Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Qupperneq 6
Gunnlaugur Guðbrandsson Briem
sýslumaður
1773 - 13. janúar - 1973
r
’kmnmrn
VRf\ BRJpRSlifíiI \
sem sneri sér að lögfræði og
varð ættfaðir Briem-ættarinnar
Eftir Sigurð Líndal
Hér verður nokkuð
sagt frá Gunnlaugi
Briem (1773-1834)
sýslumanni að Grund
í Eyjafirði af því til-
efni, að þann 13.
janúar síðastliðinn
voru liðin 200 ár frá
fæðingu hans. Ævi
hans var á ýmsan hátt
merkileg. Hann byrj-
aði feril sinn með list-
námi og starfaði um
stutt skeið sem
myndhöggvari. Meg-
in ævistarf hans er
þó bundið við bú-
sýslu og embættis-
störf. Kunnastur er
hann þó e.t.v. sem
einn mesti ættfaðir á
íslandi á síðari öld-
um.
Ætt og uppvöxtur
Gunnlaugur Guðbrandsson
Briem var fæddur að Brjáns-
læk í Barðastrandarsýslu 13.
janóar 1773. Foreldrar hans
voru Guðbrandur Sigurðs-
son (1735—1779) prestur
að Brjánslæk og kona hans
Sigríður Jónsdóttir (1747—
1835). Séra Guðbrandur, faðir
Gunnlaugs, var sonur Sigurð-
ar Þórðarsonar prests að
Brjámlslæk og konu hans Sigr-
iðar Gunnliaiugsdóttur úr
Svefneyjum. Bróðir Sigrið-
ar var Ólafur Gunnlaugsson
faðir Eggerts Ólafssonar nátt-
úrufræðings og skálds, þannig
að þeir voru systkinabörn séra
Guðbrandur og Eggert Ólafs-
son.
Guðbrandi pmesti er lýst svo,
að hann hafi verið mikið hraust
menni, smiður, málari, kenni-
maður góður og hagorður.
Hann lézt eins og fyrr sagði
árið 1779. Var hann í embætt-
isferð að vitja sjúks manns, er
hann hrapaði i náttmyrkri íyr-
ir björg og höfuðkúpubrotn-
aði. Var Gunnlaugur son-
ur hans þá sex vetra
gamall. Ári Síðar tóku þau
hann í fóstur séra Björn Hall-
dórsson prófastur i Sauðlauks-
dal og kona hans Rannveig
Ólafsdóttir ffá Svefneyjum
(1734—1814) systir Eggerts, en
þau hjónin voru bæði skyld
Gunniaugi. Ólst hann síðan
upp með þeim næstu 8
ár, lengst af að Setbergi
í Eyrarsveit, en það prestakall
fékk séra Bjöm árið 1781 en
fluttist þangað 1782. Bjöm
Halldórsson var í tölu merk-
ustu Islendinga á 18. öld. Hann
var sem kunnugt er brautryðj-
andi í garðrækt á Islandi, m.a.
kartöflurækt, lærdómsmaður í
mörgum greinum, skáld og rit-
höfundur. Þekktustu rit hans
em Atli, fyrst prentað í
Hrappsey 1780 og hin mikla ís-
lenzk-latnesk-danska orða-
bók — Lexicon Islandico —
Latino — Danicum, sem út kom
í Kaupmannahöfn 1814. Hafði
Rasmus Kristján Rask að visu
samið dönsku þýðingarnar. Er
ekki að efa, að hjá þeim hjón-
um hefur Gunnlaugur fengið
mjög þroskavænlegt uppeldi.
Við nám í listahá-
skólanum í Kaup-
mannahöfn
Árið 1788 siglir Gunnlaugur
utan til náms í Danmörku —
aðeins 15 'ára að aldri. Fékk
hann að vera í fylgd séra Sig-
urðar Stefánssonar, sem þá fór
utan til að taka við biskups-
vigslu til Hóla. örlogin
höguðu þvi þannig, að þetta
varð síðasta vigsluför Hóla
biskups, þar eð Hólastóll var
lagður niður eftir andlát Sig-
urðar.
Þegar til Kaupmannahafnar
kom, var Gunnlaugur skráður
í nemendatölu listaháskólans,
sem þá hét á dönsku:
Det Kongelige Maler, Bild-
hugger og Bygnings-Akademie.
Er skóli þessi enn við lýði
og til húsa í Charlottenborg við
Kóngsins Nýjatorg. Hefur
hann allt fram á þennan dag
fóstrað mikinn fjölda íslenzkra
myndlistarmanna. Á undan
Gunnlaugi höfðu m.a. Sæmund-
ur Hólm (1749—1821), síð-
ar prestur að Helgafelli í Eyr-
arsveit og Ólafur Ólafs-
son (1753—1832) síðar prófess-
or að Kóngsbergi í Noregi
stundað þar nám og hlot-
ið margvíslega viðurkenningu
fyrir námsárangur.
Þegar Gunnlaugur hóf nám í
skólanum, var þar fyrir Bertel
Thorvaldsen, sá sem viðfræg-
astur hefur orðið allra mynd-
höggvara frá Norðurlöndum.
