Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1974, Blaðsíða 16
Að búa ó eldfjalli Framhald af bls. 3 ist það áður fyrr að baka brauð með því að grafa deigið f sjóðheit- an leir. En það var ekki fyrr en á þriðja áratug 20. aldar að f arið var að nýta jarðhitann að nokkru ráði og þá einkum til upphitunar húsa. Nú er svo komið, að meir en helm- ingur íbúa landsins býr f húsum hituðum jarðhita, þar á meðal nær allir íbúar höfuðstaðarins. Gróðurhús yljuð með sama hætti sjá landsmönnum fyrir skraut- blómum og grænmeti og þar má einnig sjá vínþrúgur og suðræn aldini svo sem ban- ana, þótt minna beri á þeirri rækt í raunveruleikanum en f ferðamannaauglýsingum. Mikill meirihluti landsmanna getur árið um kring iðkað sund sér til heilsubótar í opnum útisund- laugum hituðum laugavatni. I jarðhitanum á landið geysimiklar ónýttar orkulindir, sem framtíð- ariðnaður mun væntanlega byggj- ast á að miklu leyti. Þegar hér við bætist, að sá jarðvegur, sem basísk gosefni mynda, er í sjálfu sér mjög frjósamur er óhætt að halda því fram, að þrátt fyrir þungar búsifjar á stundum af völdum eldgosa og jarðskjálfta sé Island raunverulega betra land til búsetu vegna eldvirkninnar en það væri án hennar. í september 1896 reið yfir Suð- urland einn mesti jarðskjálfti, sem orðið hefur á Islandi síðan það byggðist. Flest bæjarhús á Suðurlandsundirlendinu hrundu eða löskuðust verulega. Svo sagði mér eitt sinn húsfreyja á þessum slóðum, að hún hefði þá, barn að aldri, verið inni í baðstofu ásamt systkinum sinum og móður sinni, þegar jarðsjálftinn hófst. Allt lék á reiðiskjálfi, baðstofan hrundi að nokkru og torfþak hennar rifnaði svo að sá upp í heiðan himininn. Börnin fóru öll að orga, frá sér af hræðslu, en móðir þeirra, alin upp á Vestf jörðum, þar sem aldrei koma jarðskálftar, sagði aðeins: „Æ, látið ekki svona. Þetta er víst ekki annað en við er að búast hér á Suðurlandi." 1 Vestmannaeyjagosinu sýndi það sig eins og oft áður, að sam- búðin við náttúruöflin úti á Is- landi hefur innrætt fslenzkri þjóð eitthvað af viðhorfi hinnar vest- firzku móður til eldgosa og ann- arra náttúruhamfara, það viðhorf að æðrast ekki, þótt slfkt beri að höndum, vitandi sem er, að þetta er ekki annað en alltaf er við að búast á þeirri eldbrunnu Atlants eyju, þar sem þessi litla þjóð hef- ur þó þraukað í ellefu aldir. -«í~ ■'iyíílm »Mamma, mamma, hann spólaði ekkert« Colgate MFP Fluor herðir tennurnar og ver þær skemmdum. (þess vegna er það kallað »tannherðirinn«.) BRANDARINN Framhald af bls. 12 maðurinn væri henni aðeins fortíðin. Að í raun og veru hefði hún ekki haldið framhjá honum, því að það hefði engum verið framhjá að halda. Ég þurfti ekkert að óttast. Astaleikur okkar var ekki aðeins fagur, heldur lfka hreinn. Og allt í einu datt það í mig, í eins konar skyggnri hræðslu, að í raun og veru hafði ég enga ástæðu til að bera birgður á orð hennar. Svo hellti hún vodka í glasið sitt og stakk upp á, að við skáluðum fyrir öllu saman (þvf hafnaði ég). Svo kyssti hún mig. Ég fékk gæsahúð um allan skrokkinn, en ég orkaði ekki að snúa andlitinu undan. Á þessu var sá munur einn, að ég Ieit þennan nakta líkama í algerlega nýju Ijósi. Ég sá hann afhjúpaðan, sneyddan öllu aðdráttarafli, sem til þessa hafði skyggt á aldursmörk hans (fitu, slapandi brjóst og ofþroska). Ég áleit, að ég hefði alla hjónabandssögu Helenar og líðandi stund á mfnu valdi og þess vegna hafði líkami hennar heillað mig. En þegar nú Helena stóð nakin frammi fyrir mér, eiginmannslaus eða án tengsla við eiginmann, án hjónabands, aðeins sjálf, þá missti líkami hennar aðdrátt- arafl sitt á stundinni, og hún varð aftur hún sjálf — lítt fögur kona. Helena hafði enga hugmynd um hugsýn mína. Hún varð smám saman ölvaðri og ánægðari með sjálfa sig. Hún fann hamingju i trú minni á fullvissanirnar um ást hennar og vissi í fyrstu ekki, hvernig hún ætti að láta hamingju sfna í ljósi. Allt f einu datt henni í hug að kveikja á útvarpinu (hún settist á hækjur sér fyrir framan útvarpið, sneri bakinu í mig og byrjaði að snúa tökkunum). Frá einni stöðinni bárust djasstónar. Helena stóð upp, augu hennar ljómuðu, hún dillaði sér eftir hljóðfallinu (með skelfingu horfði ég að brjóst hennar slettast til). — Er þetta rétt si sona, sagði hún hlæjandi — trúirðu því, að ég hef aldrei tvistað? Hún skellihló og gekk til mfn að faðma mig. Hún bauð mér upp í dans og hún reiddist, þegar ég hafnaði