Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Side 6
hrossaþjófur
SMASAGA EFTIR
ERSKINE CALDWELL
VARNARORÐ
kam þá að máli við milg oig bað
mig að ganga með sér heiim.
Hann sagðist háfa fundið
plagg í dóti eftir föður sinn,
sem hann viMi sýna mér. Þá er
þetta uppkast að tfyrrnefndri
matsgjörð á búi Rebekku, og
hljóðar þannig:
„Hreppsnefnd Garðahrepps
hefur falið mér að athuga tfjár-
hag ekkjunnar Rébekku Tóm-
asdóttur, Miðengi, eins og
venja er í slikum kringumistæð
um og £á að heyra Ihivað hún
hygðist fyrir um framtóðina.
Eiignir búsins reyndu-st þessar.
1. Eign i bæjarhúsum, sem
að sjáifsögðu er rnesta eignin
er ekki haagt að meta, vegna
þess að Rebekka heidur því
fram að hún skuíldi Mar.gréti
Ólafsdóttur einhverja upphæð
í bæjarhúisunum, en þó ekki
hve mikla. Aftur á móti heldur
Margrét íþvi tfram, að hér sé
'Um misskilning að ræða, bæjar
húsin séu iöngu tfull'greidd,
kannski ekki að ifuliu í pen-
ingum, en þá með ýmsri aðstoð
og tfyringreið'S’lu, bæði fyrr og
siðar.
Svo þetta mál er óú'tikæjiáð.
Lausaié:
1. Eitt Skip 6 róið með tfar-
viðum.
2. Einn bátur (2ja manna
tfar)
3. Ein ’kýr 8 eða 9 vetra.
4. 8 ær, þar atf 3 Wílembd-
ar.
5. Eltíhúsáhöld og innlbú í
baðstofu, þar 6 skútffu-komm-
óða og steeðilegur skápur, sem
inniheidur mikið atf meðuiútm,
sérstaklega sótthreinsandi, sem
eru í politavis. Enntfremur 7 fið
ursængur og ein dúmsæng, sem
Guðrún mun eiga, 8 brekán
sæmileg og 2 léleg og svo ti'l-
heyrandi sængurklæði, 2 rokk
ar (Guðrún mun eiga annan),
snælidustóll og snúðar.
6. 3 þvottastampar úr eik, 5
beikitunnur, 6 grenitunnur, 18
grásleppunet, flest í brúki,
töluvert magn af gömlum
þorskanetateinuim, sumt not-
hsaft við grásieppunet.
7. Xnnleggis saitiffökur í verk-
un. Kr. 315.00 Einniig saittfisk-
ur til heimilisþaría. Bú.tungur
siatti saltaður í tunnu. 400—
500 grásleppur í verfcun. 40
rauðmagar saltaðir tíi reyks.
8. Korn og annar búðarvarn
ingur ekki athugað, enda tfrek-
ar lltið uim s'likt á bæjum um
þetta l’eytí árs.
Skuldir
Umdeild skuid við Margréti
Ólafsdóttur ?
Verzlunarskuld í Hatfnanfirði
Kr. 42.60.
Skuid við prótf. í Görðum
Kr. 28.00.
■Eins og vitað var, má þetita
teljast sæmilega góður efnahaig
ur, enda hefur Rebekka hug á
að halda áfram búskap. Hún á
2 heilbrigð börn, HaUdóru 22ja
ára o’g Guðmund 17 ára, sem
bæði eru likleg h'enni til styrkt
ar, svo getur Maria litflia íöstur
d’óttir hennar farið að taka til
hendi. Dóri litli virðist vera
skírleiksbarn.
Rebekka er annáluð dugnað-
ar kona, sem hefur staðið með
sérstakri prýði í óvenjulega
örðugum heimii'isástæðum og á
ég þar við aumingjann hennar.
Dysjum, 26. júní 1893.