Er til heimild — bréf, sem
Gunnlaugur ritaði Thorvald-
sen löngu síðar 1) — er sýn-
ir, að með þeim hefur tekizt
kunningsskapur og Thorvald-
sen haft álit á Gunnlaugi sem
myndhöggvara. Er að vísu ekki
unnt að gera nánari grein fyr-
ir bréfi þessu að svo stöddu.
Annars er fátt kunnugt um list
nám Gunnlaugs og listfer-
il, enda hefur þeim þætti ævi
hans verið lítill gaumur gefinn.
Ekki er hans að neinu getið,
hvorki í bók Matthíasar Þórð-
arsonar Islenzkir listamenn
I—II, sem út kom 1920 og 1925
né heldur í riti Björns Th.
Björnssonar íslenzk myndlist
I, sem út kom 1964. Væri áreið-
anlega ómaksins vert að kanna
nánar en gert hefur verið feril
Gunnlaugs á þessu sviði, enda
þótt engum getum verði að þvi
leitt, hvað sú könnun kynni að
leiða i ljós.
En hvað sem þessu líður, tók
Gunnlaugur lokapróf frá lista-
háskólanum árið 1795 og „á
©
Málverk var gert af Gunnlaugi Briem 1796 eða 1797, þegar hann var
23 ára gamall og er það enn til í Danmörku. Árið 1848 málaði I. L.
Ussing prófessor eftirmynd málverksins og er hún nú í eigu Johanns
Briems listmálara. Eftir málverkinu var gerð steinprentun, sem ýmsir
eiga og birtist 'hér mynd af henni.
sama ári þáði hann af konst-
akademíiinu silfurmedalíu til
heiðurs fyrir atgjörfi sitt í bí-
lætasmiði" segir séra Jón lærði
í Möðrufelli í æviágripi hans
sem út kom árið 1838.
Jafnframt námi sínu við lista
skólann aflaði hann sér al-
mennrar menntunar, m.a. lærði
hann latinu hjá Jóni Ólafssyni
Svefneyingi frænda sínum —
bróður Eggerts og segir í ævi
ágripi því, sem birtist í Sunn-
anpóstinum árið 1836 (sem
styðst við æviágrip séra Jóns
í Möðrufelli), að hann hafi náð
„þar í þeim framförum, að
hann ski'ldi latinu á rek við
sikól'agengna memý'. 1 Sunnan-
pósti segir einnig, að þýzku
hafi hann talað og Skrifað sem
sitt móðurmál.
Myndlistamaður og
lögfræðingur
Að loknu námi i listaháskól-
anum vann Gunnlaugur að list
sinni, en hóf jafnframt að
ieggja stund á lögfræði. Eftir
stuttan námsferil tók hann
próf í þeirri grein 25. október
1797. Að vísu var próf hans
hið minna lagapróf — eða próf
í dönskum lögum, eins og það
var kallað af því að þar var
ekki lesinm Rómarréttur. Slíkt
próf gátu þeir tekið, sem voru
ekki latínulærðir, — þ.e. höfðu
ekki stúdentspróf, — en Gunn-
laugur var ekki stúdent, þótt
numið hefði latínu í einkatím-
um eins og áður sagði. Fylgdi
þessu minna lagaprófi lærdóms
titilinn examinatus juris, en
hinu meira candidatus juris.
Segir í æviágripinu i Sunnan-
póstinum, að Gunnlaugur hafi
fengið „sem danskur júristi
bezta vitnisburð" og verið álit-
inn hæfur til dómaraembættis.
Eins og áður er vikið að er
fátt kunnugt um störf Gunn-
laugs sem myndhöggvara, og er
ekki annað að sjá en hann hafi
með öllu lagt: þá iðju á hill-
una, er til íslands kom; éin-
ungis litillegia fem/gizt við tré-
skurð. Er þetta vafalaust
ástæðan fyrir því, hversu lítt
hans er getið sem listamanns.
í Þjóðminjéisafni eru til 4
muoir eftir hann eða honum
eignaðir með sterkum líkum —
allir skornir í tré. Fylgja grein
þessari myndir af tveimur
þeirra ásamt nánari greinar-
gerð um þá. Fáeinar teikning-
ar — eða riss eru einnig til.
Af hinum fáu munum verður
e.t.v. ekki margt ráðið um lista
mannshæfileika Gunnlaugs;
fágað handbragð og gott form-
skyn vekur þó strax eftirtekt.
Lögsagnari og
jaröamatsmaöur
Þegar lögfræðiprófi er lokið,
dvelst Gunnlaugur enn um
sinn í Kaupmannahöfn, en
hverfur ti'l Islands sumar-
ið 1799 eftir 11 ára útivist og
gerist aðstoðarmaður eða lög-
sagnari Jóns Jakobssonar
sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu
— föður Jóns Espólíns — sýslu
manns og sagnaritara.
Gekk hann árið eftir, eða 21.
júni 1800, að eiga Valgerði
Árnadóttur (1779—1872). For-
eldrar hennar voru séra Árni