boðinu. Hún sagði, að hún hefði aldrei tvistað áður, en að nú hefði hún einsett sér að reyna það. Eg átti að kenna henni það og raunar var það fjöldamargt, sem hún vildi, að ég kenndi sér. Hún vildi endurlifa æsku sfna með mér. Hún gátbað mig um að tryggja henni æsku sína (og það gerði Colgate MFP Fluor-tannkrem hefur verið prófað meira en nokkurt annað tannkrem og er til dæmis það eina, sem prófað hefur verið undir opinberu heilbrigðiseftirliti í Danmörku. Vísindamenn í mörgum löndum hafa framkvæmt tilraunir á þúsundum barna og sannað, að Colgate MFP Fluor herðir tennurnar og gerir þær sterkari. þess vegna velja milljónir mæðra um heim allan Colgate MFP Fluor - og sífellt fleiri börn eru því með færri tannskemmdir. 1. Colgate MFP Fluor gengur inn í tannglerunginn og herðir hann. 2. Við þetta verður tannglerungurinn sterkari - og skemmdum fækkar um leið. ✓ Tann- \ herðirinnJ v\ - og börnum þykir bragðið svo gott. ég). Skyndilega varð henni ljóst, að ég var klæddur en hún nakin og hún rak upp hlátur. Þetta fannst henni hrein og bein fjarstæða. Hún spurði, hvort herrann ætti ekki stóran spegil, svo að hún gæti litið okkur bæði. Spegill fannst enginn, aðeins bókaskápur með gleri fyrir. Hún reyndi að eygja spegilmyndir okkar í glerinu, en myndin var of máð. Þá gekk hún alveg aó bókaskápnum og hló fullum hálsi, þegar hún leit bókatitlana; biblían, Instituo Kalvíns, Bréf mót Jesúítum eftir Jóhann Húss. Svo tók hún fram biblíuna, stillti sér upp, opnaði bókina af handahófi og tók að lesa úr henni prédikararaustu. Hún spurði, hvort ég héldi að hún myndi verða góður prestur. Ég sagði, að það færi henni vel að lesa upp úr biblfuna, en nú yrði hún að klæða sig, því að herra Kostka gæti komið á hverri stundu. — Hvað er klukkan? spurði hún. — Hálf sjö, sagði ég. Hún greip um vinstri úlnlið mér og hrópaði. — Þú lýgur. Klukkuna vantar bara kortér í sex. Þú vilt losna við mig. Ég þráði að sjá hana hverfa á brott, þráði að lfkami hennar, svo dauðans holdlegur, mundi missa sín holdleg- heit og bráðna — breytast f rennandi læk eða gufu, sem hyrfi út um gluggann. En líkaminn varð kyrr, þessi líkami, sem ég hafði ekki tælt frá neinum og ekki veitt annað en lausnina. Burtkastaður líkami, yfirgefinn af eiginmanninum, líkami, sem ég vildi misnota og sem endaði með því að misnota mig. Og nú baðar hún sig brussulega í sigrinum. Einhverra hluta vegna tókst mér ekki að stytta kvöl mina. Það var ekki fyrr en undir hálf sjö, sem hún fór að klæða sig. Þá tók hún eftir rauðri rák á handlegg sfnum eftir högg mitt. Hún strauk yfir hana og sagði, að hún skyldi vera sér minning um mig, þar til við sæjumst aftur. Hún leiðrétti sig skjótt, auðvitað mundum við sjást aftur, löngu áður en þessi minning væri horfin af líkama hennar. Hún stóð fyrir framan mig í öðrum sokknum með hinn f hendinni og reyndi að þvinga út úr mér loforð um, að við myndum fljótlega sjást á ný. Ég kinkaði kolli. En það nægði henni ekki. Ég varð að lofa því hátíðlega, að við myndum hittast oft og mörgum sinnum áður en minningarmerkið hyrfi. Það tók hana tíma að klæða sig, hún fór þegar klukkuna vantaði tvær mfnútur í sjö. — 0 — Ég opnaði gluggann, því að ég vildi fá gust í herbergið, svo að hann gæti f skyndi fjarlægt öll merki þessa eyðilagða síðdegis, hvern einasta anga tilfinningar — þefs. Svo fjarlægði ég vodkaflöskuna í skyndi, hagræddi púðunum á legubekknum og þegar ég áleit öll spor horfin sökkti ég mérniðurí hægindastólinn viðgluggann og hlakkaði (næstum sársaukafullt og hrópandi) til komu Kostkast, til karlmannsraddar hans (en hvað ég þráði djúpa karlmannsrödd). Ég þráði langan magran flatvaxinn líkama hans og rólegt og viturlegt tal hans. Ég hlakkaði til þess að hann myndi segja mér frá Lucie, Lucie, sem gagnstætt við Helenu var svo ólýsanlega abstrakt. Og þó hafði hún einig haft sín áhrif á líf mitt. Og sem ég nú sat þarna, samanhnipraður f hægindastóln- um (undir opnum glugganum, sem smám saman leiddi burt þefinn af Helenu), datt mér í hug, að ef til vill hefði ég fundið lausnina á lífsgátu minni. Þegar nú Lucie, sú kona, sem ég hafði elskað öllum meir og sem á óskiljan- legan máta, hafði gengið mér úr greipum, þegar hún nú á þessum tveimur dögum hafði orðið á vegi mínum, þá hlaut það að hafa gerzt til þess eins að hún eyðilegði hefnt mfna. Lucie, þú sem ætíð heldur höfði mínu í fangi þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.