Magnús Brynjólfsson
hreppsnefndarmaður.“-
Þessi athugun Magnúsar á
efnahag Rebekku er að mörgu
leyti athyglisverð, sérstaklega
’hvað efnahagur hennar er góð-
ur, þegar litið er á það, að
fyrstu búskaparárin tlíu hiýtur
uppeldi 4 yngstu systikina Þor-
'gil'siar, Ingibjargar, Árna, Þor-
'gerðar og Sigrúnar, að haifa
mætt að mestu leyiti á hinum
ungu hjónum, þar sem þetta
var æviimSega ein f jöiskyida.
Allt bendir til að mæstu 7—8
árin hafi að ýmsu leyti verið
örðug Rebekku og gengið veru
lega á efnahag hennar, hún
hættir alri útgerð, seldi 6róna
bátinn (skipið) bóndanum á
Óttarstöðum i Hraunum, en 2ja
manna tfarið á hún í nokkur ár
og hefur það sjálfsagt verið
notað tíil 'hrognkelsaveiða.
Aldamótaárið deyr loks Jón
sonur Rebekku (auminginn) og
breytast :þá allar aðstæður
hennar.
Halldóra dóttir hennar var
sífellt lajsburða, svo að Inigvar
fór fram á við tengdamóður
sína að hún tflyttist tíl hans og
aðstoðaði heimilið, sem svo
varð um næstu fardaga eða vor
ið 1901. Þá voru ekki eftir á
vegum Rebekku, nema Halldór
Hansen (12 ára) og Þorgils (5
ára). Maria er farin að viinna
fyrir sér i vist og Guðmundur
S'onur hennar, er 'fulltíða rrnaö-
ur og að mestu að heiman.
Árið eftir deyr Ha'lldóra og
tékur þá Rebeikka við toúi Ingv
ars. Sú toreytimg verður á, að
Guðmundur sonur Haildóru og
Ingvars, þá á 3ja ári er tekinn
í 'fós'tur uf frænku sinni, Ingi-
björgu á Þonmóðsstöðuim, eins
og áður er getið. Hún stendur
fyrir heimili föður imdns, þar til
hann ikvænist 1 annað sinn
1905, sæmdarkonunni Guðrúnu
Andrésdóttur, en Rebekka
’heldur átfram að vera á heimili
föður rrníns og við Rebekka,
dótturtoörn hennar, auðvitað ut
an í henni. Árið 1903 missir
Rebekka Guðmund son sinn úr
botn.langatoó'ilgu nokkrum tíög-
uim fyrir burtfaranpróf úr sjó-
mann askólan uim.
En árið 1911 gemgur Halldór
Hansen að eiga unnustu sína,
Ólafíu Þórðardóttur, frá Ráða-
gerði á Seltjarmarnesi. Hann
var þá á námsbrau'tj'nni og átti
efitir 4 ár með sérgrein.
Þessi ár stóð armma mín íyr-
ir 'heimili ,þeirra og annaðist
K'tilu dóttur þeirra Siigrúnu, því
að húsmóðirin Ólaffia, vann fyr
ir heimilinu með skrifstofu-
störfum úti í bæ og á ikvöldin
heima með 'Skrif'tuim og jaffnvel
þýðingum úr erlenduim imáluim..
Ólafia var stórgáifuð fyrir-
imiyndar kona.
Iiaustið 1914 kem ég á heim-
iíið og er þar imeðan ég var í
Verzfflumarskólanum o.g svo
álfraim þar ti’l ég gitfti mig 1918,
svo það voru ekki nema 2 ár
sem ég var ekki tmeð ömmu. Nú
er Rabekka búin að standa
fyrir þremur ih'eimiliUint og með
mestu prýði, er imér óhætt að
segja. Árið 1916 hótf Haffldór
Framhald á bls. 15.
Ekki stál ég þeim skjótta nans
Lud Moseleys.
