Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 3
meðvitundinni um, að li.ýr ráði yfir þjáning'um , andvökum, hungæi og örvæntingu með- bræðra sinna, dru'kknir af valdinu, sem þeim hefur verið gef ið. Þessi drykk j uvíma þeirra er ekkert annað en nið- urlæging allra mannlegra til- finninigu. Lokaniðurlæging. Þeir hafa orðið að kaupa kval ir mínar dýru verði. Og ég var ekki sá verst staddi. Ég var bara maður, sem stundi af þvi að hann verkjaði sárt. Og ég kýs það heldur. Eins og er, þá er ég sviptur þeirri ánægju að sjá börn á leið i skóla eða að leik i skemmtigarði. En þeir verða að horfa framan í sín eigin börn. — 8 — Eitt af þvi örfáa, sem ég hef fengið að hafa héma hjá mér, er mynd af Erasmusi. Hún er úr blaði, sem ég skar hana út úr fyrir nokkru, og nú horfi ég oft á hana. Hún veitir mér eins konar friðarkennd. Lík- lega er til einhver skýring á þessu. En ég hef engan áhuga á skýringum. Mér nægir, að þarna eru þessir töfrar, þessi einkennilega upplyfting, sem stafar frá því að geta samsam- að þennan mann eigin gildi okkar. Þessi sigur yfir ein manakennd minni, sem hófst fyrir mörgum öldum, og verður aftur raunveruleg, þeg ar ég horfi á andlit hans. Þetta er vangamynd og það kann ég vel við. Hann er ekki að horfa á mig, heldur segja mér, hvert ég eigi að horfa. Hann opinber ar einhverja sameiginlega sýn með okkur. 1 fangelsi er svona sameign dagleg nauðsyn, rétt eins og þörfin á vatni, brauði og svefni. Þegar þeir leita i klefanum mínum, rekast þeir á myndina af Erasmusi, en þeir lofa mér að hafa hana. Þeir skilja ekkert. Þeir hafa enga hugmynd um, hve hættulegur mildur og vitur maður getur verið. — 9 — Staða okkar sem fanga á sér mörg sameiginleg einkenni. Eitt er það, að við syngjum talsvert oft. Þetta kann að virð ast skrítið þeim, sem ekkert þekkja til fangelsa. En svona er það nú og, nánar aðgætt, ekki nema eðlilegt. Söngurinn er þáttur í óskrifuðum fyrir- mælum, sem gömlu fangamir láta ganga tii hinna nýju. Þeg ar sársauki og kvíði ætla að bera mann ofurliði, þá syngur maður. Við byrjum að syngja einmitt þegar angistin er að verða óbæriieg. Angistarlausu dagana syngjum við ekkert. Söngurinn virðist bræða burt þessa þrúgandi byrði, sem við berum, einmitt þegar okkur finnst við ek'ki geta borið hana lengur, og þá stígur söng urinn upp úr okkur, rétt eins og ósýnileg gvá þoka. Og við finnum til eins konar léttis. I>oir vita þetta og því er söng- ur bannaður i ströngustu fang elsunum. Ég syng oft í klefan um mínum, eða blístra. Stund- um syng ég fyrir konuna mína. Ef hún heyrði til min, mundi það gleðja hana, enda þótt ég syngi falskt. Hún þekkir þenn an söng í fangeisunum — hún hetfur kynnzt því sjálf. Hér í fangelsinu er söngurinn raunverulega, knýJantTI nauH- syn fyrir sálina. Hann er dag- legt brauð þeirra, sem strita við að verða ekki brjálaðir. Hann mýkir harða veröldina og gæðir manninn nýju og víð- ara útsýni. Þegar þú syngur finnst þér þú vera á ferð á þessum víðu endimörkum heims. Og svo förum við lika stundum styttri ferðir. Eitt verð ég að segja: Ég er þakk- látur lagasmiðunum, einkum þó þeim, sem hafa samið sorg- leg lög. Til dæmis vil ég gjarna syngja lög eftir Mikis Theodorakis. 