Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 12
BRANDARINN reyna aö skilja hana, ekki aðeins sálfræöilega, heldur einniglíkamlega. Og svo lýsti hún því yfir (án raka og nokkurs samheng- is, að í raun og veru líktist ég einhvern veginn eigin- manni hennar. Hún gat ekki alveg sagt til um hvernig því að við vorum ólíkir að útliti, en henni skjátlaðist ekki, sagði hún. Eðlisávísun hennar leyfði henni að líta hvern mann undir skelinni. — Já, ég vildi gjarnan vita, á hvern hátt ég líkist eiginmanni þínum, sagði ég. Hún sagði, að ég hefði enga ástæðu til að reiðast. Það hefði verið ég, sem spurði eftir honum og vildi heyra frá honum sagt, og það var eina ástæðan til þess, að hún vogaði sér að nefna hann á nafn. En vildi ég endilega heyra sannleikann, þá skyldi hún líka segja mér hann: Aðeins tvisvar á ævi sinni höfðu karlmenn heillað hana skilyrðislaust. Ég og eiginmaðurinn. Það, sem var okkur sameiginlegt, var einhver leynd lffsgleði, kraftur, sem geislaði af okkur, þessi eilífa æska. Þrótturinn. Þegar hún lýsti þessum lfkindum, sem hún fann með Pavel Zemanek og mér, fylgdi lítill sannfæringarkraftur orðum hennar. En því var ekki að neita, að hún hafði séð og fundið (einnig reynt) þessi líkindi og að hún hélt fast í þau. (Við vorum svo líkir, sagði hún að það gat varla talizt framhjáhald, þó að hún hefði elskað mig). Ég get ekki sagt, að þetta hafi sært mig. Mig hryllti við þeirri takmarkalausu heimsku, sem að baki þessarar fullyrðingar lá. Ég gekk að stólnum og fór hægt að tína á mig spjarirnar. — Ástin mín, hef ég sært þig. Þannig brást Helena við kulda mínum. Hún stóð upp af legubekknum, -gekk til mín tók að strjúka andlit mitt og bað mig að reiðast sér ekki. Hún reyndi að hindra mig í því klæða mig. (Af einhverri óskiljanlegri ástæðu áleit hún skyrtuna mína og buxurnar mínar verstu fjendur sína). Hún kom með alls konar sannfærandi rök fyrir því, að hún elskaði mig í raun og veru, að hún notaði þessi orð ekki af léttúð einni saman. Hún vildi enn fá tækifæri til að sanna mér, að hún hefði vitaó, strax í byrjun, þegar ég spurði eftir eigin- manni hennar, að það var ekki ráðlegt að tala of mikið um hann. Hún vildi ekki, að neinn annar bolaði sér á milli okkar, einhver annar, ókunnur maður. Já, ókunnur maður. Því aðeiginmaður hennar var henni fyrir löngu ókunnur orðinn. — Litla heimska ástin mfn, sagði hún. — Ég hef lifað með honum síðustu þrjú árin, aðeins barnanna vegna viljum við ekki skilja. Hann lifir sínu lífi, ég mínu. Við erum hvort öðru ókunnug. Hann er aðein^ fortfð mín, löngu liðin. — Er þetta satt? spurði ég. — Já, það er satt, sagði hún. — Skelfing geturðu nú logið, sagði ég. — Ég lýg alls ekki, við búum að vísu undir sama þaki, en við búum ekki sem hjón. Það er löngu liðin tíð, að við lifum saman sem maður og kona. Á mig starði biðjandi andlit, aumkunarverðrar ástfang- innar konu. Hún endurtók enn nokkrum sinnum, að hún segði sannleikann. Að hún væri ekki að skrökva. Að ég hefði enga ástæðu til að vera afbrýðissamur. Að eigin- Framhald á bls. 16 Sveinbjöm Beinteinsson Gamalt skammdegiskvœði Ó, komdu Berglind bjarta með bál I þínu hjarta þá hverfur húmið svarta og hækkar jólasól. Nú sorg og drungi dvíni þin dýrðarstjarna skini yfir rauðu rósavíni við raulum heimsumból. ViS gula og gráa lokka við græna og rauða sokka við ást og yndisþokka við unum dægrin löng. Mín sál ersett að veði því sönn og hógvær gleði er efst i okkar geði við undarlegan söng. Höfundarnir: Sven O. Bergkvist og Bert Olls Þeir setja saman bók um / Island sem kemur út í haust Á sumarmánuðum voru hér á ferðinni tveir Sviar meðal annarra túrista, en markmið þeirra var ekki skammvinn áning með ferð að Gullfossi og Geysi, heldur komu þeir — og fóru — í þeim einlæga ásetningi að skrifa og teikna bók um fsland. Þeir félagar, Sven O. Bergkvist, rithöfundur og Bert Olls, teiknari, hafa áður ráðist i stórvirki af sama tagi og hlotið lof fyrir. Einkum vakti athygli sú bók, sem þeir settu saman um Grænland og bar á sænsku heitið: Vad hánder með Grönland? — Hvað verður um Grænland? Innihald bókarinnar var viðkvæmt mál i Danmörku og olli miklum gauragangi, vegna þess að þeir félagar gerðust berorðir og fóru að draga fram í dagsljósið eitt og annað, sem dönsk stjórnarvöld voru ekki yfir sig hrifin af. Rithöfundurinn Sven O. Bergkvist hefur áður skrifað um íslenzkt efni. Hann skrifaði árið 1964 „At Háklefjáll — lángt senare" og var hún endurprentuð 1969. Hann hefur sent frá sér samtals 25 bækur og býr I Stokkhólmi. Bert Olls býr aftur á móti i Bysala, nærri Örebro, og fslandsbókin er 21. bókin, sem hann teiknar i. Sjálfur hefur hann þar að auki skrifað sex þeirra. fslandsbókin verður sambland af öllu milli himins og jarðar, fjalls og fjöru, nútíðar og fortíðar. Þeir félagar voru um allar jarðir og höfðu tal af bændum, sjómönnum, iðnaðarmönnum og fleirum til að fá góðan þverskurð af þjóðfélagsgerðinni. Þeir voru i Vestmannaeyjum og Bert teiknaði mikið þar. Bókin kemur út nú í haust hjá forlaginu Rabén & Sjögren og bjuggust þeir við að upplagið yrði um 5000 eintök. Úr Grænlandsbókinni: Ungir Grænlendingar leika sér í fisktrönum. Teikning eftir Bert Olls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.