Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 15
ARGERÐ 1975 CITROEN IMJUM BÉINGI BILAR • Lítið eitt minni • Byggður á grind • Framhjóladrií • Loít- og vökva- fjöðrun, stillan- leg hæð • Völ á tveimur vélarstærðnm ÁriS 1956 hleypti Citroén af stokk unum þeirri gerð, sem slðan hefui veriS framleidd svo aS segja óbreytt. Sá blll hefur haft sérstöSu um ýmis tæknileg atriði: Loft- og vökvafjöSr- un, stillanlega hæS og yfirbyggingu úr lausum einingum, sem fljótlegt er að losa og nema á brott ef með þarf. Hann hefur umfram allt verið hraða- akstursblll, sem ekki nýtur sln til fulls fyrr en komið er yfir 80 km hraða og aksturinn einkennist af mikilli mýkt. Hins vegar hefur hann aldrei verið snar I viðbragði og hljóð- ur hefur hann ekki talizt. Slðustu árin hefur legið I loftinu, að ný gerð væri væntanleg og nú hafa Citroen-verksmiðjurnar staðfest það með þvl að senda út myndir af hinum nýja Citroen, sem fær ein- kennisstafina CX I stað DS. Fram- leiðsla hefst um leið og byrjað verð- ur ð árgerð 1975 nú I haust, en hingað til lands verður blllinn ekki afgreiddur fyrr en eftir áramót. Svo sem sjá má af myndunum. hefur Citroen GS mjög verið lagður til grundvallar, þegar útlitið var mótað. Óneitanlega hefur Citroen misst þann sér- stæSa svip, sem hann löngum hefur haft, og minnir hann nú miklu meira á ýmsar aðrar gerSir, svo sem Lancia. Hver er svo breytingin frá þvl sem verið hefur? í fáum orðum er hún sú, að blllinn er aðeins minni: 4.63 m á lengd i stað 4.87 áður. Og breiddin er nú 1,73 m f stað 1,80 ðður. Auk þess er um talsverða útlitsbreytingu að ræða. Í a&alatriðum virðist hafa verið tekið mið af Citroen GS, þ.e. minni gerðinni, sem kom fram fyrir nokkrum árum og hefur reynzt mjög vel. Á hlið hefur tekizt að halda nokkru af hinum gömlu einkennum Citroen með þvf að afturhjólið er hutið að nokkru, en fvið minna en áður. HliSarsvipurinn er einkar fal- legur, en „andlitið" eða framendinn er teiknaður næstum alveg eins og á Citroén GS og getur naumast talizt eins hreinlegur og einfaldur f formi og hann var áður. Að aftan hefur verið fleygt öllum fyrri einkennum og má nú segja, að afturendinn sé alveg eins og á Lancia og fleiri hálf- afturbyggðum bflum. Að innan er hönnunin öll ný og nú er skiptingin i gólfinu. Um tæknileg atriði er það að segja, að loft- og vökvafjöðruninni ei að sjálfsögðu haldið, einnig fram- hjóladrifinu. í fyrstu verður völ á tveimur vélum, 1 10 og 123 hestafla; þar er um að ræða vatnskælda vél og er hún þverstæð að framan. Hér ei byggt á þvf sem áður hefur verið gert og er augljóst, að þessi gerð markar ekki önnur eins tfmaniót, tæknilega séð, og Citroen gerði 1956. Engu að sfður getur hér verið ágæt endurbót á góðu tæki og er það þá einkum og sér I lagi vélin, sem mátti endur- bæta, en hún var nokkuð gömul orðin. Með minni vélinni verður há- markshraðinn 167 og 179 meS þeirri stærri. Þvf miður hafa Frans- menn ekki birt tölur um viðbragðs- hraða, en hann getur naumast verið mjög harðvltugur, þvl uppgefin bens fneyðsla er heldur minni en var áður. Heildarþyngdin er IFka nokkru minni eða 1 265 kg og farangursrými að aftan rúmar hálfan rúmmetra, sem ætti að vera talsvert betra en var. Eitt af þvf sem óvenjulegt getur talizt er það, að aðeins ein stór rúðuþurrka er að framan. En eftir þvf sem ráðið verður af þeim upplýs- ingum, sem borizt hafa, er boddýið nú rafsoðið saman á svipaðan hátt og gengur og gerist en ekki úr laus- um hlutum. Það hefur þann ókost að ekki er eins auðvelt að skipta um ákveðinn hluta eftir skemmd eða árekstur til dæmis. En á móti kemur það. að bfllinn ætti að vera hljóðari, þvf lausu boddýhlutarnir vildu gefa frá sér margvfsleg hljóð, að minnsta kosti á malarvegi. Ekki er þess getið, að Citroén CX verði fáanlegur sjálf- skiptur fyrst um sinn, en fleiri gerðir koma án efa síðar, þar á meðal fburðarmeiri gerð, hliðstæð Pallas, og flogið hefur fyrir, að bfllinn verði einhverntíma á næstunni fáanlegur með sex strokka vél. Þar sem fjöðr- unin er sú hin sama og áður og einnig framhjóladrif. má ætla, að hinn nýi Citroén CX verði í veru- legum atriðum eins f akstri og verið hefur. G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.