Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Side 2
Garfield á s.júkrabeði. Með honnm eru læknarnir Graham Bell
og Simon Neweomb.
að hann hafi verið heilsuveill
og taugaveiklaður drengur,
sem áð vísu hafi verið góðum
gáfum gæddur, en hafi fljót-
lega hneigzt til ofstækis í trú-
málum. Þegar hann var nítján
ára gamall gekk hann Oneida
á hönd, og trúflokkurinn veitti
honum aðstöðu til að vinna, svo
og að sökkva sér niður í bibliu-
kannanir. Vorið 1865 skyldi
hann hefja lífsbaráttuna upp á
eigin spýtur, hann hafði þá afl
að sér nokkurs fjár og hug-
myndir hans um trúmál virðast
þá hafa verið ákaflega brengl-
aðar og ruglingslegar.
Hann hafði nú í hyggju að
stofna kristilegt dagblað
„Daily Theoerat" í New York.
f>etta mistókst gersamlega og
hin mikla fyrirmynd hans, Noy
es, varð sá sem beizkja hans og
smán kom til með að bitna
hvað mest á. Árangurinn varð
sá að hann sagði sig ekki að-
eins úr Oneida, heldur kom nú
upp ágreiningur milli hans og
föður hans, sem varð til þess að
leiðir þeirra skildu fyrir fullt
og alit.
Guiteau hafði lokið prófi í
lögum árið 1868 og hann sneri
sér nú að þeim störfum, þótt í
smáu væri. Hann kvæntist
einnig um þessar mundir, en
skapsmunir hans voru slíkir að
hjónabandið stóð aðeins
skamma hríð og endaði síðan
með skilnaði.
Upphófst þá mikið vandræða
tímabil I ævi Guiteaus, þvi að
svo til allt sem hann kom ná-
lægt fór út um þúfur og allt
gekk honum í óhag. Hann
vann sér ekki orð sem lögfræð
ingur og reyndar komst það
orð á að hann hlunnfæri og
blekkti skjólstæðinga sína á
ýmsa lund einkum í f jármáium.
Aftur hafði hann uppi marg-
slungnar áætlanir um að hefja
útgáfu dagblaðs, en varð eins
og fyrri daginn að gefa það
upp á bátinn.
Guiteau hætti nú lögfræði-
vafstri og gerðist farprédikari.
Hann samdi ótal smábæklinga,
þar sem hann lagði út af kenni
setningum eftir sínu eigin
höfði. Um svipað leyti vaknaði
með honum áhugi á stjórnmál-
um. En þar varð honum ekki
ágengt að heldur og enginn
vildi á hann hlýða.
Guiteau fylgdi Conkling að
málum og hann fylltist megn-
ustu óánægju, þegar Garfield
var kjörinn. Engu að síður
fylgdist hann þó með athöfn-
inni í Washington, þegar Gar-
field sór embættiseið sinn.
1 ævisögu Guiteaus eftir
Charles E. Rosenberg, sem ber
titilinn „The Trial of the Ass-
assin Guiteau" dregur höfund-
ur upp mynd af lífsþreyttum
manni, sem lét snemma ævinn-
ar bugast og fylltist beizkju og
sjálfsvorkunnsemi. Hann dreg-
ur einnig upp útlitsmynd af
honum sem lágvöxnum manni
og horuðum, 39 ára gömlum, í
snjáðum fötum og lúðum. Guit-
eau leit svo á að svikari væri
setztur að í Hvíta húsinu, þar
sem Garfield var. Sú hugsun
tók að ásækja hann að það
væri Garfield, sem stæði í vegi
fyrir að hann hlyti réttmætan
og verðskuldaðan frama í líf-
inu. Honum yrði að ryðja úr
vegi.