1 gömlu lögunum hans er rétt eins og einhver for spá um fangelsi, sem hann átti eftir að dveija í. Ég hef aldrei heyrt einn einasta fangavörð syngja. Mestur tirni þeirra fer í að melta matinn. — 10 — Mér er orðið þetta allt vel ljóst. Það hlaut svona að fara. Það var vægðarlaus skipun innanfrá. Og allt lif mitt hafði verið formáli að þessari skip- un. Allt frá barnæsku var mér kennt að horfa á opinn sjón- deildarhringinn, elska manns- andlit, virða mannleg vanda- mál og heiðra frjálslynda af- stöðu. Þegar síðari heimsstyrj- öldin hófst, var ég unglingur; ég lifði af andspyrnuhreyfing- una, og hún setti á mig sið- ferðilegt mark. Ég vissi bara ekki þá, hve djúpt þetta mark var. En nú er það orðið ljóst, að það var sterkasti hvatinn i öllu mínu lifi. Loksins get ég nú skýrt margt, sem fyrir mig kom þaðan í frá og til dagsins í dag. Þegar svo harðstjórnin hóflst var ég þegar kominn í andspyrnuhreyfinguna, án þess að vita af því sjálfur. Ég bar með méir mín eigin örlög. Ekkert gerðist fyrir tilviljun. Aðeins smáatriðin voru tilvilj- anakennd. Djöfullega tilvilj- anakennd. En aðalstefnan og markmiðin voru örugglega rót föst með mér. Þess vegna er það ekki fyrir nein mistök, að ég sk’Uli nú vera í fangelsi. Það er ekki nema rétt, að ég sé þar. En hitt er herfilega rangt, að þetta fangelsi skuli yfirleitt vera til. — 11 — Mig langar að skrifa um vináttu, sem ég batt, næstsíð- asta haust. Ég held hún hafi nokkra þýðingu. Hún sýn- ir samhygðina, sem skapazt getur með tveim óhamingjusöm um einstíiklingum. Ég hafði verið í ein'angrunarfangelsi í fjóra mánuði. Ég hafði ekki séð nokkra sálu, allan þann tíma. Aðeins einkentnisbún- inga — rannsóknardómara og fangaverði. Einn daginn tók ég eftir þremur flugum í klef- anum mínum. Þær áttu fullt í fangi með að berjast gegn kuld anum, sem þá var einmitt að hefjast. Á daginn sváfu þær á veggnum. Á nóttunni sveimuðu þær suðandi yfir mér. Til að byrja með vöktu þær mér gremju. En sem betur fór, tók ég fljótt að skilja þær. Ég var líka sjálfur að berjast við að lifa af kuldatimabilið. Eftir hverju voru þær að sækjast hjá mér? Einhverju lítilfjör- legu. Dropa af blóði — hann gæti bjargað þeim. Ég gat ekki Franih. á bls. 15 Jacques Prévert BLÓM- VÖNDURINN Jóhann Hjálmarsson þýddi Hví stendurðu hérna litla stúlka með þessi nýtíndu blóm? Hví stendurðu hérna unga stúlka með þessi blóm frá í gær? Hví stendurðu hérna unga stúlka með þessi visnuðu blóm? Hví stendurðu hérna gamla kona með þessi dauðu blóm? Ég bíð sigurvegarans. Það eru þúsund ár síðan ég gekk þessar götur fór ég þær? Þessi hús þetta fólk var hér fyrir löngu og allt sem var sagt hljómar ekki lengur mánaskinið skyggndi aldrei vatnið sem var þungt og heitt bláa blómið sem vex við veginn var ekki þá og þögnin sem lifir á þessum stígum var hér aldrei vindarnir hrísluðust milli húsanna og svört tré bar í rauða skammdegissól og ég baða mig í þögninni og mánaskyggðu vatninu sem er kalt og ferskt Siglaugur Brynleifsson ÚR ÞÚSUND ÁRUM Þúsund sinnum gekk ég þessa stíga í sólarslikju heitra daga framhjá kyrru vatninu skuggarnir dönsuðu á vatninu þungar nætur liðu hver af annarri og dagarnir voru ófæddir runnu hjá og hrundu niður fyrir svartan bakkann þegjandi Nú dansa þeir í skýjafarinu bjölluniði lækjanna og tunglin eru silfruð bjartar nætur og hvítar dagarnir eru sólskin. HUGRÚN SYNGDU SVANUR Sýngdu, sýngdu, svanur sorg úr hjarta mínu. Sýngdu, sárt ég þrái söng frá brjósti þínu. Sýngdu viðkvæmt vinur vorljóð drauma minna. Sýngdu, sál mín eygir sólblik vængja þinna. Svífðu gleðigjafi Guðs um heiðið bjarta. Sýngdu um vor á vetri vermdu mig að hjarta. Söngur þinn mig seiðir sé ég töfraheima. Þú með litlu ljóði lætur aðra dreyma. Sýngdu sætt og lengi. Svanur ertu þreyttur? Er þinn undarlega orðinn rómur breyttur. Ertu að farga fjöri? Finnst mér bresta strengur. Svonur særðum barmi svalar ekki lengur. Sól að viði sígur signir vininn dáinn. Stend ég steini lostinn stari út í bláinn. Svanur söngvajöfur sé ég ávallt skína mitt í morgunroða minninguna þína. 11: jtrní 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.