Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Side 11
Hafsteinn Björnsson □ULRŒn EFm □G TRÚRR REVnSLfl og aðra ættingja, sem hafa lifað fyrir svo löngu, að fundargestur- inn þekkti þá aðeins lauslega eða alls ekki — í stað þess að gefa upplýsingar um látna foreldra, frænda og frænkur o.sv.frv. Þetta einkenni á sér ekki alltaf stað, en er nógu algengt hjá honum til þess að það hefur vakið athygli okkar og það hefur ei'nnig þýð- ingu fyrir matið á niðurstöðum tilraunar þeirrar, sem hér um ræðir. Þegar Hafsteinn dvaldist í New York veittist tækifæri til þess að gera tilraun undir strangara eftir- liti, svipuðu opinberum skyggni- lýsingarfundum þeim, sem hann venjulega heldur, en þó þannig, að sneitt yrði hjá ýmsum ann- mörkum þeirra. Tilraunin fór fram í Chester F. Carlson rann- sóknarstofu A.S.P.R. 15. ágúst 1972 á vegum félagsins. AÐFERÐ F'undarmenn voru tíu og frá íslandi, aðallega ungt fólk og til- tölulega stutt var um liðið síðan það kom tii Bandaríkjanna. Fimm þeirra höfðu áður sótt miðils — eða skyggnilýsingarfundi hjá Hafsteini á íslandi, en flestir nokkrum árum áður. Á þrjátíu og fimm ára virkum miðilsferli Hafsteins hafa þúsundir manna sótt fundi hans fyrr eða siðar og þar sem íbúatala islands er aðeins rúmlega 200.000 er þetla fólk oró- ió allstór hluti þjóðarinnar. Eng- inn fundarmanna var hins vegar náði yfir þvert herbergið og niður í gólf, skildi þá frá miðlinum og E.H. Með því móti sáu miðillinn (og E.H.) og fundarmenn ekki hverjir aðra. Áður en I.S. fór með fundar- menn inn í herbergið brýndi hann fyrir honum að tala ekki á fundinum og lét hann fá tvo eyrnatappa til þess að stinga i eyrun. Þegar hann var setztur hjálpaði I.S. honuin að setja á sig stereo-heyrnartæki. Þegar Haf- steinn talaði hlustaði fundarmað- ur á Klarinettukonzert eftir Mozart, sem var leikinn frekar hátt. Áður höfðum við prófað eyrnatappana og heyrnartækin með stereo-tónlistinni og komizt að þvi, að ómögulegt var að heyra það, sem var sagt hinu megin við tjaldið. Með þessu var ætlunin að koma í veg fyrir að fundarmenn heyrðu það, sem miðillinn segði. Þegar fundarmaður var setztur meó heyrnartækin á sér gaf I.S. E.H., sem var handan tjaldsins með Hafsteini, merki um að fund- armaður væri tilbúinn. I.S. settist þá á stól i forstofunni rétt hjá opnum dyrum tilraunaherbergis- ins og þaðan gat hann fylgzt með fundarmanni og fullvissað sig um, að hann tæki ekki heyrnartækin af sér meðan Hafsteinn gaf lýs- ingu sína. Hafsteinn lýsti síðan því, sem hann sá, og E.H. hljóðritaði það. Þegar Hafsteinn liafði lokið máli sínu gaf E.H. I.S. merki um að skyggnilýsingunni væri lokið og undan aðstæðunum. Hann veitti því þó eftirtekt, að hann átti erfitt með að halda aðgreindum þeim áhrifum, sem hann varð fyrir frá hverjum einstökum fundar- manni. Hann gat þess einnig, að hann hefði orðió fyrir endurtekn- um áhrifum frá einhverjum fram- liðnum allan fundinn. Þegar skyggnilýsingunum var lokið voru þær vélritaðar af segul- böndunum. Síðan voru fundar- rnenn kallaðir fyrir A.S.P.R. einn af öðrum, og hverjum og einum voru afhentar allar tíu skýrslurn- ar með lýsingunum og hafði þeim verið raðað af handahófi. Hver fundarmaður var beðinn að segja til um hvaða lýsing ætti helzt við um hann. Hann varð líka að rök- styðja val sitt með því að útskýra hvaða atriði í skýrslunni virtust rétt og hvernig hann væri skyldur eða hvernig hann hefði þekkt þær persónur, sem hann kannaðist við af lýsingunum. Síðan var fundar- maðúr beðinn að raða hinum lýs- ingunum eftir þvi hvernig þær vörðuðu hann. Eins og þegar hefur