Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 5
LÍFSREYNSLAN VERÐUR STÆRSTI ÁVINNINGURINN Samtal vi5 hjónin Hafdísi Gu5- björnsdóttur og Kristján Gísla- son, trésmið, einn þeirra iðnað- armanna, sem á sínum tíma réðust í vinnu hjá Kockums í Malmö Hafdís og Kristján i íbúðinni við Sörbaksgatan. Sörbaksgatan, háhiísagata í úthverfi Mahnö. Þarna búa bau Hafdís og Kristján og fleiri Is- lendingar, sem á sínum tima réðust til Kockums. ÞEGAR efnahagslægðin gekk yfir ísland undir lok sjötta áratugarins, dró úr þeirri gífurlegu eftirspurn, sem verið hafði eftir vinnu iðnaðarmanna. Þegar tekju- rýrnun var orðin almenn og auk þess farið að hera á at- vinnuleysi, fóru menn að svipast um eftir grænni skógum utan við pollinn og beindist áhugi þeirra eink- um að Svíþjóð, þar sem laun virtust há á íslenzkan mælikvarða. Talsverður f jöldi iðnaðarmanna tók upp tjaldhælana og fluttist — með eða án búslóðar — til Malmö; flestir réðust til starfa hjá skipasmíðastöð Kockums og þóttu dugandi vinnukraftur. Nú hafa all- margir þessara manna snúið heim aftur; þó voru 300 ís- lendingar í Malmö í fyrra og nýir menn að skjóta upp kollinum í stað þeirra sem fluttust heim. Ung hjón, Hafdís GuS- björnsdóttir og Kristján Gísla- son, trésmiður, voru meðal þeiira, sem fluttust til Malmö, þegar útflutningsaldan reis hæst. Þau voru nýbúin að bygigja þriggja herbergja íbúð \nð Búland í Fossvogs- hverfi, sem þau hafa síðan leigt, en hvort tveggja var að taunakjör í Svíþjóð virt- ust lokkandi og ævintýri út af fyrir sig að flytja í annað land um tíma. Þau búa enn í Malmö; leigja snotra þriggja her- bengja ibúð á 4. hæð í geysi- stóru sambýlishúsi við Sör- baksgatan í nýlegu blokka- hverfi á flatneskjunni utan \>ið Malmö. Aliur frágangur ut- anihúss er þar til fyrirmynd- ar, lokað leiksvæði fjTÍr börn- in, gnægð grasflata og hverf- ið meira að segja prýtt nokkr- um listaverkum. Ódýr og ein- faldur frágangur einkennir húsið að innan; íbúðin vegg- föðruð að mestu og eldhúsinn- rétting máluð. 1 þessu húsi og öðrum þama í námunda býr fjöldi innflytjenda, sem komið hafa til lengri eða skemmri at- vinnuleitar, þar á meðal flest- ir íslendingamir. f islenzku nýlendunni varð fljótlega mikill samgangur og allnáin kynni með þeim kost- um og óköstum sem þvi fj’lgja. Mér skildist á sumum að ný- lendan hefði fyrstu mánuðina tekið á sig mynd smáþorps þar sem allir þekkja alla; konurn- ar inni á gafli hver hjá ann- arri og mikið fjör í kjaftasög- um. Sumir kunnu þesskonar smáplásseimóral vel en aðrir miður ei’ns og gengur og losuðu sig þá úr hinu nána samneyti landanna. Kristján var einn þeirra sem réðust til Kockums; hann var þar hálfan þriðja már.uð, en fór svo að líta betur í kringum sig og réðst í Viranu í verk- smiðju, þar sem framleidd- ir voru húshlutar: Milliveggir, útveggir og þessháttar. Um eins árs skeið vann hann þar í trésmíðadeildinni, en réðst síðan í byggingavinnu og var við að koma upp niðursuðu- verksmiðju skammt utan við Malmö og síðar hjá öðru fyr- irtæki, sem tók að sér að smíða fölsk loft. Yfir þesskonar vinnu var enginn taxti til og um hálfs árs skeið naut Kristján þess að haía nærri 600 íslenzkar krónur á tímann. Síðan hefur hann unn- ið hjá Skánska Sementsgjöteri- et við mótasmíðar vegna kjarn orkurafstöðvar sem risa á um 40 km utan við Malmö. í>ar er unnin ákvæðisvinna; vinnutím- inn er frá kL 7 að morgni til kl. 4,15 síðdegis og launin teljast há: 3000 sænskar kr. á mán. eða 54 þús. íslenzkar krónur. En 30%, eða 900 sænsk- ar fara strax í skattgreiðslur. Daglega er Kristján um 11 tima að heiman; hann verður að fara að heiman í rauðabít- ið, kl. 6, en starísbræður hans þrir fara með honum: Einn Færeyingur og tveir Svi- ar. Fyrirtækið kemur til mófs við þá vegna kostnaðarins við ferðirnar og Kristján fær greiddar 26 kr. (468 isl. kr.) á dag í ferðaistyrk. Vinnu- hraðinn er ekki mikili eftir þeim mælikvaröa sem gildir á Islandi og naumast hægt að tala um neina streitu á þess- um vinnustað. Að öðru leyti birtast kostir velferðarinn- ar með þeim hætti, að ríkið greiðir 80 kr. af þeim 580 kr. sem húsaleigan hljóðar uppá og 100 kr. (1800 Ssl. kr.) fá þau á mánuði með hvoru bami. Hafdis kvað láta nærri, að það nægði fyrir fataikaupum á þau. Þau Hafdis og Krtstján höfðu eltki mikla búslóð með sér utan; eitt eldhúsborð og stólar voru nálega það eina. En þau hafa keypt sér með af- borgunum Ijómandi falleg, sænsk húsgögn. I hamaher- bergið heíur Kristján smíðað sjálfur fyrirmyndar húsgögn og nýlega festu þau kaup á notuðum híl sem stendur í núm eruðu stæði í sameiginlegum bílskur í kjallara hússins. Við kaup á notuðum bíl tiðkast að lána um 60% en afganginn verða menn helzt að eiga sjálíir því erfiít er að fá lán í banka, nerna hafa þeim mun traustari ábyrgðarmenn. Bæjarfélagið hefur byggt og á húsið og íöúamir þurfa ekk- ert að þrifa utan sinna eigin íbúða. Um sérstök sambýlishús í Malmö gilda aftur á móti þær reglur að leiigjendumir geta eignazt íbúðirnar með þvi að leggja fram sem -svarar 90.000 íslenzkar krónur og yfirtaka slðan lán til langs tíma, en ein býlishús í Malmö eru mjög dýr; kosta sem svarar 3—8 milljón- ir islenzkra króna, eftir stærð og frágangi. Þetta er hinn ýtri rammi lífs kjaranna hjá íslenzkum iðnað- armanni í Malmö. Innan þessa ramma er hægt að lifa fremur þaegilegu lifi, sem ís- lenzkir iðnaðarmenn hér fyrr á árum höfðu að minnsta kosti ekki mikla reynslu af. Ég bað þau Hafdísi og Kristján að segja mér lítilie-ga frá þeim lífsháttum, sem þau hafa tam- ið sér í búsetunni í Malmö. Kristján: — Stærstu við- brigðin eru að vera kominn heim úr vinnu kL 5 og vera ek'ki við neitt sérstakt bund- inn: Geta slappað af í stað þess að gleypa i sig matmn og flýta sér i eftirvinnu sem nær 11. júrn 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.