Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 15
Lífsreynslan verður stærsti ávinningurinn Frainh. af bls. 6 ur víst valdið heilaskemmdum. Þar fyrir utan eru hér í Malmö svokallaðir „knarkarar" eða eiturlyfjaneytendur sem tals- vert verður vart við á ákveðn- um stað í bænum, einkum eftir að hlýna tekur á vorin. Hafdís: — 1 fyrstu bar tals- vert á því meðal Islend- inganna sem fluttust hingað, að þeir vildu ekki fullkomlega semja sig að hérlendum siðum, einkum í sambandi við matar- æði. Þeir vildu taka Island með sér hingað, eða að minnsta kasti matinn. Af því leiddi, að hingað gengu stanzlausar send ingar á hangikjöti og saltkjöti og jafnvel saltfiski. Ég veit ekki hvort þeir hafa verið svona vanir að borða saltfisk á iaugardögum, að helgin hafi kannski orðið þeim ónýt ella; að minnsta kosti var mikið til- stand að koma þessum matar- sendingum hingað og spaugi- legt að fylgjast með því. Menn lögðu á sig að fara héðan til Kaupmannahafnar til að sitja fyrir Gullfossi, þegar hann kæmi. Þá voru ef til vill með skipinu einhverjir farþeg- ar, sem höfðu verið beðnir fyr ir matarsendingar, en það var mikið um mistök og sending- arnar vildu misfarast. Einu sinni urðu til dæmis mistök með stóra sendingu af rollu- beti, sem lenti óvart inni á skrif stofu hjá Flugfélagi Islands og var þar i hitanum í lengri tíma, enda var rollan orðin dragúldin, þegar eigandinn hafði upp á henni. Kristján: —- Ég held að það sé verst hér, hvað fólk hefur lítinn félagsskap en aftur á móti hefur það augljósa kosti, hversu það er auðvelt að ferðast héðan í ýmsar átt- ir, einkum þegar maður hefur bíl. Mér finnst líka talsverður kostur í þvi að stað- greiða skattana. 1 fyrstu rák- um við okkur heiftarlega á, vegna þess að kaupinu var eytt of fljótt; það var erfitt að láta aurana endast til næstu útborgunar eftir 14 daga. Og það var enginn möguleiki á aukatekjum, þótt pyngjan væri tóm. Hér verður maður að læra að lifa þannig að kaup- ið endist og maður sættir sig alveg við það. Hér sækj- ast menn eftir frístundum og meta þær mjög mikils. Hafdís: — Okkur fannst ein manalegt á fyrstu jólunum hér í Malmö. Við vorum bara ein með okkar jól; það var afskap- lega rólegt og gott og notalegt, en við söknuðum kunningj- anna að heiman. Ég held líka að konurnar hafi öllu meir orð ið varar við þessa tilfinningu. öðru hverju finnst mér, að ég sé mjög einangruð. Dagurinn er langur og maður bíður bara eftir því að maðurinn komi heim. Það kemur svo margt nýtt til skjalanna héma, og nokkur hjónabönd hafa brost- ið vegna þess. Stundum átti að bjarga hjónabandi heima með þvi að flytjast í nýtt og framandi umhverfi, en fólkið hafði af eðlilegum ástæðum ekki hugmynd um, að hér revnir einmitt ennþá meir á hjónabandið. I>essi Islendinga- hópur hefur verið talsvert mis- lit hjörð og ég býst við að flestir eigi það sameigin- legt að hafa ekki haft mikinn fjárhagslegan ávinning af för- inni. Það er bæði erfitt og dýrt að flytjast búferlum í annað land og þegar við flytj- umst heim, verður lífsreynslan stærsti ávinningurinn. Vísindi og trú Framh. af bls. 10 ályktað um vitund út frá sams konar hliðstæðu. Mér sýnist þess vegna, að hið eina sem við getum sagt um eðli heimsins utan við manninn sjédfan sé, að því fylgir ekki innhverf skynj- un í neinum mannlegum