LAU GARD AGURINN
2. JtJUf 1881
Laugardaginn 2. júlí 1881
hafði James Garfield verið for
seti Bandarikjanna tæpa fjöra
mánuði. Sá tími hafði einkennzt
af þeirri ólgu innan flokks
hans sem fyrr er getið og eng-
ar meginlinur höfðu verið
markaðar. í marzmánuði hafði
Alexander Rússakeisari annar
fallið fyrir morðingjahendi, en
í Bandaríkjunum vakti það litla
athygli; lífið var allt einang-
aðra og takmarkað við Banda-
ríkin.
Þennan júlidag var Garfield
á leið í heimsókn í gamla há-
skólann sinn William College í
Massachusetts. Siðan ætlaði
hann að flytja ræðu. Lestin
átti að leggja af stað frá Was-
hington kl. 9.30 um morguninn.
Aðeins fimm minútum áður
kom Garfield til járnbrautar-
stöðvarinnar í fylgd með
Blaine, utanríkisráðherra. Við
dyrnar á stöðvarhúsinu stóð
iögregla heiðursvörð.
Kvöldið áður hafði Charles
Guiteau skrifað, hvar hann var
staddur á ódýrú gistihúsi í Was
hington: „Ég vildi forsetanum
ekkert illt. Dauði hans var póli
tisk nauðsyn." Þennan laugar-
dagsmorgun snæddi hann stað-
góðan morgunverð af beztu
lyst og skundaði síðan áleiðis
til járnbrautarstöðvarinnar.
Hann nam staðar einu sinni á
leiðinni til að láta skóburstara
gljápússa skóna sína og hann
afhenti fjölda bréfa til dagblað
anna, þar sem stóðu þau orð,
sem hér að ofan voru.
Kearney lögreglustjóri, sem
stóð úti fyrir stöðvarhúsinu
heyrði skyndilega skammbyssu
skot innan úr stöðvarsaln-
um. Hann þaut inn og rakst í
flýtinum á lágvaxinn mann,
sem var á útleið i miklu hasti.
En Kearney þóttist vita, að eitt
hvað hefði gerzt inni á járn-
brautarsalnum og hann stöðv
aði manninn á flóttanum. Sjón-
arvottar staðfestu að maðurinn
hefði skotið á forsetann, sem lá
í blóði sínu á gólfinu.
Læknir var þegar kvaddur á
vettvang og forsetinn var flutt-
ur aftur til Hvíta hússins.
Einn af þeim mönnum, sem var
við sjúkrabeð hans var Robert
Todd Lincoln, varnarmálaráð-
herra og sonur Abrahams Lin
colns, sem 16 árum áður hafði
einnig orðið fyrir skpti laun-
morðingja.
Þegar Kearney flutti mann-
inn til næstu lögreglustöðvar
voru menn í fyrstu ófáanlegir
til að trúa því, að Garfield
hefði verið skotinn. En sá hand
tekni, Charles Julius Guiteau
varð fyrstur til að staðfesta
skýrslu Kearneys. Hann dró
fram bréf, sem utan á var skrif
að til Shermans hershöfðingja,
þar sem sagði að dauði forset
ans væri pólitísk nauðsyn.
1 Hvíta húsinu barðist Gar-
field við dauðann, en sögusagn
ir fóru samstundis á flug um
höfuðborgina og mögnuðust óð-
fluga. Við yfirheyrslur lýsti
Guiteau hiklaust stjórnmála-
skoðunum sínum og kvaðst ein
dreginn fylgismaður Comkl-
ings. Þetta varð vitaskuld til
að mjög magnaður orðrómur
komst á kreik um að hann væri
aðeins handbendi andstæðinga
forsetans sem hefðu viljað
ryðja honum úr vegi. Og nú
rifjaðist morðið á Rússakeisara
upp að nýju og ýmsir höfðu
uppi þær kenningar, að skipu-
lagðar alþjóðlegar hryðju-
verkasveitir væru á bak við
verknaðinn. En ekki leið á
löngu áður en það mátti vera
öllum lýðum ljóst, að Guiteau
hafði framið verknaðinn upp á
eigið eindæmi.
