Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1972, Blaðsíða 14
Richard Beck í fylgd með fuglum vorsins Með fuglum vors ég vegu bláa flýg, á vígða moldu ættarjarðar stíg; þar morgunblærinn mildur strýkur vanga og minningarnar líkt og rósir anga. Með klökkum huga geng ég feðragrund, sem gróðurmætti nærði unga lund; þar fyrstu draumar festu sterkar rætur, þeir fylgja mér á veg til hinztu nætur. Ég beygi kné við bernsku minnar vé, úr bylgjum langrar ævi rísa sé í endurskini æskudaga myndir, sem yndi voru mér og þroskalindir. Þær minningarnar enn mér yngja hug og anda mínum vekja hærra flug. Mér ævikvöldið sveipast árdagsljóma, í eyrum mínum vorsins söngvar hljóma. varð algert sáíuhjálparatriði, Jafnvel Ólafur Ketilssom lét skjTiast. Síðan korri'U hraðtoraut ir á dagskrá og hvað verður? Hraðhrautin til Suðurlanids er lögð yfir Hellisheiði, færð úr lautumum upp á börðin og á miýjum stað niðiur Kamba. Þrengslavegur verðiur að hiái'f- gerðri heimreið fyrir Þorláks- höfn og huigmyndim um veg yf- ir Ölfusforir leiðinlegur di'aumur, sem á að gleymast. NÝ LEIÐ í MIKILLI SNJÖAKISTU Annað dæmi er Þingmamna- heiði, sem var orðin líklegast einn illræmdasti vegarkafli landsins, en hvers vegna? Ein- ungis vegna þess að hinni frum stæðu fjallaslóð, sem harðdug- legir frumherjar brutust fyrst yfir, var enginn sómi sýndur, öllum endurbótum og viðhaldi haldið í algjöru lágmarki og því fór sem fór. Nú er þessi leið aflögð en í staðinn kom- in krókaleið meðfram sjónum, um 25 km lengri, en sú auka lengd gæti þó borgað sig ef hinni nýju leið fýligdi einhver verulegur ávimmingur, eims O'g t.d. minmi snjóþyngsli á vetrum. Þvi miður er nú vlst ekki því iáni að fagna, þvi að ölJum fcunmugum ber saman um að einmitt á þeirri leið séu hroðalegar snjóakistur. Ég get tekið undir þeirra orð af eigin sjóm. Ég fór þessa leið um mánaðamótin júlí-ágúst fyrir þremur árum siðan og þá sást hvergi skafl uppi á Þimgmanna heiði. En niðri við sjó í Vatt- arfirði gat að líta tveggja m hátt snjóstál, sem líkleg- ast hefur aldrei náð að bráðma það sumarið og þetta virðist vissulega benda til þess, að vel upphækkaður vegur yfi'r heið- ima hefði verið betri laiusn. Að lakum vil ég svo aðeins minnast á hina hörðu baráttu Jóns J. Fannberigs kaupmanns fyrir vegi um hálendi Vest- fjarða sunnan Isafjarðardjúps í staðinn fyrir að þræða óra- langa og erfiða leið, inn fyrir firði og út um nes með gífur- legum stofnkostnaði, mikl- um viðhaldskostnaði að ógleymdum kostnaðinum við að hai'da leiðimni opimni á vetr- um. Vegna ókunnugleika get ég engan dóm iagt á þessa deilu, en finnst þó, að Jón hafi mikið til síns tnáls, a.m.k. mætti hver kílómetri af þess- um margfalt styttri hálendis- vegi kosta svimandi upphæð áður en kostnaðurinn slæði i jöfmu. VEGUR UM ÖXI ER SJÁLFSAGÐIJR HLUTUR Að öllu þessu athuguðu tel ég ekkert áhorfsmál að leggja veginn suður Öxi, hann mun hvergi liggja hærra en nú verandi vegur yfir Breiðdals- heiði en hálendishluti hans er töluvert lengri, en ég endurtek aðeins, mikið má hver kilómetri kosta til að lagning hans svari ekki kostnaði. Um leiði'na sem eftir er er fátt eitt að segja nema þá helzt Lónsheiði. Vegurinn yfir hana er heldur erfiður og brattinn á honum niður af heiðinni að vestan meiri en ætti að vera. Heyrt hefi ég umtal um nýjan veg meðfram sjónum frá Álfta- firði i Lón, fyrir Austarahorn. Sú vegarlagning yrði dýr og erfið þvi að verulegar torfær- ur eru á þeirri leið, t.d. snar- brattar lausaskriður og einn- ig myndi sá vegur verða tölu vert lengri. Það er því augljóst, að miklu má eyða í lagfæringar og jafnvel til- færslu á veginum yfir heiðina svo að það ekki svari kostnaði. Vestan Hornafjarðar er svo að segja allur vegurinn nýlagður en þar koma jökulfljótin til skjalanna og ekki ótrúlegt að þau geti reynzt þessum manna verkum skeimuhætt, ég tala nú ekki um ef jöklarnir tækju upp á þeim ósið að skríða fram aftur. Þunga þeirra jötna fá engin mannaverk staðizt. Ennþá hamrammari eru þó þau náttúruöfl, sem leyn- ast undir jöklunum, eldgos úr iðrum jarðar. Slík fyrir- bæri eru alger séreign okkar Islendinga og við getum alls ekkert að gert, aðeins vonað að Grímsvatnahlaup hagi sér álíka skikkanlega og það síð- asta, og að skessan Katla fari að lýjast á sinni áráttu. Um Suðurlandsundirlendð hefi ég lítið að segja nema þá helzt það, að skelfing væri gott að koma þjóðveginum af aðal- götu Selfosskauptúns. Þessari löngu ferð er þá lok- ið en hún reyndist dálítið taf- söm, því að á ýmsum stöðum voru tækifærin notuð til að leiða fram þau atriði, sem ég tel að umbóta þurfi með og benda á leiðir til þess. Leik- mannsþankar eru þetta að vísu en þó byggðir á all nán- um kynnum á vegakerfi lands- ins eftir að hafa feirðazt um það i yfir tvo áratugi og einn- ig skapað mér aðstöðu til við- miðunar við vegi annarra landa með mörgum ferða- lögum erlendis. Ég hefi fylgzt af mikilli ánægju með þeim miklu framkvæmdum og um- bótum, sem gerðar hafa verið á þjóðvegum landsins á þessum árum og tel að yfirgnæf- andi meiri hluti þeirra hafi stefnt i rétta átt. Ég minntist á það í upphafi þessa máls, að Islendingar hefðu mikla hneigð til að setja út á hvað eina sem gert er, að sjá ílís- ina í auga bróðúrins. Ég ætla að vona að ég hafi ekki syngdað um of í þá átt í þessari grein minni og eitt get ég fullyrt, að hvað eina, sem ég legg til þessa máls, sem er oklcur Is- lendingum öllum svo afar mik- ilvægt, er gert í þeirri ein- lægu von, að það megi verða til einhvers góðs og einnig í þeirri fullvissu, að raddir al- mennings þurfa að heyrast og eiga fullan rétt á sér séu þær bornar uppi af þeim hvötum. Takmarkið er að komast heim Framh. af bls. 4 Ingveldur: — Það er líka dá- lítið skrýtið, hvað þeim finnst fréttnæmt frá Islandi. Ef eitt- hvað á sér stað þar, sem okkur finnst að skipti máli, þá er ekki minnzt á það. Ég held til dæmis, að lítið hafi verið minnzt á stjórnarskiptin síðast. Aftur á móti var hundamálið blásið upp og gert að stórmáli. — Nýlega las ég í blaða- grein, að sænskir læknar þættu einstaklega kaldlyndir og tilfinningalaiisir og það svo, að eidri starfsbræðrum þeirra Iiafi blöskrað. Hver er reynsla þín, Haraldur? Haraldur: — Sænskir lækn- ar eru upp og ofan eins og aðr- ir menn og ég held að þetta séu ýkjur. Hinsvegar felst í þessu dálitið sannleikskom, en það er ekki læknunum að kenna heldur kerfinu. Það kostar sjúkling sama og ekkert að leita læknis á læknamiðstöð, en þar verða hlutirnir að ganga mjög greiðlega og lækn irinn hefur mjög lítinn tíma til að sinna hverjum sjúklingi. Menn segja að læknisþjónust- an hafi stórversnað eftir að þetta nýja kerfi var tekið upp. Það var gert í nafni velferðar- innar, en svo virðist sem það mannlega hafi gleymzt. Ingveldur: — Við búum hér í góðu og rólagu hverfi, en það hefur verið mikii afbrota- alda. Fólki er ráðlagt að læsa húsum sínum, en gæta þess hinsvegar að læsa ekki hirzl- um innanhúss. Það vill verða til þess að innbrotsþjófar brjóta hlutina og valda miklu tjóni. Það var brotizt inn hjá okkur í sumar, þegar við vor- um ekki heima. Síðar kom í ljós, að það voru einhverjir vandræðaunglingar af hæli í Uppsölum. Þeir komust inn í húsið og brutu upp skrifborð Haraids. En þeir oliu engu tjóni. Svo skildu þeir húsið eftir opið og það var hreinasta mildi, að fleiri komu ekki í kjöl- farið. Haraldur: — Já, það er margt að hér og margt gagn- rýnt. En við bjuggum líka í Bandarikjunum og það var miklu verra. Verstur var ótt- inn við að ráðizt yrði á mann. Ég fór til dæmis aldrei einsam- all út á kvöldin; það var talið óráðlegt. Ingveldur: — Það er alveg rétt og við þesskonar líf er ekki hægt að una. En sumir segja, að óðfluga stefni í þessa átt hér. Það er lika oft spurt þeirrar spurningar hér í Sví- þjóð, hversvegna fólk sé að læra og taka á sig ábyrgð. Svo virðist sem þeir menn, er leggja á sig langt nám og ábyrgð séu ótrúlega lítið bet- ur settir. Þeir, sem hafa laun neðan við ákveðið mark, geta í staðinn fengið allskonar styrki, sósíalhjálp, húsnæðis- styrk og þar fram eftir götun- um. — Verður langt að fara á sjúkrahúsið, þar sem þú ert ráðinn ylirlæknir, Haraldur? Haraidur: — Nei, það eru um 5 eða 6 km. — Og ekkert erfitt að vinna ineð sænsku koiiegiiniim? — Haraldtir: —■ Alls ekki. Til dæmis er það ekki til hér að vinnufélagar þérist. Þegar ég kom á Karolinska sjúkra- húsið, gekk prófessorinn til mín og sagði: „Ég heiti Sven.“ Aftur á móti vann ég fyrr á árum um tíma i Danmörku og þar var allt miklu stífara og mikið þéringafargan. — I>ú ert sérfræðingur í mörgum sjúkdómum? Ilaraldiir: —• 1 húðsjúkdóm- um, kynsjúkdómum, atvinnu- húðsjúkdómum og ofnæmissjúk dómum. —Er ekki mikið imi atvinnu- sjúkdóma í iðnaðarlandi? — Haraldur: — Jú, það fylgir iðnaðinum. — En er einhver atvinnn- sjúkdómur, seni leggst á lækna? Ilaraidur: —- Það væri þá helzt streita, þeir vinna undir miklu álagi. — Streitan hefur samt ekki fengið á þig ennþjá? — Haraldur: — Maður veit það ekki. Hinsvegar lenti ég I þvi í fyrra að liggja í lengri tíma rúmfastur á spítalan- um. Ég fékk gamaflækju upp úr þurru ef svo mætti segja; varð að gangast undir upp- skurði og svo hljóp blóðeitrun í allt saman. Ingveldur: — Það er svona þegar læknir veikist. Þá ætla svo margir að gera svo mikið en árangurinn vorður ekki eins oig til var ætlazt. — En er ekki á dagskrá að koma einhverntíma heirn? Ingveldur: — Það hefur allt af verið á dagskrá að komast heim og vonandi hefst það ein hverntíma. Við erum alls ekki orðin sænsk. Við tölum alltaf íslenzku saman hér á heimil- inu. Litlu börnin eru mjög lítið farin að umgangast jafnaldra sína og sú yngsta talar þar af leiðandi ekki sænsku. Við ger- um okkur grein fyrir, að margt verður breytt heima, þegar sú stund rennur upp, að við get- um flutt. Maður týnir kunningj unum til dæmis. En samt sem áður er takmarkið að komast heim. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.