Fólk hefur verið að reyna að
gera mig að þjóf, en hver sem
annars þekkir mig almennilega,
getur vottað, að ég hef alldrei áð-
ur komizt í svona klandur. Hann
John Turner getur sagt ykkur
hvernig ég er. Ég hef unnið hjá
honum öðru toverju i guð má vita
hvað mörg ár. Ég býst við, að ég
hafi unnið hjá honum alla mfna
löngu ævi, eða síðan ég var
strákur. John veit ósköp vel, að
ég færi aldrei að E*ela hesti. Þess
vegna segi ég, að ég hef ekki
stolið 'klárnum hans Lud Mose-
ley, eins og hann þó bölvar sér
uppá, að ég hafi gert. Ég hef ekki
alizt upp til þess að vera hrossa-
þjófur.
í fyrrakvöld sagði John mér,
að ég skyldi bara taka merina
bans, hana Betsy. Ég sagðist
þurfa að sikreppa eftir einhverju,
og hann sagði mér, að ég skyldi
bara taka merina, eins og ég hef
lílca gert, hvert sunnudagskvöld
í næstum tvö ár. John sagði mér
að taka Texashniakkinn, en ég
sagðist ©kkert kæra mig um
hnakk. Mér dugar alveg að hafa
beizli. Mér finnst bezt að ríða ber
bakt. Og þangað sem ég var að
fara, kærði ég mig ekki um neinn
brakandi hnakk. Ég hafði nú ekk
ert illt í huga, heldur ætlaði ég
bara í einkaerindi, sem aðra varð
aði ekkert um. Ég reið næstum
alltaf í hnakk á sunnudagskvöld
um, en í þetta sinn var fimmtu-
dagskvöld og þess vegna reið ég
berbakt.
Hann John Turner getur vott-
að, að ég er ekki vanur að stefna
mér í neitt klandur. Þið þurfið
©kki annað en spyrja hann.
Hann hefur þekkt mig alla mína
ævi, og ég hef aldrei valdið hon-
um eða neinum öðrum neinum
vandræðum.
Þegar ég teymdi Betsy út úr
hesthúsinu þetta kvöld, eftir
kvöldmat, kom John út í húsa-
garðinn og spurði mig aftur,
hvort ég vildi ekki Texashnakk-
inn. Hún Betsy er dálditið há-
hryggjuð en mér var alveg sama
um það. Ég sagði John, að ég
vildi alveg eins ríða berbakt.
Hann sagði, að sér mætti vera al-
veg sama þó að mig langaði til
að klofna eftir endilöngu, og ég
skyldi hafa þetta eins og ég vildí.
Hann stóð þarna allan tímann og
neri hálsinn á Betsy, og reyndi
að veiða upp úr mér, hvert ég
ætlaði, án þess að spyrja mig
um það berum orðum. En hann
vissi nú samt alveg upp á hár,
hvert ég ætlaði, af því aú nann
veit yfirleitt allt setii-mér við kem
ur. Mér datt í hug, að hann ætl-
aði bara að hlæja að mér, en það
gæti hann ekki, ef ég segði hon-
um frá því. Svo að hann sagði,
að það væri allt í lagi, þó ég riði
merinni berbakt, ef ég kærði mig
ekki um hnakkb n, og ég opnaði
hliði’5 og reið af stað niður að
vegamóturium.
Þetta var i fyrrákvöld —
fimmtudagskvöld. Það var rétt
orðið dimmt, en ég gat samt séð
John standa við hliðið og halla
sér fram á grindina og horfa á
eftir mér. Ég hafði verið að
plægja nýja blettinn állan dag-
inn og var dauðlúinn. Þess vegna
reið ég ekki hart af stað, eins og
á sunnudagskvöldum, heldur
bara hægt og bítandi og lofaði
Betsy alveg að ráða ferðinni,
enda þurfti ég ekkert að flýta
mér, ef út í það er farið. Ég
'hafði næstum tvo klukkutíma til
umráða, en ekki nema þriggja
mílna veg að fara. Þess vegna fór
ég mér svona toægt.
2.