verið minnzt á, telur Hafsteinn sig oft sjá látið fólk, sem er ekki náskyU fundarmanni en eru fjarskyldir ættingjar eða vinir foreldra hans. Flestir fundarmanna voru ungir og kváðust litið vita um látna, fjarskylda ættingja. Þvf var ákveðið, að E.H. færi með lýsing- arnar til foreldra fundarmanna eða annarra náskyldra ættingja á Islandi til þess að afla viðbótar- TILRAUN MEÐ ISLENZKA MIÐILINN HAFSTEIN BJÖRNSS0N lan Stevenson, Guöm. Halldörss( Greinin birtist í tímariti Banda- ríska söiarrann- söknafélagsins í apríl í vor HAFSTEINN Björnsson er ís- lenzkur miðill, sem hefur vakió mikla athygli fyrir hæfileika sína á íslandi. Félagar i Sáiarrann- sóknarfélagi íslands hafa fylgzt ítarlega með honum og sumir þeirra hafa birt skýrslur um fundi sína með honum i bókar- formi á íslenzku. Aðferðir Hafsteins til þess að afla yfirskilvitlegrar vitneskju um fundargesti sína eða fólk, sem þeir hafa þekkt,- eru einkum tvenns konar. 1 fyrsta lagi fellur hann oft i dásvefn (trans), og gera þá vart við sig einn eða fleiri „stjórnendur“ ásamt öðrum persónum sem hafa beint sam- band við fundargesti og veita uppiýsingar meó svipum hætti og gerist hjá öðrum transmiðlum. Gestir á þessum fundum eru venjulega fimm til sjö talsins og meginþorri funda hans er með þessum hætti. Bráðabirgðaskýrsla um tvö tilfelli á miðilsfundum Hafsteins var birt á fundi dulsál- fræðifélagsins 1972 og fullnaðar- skýrslur um þessi tilfelli verða birtar i næstu tölublöðum tima- rits félagsins. . 1 öðru lagi getur Hafsteinn séð framliðna umhverfis fundargesti og virðist þá vakandi og án þess að sýnilegar breytingar verði á vitund hans og persónuleika. Hann gefur lifandi og oft nákvæmar lýsingar á hinum framliðnu. Hann getur oft nafn- greint þá, sem hann kemst í sam- band við, og auk þess hús og kaupstaði, þar sem þeir voru bú- settir. Sá einstæði hæfileiki Haf- steins að fara rétt með nöfn skip- ar honum í flokk fágætra miðla, því þeir eiga flestir erfitt með að ná réttum nöfnum. I þessum fá- ntenna hópi miðla er Mr. A. Wilkinson, sem J. Arthur Hill rannsakaði (1917). Hafsteinn heldur venjulega skyggnilýsingafundi sína á opin- berum stað þar sem fimmtiu, hundrað eða nokkur hundruð fundargesta geta verið viðstaddir. Þegar Hafstejnn hefur lýst fram- liðnum eða hópi framliðinna, spyr hann venjulega hvort nokkur við- staddra þekki þá og býður áheyr- endum aó spyrja spurninga um þá. Hann svarar sið- an spurningunum eftir beztu getu og þar með getur kom- ið fram nákvæmari lýsing á persónueinkennum eða atburð- um. Þannig geta farið fram nokk- ur orðaskipti milli miðilsins og fundargests og oft svarar fundar- gesturinn viðstöðulaust ef miðill- inn segir eitthvað um mann, sem hann þekkir. Þeir, sem Hafsteinn kemst i samband við, eiga það stundum sammerkt, sem er óvenjulegt og furðulegt, að þeir eru allt að tveimur kynslóðum eldri en fundargesturinn. Þannig getur Hafsteinn rætt um afa og ömmu persónulega kunnugur Hafsteini og hann þekkti engan þeirra. Að undanteknum tveim persónum þekktu þeir, sem sáu um tilraun- ina ekki fundarmenn áður en þeir tóku þátt í tilrauninni. Við völd- um fyrstu tíu íslendingana, sem buóu sig fram sem sjálfboðaliða i tilrauninni. Við fengum nöfn þeirra hjá islenzkum fyrirtækjum í New York eða hjá Islendingum, sem hjá þeim starfa. Síðdegis þann dag, sem tilraun- in var gerð, söfnuðust fundar- menn fyrst saman í bókasafni A.S.P.R. þar sem við hittum þá báðir og skýrðum út fyrir þeim hvernig tilrauninni væri háttað. Síðan koin Hafsteinn frá íbúð sinni á fimmtu hæð byggingarinn- ar og hann og Erlendur