skiln- ingi, og mætti í rauninni not- ast við þetta sem eins konar skilgreiningu á „efni“. Ef reyna skal að gera sér eitt- hvað meira í hugarlund um hvað það sé i sjálfu sér, sem mig grunar að jafnvel eðlis- fræðingur geti trauðlega látið vera, þá fellst ég á, að nátt- úrlegast gæti verið að ímynda sér það sem hugsun eða skynjun einhvers anda (ef til vill alheimsandans), af þvi' að þetta er hliðstæða við veru- leika sem við þekkjum af eig- in reynd, þar sem hins vegar hugtakið efni sem mótsetning við anda þýðir tilgáta um aðra veruleikategund, sem við þekkjum ekki, og getum ekki þekkt, á hinn sama beina hátt. Hin hugræna túlkun hefur þess vegna Vissa yfirburði, þó að aðrar langsóttari tilgátur séu mögulegar. Að sjálfsögðu geri ég mér ljóst, að allar þessar vanga- veltur heyra frumspekinni til og koma eðlisfræðinni ekki mikið við, en frá mínum bæj- ardyrum séð er það eitt hið þýðingarmesta hlutverk vís- indalegrar þekkingarfræði, að láta ekki við það sitja, að ákveða takmarkanir eðlis- vísindanna, heldur einnig að örva hugsun mannsins til að lyfta vængjum til flugs út fyr- ir þær takmarkanir. Ef fallizt er á þá niðurstöðu, að öll grundvallarlögmál og staðlar eðlisfræðinnar séu huglæg, — er þá nauðsynlegt fyrir þvi að gera ráð fyrir, að þau séu algerlega og eingöngu huglæg? Mannshugurinn og skynfæri hans eru hlutar tilverunnar, og er það ekki hugsanlegt, jafnvel sennilegt, að þetta sé að svo miklu leyti úr garði gert I samræmi við aðra hluta tilverunnar, að eitthvað hlutlægt samsvari hugsunarformum okkar? Að visu er ljóst, að slíik samsvör- un mundi aðeins gilda að nokkru ieyti, þar sem gera verður ráð fyrir að djúp til- verunnar séu langtum stórfeng legri en svo, að mann- legur máttur geti kafað þau, en þó gæfci verið einhvers konar samsvörun. Kann að vera að ekki sé hægt að ganga úr skugga um þetta með að- ferðum eðlisfræðinnar, að mað- urinn geti eikki náð svo langt út fyrir huglægar takmarkanir sínar. En þótt það verði þá trúaratriði aðeins, er það ekki eðlileg trú? Mér leikur hugur á að vita, hvort sú niðurstaða yðar, að grundvallarlögmál og staðla náttúrunnar sé hægt að finna fyrirfram, á þekkingarfræðileg- um forsendum („með útreikn- ingi“) hefur fengið jákvæðar undirtektir eðlisfræðinga al- mennt. Stærðfræðiþekking mín nægir ekki til þess að ég geti myndað mér sjálfstæða skoð- un um þetta efni, en mikilvægi slíkrar fræðisetningar hlýt- ur að liggja hverjum hugsandi manni í augum uppi. Að lokum vil ég færa yður þakkir fyrir bókina. Hún hef- ur fært mér aukna þekkingu, uppörvun til eigin umhugsun- ar, og mikla ánægju. Virðingarfyllst, Yngvi Jóhannesson. OBSERVATOKY, CAMBKIDGE. Feb. 5, 194S Dear Mr. Johannesson It was a pleasure to receive your letter. I quite agree with tlie state- ment of the philosoph tha you give. You ask whether the fundament- al laws and constants are exclusi- vely subjective. I think it turns a great deal on whether the forms of thouglit that I enumerated are „necessities of thought“ or merely habits. I do not think they can be considered absolut necessities. However, all I really meant to say is that when we consider experience as a relation between the subject (the indivúdual consei- ous mind) and an object (which may also be ,,mind-stuff“), tliese laws are furnished by the