Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 7
einkum híwnaiwskum grein- um. í>að mun vera búið að segja upp eitthvað um 400 kennurum í tungumálum, bók- menntum, sögu og þess kon- ar greinum og hér í Uppsölum standa stúdentaherbergi laus í brönnum, þar sem að undan- íörnu hefur verið erfitt að fá inni. Önnur breyting hefur átt sér stað hér: Próf eru ekki látin skipta eins mikiu máli og áð- ur. Það þykir nóg að menn hafi náð lágmarkseinkunn; þá eni þeir ráðnir til reynslu í eitt ár og venjulega rœður úr- siitum, hvemig menn standa sig í starfi. Þá er ekki vist að þeir fái bezta útkomu, sem bæst hafa prófin. — Þú býrð hér á einhvers- konar stofnun, sem heitir Got- iands Nation. Er það stúdenta- beimili? — Það er einskonar féiags- heimili stúdenta frá Gotiandi. Hér i Uppsölum eru starf- amli átthagafélög, sem starf- rækja siík félagsheimili og við fsiendingar völdum Gotlands Nation 1966, vegna þess að það var minnsta félagið. Samt eru hér 375 manns og maður þekk- ir náttúrlega ekki alla, en ílesta þó. Hér er iíka fólk frá Áiandseyjum og útiending- ar til dæmis 18 Kaliforníu- menn. Og ekki má ég gleyma að geta um Tyler Strand; hann er Bandaríkjamaður og ieggur stund á íslenzku hér í Uppsöl- um. Hann er tungumálaséní og hefur áður lagt stund á Indí- ánatungur, þar af tvær, sem nú teljast útdauðar. Strand er nemandi Davíðs Erlingssonar frá Akureyri, sem er lektor í íslenzku og hefur allmarga nemendur, einkum Svía. — En þetta hús er meira en bara samkomustaður? — Já, miklu meira. Gotlands Nation á allt húsið og hér er rehin mikil þjónusta við stúd- -enta; við getum borðað hér, lesið og hiustað á fyrirlestra. En auk þess er hér húsnæði fyrir hverskonar félagsstarf, kúltúrstarfsémi og jafnvel böil. Yfirleitt er það vel sótt, sem hér fer fram og ekki sízt eru íslendingar ötulir að mæta. — Hvað er það einkum sem ísÉendingar leggja stund á í Uppsölum? — Það er einkum þrennt, sem ísiendingar leggja stund á hér: Fomleifafræði, guðfrseði og hagíræði, en auk þess við- skiptafræði og einnig stærð- fræði. Við erum til dæmis sex, sem lesum hagfræði eða einhverjar greinar hennar, svo ekki ætti að skorta hagfræð- inga á næstunni. — Gætirðu hugsað þér að setjast að fyrir fullt og alit í Svíþjóð? — Ef í harðbakka slægi, gæti ég ef til vill hugsað mér það, en maður miðar nú endi- lega við að komast einhvem tima heim eins og allir Islend- ingar. Ég hef stundum spurt sjáifan mig þeirrar spurningar, hversvegna ísland togi svona í mann og komizt að þeirri nið- urstöð’u, að líklega eigi nátt- úran þar hlut að máli. Ég sakna ákaflega islenzkrar tnáttúru; hér i kringum Upp- Framh. & bls. 16 Gunnvör Braga Björnsdóttir SMÁSAGA Hvað ertu að gera? Ég er að skoða tárin mín í spegli. •f&, fórstu að gá að vinnu? Ég er að tala við þig, fékkstu vinnu? Komdii sólargeisli og sjáðu litlu rauðu pöddurnar í gliigganum, þær þjóta um allt, ég held að þær séu að flytja. Þú ert ekki ennþá búin að svara mér. Nei. Hvað þýðir þetta nei? Ég fór ekki að gá að vinnu, ég . . ekld evrða vondur, það var svo gaman í dag. Gaman, gaman, hefur þú ekki hugsað þér að gera neitt nema það sem þér þykir gaman? Jú. Hvað? Eittlivað, langar þig ekki að vita hvað ég var að gera í dag blómálfur? Hættu að kalla mig þessum bjánalegu nöfnimi. Já. Æi . . . Já .. . Fyrirgefðu, kallaðu mig þeim bara, þau eru ekkert bjánaleg. Komdu og segðu mér livað þú varst að gera. Já, veiztu hvað? Ég veit það ekki. Ég elska þig. Já. Lofaðu mér að sitja hjá þér, já svona. Manstu, þú varst að skammast af því það var rignin^, þegar þú fórst i morgun? Þá lokaði ég aiigiimim, og óskaði mér að það kæmi sól, svo þú þyrftir ekki að skammast, og þá heyrði ég hljóðiö. Hvaða liljóð? I rigningiinni, og ég opnaði augun, og fór að horfa á liana, droparnir riinnu niður rúðuna, mér fannst þeir vera manneskjnr. Manneskjur, hvernig jlá? Ég veit það ekki, ég bara talaði við þá, þeir buðu mér góðan dag, svo töluðum við nm allt, þeir renna einn og einn, og stundum sameinast tveir og verða að einum, alveg eins og mennirnir. Þetta er imyndun, þetta var bara venjuleg rigning. Já, en þetta var samt ekki eins og venjuleg rigning. Hvað gerðir þú svo? Ég fór á fætur, og fór út að ganga. Ég