Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 3
staðnæmzt með öllu. Þar hreyfð- ist það ekki úr því. 2. maí 1970. Bjart í veðri og fyrstu merki vors í lofti. f Þjórs- árdal á Suðurlandi, um 15 km norðvestur af Heklu, er saman kominn allstór hópur manna og er í hátíðaskapi. Verið er að vígja eitt hið mesta mannvirki, sem reist hefur verið á Islandi, 220 þúsund kílóvatta vatnsaflsstöð, þá lang- stærstu í landinu. Orka þessarar stöðvar er að miklu leyti ætluð nýbyggðu álveri, sem Alusisse hefur reist um 15 km suðvestur af Reykjavík. Stóriðnaður er að hefj- ast fyrir alvöru á fslandi. Vígsluathöfnin fer fram í hin- um mikla vélasal aflstöðvarinnar. Forseti fslands, forsætisráðherra og aðrir mektarmenn flytja þar ræður. Forsetinn, Kristján Eld- járn, er gagnkunnugur þessum dal. Sem ungur fornleifafræðing- ur vann hann þar að uppgreftri bæjarrústa sumarið 1939 ásamt skandinavískum fornleifafræð- ingum. í þessum dal var blómleg byggð á fyrstu öldum íslenzkrar búsetu, enda veðursælt þar. En árið 1104 gaus Hekla f fyrsta sinn eftir landnám. Var það gífurlegt gos og grundvallaði þá frægð af endemum, sem þetta fjall átti sfð- an vísa öldum saman á megin- landi Evrópu, sem aðalinngangur helvítis, eða helvíti sjálft. Hið feiknlega vikurfall i þessu gosi lagði meginhluta Þjórsárdals svo gjörsamlega í eyði, að þar reis ekki byggð að nýju fyrr en nú, næstum níu öldum síðar í sam- bandi við hina nýju virkjun. í allar þessar aldir var innri hluti dalsins að mestu gróðurvana vik- urauðn, ljós yfir að lita, því að 1104-gjóskan var hvítur líparft- vikur. En í sambandi við virkjun- ina hafði verið lagt kapp á að græða upp þessa auðn til þess að hefta sandfok kringum aflstöðina. Með rfkulegri áburðarnotkun reyndist þetta framkvæmanlegt, svo nú gat að líta graslendi allt um kring og forseti landsins og fleiri ræðumenn fóru um það fjálgum orðum, að þessi hvíta eyðimörk hefði nú aftur fengið hinn græna lit gróðursins. Þrem sólarhringum síðar buldi gróf gjall- og öskuhríð á þaki afl- stöðvarinnar. Heklugos var hafið. Og er gjóskufallinu linnti eftir tvær klukkustundir var dalurinn aftur eyðimörk yfir að lfta. Sú eyðimörk var svört. Þetta eru þrjár svipmyndir úr sögu þjóðar, sem í ellefu aldir hefur lifað í landi, sem þrátt fyrir að það ber kuldalegra nafn en nokkurt annað byggt land, er þó í vissum skilningi hið heitasta, eitt af þeim um 25 svæðum á jörðinni, sem jarðfræðingar nefna nú „heita belti“ (hot spots), þ.e. svæði þar sem miklu meira er um hitastreymi úr möttli jarðar upp að jarðskorpunni og upp i gegn- um hana en á öðrum svæðum. Allt er tsland að heita má hlaðið upp í eldgosum og um þriðjungur þess virkt jarðeldasvæði, og er það að- allega á belti, sem liggur um land- ið þvert frá norðri til suðurs og greinist í tvö belti sunnanlands. Þetta jarðeldasvæði er hluti þess sprungu- og hryggjakerfis, sem liggur eftir Atlantshafinu endi- löngu og raunar um öll heimsins- höf. A íslenzka jarðeldasvæðinu er að finna nær allar gerðir eld- fjalla, sem fyrirfinnast á jörðinni, en algengastar eru gigaraðir, svo sem áðurnefndir Lakagigar, og hafa þær ásamt dyngjum af Skjaldbreiðsgerð framleitt feikn- in öll af hrauni, svo að síðan kvarterísöldin leið hefur ekk- ert svæði komizt þar í samjöfnuð nema Hawaiieyja. Sérkennandi fyrir ísland er, að nokkrar meðal virkustu og stórvirkustu eld- stöðva landsins eru þaktar eilíf- um ís og samfara gosum í þeim eru ferleg jökulhlaup, þar eð eld- gosin bræða jökulísinn neðanfrá, þar til bræðsluvatnið fær fram- rás. Er mesta eldfjall landsins, Hnappafellsjökull, gaus