Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Qupperneq 5
Svo lengi lcenr sem lifir Hún er oft áleitin og kröfu- hörð menntagyðjan eins og dæmi Sveins Guðmundsson- ar sannar, en hún dró hann frá búi sínu vestur í Reyk- hólasveit sl. haust og skipaði honum við fótstall sinn. Þar með er ekki öll sagan sögð. Sveinn tók fjölskyldu sína með sér suður, alls 7 manns, en þar sem það reyndist ókleift að fá leiguhúsnæði fyrir allan þennan hóp í Reykjavík með viðráðan- legum kjörum, settist fjöl- skyldan að i Hveragerði. Sveinn fékk hins vegar inni hjá móður sinni í Reykjavík, en fer um hverja helgi austur með áætlunarbil. Hann stundar nám við Kennarahá- skóla Islands og sækir þar einkum tíma i íslenzku og kennslusálarfræði. Standist hann próf í vor fær hann skipun i kennaraembætti, en kennslu hefur hann stundað með búskapnum um langt skeið. — Er kennarinn ef til vill að vinna sigur yfir bóndanum í þér, — spurði ég Svein, er ég hitti hann á heimili móður hans nú fyrir skömmu. — Ég hygg að þessi námsdvöl verði til þess, — svarar hann. — Ég hef nefnilega meira gaman af þvi að umgangast ungt fólk heldur en skepnur. Samt er ég búfræðingur að mennt, og hef ekki haft réttindi til kennslu, þó að ég hafi alltaf stundað þetta af og til. Ég byrjaði að kenna 19 ára gamall og hafði þá bara al- þýðuskólapróf. Þannig stóð á, að það vantaði farkennara i Helgu- staðahrepp i Reyðarfirði og aumingja fólkið varð að notast við þennan viðvaning. Seinna fluttist ég vestur og tók við búi að Miðhúsum, þaðan sem konan min er, og eitt haustið vantaði kennara að Reykhólum, og ég var fenginn til starfsins. Þar kenndi ég um skeið og hafði talsverð afskipti af skólamálum, en siðastlið- in ár hef ég kennt hér og þar, siðast á Hvolsvelli. Nú, það var eiginlega konan min, sem fékk hugmyndina að þessu námi, og ég fékk ársleyfi frá störfum og mjög góða fyrirgreiðslu frá menntamálaráðuneytinu. Þetta á sér sem sé talsverðan aðdraganda, og kennarinn er að likindum að vinna sigur yfir bóndanum. — En þú hefur ekki þegar brugðið búi? — Nei, i vetur hef ég ráðsmann og í vor förum við vestur aftur. Við höfum ekki afráðið, hvar við setj- umst að siðar, en ég vonast til að fá kennarastöðu, þar sem er góð náms- aðstaða fyrir krakkana mína. Þeir eru fjórir, en elzti strákurinn er nú i vetur við menntaskólanám á ísafirði. Hann og konan hafa undanfarna vet- ur séð um búið. Við erum með 13 BÓNDI í KENNARAHÁSKÓLA Guðrún Egilson ræðir við Svein Guðmundsson frá Miðhúsum í Reykhólasveit Hér er Sveinn i hópi skólafélaga í Kennaraháskólanum síðastliðinn vetur. nautgripi og 170 ær, en jörðinni fylgja hlunnindi, varp og selur. — Hverjar hafa verið þínar aðal- kennslugreinar? — Einkum náttúruf ræði, landa- fræði og islenzka, og væntanlega kem ég út sem betri islenzkukennari eftir þessa námsdvöl. Ég sæki alla islenzkutima i skólanum með þremur árgöngum, og kynnist nýjum stefn- um i setningafræði auk hljóðfræði og bókmennta. Þetta eru yfirleitt af- burðakennarar og ég finn ekkert fyrir þvi, að þeir eru miklu yngri heldur en ég. — Og hvað þá skólafélagar þínir? — Þrátt fyrir þennan mikla aldurs- mun verð ég sama og ekkert var við kynslóðabilið. Ég á þarna m.a. gami- an nemanda, sem mér finnst miklu skemmtilegra að tala við núna. þeg- ar við erum jafningjar. Yfirleitt er þetta æskufólk ákaflega vel á vegi statt, miklu betur en ég þekkti í minu ungdæmi. Það er opinskárra. hreinskilnara og virðist með óllu laust við undirferli, sem mín kynslóð á til i rikum mæli. Ég hygg. að kennarar ættu að gera meira af því að sækja skóla með ungu fólkí og umgangast það sem jafningja. Með þvi móti komast þeir betur i sam- band við sína eigin nemendur og geta upprætt fordóma, sem oft gera vart við sig milii fólks á ólikum aldursskeiðum. Kennaranámskeið eru sjálfsógð og nauðsynleg. en þau geta aldrei borið sama árangur og raunveruleg skólavist. — Finnst þér þú njóta einhverrar sérstöðu i skólanunt? — Kennararnir eru stundum væg- ari við mig en aðra og stundum ekki. Kennslustund I Kennaraháskólanum. Sveinn frá Miðhúsum með fimm skólasystrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.