subject- end of the relation. From another point of view conscious mind is tlie most ,,objective“ thing we know. I am afraid I cannot say that my derivation of the fundamental constants lias been accepted by pliysicists in general. They move slowly, and rather like sheep foll- owingr fashions. But is is only a question of time. Lately the observational determinations of the constants have become very mucli more accurate; and thf new vralues confirm my calculated values completely. Yours sincerely, A. S. Eddington. Þýðing á bréfi Eddingtons: Observatory, Gambridge. 5. febrúar 1943. Kæri herra Jóhannesson, Það var skemmtilegt að bréf yðar. Ég fellst alveg á greinargerð yðar um heim- spekina (í bókinni). Þér spyrjið hvort grnndvall- arlögmái og staðlar séu ein- göngu liuglæg. Ég held að það velti mjög á þ\í, livort hugsunarform þau, sem ég taldi upp, eru „hugsunarnauð- syn“ eða bara venjur. Ég held ekki að liægt sé að álíta þau algera nauðsyn. En hvað sem því liður, þá var allt sem ég vildi í rauninni sagt hafa, að þegar við lítmn á reynsluna sem snertingu sjálfsins (meðvit aðs liuga) og hlutarins (sem líka gæti verið „andlegt efni“), þá er það af hálfu sjálfsins sem þessi lögmál koma fram. Frá öðru sjónarmiði er meðvit- aður hugur hið „hlutlægasta“ sem við þekkjum. Ég er hræddur um að ég geti ekki sagt, að aðferð mín til rakningar á grundvallarstöði- um náttúrunnar hafi hlotið já- kvæðar undirtektir eðlisfræð- inga ahnennt. Þeir fara sér hægt, feta dálitið sauðarlegir í fótspor tizkunnar. En það er aðeins tímaspursmál. f seinni tíð eru ákvarðanir staðl- anna út frá athiigunum orðn- ar miklu nákvæmari, og ný giidi Jieirra staðfesta algerlega útreiknuðu giidin hjá mér. Yðar einlægur, A. S. Eddington. Skoðanir þessara tveggja vísindamanna (og margra ann- arra) benda til þess, að trúar- brögðum i almennum skilningi muni ekki mikil hætta búin vegna árása af visindanna hálfu. (Ef til vill meiri hætta um stund, ef voldugir stjórn- málaflokkar hafa útrýmingu trúarbragða á stefnuskrá sinni?) Hitt virðist þó Ijóst, að vís- indaandi nútímans stuðlar að því, að losa um fastatök margra (ef til vill flestra) ákveðinna trúarsetninga, svo að þeir verða æ fleiri, sem geta tekið undir með Grími Thomsen: „Hvort Búddhas þessi, heiðnum hinn hallaðist kreddum að, þriðji kenndist við kóraninn, kemur í sama stað; hið sanna ef hann aðeins vill, eins er hann veikominn; mörg kristins villa manns var iU, en minni vorkunnin.“ Og um leið gera þeir sér grein fyrir þvi, að al- mætti guðs er ekki fólg- ið í því, að hann geti hvað sem er, heldur í þvi, að hann getur (og gerir) það sem er. Menn verða að hafa þá trú, ef þeir geta, sem sættir þá við stað- reynd veruleikans. Ef til vill var ofurlítið van- sagt hér að framan um trúar- afstöðu Einsteins: Þó að ekki sé gert ráð fyrir öðru lífi ein- staklingsvitundarinnar en þessu hér, þá heldur siðgæði og háleitt hugsjónalíf að sjálf sögðu gildi sinu fyrir mann- inn, á meðan að hann lifir þvi. Og samúð hans og kærleiksþel mun ekki aðéins beinast að samtíð hans, heldur einnig að óbornum kynslóðum, sem eru hold af hans holdi og sál af hans sál, þótt hann fái þá aldrei að kynnast þeim per- sónulega. Hitt er jafnsatt, að trúin á ódauðleikann, ef hægt er að hafa hana, eykur stór- kostlega gildi allra verðmæta. En að geta komizt af án henn- ar án þess að minnka að mann- göfgi — útheimtir það ekki i raun og veru meira hugrekki og minni sjálfselsku? Menn henda stundum gaman að þvi, að verið sé að nefna fræga menn eða vitna til þeirra til stuðnings ákveðnum skoðunum eða viðhorfum: „Annax eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lýgi.