Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Page 7
Káputeikning Rfkarðs Jónssonar hægra megin,- en vinstra megin er kápan með „leiðréttingunni", eins- konar Karakúidindlar komnir á roll- urnar. ÞEGAR ÞEIR LEIÐRÉTTU DINDLANA HJÁ RÍKARÐI Árið 1915 kom út á vequm Bókaverzlunar Sigfúsar Ey myndssonar nótnabókin „ís lenskt söngvasafn fyrir har- mónium". Þeir Sigfús Einarsson tón- skáld og Halldór Jónasson cand.phil. frá Eiðum höfðu safnað lögunum og búið þau til prentunar, en bókin var prentuð úti i Leipzig og vandað til hennar á allan hátt. Sönglagasafn þetta varð mjög vinsælt og mikið notað og gekk manna á meðal undir nafninu Fjárlögin eða stund- um Rollubókin, vegna myndarinnar sem prýðir kápu bókarinnar. Réttara væri að segja prýddi, þvi nú er þessi mynd ekki orðin nema svipur hjá sjón frá því sem hún var, á meðan bókin var prentuð erlendis. Ríkarður Jónsson mynd- höggvari hafði verið feng- inn til að teikna þessa kápumynd og hafði valið sem myndefni Hjásetuna, sem sagt er frá i bókinni Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen, þar sem þau Sigriður og Indriði gæta fjárins og ræðast við yfir ána. Kviærnar á beit i Framhald á bls. 15 ur mestan part, nema þá til að þrýsta á hnapp eða skifta um gfra, eða skrúfa ró með sama hnykk allan daginn eins og f Chaplfns- myndinni frægu, þá er þess ekki að vænta leingur að fólk geti haldið upprunalegum teingslum við list f hversdaglegu lffi sfnu. Ekki ber þetta svo að skilja að talað hafi verið af meiri speki um list áðuren vélarnar komu. En meðan hugur og hönd ráðu sér- hverju verki f sameinfngu, það er að segja, alt verk manna var handverk, þá var list ekki einu- sinni sérstakt hugtak, þvf sfður að hún ætti heima f heimspekilegum skilgreiningum og formúlum. Ég held að yfirleitt megi segja að Iist sé alt verk þar sem mannshöndin er f snertfngu við smfðsefnið að handverkfæri einu sem miðii. Ef þetta þrent samverkar hvað öðru, hrærast öll mannleg vinnubrögð svosem af sjálfu sér f lögmálum listarinnar, hvortheldur verið er að smfða einfaldan búshlut eins og ask eða spón, klyfbera högld eða sylgju, ellegar ffnni handfðir einsog sauma veggtjöld, vefa sálún eða gera skartgripi. Til þess að ná snildarbragði þarf að skynja rétt hlutföll f hverju við- fángsefni, og hafa feingið þeirrar háttvfsi að auk sem til þarf að gera hlut aðlaðandi og er hið l'fK**randi: II.f. Artiikm. Hc.'kjatík riaink' ,slj.: Ilaraltlur Sicinssoii Hilsljórar Mallliias Joliaiiiicsscn I.' jólfiir Koin áó Jihi.ssoii Sl> rinir liiinnarsson Hilslj.flli : l.lsli Siuiirósson Auul' sin«ar: Arni liaróar Krisliilssoii Hilsljórn Aóalsiiiclí U. Sliiii IIIIOO' vandskýrða innra lögboð allrar smfði; og hver sem nær f skottið á þeim neista má þykjast góður, einsog maður nokkur sagði við mig þegar ég var únglfngur. Jafn- vei einfaldur smfðisgripur geym- ir sál smiðs sfns, og er merkilegt ef satt er að ættarmót geti geingið frá föður til sonar f smfðisgripum þeirra, jafnvel án þess þeir hefðu nokkurntfma kynst persónulega verki hvor annars. Ég hef heyrt sannfróða menn segja dæmi af smiðum sem sóru sig f ætt föður sfns f verkum sfnum, þó þeir væru fæddir óskilgetnir og hefðu aldrei vitað rétt faðerni sitt, meira að segja aldir upp á öðru landshorni en faðirinn. Ef persóna smiðsins eða sál kemur fram f smfði hans sem þáttur af innbornu hátterni hans, þá erum við komin hér útf náttúrufræði. I rfkjum fyrri tfma, stórum og smáum, var ekki til vélvæðfng f okkar skilningi, ekki einusinni f sjálfu Rómaveldi, aðeins hand- verk. 1 slfkum heimi var lifað uns vélaöld kom til skjalanna, og það var f rauninni ekki fyren f tfð afa okkar og langafa að iðnaðar- byltfngin svonefnda gerði útbrot sitt; frá örófi alda og alt til þessa hafði andi handverksins verið andi listarinnar. Artfsan sama og artisti, liandverksmaður sama og listamaður. Sérhvert verk lofaði sinn meistara, og mennfng var f þvf falin að cinginn þriðji aðilji kom til greina sem skildi sál smiðsins frá smfði hans. ★ Greinin er allmiklu lengri, en hér verður þó staðar numið. Skal þeim sem frekari áhuga hafa, bent á fyrrnefnt ársrit Heimilis- iðnaðarfélagsins. Colgate MFP Fluor herðir tennurnar og ver þær skemmdum. (þess vegna er það kallað »tannheröirinn«.) Colgate MFP Fluor-tannkrem hefur verið prófað rneira cn nokkurt annað tannkrem og er til dæmis það eina, sem prófað hefur verið undir opinberu heilbrigðiseftirliti í Danmörku. Vísindamenn í mörgum löndum hafa framkvæmt tilraunir á þúsundum barna og sannað, að Colgate MFP Fluor herðir tennurnar og gcrir þær sterkari. þess vegna velja milljónir mæðra um hcim allan Colgate MFP Fluor sífellt fleiri börn cru því með færri tannskemmdir. 1. Colgate MFP Fluor gengur inn í tannglcrunginn og herðir hann. 2. Við þetta verður tannglerungurinn sterkari - og skemmdum fækkar um leið. □ □ herðirinn ) j - og börnum þykir bragðið svo gott. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.