Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Blaðsíða 3
Beina-
fundurinn á
Fossá 1896
Páll Böðvar Stefánsson skráði
Árið 1896 var rifið niður
mikið stórþýfi í túninu á Fossá
við Hvalfjörð norður og aust-
ur frá baanum. Miðsvœðis
í stykki þessu var þúfa, er oft
hafði vakið eftirtekt og talsvert
umtal meðal gesta og heima-
manna. Það gerði tómahljóðið
er vart varð við, þá gengið var
harkalega um hana, eða stapp
að niður fæti. Allur grassvörð-
ur hafði verið ristur ofan af
þessu mikla stykki, og byrjað
að pæla, er gest bar að garði,
bóndann að Hvitanesi. Bauð
Matthias Eyjólfsson fóstri
minn, honum í bæinn til kaffi-
drykkju.
Ólafur móðurbróðir minn
hafði oft við orð, að skyggnast
í þúfu þessa, en pabbi hans
bannaði sMkt rask. En nú kom
tækifærið til rannsóknar. Þá
sundraði Ólafur þúfunni. Und
ir henni nærri miðri var dæld
nokkur og lausleg moldin. Þar
kom í ljós talsvert af hálffún-
um beinum. Hafði auðsjáanlega
verið grafin geil niður milli
þúfnanna og inn undir, svo
þarna varð ágætur og öruggur
felustaður. Verksummerki
voru algerlega hulin, þeg-
ar vandlega var frá gengið. Ég
hljóp með tvö bein inn í bæ-
inn til gömlu mannanna. Afa
mínum brá við fund þennan.
Þeir grandskoðuðu beinin
nokkra stund með hörku og al-
vörusvip. Ekkert orð fór þeirra
í milli, þar til afi rauf þögn-
ina og bað mig skila til Ólaís
að grafa öli bein vel og vand-
lega niður, og var svo gjört.
Þarna fann ég hjá beinunum
merkisgrip er var á stærð við
stór steinbrýni, en ólíkt að lög-
un, því það hafði verið skaf-
ið svo mjög fram af báðum
endum og brúnum á alia vegu,
að ekki voru þeir meir en 12
mm þvermáls. En nærri 50 mm
hver kantur um miðju. Graflet-
ur var á þrem hliðum steins-
ins. Á einum stóð G.Þ., á öðr-
um troglagaður reitur en á
þriðja kantinum að líkindum
árlalið 1744.
DRAIJMURINN
Nóttina eftir þennan óvænta
fund dreymir mig að ég
er staddur norðan við bæinn
hjá fyrrnefndri þúfu. Mér þótti
túnið líta út eins og ég hafði
vanizt, og ekkert jarðrask far-
ið þar fram. Brátt verð ég var
við ókunnugan mann þarna.
Hann er vel meðalmaður
á vöxt, beinn og þreklegur, blá-
eygður og fagureygður, skarp-
leitur, ljóshærður og skegg-
laus. Berhöfðaður er hann og
yfirhafnarlaus en kjólklæddur,
buxur dökkar, með mjög
grönnum ljóslituðum röndum.
Mér ,kom í hug að hafa séð
prestinn okkar Þorkel á Reyni
völlum í mjög iíkum klæðnaði
á stórhátiðum og taldi víst að
maður þessi væri hámenntaður
höfðingjasonur, eða jafn hátt-
settur og skipaður embættis-
maður. Hann var lítillátur og
ljúfur í allri framkomu; bað
mig fylgja sér til húsbóndans
að falast eftir gistingu. Þá
gengum við rakleitt til bæjar.
En mér þótti undarlega við
bregða, því hlaðið og göngin
inn í bæinn og þá ekki sízt bað
stofan voru þéttskipuð fólki,
konum og köi'lum, er ég hafði
aldrei fyrr séð. En gömlu
mennirnir, Hvitanesbóndinn og
afi minn, sátu við kaffi-
drykkju, rétt eins og þegar ég
var að sýna þeim beinin. Þá lét
ég afa minn vita um komu
ferðamannsins er ætlaði að
biðja um gistingu. En hann
sagði hana heimila og honum
veikomna. Þeir heilsast og afi
spyr gestinn, hvaðan hann
komi, svo um nafn hans, og
hvert ferðinni sé heitið. Gest-
urinn svarar öllu greið-
lega. Hann kveðst koma að vest
an, héti Gunnar og vera á leið
suður. Fleiri orð fóru þeirra
miili er ég festi ekki í minni.
Svo gengum við Gunnar út og
norður fyrir bæinn að beina-
þúfunni. Þar hvarf hann mér
algerlega. Og er draumurinn
þar með á enda.
