Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Side 7
3. Ég sat þarna á baki Betsy í heilt kortér og beið þess, að sam- tali þeirra systranna yrði lokið. Ég býst nú við, að hefðum við trúað Mary Lee fyrir leyndarmál inu, þá hefði hún brugðizt al- mennilega við því, en einhvern veginn gát Naomi a'ldrei hert sig upp í að hætta á það. Það var al'ltaf hugsanlegt, að hún brygð- ist i'lla við og kjaftaði frá því öllu saman í hann Lud Moseley, og það vildum við ek'ki eiga á hættu. Eftir nokkra stund sá ég Naomi standa upp og fara að af- klæða sig. Ég vissi, að 'þetta var sama sem, að ég yrði að bíða hennar í klukkutíma eða lengur, áður en hún gæti komizt út til mín. Tunglið var að koma upp og það var orðið bjart eins og um dag þarna úti í hlöðugarðinum. 6g hafði veriö vanur að opna hliðið og sleppa Betsy lausri í garðinum, en það þorði ég ekki í fyrraikvöld. Ef Lud Moseley Skyldi fana fram úr til að fá sér að drekka eða eitthvað þess hátt- ar, og verða litið í áttina að hlöð- unni og sjá hest standa þar, þá mundi hann annaðhvort halda, að þetta væri ein'hver af hans hestum, og þá fara út til að læsa hesthúsinu, eða þá mundi hann sjá, að þetta var ég, sem var þarna úti. Undir eins og hann sæi Betsy, sæi hann að minnsta kosti, að hann ætti ekki merina sjálfur, og þá hefði ég komizt í bölvun á staðnum og stundinni. Ég opnaði því hlöðudyrnar og teymdi Betsy inn og batt hana á fyrsta básinn, sem ég gat fundið í myrkrinu. Ég þorði ekki að kveikja Ijós, af þvi að ég vissi ekki nema Lud væri að horfa út um gluggann, einmitt í sama bili og sæi þá logann á eldspýtunni. Ég setti sem sagt Betsy á básinn, lokaði dyrunum og fór út aftur tll þess að bíða eftir Naomi, ef hún fengi tækifæri til að koma til mín út að rölunni. Kluikkan var orðin hálfeitt eða eitt, þegar ég var orðinn tilbúinn að leggja af stað heim. Það hafði dregið fyrir tunglið og nú var kol niðamyrkur í hlööunni. Ég sá ekki einu sinni hendurnar á mér, svona var dimmt. Ég þorði held- ur ekki nú að kveikja Ijós, held- ur þreifaði mig áfram og opnaði básinn til að teyma Betsy út. Ég sá e’kki nokkurn s'kapaðan h'lut og þegar ég tók á hálsinum á henni, datt mér í hug, að hún hefði nuddað af sér beizlið, eins og hún gerði allltaf, þegar hún þurfti að bíða lengur en henni þóknaðist. Ég þorði ekki að ríða henni heim beizlislaust, því að vel gæti hún fælzt í hlööugarðinum og vakið Lud Moseley. Ég þreifaði eftir beizlinu á gólfinu en fann ekk- ert. Svo gekk ég aftur að bás- hurðinni og þuklaði á henni, því að ég hélt, að ég gæti hafa tekið það út úr henni sjálfur í æsingn- um, þegar ég var að fara, og reyndar hékk þarna beizli. Ég lagði það við hana og teymdi hana út. Það var enn svo dimmt að ég sá ekki nokkurn skapaðan hlut og ég varð að þreifa mig áfram út að hliðinu. Þegar ég kom út á veginn, skellti ég mér á bak og lagði af stað heim, án þess að tefja lengur þarna hjá honum Lud Mosöley. Mér fannst Betsy brokka eitthvað skrítilega, af því að hún vaggaði, svo að ég ruggaði sitt á hvað, enda hafði ég engan hnakkboga að halda mér í. En ég var svo æstur að komast burt og láta e'kki ná í mig, að ég skeytti þessu ekki frekar. En ég komst klakklaust heim, tók út úr henni beizlið og setti hana á básinn sinn. Þá var klukkan orðin eitt eða tvö um nóttina. Næsta morgun eftir mat, þegar ég var í þann veginn að taka múl dýrin og spenna þau fyrir plóg- inn á nýja þlettinum, kemur þá ekki Moseley og þrír eða fjórir aðrir, iþeirra meðal hreppstjórinn flengríðandi eftir veginum frá borginni, og svo binda þeir hest- ana sína við slána. John kom út og klappaði hreppstjóranum á bakið og sagði honum einhverja skrítna sögu. Þessu fór fram í eimn hálftíma en þá spurði hrepp stjórinn Jo'hn, hvar ég væri. John sagði, að ég aet'laði að fara að p'lægja nýja blettinn, þar sem hann hefði sáð korni í vor, en hreppstjórinn sagðist hafa hand- tökuskipun á mig.