Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Blaðsíða 12
NIÐURSTÖÐUM flestra Jarðfræði- rannsókna siOasta áratugar hefur að mestu leyti veriö raöað utan um eina aöalkenningu, það er um landrekskenninguna, sem Jarðfræð- ingar viröast hafa fallið á í aöal- atriöum. Fræðimenn hafa þó ekki komiö með neinar fræöilegar skýringar á landrekinu sem réttlæta þaö aö raöa niðurstöðum fræðilegra rann- sókna utan um landrekshugmynd- ina. Meðan þaö er alveg ósannaö aö landrekiö sé þaö grundvallar- atriði i Jarðsögunni, sem fræði- menn virðast telja þaö vera. Landrekskenningin sjálf er búin til utan um, og til skýringar á einu atriöi i sögu Jaröar, þvi atr- iöi að meginlöndin hafi skilizt aö og færzt til svo nemur þúsundum kílómetra um yíirborö jarðar. Þaö er einnig eina atriöiö í kenníng- unni, sem telja veröur jarðsögulega staöreynd, þó ósönnuð sé þegar far ið er að skoða hana nánar. Allt annað í kenningunni tel ég á mis- skilningi byggt. Þessu eina atriði, sem ég tel vera rétt, hefur nú verið breytt í nýj- ustu útgáfu af landrekskenning- unni, þannig aö nú eru þaö megin- löndin ásamt úthafsbotnínum, sem eiga aö vera ein heild og skipting- ar milli partanna hafðar úm út- hafshryggjasprungurnar. Með því er verið aö færa vanda- mál kenningarinnar til, en ekki leysa þau. Vandamál landrekskenningarinn- ar veröa ekki leyst með tilbrigðum viö hana, því það þarf grundvallar- breytingu- til að koma þeim atrið- um sem nú tilheyra henni á réttan stað í Jarðsögunni. Það er hægt að setja fram marg- ar spurningar varðandi landreks- kenninguna, sem leiöa vel fram undirstööuleysi hennar og það er eiginlega undarlegt hvað lítið hef- ur veriö gert af því að gagnrýna kenninguna. Sá atburður sem kenningin fjaii- ar um átti sér stað fyrir 100—120 milijón árum og þó að hann hafi verið stór áfangi í sögu jarðar er ekki ástæða til að útskýra jarð- söguna út frá honum sem grund- vallaratriði. Fræöimenn telja að drifkraftur landreksins sé eínhvers konar varmaflutningshringrás i möttul- efnum Jarðar, en það þýðir að þar sé um grundvallarkerfi að ræöa, það hefur hins vegar ekki verið hægt aö sýna íram á það. Auk þess er það mjög ósennilegt að varmaflutningshringrás hafi fært meginlöndin 'til, vegna þess að engin ummerki um landrek er aö finna 1 gegnum 95% af jarösög- unni. Varmaútgeislun jaröar hefur þó örugglega varað allt frá myndun jaröar. Þess vegna tel ég að meginlöndin færist ekki um jöröina vegna varmahringrásar i möttuleínum Jarðar, heldur séu tilfærslur þeirra afleiöing af umbrotum sem önnur orkulind hefur komið af stað. Gagnrýni mín á landrekskenning- una verður því sú, að setja fram nýja jarösögukenningu, sem ég állt að sé i meira samræmi viö það sem lesa má úr áferð Jarðar og gangi tungls um hana. Þar verður tilfærslum megin- lándanna markaður bás meðal annarra atriða í sögu jaröar, i eöli- legu samhengi við heildarmynd og þá krafta sem fluttu þau til. Ég tel mig geta bent á þá orku- lind sem dugar til að útskýra alla aðaláfanga í þróunarsögu jaröar. Þá orkulind er að finna i þeim formbreytingum • sem jörðin hefur tekið frá upphafi, vegna þess að stööugt hefur dregið úr snúnings- hraða hennar um eigin öxul. Þyngdarkraftur jarðar færir jörö- ina smá saman nær kúlulögun, eft- ir þvi sem dregur úr áhrifum mið- flóttaaflsins, vegna minnkandi snúningshraða. Allt það efnismagn sem þannig hefur færzt til í jörðinni, vegna formbreytingar er örugglega það mikið að út frá því má gera grein fyrir öllum aðaláföngum jarðsög- unnar. Ot