Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Qupperneq 3
yfir hann gekk og hrakti hann frá
Brunnastöðum.
Árið 1703, um það bil þremur
árum eftir að Hólmfastur fluttist
burt frá Brunnastöðum, bjó hann
í hjáleigukoti frá Innri-Njarðvík
en nefnt var Bræðrakot. Þetta var
kot í suðurátt frá höfuðbólinu,
niðri við tjörnina. Á þeim árum
voru öll býlin í Njarðvíkum í
konungseign. I innra hverfinu
voru tvö höfuðbýli, Narfakot og
Innri-Njarðvík. Hjáleigur frá
Innri-Njarðvík voru þessar:
fyrsta hjáleiga var Tjarnarkot,
önnur og þriðja hjáleiga voru
heima við býlið Njarðvík og hét
önnur Jakobshús, fjórða hjá-
leigan var Hákot og fimmta hjá-
leigan var Bræðrakot og sjötta
var Stapakot. Þetta manntalsár
bjó Hólmfastur í fimmtu hjáleig-
unni, Bræðrakoti, þá 56 ára
gamall, Sólveig Sigurðardóttir
kona hans 36 ára og Þorsteinn
sonur hans 12 ára. Bræðrakot
hefur fljótlega eftir að Hólmfast-
ur fluttist þangað fengið nafn af
honum og síðan heitað Hólmfasts-
kot. Hólmfastskoti er svo lýst í
jarðabók frá 1703, að þar sé
jarðardýrleiki óvís, landsskuld
ein alin, betalast með 3 vættum
fiskjar til heimabóndans. Við til
húsabótar leggur heimabóndinn.
Kúgildi í leigu betalast í fiski
eður smjöri til heimabóndans.
Kúgildi uppbyggir heimabónd-
inn. Kvaðir eru mannslán árið um
kring og dagssláttur fyrir smiðju-
lán árið um kring. Kvikfénaður 1
kýr fóðrast kann. Eldiviðar taka
af fjöruþangi bjargleg.
A þessu ári 1703 var 51 ibúi á
fyrrnefndum bæjum í Innra-
Njarðvíkurhverfinu. Af þeim
voru 36 á vegum Þorkels og Ljót-
unnar í Njarðvík. Höfðu hjónin
því til margra góðra að grípa er
þeim lá á. Einn af þeim var Helgi
Jónsson sterki, húsamaður þeirra,
er gerði ýmis stórvirki með sínum
miklu kröftum. Má enn í dag sjá
verk hans handa þar um slóðir.
Jón Þorkelsson Thorkelí, síðar
Skálholtsrektor, einkabarn þeirra
Þorkels og Ljótunnar á Innri-
Njarðvík, var 3ja ára gamall,
þegar Hólmfastur og fjölskylda
komu til foreldra hans. Þorsteinn
í Hólmfastskoti var nokkru eldri
að árum en Jón en þrátt fyrir
þann aldursmun hafa þeir
áreiðanlega átt sínar bernsku-
stundir hvor með öðrum þar um
slóðir, á túnunum við tjörnina og
við sjóinn í nærfellt einn áratug.
Jón hefur eflaust oft komið í
Hólmfastskot með leikbróður sín-
um, og þegar Jón fór að vaxa og
þroskast, sem hann gerði svo
fljótt og vel, hefur það orðið hon-
um m.a. til umhugsunar sú mikla
raun, sem á daga Hólmfasts hafði
drifið og jafnvel, að sá bróður-
hugur, er síðar kom svo eftir-
minnilega fram í velgjörðum Jóns
Thorkelf til fátæku barnanna í
Kjalarnesprófastsdæmi, hafi átt
sín fyrstu upptök í návist fátæka
leikbróðurinn í Hólmfastskoti,
syni þess manns, er einna harðast
var leikinn af kúgurum þeirra
tíma.
Það var árið 1705, þegar Hólm-
fastur hafði búið um það bil 5 ár í
Njarðvíkum, að Páll Vídalín Jóns-
son lögréttumaður var þar á ferð.
Hann var að fylgja Árna Magnús-
syni prófessor til skips í Keflavík.
Vorið 1702 voru þeir Páll og Arni
skipaðir f nefnd samkvæmt boði
konungs til að kanna hag tslands.
Meðal annars áttu þeir að gera
jarðarmat og ýmislegt fleira. Á
heimleið gisti Páll lögmaður hjá
þeim hjónum Þorkeli og Ljótunni
í Innri-Njarðvík. Meðan Páll
dvaldi þar kom þangað til móts
við hann Jón Evjólfsson fyrr-
nefndur lögmaður og var Hólm-
fastur Guðmundsson f Hólmfasts-
koti boðaður á þeirra fund. Jón
var nú kominn suður í Njarðvíkur
til að hitta Hólmfast í annað sinn.
Erindi hans var nú að greiða
Hólmfasti svokallaðar miska-
bætur, að upphæð 20 rfkisdali og
fá Hólmfast til aó lýsa með sér
sættum fyrir Páli lögmanni, er
gerði svo bréf þar um.
Eftir þessa höfðingjaheimsókn
fara litlar eða engar sögur af
Hólmfasti eða fjölskyldu hans.
Þær .-.".gnir hafa lifað mann fram
að manni meðal ibúanna í Innra-
Njarðvíkurhverfi, að Hólmfastur
og Sólveig kona hans hafi dáið í
Hólmfastskoti og verið bæði jarð-
sett í túninu þar skammt frá bæn-
um.
Með því fyrsta, sem ég man
eftir, var það, að Magnús Magnús-
son bóndi í Hólmfastskoti sýndi
mér Ieiðið hans Hólmfasts.