vorið 1362, eyddi vikurfallið og jökul- hlaupin blómlegri byggð við ræt- ur fjallsins svo gersamlega, að sú byggð, sem reis þar að nýju mörg- um áratugum síðar, ber enn nafn- ið öræfi. Talið er, að um þrjátiu eldstöðv- ar hafi gosið á tslandi síðan það byggðist og þar verði eldgos að meðaltali um fimmta hvert ár. Það er og eitt af einkennum eld- virkni á tslandi, að margar eld- stöðvar þar gjósa ekki nema einu sinni og að á jarðeldasvæðum landsins getur ný eldstöð myndazt svo að segja hvenær sem er og hvar sem er. Oftast verður þetta mannabyggð fjær, en fyrir kemur að sprungur opnast og spúa eldi alveg við mannabústaði. Svo varð fyrst svo vitað sé undir lok 9. aldar, er jarðeldur brauzt út við bæ eins af landnámsmönnunum. „þar var bærinn sem nú er borg- in“, segir i Landnámabók. Borgin er eldfjallið Eldborg i Hnappa- dal. Og síðast kom eldur upp i byggð, er 1M km löng sprunga opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 austan á Heimaey, um 200 m frá syðstu húsunum í mikilvæg- ustu verstöð landsins, Vest- mannaeyjakaupstað. Þetta gos varaði um 5 mánuði og þar sem áður voru íbúðarhús rís nú nýtt fjall, 215 m hátt, og þriðjungur þessa athafnabæjar, sem árlega dró úr sjó um tólfta hluta útflutn- ingsverðmætis Islendinga, er nú horfinn undir gjósku og hraun. Hvernig unir nú íslenzk þjóð því að búa á svo eldvirku landi? Hvert er viðhorf hennar til eld- fjalla þess? Fjölmörg örnefndi bera þess vitni, að eldvirkni og fyrirbæri henni tengt, jarðhitinn, hafa vak- ið furðu landnámsmanna, enda höfðu þeir ekki reynslu af slíku frá sínum fyrri heimkynnum. Ekki er ólíklegt, að nokkuð af lýsingunni á Ragnarökum í Völu- spá sé innblásið af miklu ösku- gosi. En svo sem vikið var að i frásögninni af kristnitökunni lærðu íslendingar fljótlega að líta þessi náttúrufyrirbæri raunsæj- um augum. Hjátrúar verður lítið vart á íslandi í sambandi við eld- fjöll. Sú trú að helvíti væri undir Heklufjalli var Islendingum löng- um framandi. í frásögnum af eld- gosum sem öðrum náttúruham- förum fyrri alda á íslandi er oft- ast nær það eitt þjóðsagnakennt, að alltaf kemst ein persóna af með einhverju móti — þjóðarsál- in viðurkennir ekki algera upp- gjöf fyrir náttúruöflunum. Víst taka Islendingar eldfjöll sín al- varlega. Þeirhafaskipulagt aðvör unarkerfi og aðrar aðgerðir á jarð eldasvæðum landsins til þess að reyna að draga úr tjóni af eldgos- um og reyndist þetta vel í gosinu á Heimaey. En þeir eru einnig, allt frá þeim tima, er rómantikin tók að opna augu manna fyrir náttúrufegurð, fullir aðdáunar á fegurð eldfjalla sinna, svo að næstum jaðrar við tilbeiðslu á sumum þeirra. Það sem Popoca- tepetl og Ixtachiuatl eru íbúum Mexókóborgar og Fuji Japönum, er Snæfellsjökull Reykvíkingum. Þegar Heklugosið mikla 1947/48 stóð yfir virtist sumt fólk í grenndinni hafa einna mestar áhyggjur af því, að form fjallsins kynni að aflagast eitthvað við gos ið. Og nútima Islendingar hafa lært að færa sér í nyt í æ ríkara mæli þann mikla jarðhita i land- inu, sem er ein af afleiðingum þess, að það er ungt eldf jallaland. Þegar frá upphafi íslandsbyggðar hafa þeir notað heitar laugar til þvotta og baða. Frægt er það at- riði í sambandi við kristnitökuna árió 1000, að þegar sklra átti Norðlendinga, sem þar voru á þinginu,varð að fara með þá til Laugarvatns, þar eð þeir veigruðu sér við að láta skira sig í köldu vatni. Eitt af örfáum varðveittum minnismerkjum frá miðöldum á íslandi er laug sagnaritarans mikla Snorra Sturlusonar í Reyk- holti. A leirhverasvæðum tíðkað- Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.