fór niður að tjörn, það var ekki ennþá farið að birta af degi. Þar sat ég, og horfði á ljósin og lífið í tjörninni, ég vildi að maður gæti farið ofan í vatnið, og leikið sér í ævintýraheiminum sem speglast þar i. Það voru fjórir svanir syndandi fyrir framan mig, heldur þú að svanir geti elskað? Já, það held ég. Svo fór ég á kaffistofuna, og þar hitti ég manninn. Hvaða mann? Bara mann, ég veit ekki hvað hann Iieitir, hann sat einn, og mig langaði svo að tala við hann, ég settist hjá honum, og hann sagði mér frá bók sem hann var að Iesa, iuin var um fiska, honiim fannst hún merkileg, svo stóð hann upp og fór, ég var næstum farín að gráta. Af hverju? Af því mig langaði svo að tala við hann, en hann hafði ekki tíma, hann bara fór, og þá fór ég líka. Hvert fórstu? Ét, ég veit það varla, ég þvældist um, mig langaði svo að snerta einhvern, tala við einlivern. Leið þér ilia? Kg veit það ekki, livernig líður manni, þegar allt inni í manni titorar af fögniiði, sem mann langar að gefa einhverjum, en enginn vill. Ég sá bara andlit við andlit, fitug, hrein, frosin, brosandi, þjóta áfram í kapphlaupi við tímann og krónuna. Mig langaði svo að segja þeim að hægja á sér, horfa á lífið og taia við mig. Af hverju komstu ekki upp í skóla til min? Ég ætlaði að koma, en þá hitti ég strákinn og \ið fórnm að tala saman. livi hvað töluðuð þið? Vm allt, hann spurði og spurði, og ég reyndi að svara. Hann spurði hvort ég tryði á Jesúm, og ég sagði já, þá vildi hann vita af hverju. Ég sagði honum að ég tryði á allt fallegt, og mér fyndist ævintýrið um Jesúm og vini hans fallegt, auk þess fyndi ég Jesúm í öilum vinum miniim. Þá spurði liann hvort vinir mínir gætu gert kraftaverk eins og Jesús. Hverju svaraðir þú? Ég sagði að ég tryði ekki á kraftaverk. Hvers vegna skrökvaðir þú að honum? Af því, hvernig liefði ég átt að útskýra fyrir honiim, að ég tryði ekki á Jesúm sem guðlega veru, og að mér fyndist Biblían vera stórt ævintýri, alveg eins og Lína Langsokkur er ævintýri. Hann liefði ekki skilið mig. Kannski trúir hau á Jesúm, eins og Biblían segir að hann hafi verið. Ég vildi ekki skemma neitt. Ég skil þig, töluðuð þið meira sanian? Já, við töluðum um lífið og dauðann. Ég spnrði hvort hann vissi hvernig líf yrði tU, hann líkti þvi við vél, sem kveikt og slökkt er á til skiptis. Svo tók liann upp blóm og gaf mér, og hvarf. Þá fór ég hingað aftur og þú komst. Ég vildi að þú þyrftir ekki að fara í skólann, þá gsetum við íarið sanian að skoða lifið, þvi það er svo vont að skoða það einn. Já, auðvitað væri gaman að liætta þessn striti, og leika sér allan daginn, það er bara ekki hægt. Nei. Ég er að læra til að geta séð vcl fyrir okkur. •ðá. Hvað ætlaðir þú að segja mér I morgun, þú sagðir að það væri sérstakur dagur í dag. Hvað meintir þú? Það er sérstakur dagur í dag. Veíztu hvað er inrai í maganum á mér? Ég skil þig ekki kjáninn minn. Það er lítið lif, lítið barn sem er inni í honum. Þitt og mitt. Ertu að seg.ja satt? Já, er það slæmt? Nei, það er bara svo undarlegt, ég skil það ekki alveg. Ekki ég heldur, og samt er ég búin að vita það í heilan dag. Ég er svo þreytt, af því það var svo erfitt að vita þetta ein. Viltu segja mér sögu? Hvernig sögu? Bara einhvem vegina sögu. Já, einu sinni var strákur, sem átti nokkrar bækur og fullt af diaiimum, sem hann hélt að aldrei yrðu að raunveruleika, en þá hitti hann álfasteipu, sem sagðist geta galdrað. Hann bað hana að galdra hús, og hún gerði það. Hann hað hana að galdra strönd, og hún gerði það. Svo bað hann hana að galdra perln handa sér, en hún sagðist ekki geta það, því þær la-gju á liafsbotni, og þess vegna svo erfitt að nálgast þær, en hún ætlaði að reyna. Tíminn leið, og strákurinn hætti að hugsa um perluna, svo hvarf álfastelpan einn daginn, og þegar hún koni heini aftur hafði hún perluna, og gaf stráknum. Hann varð svo glaöur að hann gat ekki sagt neitt, þau stóðn bara saman og liorfðu á perluna, hann þakklátur og bæði lánægð. Er hún búin? Kkkert frekar, langar þig að Iieyra nieira? Ég held ekki, því ég skil hana eins og hún er. Þakka þér fyrir blómálfnr, og góða nótt. Góða nótt, álfastelpan min. 11. júni 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.