Magnús kom að Innri-Njarðvík
ungur drengur fyrir röskum eitt
hundrað árum og ólst þar upp, en
fór að búa í Hólmfastskoti árið
1892 og bjó þar með konu sinni
Beníu Sigríði Illugadóttur til árs-
ins 1943. Þau hjón höfðu í
bernsku fengið sínar sagnir um
Hólmfast frá öldruðu fólki þar á
staðnum, sem fætt var fyrir og um
aldamótin 1800.
Guðlaug Ölafsdóttir, móðir
Beníu í Hólmfastskoti, var
fædd 3. apríl 1836. Afi hennar var
Ásbjörn Sveinbjarnarson í Innri-
Njarðvík, bróðir Egils (ríka)
föður Sveinbjarnar rektors. Þessi
ættleggur hafði samfellt búið I
Innri-Njarðvík frá því 1666 og má
þvi með miklum líkum telja, að
sögnin um Hólmfast og hans konu
hafi haldist óbreytt mann fram af
manni.
Magnea Ingibjörg, dóttir Beníu
og Magnúsar, ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Hólmfastskoti.
Magnea hefur sagt mér, að Guð-
laug amma sín hafi sýnt sér leiðin
þeirra Hólmfasts og konu hans.
Þau eru u.þ.b. 15 — 17 faðma i
norðurátt frá Hólmfastskots-
bænum. Leiði Hólmfasts var stór
þúfa og norðan í því var nokkuð
stór jarðfastur steinn, en leiði Sól-
veigar var aðeins sunnar og miklu
lægra og I því tveir mun minni
steinar.
Magnea sagði eftir Guðlaugu
ömmu sinni, að það mætti ails
ekki hreyfa við þessum steinum i
leiðum þeirra hjóna.
Það var fyrir nokkrum árum að
jarðrask mikið var gert á Hólm-
fastskotstúninu og áður en varði
var búið að raska við leiðum
þeirra Hólmfasts og Sólveigar. En
sem betur fer eimir samt eftir af
stærra leiðinu og staðurinn er vís.
Enginn veit með vissu, hvernig
kotið hans Hólmfasts var, en víst
er, að það hefur verið lítið, dimmt
og kalt. Þar hefur kuldinn og fá-
tæktin átt heima á hinum löngu
og hörðu íslensku vetrum. Þrátt
fyrir allt lifði þessi landsfrægi
maður í litla kotinu sínu og þar
skildi hann við kuldann og kröm-
ina, en ekki er vitað hvaða ár þau
hjón dóu, og ekki heldur hverjir
bjuggu í Hólmfastskoti næstir á
eftir, fram til ársins 1773, en þá
bjuggu þar Jón Bjarnason 25 ára
gamall, sjálfs sín, og Guðfinna
Torfadóttir 51 árs, sjálfs sín, og
voru þau þar tvö í heimili.
Hólmfastskot á sína stóru sorg-
arsögu eins og mörg önnur býli í
Njarðvíkum frá síðasta aldar-
fjórðungi 18. aldarinnar. Árið
1785 var mesta hörmungarár í
sögunni, sem yfir það byggðarlag
hefur gengiö. Það var m.a. afleið-
ang móðuharðindanna miklu. I
árslok 1784 bjuggu 122 manneskj-
ur í báðum hverfum Ytri- og
Innri-Njarðvíkur. Heimafólkinu
fækkaði á einu ári 1885 um 'á, það
voru 42 sem dóu það ár, og að auki
yfir 40 manns, er þar áttu heima
um stundarsakir og voru þar á
ferð, sem grafnir voru í kirkju-
garðinum. A þessu dauðans ári
dóu 8 manns í Hólmfastskoti.
Þrenn hjón, sem þar bjuggu, og
tvö ungmenni þar á heimilinu.
Eftir þennan mikla manndauða
lagðist Hólmfastskot í eyði um 45
ára skeið, þar til það var aftur
uppbyggt árið 1830 og var svo
búið þar samfleytt frá þeim tíma í
rösk 120 ár, fram yfir 1950,
skömmu sfðar var bærinn rifinn
og eftir standa gömlu veggjar-
hleðslurnar í grasigrónum tóft-
um, en gamla bæjarnafnið Hólm-
fastskot er enn í fullu gildi, að
minnsta kosti í hugum okkar eldri
íbúanna, sem höfum þaðan marg-
ar góðar minningar frá þeim góðu
hjónum Magnúsi og Beníu, sem
þar bjuggu lengst af öllum, eða I
röska hálfa öld.
Nú, þegar þessar línur er skráð-
ar, eru rösk 9 ár síðan Jóni Þor-
kelssyni (Thorkelí) var reistur
verðugur minnisvarði á fæðingar-
stað hans að Innri-Njarðvík.
Hólmfastur hinn gamli og góði
vinur og leikbróðir Jóns liggur að
sögn þar skammt frá honum og nú
hefur því miður það litla merki,
sem upp úr jörðu stóð um minn-
ingu hans, að mestu verið þurrk-
að burtu og er það illa farið og má
ekki svo lengur standa, að rnerki
Hólmfasts verði ekki hafið hærra
upp og honum verði nú sá sómi
sýndur, er hann hefði átt fyrir
Iöngu að hljóta af velunnurum
réttlætis og bræðralags meðal ís-
lensku þjóðarinnar.
Gömlu vinirnir og nágrannarn-
arir, Jón Thorkelí og Hólmfastur,
mættu þá líta hver annan og
minnast fyrri tíma á fornum
bernskuslóðum.
Hvoli f Innri-Njarðvíkurhverfi
í ágúst 1974.
©