frá þessu sem grundvallaratr- iði tel ég að jarðsagan eigi að vera á þessa leið: DllÖG AD JABÐSÖGU Frá myndun jaröar fyrir 4500— 5000 milljón árum hefur stöðugt dregið úr snúningshraða hennar og hún þess vegna færzt smám saman nær kúlulögun. Sú efnistil- færsla sem minnkandi snúnings- hraði hefur valdið, hefur í fyrstu haft lítU áhrif á þunna jarðskorp- una, sem heíur lagað sig umbrota- lítiö að breyttri lögun jarðar í smá um og mörgum áföngum með sprungu- og feilingakerfum, sem hafa dreifzt jafnt og kerfisbundið um jaröskorpuna. Síðar, þegar jarð skorpan var íarin að þykkna hafa formbreytingar vegna minnkandi súningshraða orðið að miklum umbrotum, með löngum hléum á milli, meðal annars vegna þess, að þá var ekkert tungl á braut um jörðu til aö jaga þær fram i smærri áföngum. Jarðskorpan hefur þá ekizt sam- an i íellingar með margra milljón ára millibilum. Þær feliingamynd- anir hafa verið færri og stærri en fyrri umbrot í jarðskorpunni og myndað fjallgarða. Margar slikar fellingahryðjur gengu yfir jörðina og fjallgarðar sem þær mynduðu hafa máðst út af yíirborði hennar áöur en ein fellingahryðjan, sem hefur gengið yfir fyrir 100—120 milljón árum, setti jöröina úr jafnvægi á braut sinni og kom með þvi tunglinu á braut um jöröu. Af núverandi yfirborðsáferð jarðar má ráða, hvernig brottför tunglsins hefur borið að. Þó að jarðskorpan sé mjög þunn, miðað við stærö jarðar, þá hefur styrk- leiki jarðskorpunnar valdið þvi, að mikil spenna til formbreytingar hefur hiaðizt upp, vegna minnk- andi snúningshraða. Jaröskorpan hefur siðan geflð sig og fellinga- öfl myndast við það'að möttuleíni jarðar hafa sigið til pólsvæðanna til aö samræma lögun og snúnings- hraöa. I Þessi fellingahryðja hefur verið öðrum fyrri frábrugðin, aö þvi leyti að hún hefur orðið eingöngu ann- ars vegar á Jörðinni. (Ekki sirne- irisk). Jarðskorpan hefur því sigið nið- ur á stóru svæði, sennilega á allt aö 200 milljón ferkílómetra svæði umhverfis fellingamyndunina, vegna tilfærslu möttulefnanna. Á þennan hátt hefur mjög mikið efnlsmagn færzt niöur á styttri radius á annari hlið jarðar. Það er tölvuverkefni að áætla hversu mikið landsvæöið hefur sigið, og hvað víðáttumikiö það hefur verið. Hér legg ég það sem eftir varð af Jarðskorpunni, þ. e. a. s., þá jarð- skorpu sem nú myndar meginiönd- in, til grundvallar um yfirborðs- stærð svæðisins. Fyrra atriöið er hins vegar spurn ing um hvað mikill massi þarf að færast niöur á styttri radíus, og þá hvaö mikið niður á tiltekinni tíma- iengd til að koma tunglinu á braut um jörðu. Þannig hefur sú orka, sem við efn isfærsluna losnaði úr iæöingi, í sam spili við brautarhraða jarðar um sól ina, valdið því, aö sveifla hefur komið á jörðina á braut hennar og viö þaö hefur jarðskorpan að miklu leyti rifnað af og myndað tunglið. Eftir að þessi jarðskorpuruðning- ur komst á braut um Jörðu hefur hann bráðnað upp, fengið á sig hnattlögun og orðið að tunglinu. Út frá rúmtaki tunglsins og þeim 300 milljón ferkílómetrum sem virö ist vanta á gömlu jarðskorpuna (sial) má áætla að meðaiþykkt þess hiuta sem fór. hefur verið sem næst þykkt þáverandi jarðskorpu. Það hversu stór hluti af yfirboröi jarðar hefur skilizt frá má skýra þannig að þegar kast kom á jörðina hefur myndazt bráöiö lag miili möttulefnanna og skorpunnar á því dýpi í Jörðinni þar sem hitastig hef- ur veriö nógu hátt til þess að efnið bráðnaði þegar þrýstingur féll, vegna upphafningar aðdráttarafls- ins á þeirri hlið sem út úr sveifl- unni sneri. Jarðskorpan hefur svo runnið af á þessum uppbræðsluskilum milli skorpu og möttuls. Miklar sveiflur hafa oröið í þyngd arsviði jarðar í þessum umbrotum og meðan Jafnvægi var að komast á milli jarðar og tungls. Við það hafa möttulefnin senni- lega bráðnað upp að miklu leyti og á bráðnum eða hálfbráðnum möttul efnunum hefur sú jarðskorpa sem eftir vajrö runnið til, brotnað í parta og þeir fengið þá staðsetningu sem þeir nú hafa á jöröinni. Skýringar á staðsetningu Jarð- skorpupartanna. Sá hluti jarðskorp- unnar sem eftir varð hefur verlð þaö svæði sem seig niður í upphafi umbrotanna. Eftir að meirihluti jarðskorpunnar hafði rifnaö af Jörð inni seig svæðið enn niður, vegna þess að ummál jarðar minnkaði við brottför tunglefnisins, og rann fram í snúníngsstefnu jaröar, við það að færast á styttri radíus. Suð-austur jaðar svæöisins viröist hafa færzt lengst í austur og hefur þvi sennilega sigið mest. Aðrir hlut ar svæötsins virðist hafa færzt styttra. Þannig hafa allir hlutar skorpunnar færzt fram í snúnings- átt jarðar á skömmum tíma eftir brottför tunglsins, víö það að íærast niður á styttri^adius, en ekki skii- izt að á löngum tima vegna varma- hringrásar, eins og talsmenn land- rekskenningarinnar telja. Inn í þessar tilfærslur skorpu- brotanna gætu hafa komið áhrif af tilfærslum milli breiddarbauga, sem hefðu dregið úr eöa aukið færslu einstakra hluta skorpunnar eöa snú Hraði jaröar minnkar i sveiflum oe veldur liannÍK sOEulumpól. unum og púlsun jaröar, auk þeas sem hún nálgant rétta kúlu- lögun miat minnkandi snúingahraöa um elgin öxul. //'mosÁ-a// y0/~Ssogií//?nor iö þeim til meðan þeir voru á h'reyf ingu. ÚTHAFSHBYGGIKNIB Eftir að jarðskorpupartarnir höl'ðu stöðvazt hefur myndazt Jarð- skorpa milli þeirra, sú jarðskorpa myndar nú botn úthafanna (sima). Það heldur enn áfram að draga úr snúningshraöa jarðar. Og nú ör- ar en áöur vegna áhrifa tunglsins. Með minnkandi snúningshraöa breytist lögun jaröar. Otihafshryggirnir og spru-ngukerfi þeirra hajfa þvi myndazt við þær breytingar og eru nokkurs konar endurtekning á þvi timabili þegar jaröskorpan var enn svo þunn að formbreytingar áttu sér stað í mörg um og smáum áföngum. Einnig hjálpar þyngdarkraftur tunglsins nú til aö jaga þær fram. 1 landrekskenningunni er talið að um hægfara sundurfærslu sé að ræða, frá þvi að meginlöndin skild- ust að. Það áiit, tel ég vera grund- valiar misskilning a þeim hreyfing- um, sem nú eiga sér stað í jarö- skorpunni. Það er sennilegra og kemur betur heim við yfirborðsáferð jarðar, að þær jarðskorpuhreyfingar og af- stöðubreytingar sem nú eiga sér staö milli meginlandanna, stafi ein göngu af formbreytingum, sem rekja megi til breytinga á snúnings hraða jarðar. Þannig mun t. d. Atiantshafið sennilega þrengjast um miðjuna og víkka til endanna með minnkandi snúningshraða jarðar. En á þeim hreyfingum og iandrekskenmingar- uppstillingunni er grundvallarmun- ur. Formbreytinganna gætir þó mest við Kyrrahafiö þar sem botn þess er stærsti flötur þunnu jarðskorp- unnar, það er, þeirrar skorpu sem hefur myndazt eftir brottför tungls ins. SEGULSVIÐ JABDAB Meö formbreytingu jaröar tel ég að einnig sé hægt aö gera grein fyrir segulsviði Jarðar og umpólun- um þess. Drifkraft segulsviðsins er sennilega að finna I snúningshraða mismun kjarnaefnanna annars veg- ar og möttulefnanna hins vegar, sem orsakast af formbreytingu jarö ar og ólíku eðlisástandi í möttli og kjarna. C12;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.