Haralds- son (E.H.) settust saman í til- raunaherberginu (á hæðinni fyrir ofan bókasafnið) bak vió ógagnsætt tjald. Þetta tjald skildi mióilinn og E.H. frá um það bil helmingi tilraunaherbergisins, þar á nieðal dyrunum. Þannig gátu hvorki Hafsteinn né E.H. séð þá, sem inn komu eða fóru frá ytra helmingi herbergisins. Sam- kvæmt ósk Hafsteins var herberg- ið hálfmyrkvað. Ian Stevenson (I.S.) var í bóka- safninu og skrifaði hjá sér nöfn og heimilisföng fundargesta og ákvað af handahófi í hvaða röð þeir kæmu inn i tilrauna herberg- ið. (Hafsteinn og E.H. fengu ekki að vita um þessa röð fyrr en seinna). Síðan fór I.S. með fundargestina, einn og einn í einu inn í tilraunaherbergið þar sem þeir settust nálægt dyrunum, þannig að áðurnefnt tjald, sem I.S. tók heyrnartækin af fundar- manni og gaf honum bendingu um að hann mætti fara úr her- berginu.Fundarmaður fór þá úr byggingunni án þess að fara aftur til bókasafnsins, I.S. fór svo niður í bókasafnið og kom með næsta fundarmann. Fundirnir stóðu í fimm mínútur hver að meðaltali, en alit frá fjórum upp í sjö minút- ur. Nokkrir fundarmenn voru spurðir að þvi hvort þeir hefðu heyrt nokkuð þegar þeir voru inni í fundarherberginu. Þeir sögðu allir, að þeir hefðu ekkert heyrt nema tónlistina. Mestallan tím- ann, sem þeir voru í hálfmyrkv- uðu fundarherberginu, fylgdist I.S. stöðugt með þeim. Enginn fundarmanna reyndi að taka af sér heyrnartækin til þess að heyra það, sem Hafsteinn var að segja. En vegna smábreytinga á lýsingunni í anddyrinu þar sem I.S. sat gegnt opnum dyrum til- raunaherbergisins, brá stundum svo við, að hann gat ekki séð fundarmenn greinilega. Hann er þó viss unt, að enginn þeirra hafi reynt að taka af sér tólin. Hafsteinn var ekki í transi þeg- ar þessi tilraun var gerð. Hún liktist opinberum skyggni- lýsingarfundum hans, nerna hvað þannig var frá gengið, að hvorki Hafsteinn né sá, sem tilraunina gerði, gætu vitað hver fundar- maður var hverju sinni. Þeir gátu ekki séð fundarmenn og hann gat ekki heyrt hvað miðillinn sagði. Fundarmenn virtust hafa jákvæða afstöðu til tilraunarinn- ar og Hafsteinn lét sjálfur í ljós áhuga á henni og kvartaði ekki upplýsinga. Ef E.H. taldi, að árangur þessara athugana gæfi tilefni til þess að biðja fundar- mann að endurskoða röðun sina á lýsingunum gerði hann það. Einn fundarmanna ungfrú E., ákvað að breyta mati sínu. (frásögn ungfrú E. birtist í heild hér á eftir). Vitneskjan frá ættingjunum var einnig ætluð til þess að hana mætti nota til að sannprófa á sjálfstæðan hátt yfirlýsingar fundarmanna um skyldleika sinn og þess fólks, sem þeir könnuðust vió í skýrslunum, og draga úr likum á því, að þeir annaðhvort ýktu slikan skyldleika eða þeim sæist yfir mikilvæg atriði. Öll þessi aukarannsókn og endur- skoðun fór fram áður en I.S. sagði E.H. frá raunverulegri röó fundarmanna. Flestir fundarmanna héldu þvi fram. að þeir gætu fundió eitt- hvað, sent skipti máli fvrir þá. i aóeins einni lýsingu eða tvejmur. svo ekki reyndist kleift eins og ætlunin var í upp- hafi að gera nákvæma heild- arrannsókn á röðuninni á lýsingunum. Þegar allir fundar- menn höfðu raðað lýsingunum að svo ntiklu leyti sem það var unnt og ættingjar þeirra höfðu lesið þær og E.H. talað við þá, sendi hann I.S. þá röðun, sem fundar- menn höfðu ákveðið á hinum ýmsu lýsingum og að svo búnu sendi I.S. E.H. hina raunverulegu röö svo að hann gæti jafnframt borió hana saman við röðunina, sem fundarmenn ákváðu. Niðurstöður. Fjórir hinna tíu fundarmanna völdu þá lýsingu, sem Hafsteinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.