Nálægt 20 árum eftir að mig
dreymdi þennan draum, hitt-
umst við Hannes Þorsteinsson
þjóðskjalavörður • inn undir
Kirkjusandi. Var hann á morg-
ungöngu, en ég á heimleið frá
sundlaugunum þennan sunnu-
dagsmorgun. Kom mér þá
í hug að heilsa karli og segja
honum frá beinafundinum
ásamt draumnum. Hannes tók
mér mjög vel og bað mig hefja
frásögn mína, greinilega og ró-
lega. En er ég hafði lokið
henni, kvaðst hann vel vita, að
nú ætti hann að leysa úr gát-
unni, hver hinn kjólklæddi
maður hefði verið, og sagði ég
hann hitta rétt á það. Ekki
kvaðst karl geta lofað mér því
fullkomlega. En víst vildi
hann reyna að gjöra allt er sér
væri mögulegt til þess að
fræða mig um þetta, með
því að þetta virtist vera all-
merkilegt. Bað mig að koma til
sin á Landsbókasafnið, eftir
nálega mánaðartíma. En aldrei
gat ég gefiö mér tíma til þess.
Þar næst skipaði hann mér að
ganga með sér og yrða ekki á
sig að fyrra bragði, heldur
bíða þess, að hann ávarpaði
mig. Gengum við fullan
klukkutíma og fórum mjög
hægt. Nokkrir menn er mahtu
okkur tóku ofan höfuðföt-
in fyrir skjalaverðinum, en
hann virtist ekki verða þess
var. Svo er við vorum komn-
ir að húsdyrum Hannesar,
kvaðsV hann vilja segja mér
það liklegasta er honum gæti
sem stæði í hug komið um
kjólklædda manninn.
Hafi hann átt upphafsstafina
á steininum, er þið funduð hjá
beinunum, svo sem draumur-
inn bendir til, þykir mér Mk-
legast að maður þessi hafi ver-
ið Gunnar Þórðarson frá
Hvammi í Dölum. Hann var
skólagenginn innanlands og ut-
an. Stúdentspróf tekið hér
heima, og embættispróf við
Hafnarháskóla. Síðan stundaði
hann nám i Frakklandi, og i
Þýzkalandi. Það bera skóla-
bækur þar með sér á hvorum
stað. Og alls staðar er hans
getið á sama hátt. Framúrskar-
andi námsmaður, stakur reglu
maður i einu og öllu, en hvergi
er hans getið eftir að hann
nær 27 ára aldri. Við Jón Þor-
keisson höfum leitað hans i
mörg ár utanlands sem innan,
og engu orðið nær um afdrif
hans fram yfir það sem ég hef
nú um getið. Þykir mér Mkleg-
ast, að þetta sé hinn sami
Gunnar. Og hafi hann verið
myrtur á þessum bæ. En auðvit
að er ógerningur að segja
nokkuð með vissu um þetta.
Fáist ekki önnur gögn fyrir
því sem tæplega er hugsanlegt
úr þessu.
Foreldrar og systkin Gunn-
ars, og einn ættliður frá Þórði
presti, prófastur Þórður prest-
ur að Hvammi í Dölum fædd-
ur 1684 dáinn 1739, Þórðarson
lögréttumanns, Finnsonar á
Ökrum og Guðbjargar Jóns-
dóttur frá Syðra Rauðamel
Björnssonar. Þórður lærði und
ir skóla hjá séra Jóni Hall-
dórssyni í Hitardal, stúdent
frá Skálholti 1707. Vígðist að
Borg á Mýrum 1708. Tók við
Hvammi í Hvammssveit 1721 og
hélt til dauðadags. Eftir hann
er annáli og ættatal. Prófast-
ur til æfiloka.
Kona séra Þórðar 1709, Þor-
björg Eiríksdóttir prests að
Lundi, Eyjólfssonar. Börn
þeirra, Margrét, átti Jón Sig-
urðsson á Ingjaldshóli, 2.
Ragnhildur átti Magnús Jóns-
son, ráðsmann á Skarði. 3. Sr.
Eirikur að Nesi í Aðaldal,
fæddur 1713. 4. barn Guðrún,
seinni kona Ketils prests á
Húsavík. 5. Séra Þorsteinn
prestur i Hvammi eftir föður
sinn, fæddur 1715. Ein dætra
hans, Halldóra, kona Guð-
mundar sýslumanns á Svigna-
skarði. 6. barn séra Þórðar og
frú Þorbjarsjr var Jón, mik-
Framh. á bls. 11
ý ‘ts'7 / '
14. mai Í972
3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS