Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Page 3
Matthías Johannessen SKIPHLAÐIN DRAUMUM Fyrri hluti Ef vel hefði átt að vera hefði þurft að birta fleiri ljóð eftir hvert skáid en hér er gert. En ég hef fremur kosið að kynna eitt, tvö eða þrjú ljóð eftir mörg skáid sem vakið hafa at- hygli mína, en mörg ljóð eftir fá skáld. Engin tök eru á að f jalla um hvert skáld fyrir sig, eins og nauðsynlegt hefði verið, í svo stuttu og raunar tilvilj- anakenndu yfirliti sem þessu. Á það ska'l aftur á móti bent að margt 'hefur verið vel rit- að og af skilningi um þýzka nútímaljóðlist og höfunda hennar og vil ég aðeins benda á „Die deutsche Lyrik der Gegenwart“ (1945—1970), eftir Otto Knörrich og ritgerð Manfred Durzak „Die deut- sche Literatur" í ritinu „Mod- erne Weltliteratur". Báðar komu þessar bækur út á for- lagi Alfred Kröner, Stuttgart, hin fyrri 1971, hin síðari 1972. Aftast í ritverki Knörrich er vitnað í fjölda verka um þýzk- ar bókmenntir, gagnleg ábend- ing þeim sem vi'lja kynna sér nánar þennan fjölskrúðuga gróður sem nefnist: þýzk nú- tímaljóðlist. Ábendingarnar um ritverk um þýzka ljóðlist nefnir Knörrich „.Ailgemeine Literatur und Dokumente zur Lyrischen, Moderne und zur Deutschen Lyrik nach 1945“ og eru þar talin upp um hundr að verk, nokkur á ensku. Rit- safn Alfred Kröner forlagsins í Stuttgart gefur bæði ritin út, en ritsöfn þess um bókmennt- ir eru einstæð i sinni röð og yfirgripsmikil. Umræðu- og yf- irlitisverk Jóhanns Hjálmars- sonar og Erlends Jónssonar um íslenzkar bókmenntir síðustu áratuga gætu orðið vísir að slíkum ritflokki heima. Kröner hefur ekki gleymt íslenzkum bókmenntum nú á dögum. Wilhelm Friese skrifar bókina „Nordische Literaturen im 20. Jahrhundert" og er þar m.a. fjallað af skilningi og fágætri réttsýni um íslenzkar bók- menntir. Friese, segir á bókar- kápu, lagði stund á ensku, þýzku og riorrænu við háskól- ana í Jena, Berlin og Greifs- wald. Hann er fæddur 1924. Hann les íslenzku og hef- ur m.a. skrifað um Halldór Laxness í sérútgáfu Scandinavica, sem út kom ekki alls fyrir löngu 1 tilefni aí sjö- tugsafmæli skáldsins. Friese er háskólakennari. —★— Svo sundurleitur er hópur- inn sem hér verður minnzt á að enigin tö'k eru á að gera honum nein skil í svo stutt- um inngangi sem þessum. Auk þess hef ég meiri áhuga á að láta ljóðin tala, en ræða um þau ítarlega. En nokkur atriði er samt nauðsynlegt að taka fram: Fyrstan skal frægan telja Paul Celan sem „Die Zeit“ nefndi í forystusveit þýzkra ljóðskálda, þar til hann lézt 1970 í Paris, eins og Paul Celan drepið var á í greininni um Peter Huchel og Gúnter Eich hér í Lesbók. Celan fæddist 1920 í Czernowitz og varð fyrst þekktur fyrir bókina „Mohn und Gedachtnis", 1952. Celan Iærði af frönsku symból istunum og súrrealistunum. Hann þýddi ljóð eftir Rim- baud og Valéry á þýzku. Celan sagði einhverju sinni: „iLjóðið er eiinmana." Kemur þetta heim og saman við titil fjórðu ljóðabókar hans, „Sprachgitter", 1959. „Sprach- gitter“ („talrimíar", sbr. fang- elsisrimlar) voru þeir örlitlu gluggar nefndir í miðalda- klaustrunum, þar sem nunnurn ar gátu talað við umheiminn. Með þessu bókarheiti vill höf- undur minna á, hversu erfitt er að komast í samband við veru- leikann með tunguna eina að tæki. Milli hennar og „um- heiimsinis" eru þessir „talriml- ar". Skáldið er eins og mið- aldanunna sem situr í klaustri sínu ,og hvíslar út um glugg- ann. Betur er ekki hægt að lýsa Celan og verkum hans. Hann leit svo á að súrrealism- inn væri „gullgerðarlist ljóðs og ástar og muni halda fram- tíðinni opinni fyrir okkur“. En Celan var líka með hug- ann við Auschwitz eins og mörg skáld önnur á vor- um dögum: „Hinir dauðu hjá Celan eru þeir sem dóu í Auischwitz," hefur verið sagt. Og dauðinn var honum ónæð- Framli. á bls. 4 T3 V A C Q 03 flí fí C cð £ 0 |“5 Œ eð oá Paul Celan: Að degi til Héraskinnshimiim. Enn skrifar stór vængur greinilega. Einnig ég, minnstu þess fugl, kom eins og trana. Ingeborg Bachmanm Sálmar, brot Hversu allt er hégómlegt. Dansi borgin hingað lyfti þér úr dufti þessarar borgar, taktu við embætti og láttu sem þú komist hjá að afhjúpast. Efndu loforð þín frammi fyrir móðuspegli i loftinu, frammi fyrir lokuðum dyrum í vindinum. Óreyndir eru brattir vegir himinveggjarins. Skuggi, rósir Undir framandi himni skuggar rósir, skuggar á framandi jörð milli rósa og skugga í framandi vatni skuggi minn. Hans Magnus Enzensberger: eldhúsmiði iðjulaus síðdegis, sé ég í húsi mínu gegnum opnar eldhúsdyrnar mjólkurkönnu laukbretti kattardisk. á borðinu símskeyti ég hef ekki lesið það. i safni i amsterdam sá ég á gamaJIi mynd gegnum opnar eldhúsdyrnar mjólkurkönnu brauðkörfu kattardisk. á borðinu bréf ég hef ekki lesið það. í sumarhúsi við moskvu sá ég fyrir fáum vikum gegnum opnar eldhúsdyrnar brauðkörfu laukbretti kattardisk. á borðinu dagblaðið. ég hef ekki lesið það. 1) Upphaflegra voru erindin fjöirur, en Enzensberger hefur sleppt siðasta erindinu í endurprentun og er farið eftir því hér. 1 fjórða erindinu var breytt um tón: Ljóðið ffert „póli- tiskt“, m.a. talað um „stéttabar- áttu“, stríð, gieymda mjólk, tár á laukbrettinu o.s.frv. Einfaldleiki ljóösins nýtur sín betur i núverandi gerð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.