Guiteau var að sjálfsögðu að
alumræðuefni manna á meðal
um gervöll Bandaríkin þessa
júlídaga. Og hann naut þess að
vera miðpunktur athyglinnar.
Hann var óspar á að gefa yfir-
lýsingar og tjá skoðanir sínar,
hann sagði fyrir endurminning
•ar sínar, þar sem koma fram að
sérfræðinga dómi afdráttarlaus
geðklofaeinkenni.
1 fyrstu Ieit út fyrir að Gar-
field myndi lifa skotárásina af.
Reynt var á allan hátt að lina
þjáningar hans og færustu
læknar kvaddir að beði hans. I
byrjun september var hann
fluttur til húss síns í New
Jersey, þar sem veður var sval
ara. En hægt og bítandi dró af
honum og hann lézt þann 19.
september. Hann var 49 ára að
aldri.
Almenningsálitið var tví-
mælalaust á móti Guiteau.
Ýmislegt er sameiginlegt með
þeim atburðum, sem þarna gerð
ust og í málinu Oswald-Kenn-
edy. Þann 11. september skaut
fangavörður á Guiteau, en
missti marks. Vörðurinn Mason
að nafni varð engu að síður
þjóðhetja í landinu um nokkra
hríð.
1 skrfum sínum í fangelsinu
lagði Guiteau alltaf áherzlu á
pólitíska nauðsyn verknaðarins,
talaði um vilja guðs, sem hefði
stjórnað honum og svo fram-
vegis. Eftir andlát Garfields
var augljóst að eina von Guit-
eaus til að sleppa við dauða-
dóm var að hann væri úrskurð
aður vitskertur. En hann hafði
framið morðið að yfirlögðu ráði
og því var með öllu óhugsandi
að hann yrði ekki látinon taka
afleiðingum gerða sinna með
því að vera líflátinn.
Réttarhöldin yfir Guiteau
hófust 14. október. Mágur hans,
Sooville að nafni var verjandi
hans, en átti óhægt um vik, því
að Guiteau greip sýknt og heil
agt fram í og mótmælti óspart
vörn þeirri, sem Scoville hélt
uppi, þegar honum bauð svo
við að horfa. 1 lokaræðu sælcj-
andans Davidge hélt hann þvi
fram að þær hvatir sem lægju
til verknaðarins væru af hé
gómlegum og metnaðarlegum
toga spunnar, og Guiteau hefði
gert sér fulla grein fyrir þeim.
Tal sakborningsins um guðleg-
an innblástur væri kjaftæði
eitt og aðeins til þess gert að
reyna að forða morðingjanum
frá því að taka út refsingu
sína.
Þann 5. janúar 1882 kvað
kviðdómur upp úrskurð sinn.
Guiteau var dæmdur til dauða
fyrir morðið á Garfield, sem
talið var framið að yfirlögðu
ráði. Síðasta von Guiteaus var
nú að leita til nýja forsetans
Chesters Arthurs, en hann
treysti sér ekki til að breyta
dóminum yfir forsetamorðingj
anum. Þann 30. júní, tæpu ári
eftir að Guiteau hafði skotið á
forsetann var Guiteau hengd-
ur. Þar lauk lífi sjúks manns,
en hanm var einnig fórnar-
lamb uppvaxtar síns og að
margra dómi einnig fóm-
arlamb hinna miklu hugsjóna
S'amtíma síns — framfaranna.
Japönsk smáljód
Sorgarljóð
Þegar ég hræri
strengi á sítar mínum,
kveina ég dapur.
Máski geymir hann anda
látinnar konu minnar.
Ókunnur höfundur (frá Nara-tímanum).
Sumarnótt
Vart hafði ég í
nótt lokað augum mínum,
er ég var vakinn
af rödd morgungauksins, og
það var perlugrár dagur.
Ki no Tsurayuki (884—946).
Þráinn Bertelsson þýddi.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. maí 1972