“ Og hví skyldu menn ekki gera að gamni sínu? En að slepptu gamni, getur verið forvitnilegt að kynnast hugs- unum viturra manna (a.m.k. ef maður þykist þeim ekki jafn- snjall!) jafnvel um óræða hluti. Ég ætla að bæta hér við í greinarlok nokkrum orðum eftir ameriska stjörnufræðing- inn Harlow Shapley (A.J.P. apr. 1963): „Ég kann að búa yfir mein- loku eða vera haldinn blekking um of mannlegra sjónarmiða, en ég get ekki varizt þeirri tll«j finningu, að mannsandinn og { forvitni hans hafi sérstaka i þýðingu í þessari veröld —«I e.t.v. jafnvel í veröld jarðsögu« tímalengda og himingei>ms« ins. Á grundvel'li þessarar, hugmyndar (eða blekkingar),- að andinn sé hið verðmætasta í oss og yfirleitt í hinni líf- rænu þróun, get ég ekki (og þér ekki heldur!) varizt þeirri tilfinningu, að á oss hvíti skylda að gera veg mannsand- ans sem mestan, láta sig jafn- vel dreyma um, að hann eigi eftir að þroskast í einhverja veru, sem er hátt hafin yfir i*í frumstæðu vöðvastjórn og skynjanaskráningu, sem vér byrjuðum á.“ Flöskjubréf úr fangelsi Framh. af bls. 3 veitt þeim afsvar. Um nábtmál fór ég að bera á mér handlegg inn og biða þeirra. Eftir nokkra daga höfðu þær van- izt mér og voru ekki lengur hræddar. Nú komu þær til min, ódulið og hiklaust. Þetta traust er nokkuð, sem ég stend í þakkarskuld fyrir. Svo vair þeim fyrir að þakka, að heim- urinn var ekki lengur neinn rannsóknarréttarsalur. En svo var ég fluttur í annað fangelsi einn daginn. Ég sá aldrei flug urnar mínar framar. Þannig er um við sviptir vinum okkar í hinum tilfinningalausa heimi fangelsanna. En maður heldur samt áfram að hugsa um þá — oft. — 12 — Á þessum mánuðum, sem ég var til yfirheyrslu, aleinn frammi fyrir þessum mönnum með margföld augu eins og kónguló — og tilfinningar kóngulóar — var það eitt kvöld, að lögregluþjónninn, sem var á verði, brosti til mín. Og samstundis var hann orð- inn að öllum mönnum í minum augum. Fjórum mánuðum síðar, þegar útsendari frá Alþjóða Rauða krossinum, kom inn í klefann til mín, sá ég enn einu sinni alla menn vingjarnlega á svipinn. Þegar ég svo loks var settur I klefa með öðrum fanga, og hann fór að tala við mig um það sem honum þótti vænst um í Mfinu — siglingar og fiskibáta — varð einnig þessi maður að öllum mönnum i minum augum. Það er því satt, að þær aðstæður eru til þegar hver og einn okkar er orð inn fulltrúi fyrir allt mann- kynið. Og eins er það með WÖ3 in þau arna, ég hef falið þau einum veslings ítölskum fanga, sem hefur verið gefinn laus og er fús til að reyna að smygla þeim út fyrir mig. Með hans hjálp vona ég, að þau komist að lokum til ykkar. Einnig þessi maður er altir menn í mín um augum. En nú er vist timi til kominn að slá botn I þetta. Ég hef lyft hendi og gefið merki. Og þá erum við til. Við hérna í fangelsinu og þtð þarna úti, sem fylgið okkur a« málum. Þvi segi ég: Astkæra, frelsi. 11. jú ní 1972 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.