----Fyrir hvað? spurði John, eða væri hann kannski að gera að gamni sínu? En hreppstjórinn sagði, að það það væri fyrir að stella þeim skjótta hans Luds — honum Létt- feta. JOhn hló bara, því að enn hélt hann, að hinn væri bara að spauga, en þá dró hreppstjórinn bara upp Skjalið og sýndi honum. En John vildi enn ekki trúa og sagði, að hér hlyti að vera ein- hver miss'kilningur á ferðum, því að ég færi aldrei að stela hesti, fullyrti hann. John veit ósköp vel, að ég er enginn hrossaþjóf-' ur. Ég hef aldrei komizt í neins konar k'landur, á a’llri minni lífs- fæddri ævi. Þeir fóru nú með mig beint til borgarinnar og settu mig þar í fangaklefa. Ég vissi, að ég hafði ekki stölið klórnum hans Luds, og var því ekki nokkra vitund hræddur. En strax þegar þeir voru búnir að flytja mig til borg arinnar, riðu þeir til baka og hreppstjórinn gáði inn í hlöðuna, og þar fundu þeir þann skjótta hans Luds í básnum hennar Betsy. John sagði, að þetta hlyti að vera einhver misskilningur, þar sem hann vissi, að ég færi aldrei að stela hesti, og það væri hann alveg hárviss um. En þama var klárinn, sá skjótti, hann Léttfeti, og beizlið hans hékk á stoðinni. Næst fóru þeir heim til Luds mældu sporin mfn í hlöðugarðinum og auk þess fundu þeir beizlið af henni Betsy. Lud Moseley sagði, að ég hefði komið þarna á merinni hans Johns, sleppt henni svo lausri, beizllað síðan hann Léttfeta og riðið honum burt. En það lítur helzt svo út, sem ég hafi gleymt að loka þeim almennilega, þegar ég kom Betsy fyrir og hún hafi svo einhvern tíma komizt út og heim, einhvern tíma næturinnar. Lud Moseley segist ætla að koma mér í tuttugu ára fangelsi, þar sem ég geti engum áhyggjum valdið honum út af yngstu dóttur hans, henni Naomi. Hann vill gifta hana ekkli, sem býr hand- an við vegamótin og á tuttugu plóga og stórt hús með fimmtán herbergjum í. John Turner segist skulu ráða bezta lögfræðing borg arinnar til þess að taka að sér málið fyrir mig, en ég er hrædd- ur um, að það verði lítið gagn í því, þar sem förin mín eru um all an hlöðugarðinn hjá Lud, og svo fannst hann Léttfeti auk þess í hlöðunni hjá honum John. Ég býst nú við, að ég geti ein- hvern veginn snúið mig út úr þessu, ef ég tek það í mig. En mér er illa við allt Slíkt. Það mundi koma óorði á hana Naomi, því að ef ég segðist hafa verið að finna hana og sett Betsy á bás- inn, til þess að fela hana, og svo tekið Léttfeta í misgripum í dimm unni, þegar ég fór — ja, það mundi bara líta illa út. Hún mundi verða að játa, að hún hefði verið vön að læðast út á fimmtu- dagskvöldum, og þetta mundi al’lt líta fjandalega út. Henni gæti ein hvern tíma dottið í hug, að segj- ast heldur vilja giftast einhverj- um öðrum heldur en mér, og þá fengi hún á sig óorð fyrir að hafa verið að dingla við mig — og læðast út úr húsinu, eftir háttatíma, til að hitta mig. Naomi veit ósköp vel, að ég er enginn hrossaþjófur. Hún veit alveg, hvernig þetta gekk til — að ég reið þeim skjótta hans Luds — honum Léttfeta — fyrir mis- tök í dimmunni og Skildi báshurö ina eftir opna, og svo fór Betsy út og heim, upp á eigin reikning. Lud Moseley hefur verið að kjafta því í hvern sem nennir að hlusta á hann, um ailt dómhúsið, að hann skuli koma mér í tutt- ugu ára tugíhús, svo að hann geti gift hana Naomi ekkjumanninum, með tuttugu plógana í gangi. Mér sýnist hann vera hreýkinn af þessu — að hafa veitt mig í gildr- una, og kannski tekst honum líka að koma mér í steininn, áður en Naomi fær tækifæri til að segja hreinskilnislega frá öWu, sem hún veit að er sannleikurinn í mál- inu. Ég gæti vel sagt hreppstjóran- um hreint út, hvernig þessi mis- Framh. á bls. 15 Björn Daníelsson Ljóð meðan fallbyssan þrumar meðan hjartablóð milljónanna streymir úr sárum undum meðan lifendur gráta bíða óg:na bíða dauðans hungurtærð börn troða helveg: meðan g:amall maður spyr uppí liimininn hversveg:na? á mcðan í mjúku hæg:indi við angan rósanna sætt hrísg:rjónavínið vermir kaldar taugar hversvegna? spyr hann er rökkur í mfnum grarði hversveg:na ekki brennt meira tundur? þjónar seg:ir hann berið mér hunang og: höfug: vín látið ambáttir dansa brennið þið borgrina Óg vil ljós í mlnum grarði. Þetta iljóö birtist í Jóla- blaði Lesbókar en nokkr- ar línur féflu aftan af því og eru höfundur og les- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.