Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Side 8
RÉTTUR NEYTANDANS
Sættir fólk sig möglunarlaust við gallaða vöru eða lélega
þjónustu og hver er réttur kaupandans gegn seljandanum?
Rætt við tvo forsvarsmenn neytendamála.
Eru íslendinffar sinnulausir
um eigrin hag ? I.áta þeir b.jóða
sér ýmisleg-t vegna skorts á
samstöðu og meðvitund um rétt
sinn? Nenna þeir ekki að
legg.ja neitt af mörkum, nema
þeir s.jái samtímis ágóðann
renna í eigin vasa? Sé svo,
stendur þetta s.jálfsagt til bóta,
þegar borgarmenning verður
liér liáþróaðri, og við aðlögum
okkur að samfélagi, sem veitir
neytandanum æ meiri þ.jón-
ustu. Gallinn er sá, að neyt-
andinn verður að kunna að
velja og hafna og þekkja mun
á nauðsyn og blekkingu. Hann
verður að hafa þá félags-
hyggju, að geta myndað sam-
stöðu með öðrum neytendum,
til varnar Iélegri þjónustu.
Hvað er að gerast hér á Iandi
í neytendamálum ? Eftir að hafa
kannað það lítillega, komumst
við að raun um, að þessi mál
eru i örri þróun. Neytendasam-
tökin eflast með hverju árinu
sem líður, neytendafræðsla
verður bráðlega skyldunáms-
grein i öllum skólum, ný og
fullkomin neytendalöggjöf er á
döfinni og mál gætu jafnvel
þróazt þannig, að hér verði
sett á stofn sérstakt neytenda
ráðuneyti. f Noregi starfar
slíkt ráðuneyti, en á hinum
Norðurlönduniim og víðar,
hafa stjórnvöld á einhvern
hátt hönd í bagga í þessum
málum.
Hér á Iandi er um marga að-
ila að ræða, sem sinna neyt-
endamálum. Væri auðvitað
æskilegt, að starfsgrundvöllur
þeirra væri á einhvern hátt
sameinaður. Fyrst ber að telja
Neytendasamtökin, þá I.eið-
beiningastöð húsmæðra, heil
brigðiseftirlitið og verðlagseft-
irlitið, Byggingaþjónustu
Akritektafélags fslands, Félag
íslenzkra bifreiðaeigenda, fé-
lagsmálastofniin Reykjavíkur-
borgar, rannsóknarstofnun
iðnaðarins og fleiri.
Sá grunur gerir stundum
vart við sig, að enn búi land-
inn að einokunartimabilinii.
Hann sættir sig möglunarlaust
við lélega eða svikna vöru og
skiptir jafnvel af mestu dyggð
aftur og aftur við þann selj-
anda, sem býður slæma vöru,
óhagstætt verð og lélegt vöru-
val. Samkeppnin virðist enn
ekki konia neytandanum að
nógu miklu gagni, og verst er,
að það er neytandanum sjálf-
um að kenna.
Árið 1953 voru stofnuð hér
neytendasamtök, en þá voru
slík samtök að þróast víða í
heiminum. Að loknum ýmsum
nauðsynlegum brautryðjenda
störfum lá starfsemin niðri i
ein 3—4 ár, eða allt fram til
ársins 1968, þegar samtök-
in voru endurskipulögð. Nú er
formaður samtakanna, Óttar
Yngvason, lögfræðingur. Hjá
honum fáum við upplýsingar
um núverandi starfsemi sam-
takanna.
— Meðlimir Neytendasam-
takanna eru nú 5000 talsins og
stjórn þeirra skipa 7 manns.
Framkvæmdastjóri er Björn
Baidursson. Samtökin hafa
opna skrifstofu alla daga kl.
9,30—4,30, en kvörtunartími í
síma er á milli klukkan 1—5
daglega. Þar er skrifstofu-
stúlka, Áslaug Káradóttir, sem
sinnir hinum daglega rekstri.
Hún og framkvæmdastjóri eru
launuð af samtökunum, en
Okkur grunar
að neytendur
séu
hlunnfarnir
í skiptingu
sakar
segir Óttar Yngvason,
formaður Neytendasamtakanna
Neytendur virðast lítið vita um ré'tt sinn gag vart seljanda.
öttar Ingvason
stjórnin og formannsstarfið er
ólaunað. Við viljum ekki taka
laun fyrir störf okkar hjá sam-
tökunum í þeim tilgangi að
reyna að skapa fordæmi þess,
að hver og einn leggi sitt af
mörkum. Við erum öll neytend
ur og þar af leiðandi vinna sam
tökin að hagsmunamálum okk-
ar allra. En oft er hagsmuna-
mál einstaklings ekki svo mik-
ið, að það ýti á eftir honum,
að leggja eitthvað á sig fyrir
heildina.
— HvernLg eru samtökin fjár-
mögnuð?
Hver meðlimur greiðir 300
króna árgjald og þetta árið
leggur ríkisstjórnin samtökun-
um til 250.000 krónur og borg-
arstjórn 240,000 krónur. Yfir-
leitt eru stjórnvöld hlynnt sam
tökunum og hafa til dæmis
á síðasta ári leitað til þeirra
um ályktanir á málum, sem of-
arlega eru á baugi. Samt eiga
Neytendasamtökin hér eftir
smástökk til að verða það ríkj
andi afl í þjóðfélagiwu, sem
shk samtök eru víða annars
staðar.
— Þú minnist á afstöðu
stjórnvalda, en hvað um af-
stöðu íslenzkra neytenda og
seljenda til samtakanna?
— Hún er mjög jákvæð. í
kringum 90% neytenda og
kaupmanna eru mjög jákvæð-
ir i afstöðu sinni til samtak-
anna. Það halda kannski marg-
ir, að kaupmönnum sé uppsig-
að við samtökin, en svo er yf-
irleitt ekki. Þeir eru flestir
það miklir kaupmenn að sjá
sér hag í að hafa kúnnann
ánægðan. Aftur á móti eru neyt
endur nokkuð sinnulausir, þó
að þeir séu hlynntir tilveru og
tilgangi þessa félagsskapar.
Það er erfitt að fá fólk til að
leggja eitthvað af mörkum per-
sónulega.
— Hver er svo helzta starf-
semi samtakanna?
— Kvörtunarmálin eru auðvit-
að viðamest og það eru þau
mál, sem við höfum mest getað
sinnt hingað til. Útgáfustarf-
semi hefur aukizt og batnað að
undanförnu og i undirbúningi
er svo vinna við sjálfstæðar
rannsóknir og nánara eftirlit
með verðlagi og þjónustu. Ann
ars er náttúrlega fátt mannlegt,
sem neytendum er óviðkomandi
og oft getum við vísað ýmsum
málum, sem til okkar berast til
annarra betur viðeigandi aði'a.
Síöastliðið ár lét viðskipta-
ráðuneytið semja frumvarp að
neytendalöggjöf og verður það
væntanlega borið fram á al-
þingi bráðlega. Annars er lít-
ið við að styðjast hvað laga-
8 rÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. maí 1972