Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 2
Artur
Lundkvist
Artiir Lundkvist hefur um
rúmleg'a f jörutíu ára skeið
verið í hópi þeirra sænskra
rithöfunda, sem einna mest
hefur að kveðið á opinberum
vettvangi. Hann vakti strax
mikla athygli, er fyrstu
bækur hans komu út og á
siðustu árum hefur fjöldi
verðlaima og viðurkenninga
fallið honum í skaut. Fyrir
þremur árnm var I.undkvist
kjörinn í Sænsku
akademíuna, sem er einhver
mesti heiður, er sænsku
skáldi getur þlotnazt.
Artur Lundkvist er fæddur á
bóndabæ á Norður-Skáoi
árið 1906 og þar ólst hann
upp. Hann byrjaði að skrifa
barnungur, en afiaði sér
ekki Iangskóki menntunar. Að
alþýðiuskólanámi loknu
hafði hann ofan af fyrir sér
við ýmis störf, afgreiðslu í
verzlun o. fi. Fyrsta Ijóðabók
Lundkvists kom út 1926, er
höfundur var aðeins tuttugu
og tveggja ára. Ári síðar kom
önnur bók, en miklu meiri
athygli vakti þó Ijóðasafnið
„Fimm ungir", sem kom fyrír
almenningssjónir sama ár.
Þar birtust ijóð fimm
ungskálda, sem sum hver
áttu eftir að skipa sér í
fremstu röð í htúmalandi
sínu. Auk I.undkvists varð
Harry Martinson kunnastur
þeirra félaga, en etnn úr
hópnum, Gustav Sandgren,
hefur fyrir nokkrum áruin
ritað minning-abók, þar seni
þessu framtaki ungu
skáldanna eru gerð skil.
Hinir fimm ungu voru undir
áhrifum frá ameriskum og
sænsk-finnskum skáldum,
einkum Diktóníusi. í sænskri
bókmenntasögu voru þeir
síðar nefndir frumstasðingar,
því að þeir lofsungu hið
náttúrubimdna og viilta og
Mtu á ögun ineniiingarinnar
sem hömlur, er hindruðu að
menn yrðu hamingjusamir.
Stiindum voru þessir ungu
menn einnig nefndir
„lífsdýrkendur“ og þá
gjarna vitnáð til eftirfarandi
orða Artur Lundkvists frá
þessum árum: „Ég ætla að
hætta að grafa í minni eigin
sál. Ekki grafa þar brunn til
að stara niður í og spyrja
íhugandi: Hvað felst í djúpi
hans? . ., Ekki stara á
naflann og umla: Lausnin?
Laiisnin? og kinka gáfulega
kolli. NTei — ég hróþa:
Lausnin er fólgin í þessu: Að
lífið streymir um mann —
að ganga á jörðunni —
að anda að sér lofti — að
rétta úr limiinum — finna
gleðina, sem berst til manns
frá öllum hlutum.“
Ltfsþorsti æskumanns var
mjög ríkur þáttur í fyrstu
Ijóðabókum Limdkvists og
þar var stundum örðugt að
greina Ijóð frá ljóðrænni
frásögn. í ljóðabókiim, sean
síðar birtust frá hans hendi,
nm og eftir 1940,
„Sírenusöng“ og
„Krossgötum", gætir aftur á
móti meira þess súrreaiiska
viðhorfs að leyfa
íiifinninga- og atvikatengslum
undirvitundar
að brjótast fram án
vitsm11nalegrar ögunar.
Ferðabækur skipuðu snemma
mikið rúm á rithöfundarferli
Artur Lundkvists, en hann
hefur verið mjög viðföruH
um ævina. Urðu bækur hans
frá ferðimi um lönd
frumstæðra og vanþróaðra
þjóða mjög víðlesnar. Þá
hefur Lundkvist einnig verið
óvenju mikUvirkur þýðandi
og snúið á sænsku Ijóðum
skálda frá f jölmörgum
löndtim. Hefur hann einkum
verið ötull að koma á
framfæri ljóðum lítt þekktra
skálda í f jarlægum álfum, m.a.
frá Suður-Ameríku.
Sú grein ritstarfa, sem þó er
af sumum talin einna
veigamest á afkastamiklimi
rithöfimdarferli Artur
Lundkvists, er rit hans um
bókmennt-ir. Hann er ekki
langskólagenginn eins og
áður var getið, en hefur með
sjálfsmenntun aflað sér
yfirgripsmikillar þekkingar
í bókmenntum og lært til
hlítar f jöldamörg tunguinál.
Af ritum Lundk\1sts um
bókmenntafræði má nefna
„Flótta Ikarusar“, sem kom
út árið 1939. l>ar f jaUar
höfundur af djiipstæðri
þckkingu um viðhorf sin til
hinna ýmsu
bókmenntagreina. I>á ritaði
hann kaflann um enskar
bókmenntir í
„Bókmenntasögu Evrópu
1918—1939“, er út kom í
Svíþjóð 1946, og margt fleira
hefur hann ritað í sömu
veru. Að jafnaði hefur
Lundkvist ritað
bókmenntagagnrýni í ýmis'
helztu blöð Svíþjóðar og um
langt skeið hefur haiin einnig
skrifað um sömu efni i eitt
helzta bókmenntatimarit
sænskt, Bonniers litterára
magasin. Hafa skrif
Lundkvists um bókmenntir
verið viðurkennd af lærðum
sem Icikum og fyrir fáum
árum var honum veitt
heiðursdoktorsnafnbót við
hásköiann í Stokkhólmi.
Artur Lundkvist hefur
blandað geði við íslenzka
rithöfimda og mun eiga
góðvini í þeirra hópi. Hann
hefur einnig í einni bóka
sinna, SáUskap för natten,
helgað íslandi dálitið rúm.
Að visu nefnir skáldið ísland
eklti berum orðum í þessari
bók, en einn kafli hennar
nefnist „Norðiæg ey“ og mun
þar vart annarri til að
dreifa en Islandi.
Þarna á eynni lýsir
Lundkvist einnig fyrirbærum
sem koma Islendingnm ekki
ókunnuglega fyrir sjónir.
Menn hverfa ekki úr
samfélagi eyjarskeggja þótt
l>eir burtkallist af þessum
heimi, en eru áfram mikils
metnir og \4rkur hluti af
samfélagi hinna lifandi.
Holdi klæddir me.nn á eynni
eru elcki fleiri en svo, að
sögn Lundkvists, að þeim
yrði vistin óbierileg, ef þeir
nytu ekki einnig samfélags
látinna, sem þeir iimgangast
daglega og leita ráða hjá
hvenær sem þörf krefur.
2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
19. september 1971