Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Page 15
GOSIÐ í Vestmannnaeyjum hefur orBið til þess, þrátt fyrir allt, að margir beztu eiginleikar hinnar íslenzku þjóðarsálar. hafa komið í Ijós. Skjót viðbrögð til hjálp- ar og rík þörf til að leggja fram sinn skerf. Allt þetta hafa Vestmannaeying- arnir þakkað og margir hafa orðið til að lofa dugnað og fórnfýsi þeirra mörgu, sem að því vinna aö greiða götu hinna vegalausu Eyjabúa. En ástœðan til að ég fjalla um þetta hér er ekki sú, að ég œtli að tyggja upp það, sem um þesst hörmungarmál hefur verið skrifað und- anfarið og verður sjálfsagt aukið við þau ski\if á næstunni, heldur er ástœðan sú, að mér finnst á stundum, að fáir séu okk- ur fljótari að bregða vel við, þegar ein- hver eða einhverjir verða fyrir óláni — en eru svo jafnfljótir að missa áhugann á að framfylgja sínum góða vilja og hjálparhug, ef slíkt þarf að standa un\ nokkra hríð. Atburðirnir í Braiðholti fyrir nokkru hafa að sjálfsögðu fallið t skuggann fyrir þessu. En hinu er óþarfi að gleyma að þar gerðust þó voðatíðindi, sem eiga eft- ir að hafa áhrif á marga, sem þar komu við sögu um langa framtíð. Þar er ungur maður og fjölskylda hans illa stödd,. eft- ir að maðuvinn missti fótinn við björg- unarstörf. 1 fyrstu var rokið upp til handa og fóta og safnað fé handa þessum táp- mikla björgunarmanni. En það stóð ekki nema tiltölulega skamman tíma. Svo fór „nýjabrumið“ að fara af harmleiknum og þá tóku menn einnig að sljóvgast fyrir afleiðingum lians. En meðan á þessu stóð gerðu blöð og aðrar fréttastofnanir sér mikinn mat úr þessu, manna á meðal var ekki um annað talað og allir vildu hjálpa. Fyrir um það bil ári var ákveðið að hefja söfnun til hjartábíls, til minn- ingar um ungan blaðamann, sem lézt úr hjartaslagi fyrir tveimur árum. Sannað er að vœ.ri slik.ur bí.U til. hér í höfuðborg- inni, mætti bjarga árlega ýmsum þeim sjúklingum, sem ella er of seint að bjarga, þegar á sjúkrahús er komið eftir venju- legum leiðum. Mér er ekki kunnugt um að enn hafi tekizt að ná þessari upphæð og er hún þó ekki ýkja há. í fyrstu lögðu ýmsir fram fé og það voru birtar myndir af hinum glöðu gefendum. En einnig af þessari göðvild og þessum áhuga rann nýjabrumið og nœsta mál á dagskrá tók við. Og svona mœtti mörg dœmi nefna. Óskandi er, að þannig fari ekki um vandamál Vestmannaeyinganna, sem nú eiga um svo ólýsanlega sárt að binda. Það er óskandi, að við reynumst nú þess um- komin að fylgja eftir þörf okkar til að sýna í verki, að við viljum gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að létta. raunirnar og sýnum það einnig næst þegar eitthvað kemur upp á; það er gott að sýna gœzku og hugulsemi, en hún þyrfti oft að vera langvinnari en raunin hefur órðið hjá okkar ágœtu þjóð. Jóhanna Kristjónsdóttir. Iðnaðarmenn. Tveir Tasadayar ömnum kafnir við að búa til áhöld úr steini. Steinaldar- menn Framhald af bls. 11. meðulin og hráefnið sem þeir smíða hluti sína úr. Öll ágengni af hálfu setugesta gæti orð- ið mjög skaðvænleg. Hóflegt, eða öllu heldur strangt eftiriit ráða manna þarna er af nauðsyn. Það er þess vert að gera sér grein fyrir því, að Tasadayarn- ir eru ekki þegar öllu er á botn- inn hvolft einstakt fyrirbrigði á Filipseyjum. í landinu er ein mesta menningarblanda í öllum heiminum. Víðs vegar um þetta eyjahaf eru hópar á víð og dreif, sem standa Tasadayum litlu fram ar tæknilega. Negritosar, sem voru frumbyggjar eyjanna, eru gott dæmi um það. Mörgum þess- ara hópa hefur stórfækkað, en öðrum hefur tekizt að halda velii í næstum