Allir vita, að ég hef verið að
hitta hana Naomi, yngstu dóttur
hans Lud Moseley. Og þetta
kvöld ætlaði ég að hitta hana
enn einu sinni. Lud vildi ekki
lofa mér að koma og hitta hana
nema einu sinni á viku — á
sunnudagskvöldum, en nú var
sem sagt fiimmtudagskvöld. Ég
hafði þrisvar eða fjórum sinnum
áður hitt hana á fimmtudags-
kvöldi, án þess að Lud vissi af
því. Naomi sagði mér að koma og
hitta sig á fimmtudagskvöldum.
Þess vegna hafði ég verið að fara
þetta, þó aö Lud segði, að ég
mætti ek'ki koma nema einu sinni
á viku. En Naomi sagði mér að
koma samt, og hún hafði a'lltaf
komið að hitta mig hjá rólunni,
sem er í einu trénu í garðinum.
Ég hef alls ekki neitt á móti
honum Lud Moseley. Það getur
hann John vitnað. Mér er ekk-
ert sérlega vel við hann, en það
er ekki nema eðlilegt og hann
veit hvers vegna. En einu sinni
á viku er ékki nóg að hitta
stúlku, sem manni þykir eins
vænt um og mér um hana Naomi.
Og ég held líka, að henni sé eitt-
hvað meinlaust ti'l mín, því að
annars væri hún ekki að segja
mér að koma á fimmtudagskvöld-
um, þó að Lud bannaði mér að
koma. Lud héldur að ef við hitt-
umst ofar en einu sinni, gaetum
við fundið upp á því að vilja
gifta okkur, án þess að hann
gæti spornað við því. Þess vegna
hefur hann sagt, að ég megi ekki
koma nema einu siinni á viku —
á sunnudagskvö'ldum.
Nú er hann að reyna að fá mig
dæmdan í tuttugu ára fangelsi
fyrir að stéla Skjótta klárnum sín
um, honum Léttfeta. Ég býst við,
að hann viti mætavel, að ég sta’l
ekki jálknum, en hann sér þarna
tækifæri til að ryðja mér úr vegi
þangað til hann getur g'rft hana
einhverjum öðrum. Þannig reikna
ég þetta út því að altir hér um
Slóðir, sem nokkrar spurnir hafa
af mér, vita að ég er enginn
hrossaþjófur. Það getur hann
Jahn Turner staðfest. Svo vel
þekkir hann mig. Ég hef unnið
svo lengi 'hjá honum, að einu
sinni reyndi hann að taka mig
inn í fjölskylduna, en það vildi
ég ekki lofa honum.
Jæja, á fimmtudagskvöldið var
reið ég sem sagt að heiman, ber-
ba'kt á henni Betsy. Ég drap dá-
lítinn tírna niðri við gilið, um það
bil míl'U vegar að heiman, og þeg
ar ég leit aftur á úrið mitt, var
klukkan á minútunni níu. Ég fór
á bak aftur og reið í áttina heim
til hans Lud Mosely. A'llt var
með kyrrð kring um húsið og
hlöðuna. Það var rétt kominn
háttatími hjá Lud. Ég reið beint
upp að húsagarðshliðinu, eins og
alltaf á fimmtudagskvöldum. Ég
gat séð Ijós í herberginu hennar
Naomi, þar sem hún svaf með
eidri systur sinni, henni Mary
Lee. Við höfum alltaf gengið að
því sem vísu, að Mary Lee væri
úti með ein'hverjum öörum, eða
þá færi í rúmið klukkan há'lftiu.
Þegar ég leit upp í gluggann, sá
ég að Naomi lá þversum á rúm-
inu og Mary Lee stóð hjá henni
og þær voru að tála saman um
eitthvað. Þetta leit illa út, þui að
Mary Lee fékk Naomi til að hátta
og fara í rúmið á undan sér, þá
tók það alltaf Naomi heilan
klukkutíma að komast út, því að
hún varð að bíða þess, að Mary
Lee sofnaði, áður en hún gæti
komizt út. Fyrst varð hún að bíða
eftir því, að Mary Lee sofnaði og
síðan varð hún að fara á fætur
og klæða sig i myrkrinu, áður en
hún gæti komið út í húsagarðinn,
að rólunni í trénu.
©