orðin vonlaus um að ég fengi nokkurn tíma að sjá drenginn aftur, en ég gat ekki gleymt honum. Og enn liðu tiu ár. Þá fór ég í vist til Hriseyjar til Jóhannesar Jör- undssonar og Jórunnar Jóns- dóttur. Ég fór þangað um haust ið og ætiaði að vera hjá þeim fram á einmánuð. Morgun einn fyrir jólin var ég stödd eld- snemma niðri i kjaliara, og átti að þvo þvott. Þegar ég hafði lokið við að kveikja upp und- ir þvottapottinum, heyrði ég umgang uppi, en skiildi ektó i því hver það gæti verið, þar sem aliir voru i Æastasvefni í húsinu. Ég heyrði svo greini- lega að gengið var um forstof- una eldhúsmegin. Ég varð ekkert hrædd, og hljóp iéttilega upp stigann til þess að ganga úr skugga um hverju þetta sætti. Þegar ég kom upp stendur ókunnur maður i forstofunni. Hann var klæddur sjófötum frá hvirfli til ifl’ja. Það var vonzkuveður úti, frost og snjókoma. Ég bauð góðan dag, án þess að hann tæki undir kveðju mína, en sagði: „Viltu gjöra svo vel að gefa mér að -irekka?“ Ég hugs- aði mér strax að manninum mynd'i koma vel að fá mjólk, og þar sem ein kýrin var ný- borin, tók ég pott af mjólk í émelerað mál og setti það nið ur í heitt vatnið í þvottapott- inum, til þess að hann fengi mjólkina volga. Á meðan beið hann í forstofunni. Þegar ég kom upp greip hann málið feg- inshendi og teygaði mjóllkina. „Má ég spyrja, hver er maður- inn,“ sagði ég, en fékk ekkert svar. Þegar hann var búinn úr máiinu, rétti hann mér það eins og útundan sér og sagði: „Hjart ans þakkir fyrir." Síðan var hann horfinn út í hríðina aft- ur. Mér fannst háttalag mannsins all kynlegt, og það að hann skyldi hvorki taka undir kveðju mína, eða segja til nafns sins. Um morguninn þegar húsmóð irin kom á fætur, sagði ég henni að ég hefði tekið pott af nýmjólk og gefið manni sem hefði beðið um að drekka. Hún sagði að mjóikin hefði verið vel komin, en ekk>i skiildi hún neitt i þvi hver hefði getað ver- ið á ferð þessa nótt í Hrísey, og það i sjóklæðum. Hún vissi ekki til að nokkur hefði verið á sjó í þessu veðri. „Þú hefur verið lánsöm," sagði hún. Lík- lega hefir þú gefið huldumanni að drekka." Hjónin spurðust fyrir um það, hvort nokkur hefði verið á ferli þessa nótt í eynni en það vitnaðisí að allir hefðu haldið kyrru fyrir, það var ekki erfitt að fá sannleik- ann fram í fámennu samfélagi. Var svo ekki rætt meira um þeitta. Á einmámuði fór ég svo heim eins og ráð hafði ver- ið fyrir gert. Morguninn eftir fór ég I fjósið til þess að mjólka kýrnar. Þegar ég kem út.með föturnar og ætla að fara heim til þess að sía mjólkina, sé ég hvar maður gengur niður með brunnhúsinu. Ég var ekk- ert undrandi, hélt það bara vera föður minn á leið til úti- verkanna. Það var líkast því að mér væri meinað að yrða á hann. Þegar ég kom heim á hlaðið, varð mér á að líta við og sjá til ferða mannsins, og er hann þá að hverfa fyrir hól, sem þar er ekki langt frá. Þá varð mér Ijóst að þetta var ekki faðir minn. Ég flýtti mér inn með föturnar og skildi þær eftir á búrgólfinu, hleyp siðan út og staðnæmist á hóln- um, en sé þá engan mann á ferð. Finnst mér nú þetta all undarlegt. Á þessum árum var barnaskóli á Kviabekk, og voru fyrstu skólabörnin að koma í skólann þennan morg- un. Ég spurði þau hvort þau hefðu séð nokkuð til manna- ferða, og kváðust þau ekki hafa orðið vör við neinn mann á leið sinni, en maður sá er ég ræði hér um hefði einmitt átt að mæta börnunum. Ég gaf mér ekki tíma til að hugsa meira um þetota í billi, því mamma mætti mér á hlaðinu, og spurði hvers vegna ég færi ekki að sía mjólkina. Leið svo dag- urinn og k.-’öldið við starf og heimilishald. En mitt i önnun- um gait ég ekki varizt því að hugsa um þennan dularfulla, mann. Ég hefi víst sofnað fljót- lega eftir að ég háttaði um kvöldið, og stóð þá ekki á draumförum. Mér þótti koma till min ungui' maðuir, og heilsa mér hlýlega. Síðan sagði hann: „Ég er drengurinn sem kom til þín á eyrina forðum, og lék þar við þig. Ég er líka maðurinn sem þú gafst að drekka i vonda veðrinu í vetur, og það var ég sem þú sást i morgun." Hann sagði ekki meira, en leit til mín með þakklætisbrosi, og hvarf. Síðan hefi ég aldrei orðið hans vör. Mér er kunnugt um að fólk, sem hefir orðið fyrir svip aðri reynslu finnst það ekki hafa leyfi til þess að segja frá þvi, en það er alveg öfugt með mig. Mér hefiir affltaf fundizt ég ætti að koma þessu á framfæri og eftir því sem lengra hefir liðið á ævi mina, verða þessir atburðir ennþá skýrari og fyllri i huga minum og mat mitt á þeim hefir orðið þannig með þroskanum að ég tel þá full- komlega verðuga þess að leyfa samferðafólki minu á lífsleið- inni að heyra þá, þvi til ánægju eina kvöldstund. Árni Óla Nýtt viðhorf Allt sem um aldir háði íslandi mest, allt sem vér áður töldum ódæmi verst, þykir nú þegar reynast þjóðinni bezt. Svo er um strauma og storma, stórhríða rjá, hafís og heljarkulda heimskauti frá, er mengun í lofti og legi leiða oss hjá. Vábeiðan vetni ijökla vinnur ei grand, þaðan um'holurð hrauna, hreinsuð við sand, ódáinsikftldavermsl-kelda kvíslast um land. Gegn tímans fári er friðuð fiskanna Slóð, sú auðlind af Alföður gefin íslenzkri þjóð, og því brosir Fróni framtíð fögur og góð. Mun ágirndin freista okkar að eitra sjó með opnun olíubrunna íshafs í þró? Nei, látum þser lindir vera lengi í ró. 22. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.