algerri einangrun. En meðan menn eru til á borð við Manuel Elizalde, sem láta sér annt um velfarnað fólks af þessu tagi, menn, sem hafa fjármagn að bakhjalli og annan stuðning frá ríkisstjórninni, þá er þess að vænta að framtíð Tasadaya megi verða sem næst því eins vel að- löguð umhverfi þeirra eins og var í fortíðinni. Skip hlaðin draumum Framh. af bls. 4 unum (Hofmannst'hal, fremur en George og Rilke) og ex- pressjónislum, Trakl, Benn. Jafnvel hefur verið sagt að greina megi áhrif frá Hölder- lin í ijóðstíl hennar. Durzak segir að þróunin í ljóðlist Giinter Eieh sé ,,á vissan hátt dæmi um þá hættu sem þýzkri nútímaljóðlist yfirleitt sé bú- in“. Að honum verður vikið aftur nokkrum orðum siðar. Ingeborg Bachmann hefur ekki gefið út ljóð í heilan ára- tug og segir Durzak að þögn hennar sé merki hættulegrar þróunar. Meðalhófið er vand- ratað: annars vegar glam- ur pólitískra gengisfellingar- orða, hins vegar tilhneiging til að múra upp í þann örlitla glugga, sem með „talrimlum" sínum er eina kýraugað milli skáldsins og umheimsins. Gagnbyltingin innan klaustur múranna hefur kannski komið of seint. Og stjórnmálamenn og málpípur þeirra eru allra manna fljótastir að fylla tóma- rúmið í samfélaginu með víg- orðum sínum. Þess vegna eru það skáldin sjálf, sem eiga að gera gagnbyltinguna. Það er eina vonin til þess að ljóðið haldi velli. Niðurlag í næsta blaði. Listneminn frá Brjánslæk Framhald af bls. 8. iaugur er skipaður í jarðamats nefndina árið 1800 — þá ný- kominn til Islands og aðeins 27 ára að aldri. Er raunar óráðin gáta, hvað valdið hafi þeirri ráðstöfun. en engan veg- inn verður taiið, að (hún hafi legið beint við. Miá raunar telja ólíklegt, að Gunnlaugur hafi verið ýkja kurmiuigur jarða- verði og búskaparháttum á Is- iandi eftir 11 ára fjarveru við alls óskyld viðfangsefni. En hvað sem um þetta er annars að segja, opna jarðamatsstörf- in honum leið til þess embætt- isframa, sem hann Waut. I Sýslumannaævum er Gunnlaugi lýst svo, að hann haifi verið „mjög ráðvandur, nokkuð stirðgáfaður og óvið- felldinn og eigi laus við að vera nokkuð tilgjörðarsamur; náttúruvit hafði' hann í betra lagi og stundaði að vanda emb- ættisvenk sín, sem foezt hann mátti. Sýslulbúar hans kölluðu hann stoltam, en sdðsaman og siðavandian; ei;gi var hann rík- ur; hann var mesti sniHdar- maður í handvenki sdnu, bíld- höggvara iþróttinni“. Svipuð ummæli eru í Annál 19. aldar: „Gunnlaugur haíði náttúrugáfur miklar, er bæði sýndu sig í því, hver snilldar- maður hann var í handverki sinu, híldhöggvara Sþróttinni, og allri embættisfærslu hans, er hann vandaði sem bezt hann mátti. Hann var mjög siðavandur og hreinskil- inn og kölluðu sumir hann dramblátan og jafnvel sérlund aðan, er hann vildi eigi hliðra til ifyrir óaldarmönnum.“ Séra Jón lærði segir í ævi- ágripi því, sem hér hefur oft verið vitnað til: „1 sínu dag- lega tali var hann annars fram ar gagnorður maður en marg- orður ; og þegar það bar við, að lund hans lífgaðist lítið eitt af hóflega brúkuðu víni, var við- ræða hans hin ástúðleg- asta, en innihélt þó ætíð sönn vísdómsorð, er sýndi hans innra mann.“ Hvað sem sagt verður um einstök ummæli, virðist ein sýnt, að Gunnlaugur hefur ver ið strangur, ná'kvæmur og rétt- sýnn embættismaður ekki sízt sem dómari. Dómar hans þóttu vissulega nokkuð strangir og segir séra Jón lærði, að Gunn- laugur hafi heldur kosið, að dómar sinir yrðu linaðir í æðra dómi en hertir, „því að það væri skylda unidirdómarains trú- lega að fylgja laganna bókstaf, þar kóngur einn mætti honum breyta en undirsátinn ekki“. Á öðrum stað talar séra Jón um katóníska fastheldni Gunn- laugs við réttvísina. Ljóst er einnig, að Gunn- laugur hefur verið ósveigjan- 'legur í þeirri afstöðu að víkja aldrei frá þvi, sem hann hefur talið rétt, hvað sem það kost- aði. Nægir þar að benda á at- hafnir hans í stjórnarbyltingu Jörgensens sumarið 1809. Tæplega verður sagt, að Gunnlaugur hafi notið eigin- legra vinsælda meðal sýslunga sinna og hefur þar án efa m.a. vaildið hreinskilni hans og bersögll Um þennan þátt í fari hans segir séra Jón lærði: „Þau feil, sem nokkrir, er þó annars ekiki misþekktu alls aðra mannkosti hans þóttust hjá honum finna, voru helzt þau, >að hann átti bágt með að snúa kápunni eft- ir veðrinu, með öðrum orðum: að smjaðra; þvi hann gat ekki talað þvert um huga sinn, svo það sem honum í brjósti bjó, enda þótt hann fátt talaði, sást otft á yfirbragði hans>.“ í pólitískum skoðunum var Gunnlaugur einveldissinni, sem ljóst er af ýmsu, sem vitn- að hefur verið til hér að fram- an — hann er maður aga og reglu. Er hann í þeim efnum al gerlega mótaður af þeim póli- tísku hugmyndum, sem réðu skipan mála fram að frönsku stjórnarbyltingunni, og gætti raunar lengi eft- ir hana. Frölsishræringar 19. aldar virðast hafa látið hann ósnortinn og átti hann þar sam leið með þorra íslenzkra emb- ættismanna á þessum tíma. Áð- ur eru rakin ummæli hans um að konungur einn megi lögum breyta og í afsagnarbréfinu til Jörgensens frá 31. júli 1809 tek- ur hann fram: „Satt bezt að segja hefir mér fundizt embætti miitt nógu erf- itt viðfangs er hér hefir verið róleg stjórnarskipun og treysti ég mér því alls ekki til að eiga að fara með embætti og stjórna þjóð, sem er óvön bæði aga og hlýðni, og væri því hætt við að misskilja. i fyrstu orð- ið frelsi, hér svo sem annars staðar." Honum stendur greinilega stuggur aí hræringum þeim, sem fyligdu frönslku stjómar- byltiingiunni og hefur ímugiust á átíökum þeim og ófriði, sem siðar urðu. Isiending- ar máttu og þola búsifjar aif þeim styrjöldum um þær mundir, er bréfið var rit- að. Þetta var að dómi Gunn- laugs, af því að menn höfðu hvarvetna misskilið orðið frelsi. Þá var Gunnlaugur og talinn nokkuð hneigjast til danskra hátta og meiri aðdá- andi Dana en hæfa þótti síðar á öldinni. M.a. hefur verið bent á, að hann hafi verið meðal hinna fyrstu, sem lét börn sin heita tveimur nöfnum. Engan þarf reyndar að undra, þótt maður, sem elst upp að miklu leyti meðal annarrar þjóð- ar, beri þess einhver merki og svo hefur vafalaust verið um Gunnlaug. Þarf ekki mikið hugarflug til að láta sér detta í hug, að oft hafi honum verið hugsað til dvalar sinnar i Dan- mörku, þegar mest kreppti að á Islandi. Börn sín sendi hann og flest utan ,ti'l náms og þrjú hin elztu settust að erlendis hvert í sínu landi. Fjarri fer þó því, að hann hafi afrækt þjóðerni sitt. Hann lét sér annt um framfarir á Is- landi og sinnti mikið viðfangs- efnum, sem einatt hafa verið kölluð þjóðleg. svo sem skáld- skap og ættfræði. Ekki gengu pólitískar skoð- anir Gunnlaugs Briems í arf til sona hans, þvi að þrír þeirra, — allir sem staðfestust á Islandi, Ólafur timburmeist- ari að Grund, Eggert, sem þá var sýslumaður Eyfirðinga og Jóhann prófastur i Hruna sátu þjóðfundinn 1851, og voru eindregnir .fylgismenn Jóns Sigurðssionar. Þá ber heimildum öllurn sam- an um það, að Gunnlaugur hafi verið trúhneigður maður, „þó hann ekki svo oft talaði un. trúarefni . . .“, segir séra Jón lærði um hann. 1 bréfi til FramhaJd á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.