Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 4
c
y
Frárennsli frá kjarnorkurafstöðinni mun halda höfninni híöri, en
myndin er af líkani, sem höfundar áaitlunarinnar serðu. Þannig
mundi hin yfirbyggða heimskautaborg líta út úr fjarlægð.
borg undir
tjaldhimni
Framhald
af forsíðu
sæmilega hlýjar brækur og full-
vist má telja, að margt verra
geti hrjáð mannkynið en kuldi
og myrkur. Um næstu alda-
mót er talið að tala mannkyns
verði komin í 7 milljarða og að
það taki aðeins 40 ár til við-
bótar að tvöfalda þá tölu,
verði eklkert lát á fjölguninni.
Er þá hætt við að einhvers stað
ar verði orðið þröngt, líkt og
í Austur-Pakistan, þar sem tug-
ir milljóna búa á litlu svæði,
meðal annars á lífshættulegum
óshólmum.
Fullvíst má telja, að stórauk-
in byggð rísi upp á norðurhjar
anum, vegna þess að í fyrsta
lagi þarf þetta fjölmenna
mannkyn sífellt aukið land-
rými, en i öðru lagi vegna þess,
að tæknin mun gera mönnum
kleift að lifa þar mannsæm-
andi lifi.
Borg undir þaki
Um þessar mundir er alþjóð-
leg sveit arkitekta og sérfræð-
inga að vinna sameiginlega að
fullkominni áætlun og teikn-
ingum af heimskautaborg með
gífurlega stóru tjaldi eða plast
himni yfir til að tryggja við-
unandi loftslag. Áætlunin
hljóðar upp á, að þetta mikla
þak teygi sig yfir 3 ferkíló-
metra iands og að undir því
verði hitastig sambærilegt við
hitann í borgum Vestur-
Evrópu. Af þeim aðilum, sem
isoma við sögu í þessari áætl-
un, má nefna Ove Arup &
Partners í London, sem gert
Líkan af heimskautaborginni. í niiðju borgarinnar er gert ráð
fyrir stóru litivistarsvæði með vötnum og alls konar gróðri, sem
vel á að þrífast við þessar aðstæður. TJtan við borgina sjást flug-
völlurinn og höfnin.
“1 _ A, ,1
0 / ^5
oa (Sl / Oi
Þverskurður af byggingum. Ofanjarðar verður einungis umferð
fótgangandi fólks á sjáifrennandi gangstéttuni, en ailir flutningar
fara fram nndir grunnplötunni og útilokar það hávaða og mengun.
hafa styrkleikaútreikninga,
Kenzo Tange í Tokio, Warm-
bromim Studio í Stuttgart í
Vestur-Þýzkalandi með Otto
Frei sem aðalmann. Einar Þor-
steinn Ásgeirsson hefur verið
við nám í Wanmbromm og telst
hann höfundur áætlunarinnar
ásamt fleirum, sem hlut eiga að
máli svo sem Institut íur
leichte Fláchentragwerke og
fleirum.
Sóiin kiííi- á hveli heiða/hvarma gljár við baiigunum . . . í heim-
skautaborginni verða skáldin að láta sér nægja að yrkja um
gervisólina kláru á plasthveiinu, — að minnsta kosti yfir vetur-
inn, og veturinn verður langur. Teikningin sýnir skermana, sem
eiga að jafna sólarljósið á sumrum og gervisólina, en hvort
tveggja mun ganga á braut yfir plasthvelið.
ÁætlunLn er prótótýpa eða
no'kkurs konar lykillausn fyr-
ir sams konar heimiskautaborg-
ir, byggðar undir hvolfþaki
eða himni úr einhvers konar
gerviefnum. í greinargerð um
byggingaraðferðina segir svo:
Byrjað er á þvi að jafna og
hyggja kringlótta undirstöðu.
Hiimna úr aðskildum, Loftþétit-
um hólfum er síðan lögð á und-
irstöðuna og þanin út með loft-
þrýstingi. Borgin er síðan
byggð á venjulegan hátt undir
hvolftjaldinu, eða hvað nú á
að kalla það. Hugmyndin er
ekki ný; ýmsir hugsuðir hafa í
alllangan tíma látið sér detta
í hug, að þetta yrði reynt, en
það er fyrst núna, sem það er
'tæfcniiega mögulegt. Einn
þeirra, sem skrifað hafa um
þess ikonar hugmynd er Buok-
minster Fuiler, frægur banda-
rískur verkfræðingur og upp-
finningamaður, sem m.a. var
höfundur „býkúpunnar" frægu,
sem hýsti bandarisku deildina
á heimssýningunni í Montreal.
En hann var þó engan veginn
í hópi þeirra fyrstu, sem skrif-
að hafa af einhverju viti um
heimskautaborg undir þaki.
Tilkoma gerviefna, sem eru í
senn létt og gífurlega sterk,
hefur valdið þvi, að nú er far-
ið að gera tilraunir fyrir al-
vöru. Mætti í þessu sambandi
minna á tjaldhimin þann
hinn mikla, sem á að teygja sig
yfir stóran hluta Ólympiusvæð
isins í Múnchen á leikunum
1972.
Hljóö og heilsu-
samleg borg
15—45 þúsund
manna
Áætlunin gerir ráð fyrir, að
útblásið nái hvolftjaldið yf-
ir tveggja kíiómetra þvermál og
séu 240 metrar undir það, þar
sem hæst er i miðju. Uppistað-
an í þakinu eru polyesterþræð-
ir, en á það er strengd tvö-
föld gagnsæ hirnna úr svo
seigu efni, að maður getur
gengið á henni strengdri. Enda
mun ekki af veita; einhver
spyr ugglaust, hvort hvolf-
tjaldið muni ekki sviptast af í
fyrsta heimskautabylnum. Höf-
undarnir segja, að það eigi
ekki að koma til og snjór á
heldur ekki að geta safnazt á
tjaldið. Hann fýkur út af því
og á að safnast fyrir utan með
þvi. Gert er ráð fyrir staðsetn-
ingu í nánd við höifn og flug-
völlur yrði byggður utan við
borgina. Yfirbyggðir gangar
liggja undan hvolilþakinu út til
flugvallarins og eins til hafn-
arinnar. 1 skýringum við áætl-
unina stendur, að yfirbyggðir
gangar mun einnig liggja út til
geymsluhýsa fyrir véla- og
bilakost borgarbúa. Bendir
það tii, að bílaum.ferð verði
ekki leyfð innan borgarinnar,
sem kannski er líka óþarft,
þegar lengsta leið er ekfci meiri
19. september 1971
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS