Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Síða 11
Jón Kristvin Margeirsson
ÚRÞING-
VITNUM
1753
Hvernig gekk að ná rétti
sínum gegn danska kaupmanna-
valdinu um miðja 18. öld?
SÍÐARIHLUTI
Af sérstökum ástæðum fétl birting niSur á seinni hluta
greinar Jóns Kristvins Margeirssonar, „Úr þingvitnum
1 753". Fyrri hlutinn birtist í Lesbók 1 9. maí sl. (1 3. tbl.) Voru
þar tekin til meðferSar atriði úr þingsvitnum, sem tekin voru
1753 um verzlun Hörmangarafélagsins á íslandi. Ein þeirra
spurninga, sem þá var lögð fyrir þau vitni, sem til voru kvödd,
fjallaði um það, hvernig landsmönnum gengi að ná rétti
sínum gagnvart kaupmönnum, ef hinum fyrrnefndu þætti
gengið á hlut sinn. f fyrri hluta greinarinnar kom fram,
hvernig menn svöruðu spurningunni í verzlunarumdæmum
Eyrarbakka og kaupstaða á Suðvesturlandi, einnig á Vest-
fjörðum og í Skagastrandarumdæmi. Síðari hlutinn, sem hér
birtist, hefst á Hofsósumdæmi. Ritstj.
Hof'sós.
Þiní'svitni um vorzlun á Ilofsósi
voru tekin að Höfi á Ilöfóaströnd
22. áf’úst. Vitni voru þréttán og
spurningár nítján. Tólfta
spurning var sein liér segir sam-
kviemt þingbökinni: „Er ekki
bændum torvelt að klaga kaup-
menn, ef þeir géra þeim órétt til
»g i hverju bestendur það?"
Fyrsta vitni var Bjiirn Jónsson
Dalabæ og svar lians er skráð
þannig: „Jú, og það bestendur i
þvi, að margir eru svo fáfröðir, að
þeir ekki leita sins yfirvalds i
réttum tima til dómsúrskurðar i
því, sein þeir meina sér (irétt gjört
af kaupmanni." Næsta vitni var
Kinar Jönsson Viðvík og hann
svaraði: „Já, því þeir eru fátækir
menn og sjá sér ei fært að hrekj-
ast rétt frá rétti. því kaupmenn og
sýslumenn eru vinir." Þriðjá vitni
var Jón Kggertsson Héraðsdal og
liann svaraði: „Já, vist er þeim
það torvelt, en i hverju það
bestendur veit ég ekki annað en
fátækt lu'eppsmanna og fáfræði
þeirra i þvi að færa process; vill
heklur hafa sinn skaða svo búinn
en gefa sig í processa. Sýslumenn
leíða það og bjá sér með góðu
fyrir utan i laiuifögetans tíð,
þegar fólk gjiirði umkvörtun
almenna; gerði hann fólki það
gott þar i, sem hann kunni." Jön á
hér við Skúla landfögeta, sem var
sýslumaður i Skagafjarðarsýslu
1738—1750.
Fjörða vitni var Ólafur
Stefánssön Lýtingsstöðum og
hann svaraði tólftu spurningunni
sem hér segir: „Já, bæði fyrir
fátæktar og fáfræðis sakir."
Fimmta vitni var Sveinn Þorláks-
son Sjávarborg og svar hans er
sem hér segir: „Já, sem hann
segir fólk hafa sagt, að kæmi af
því, að þeir ekki mundi fá
áheyrslu lijá sýslumönnuin,
vegna |)ess að þeir og kaupmaður
væru göðir vinir. Fkki segist
hann þó vita. að nokkur hafi
klagað fyrir sýslumanni. að sér
væri óréttur gjörður af kaup-
manni." Sjiitta vitni var Sveinh
Þorsteinsson llaganesi og hann
s’varaði: „Já, og það fyrir
vanburði og fáfræðis sakir."
Sjiiunda vitni var Jón Jönsson
Briinnesi og hann svaraði: „Já;
fyrst vegna þess. að sunit kann
ekki vera klögunarvert. sem fer í
milli kaupmanns og bænda: þar
næst að bændur eru ekki færir að
Framhald á næstu síðu
anna, gagnrýnendurna, nota sig fyrir
tróð, eða til þess bara að lifa um
tíma við agaða geggjun. Virðingar-
leysi sumra nútimabókmennta, sem
svo eru kallaðar, fyrir bókmenntum
er algert, samanber andskáldsagan
franska. Munurinn á því að skrifa og
tala er sá helstur að hið fyrra er
meira nákvæmnisverk (en hljóðrit-
un.)
Stundum hefur mér fundist, við
lestur þessara bóka. að höfundur
væri að reyna að stökkva út úr
brennandi húsi, eftir að farið er að
loga I honum sjálfum (Nordan);
stundum að hann geti ekki afborið
sjálfan sig sökum eðlislægs kald-
lyndis (Faulkner, t.d., eða „Letting
Go" eftir Philip Roth.) Maður skapar
sig sjálfan samkvæmt þeim hug-
myndum, sem hann hefur um ákveð-
ið hlutverk, og hlutverk rithöfundar-
ins er vægast sagt á reiki I nútiman-
um, hann býr yfir hæfileika til að
breyta þessum hugmyndum, raun-
hæft, eða óraunhæft. Finni hann sér
ekki meiningu i hinum félagslega
veruleik, né I einhverskonar fram-
tíðarsýn, á hann sér, ef hann vill
halda vitinu, ekki annars úrkosta en
iifa i fortíðinni, sinni eigin (Mark
Twain), eða sögulegri fortíð, eins og
margir fræðimenn gera. En maður á
seinnihluta 20. aldar, sem er gæddur
næmu fegurðarskyni, skáldskapar-
gáfu? Nú um stundir a.m.k. er hætt
við, að sjálfsimynd hans skoli niður
um frárennslisrör einhverrar risa-
verkssmiðjunnar út I mengað haf og
hann brjóti skip hugsjóna sinna,
jafnóðum og hann smiðar þau, I
Hroðavogum offjölgunar; llti hann til
baka til eigin bernsku blasa við hon-
um lygar á lygar ofan, I sögulegri
fortið dauðar bókmenntir. Að auki er
öllum mönnum innrætt núorðið það
raunsæi. sem talið er vera megin-
kostur visindalegrar hugsunar. Enn
bætist við, að viðkvæmni er lögð til
jafns við lenjuskap af flestum. Lik-
urnar eru þvi töluverðar á að rithöf-
undarefnið doðni upp við þetta mót-
læti, eins og reyndar fleiri (verði
apatiskur). En skáldskapur er harð-
gerður gróður, hann verður stundum
næstum til af sjálfum sér. Skáldið
sest við skriftir. Framundan er ekk-
ert. Inni fyrir heldur ekki neitt, sem á
sér hugsæisleg tákn. Allt, sem máli
skiptir er hér núna setningin, sem
rituð er á pappirinn, verður sú fyrsta,
hinar, sem hún virðist kveikja af sér,
koma hver af annarri samkvæmt ein-
hverju lifslögmáli, sem engu skiptir.
Það segir ekki af þvi afli, því ástandi.
Hreinritun fer fram með sama hætti.
Skáldverkið verður gildisvana,
stjórnleysislegt. Nútimalegt. „Skáld-
skapur er búinn til úr rusli," segir
Donald Barthelme, bandarískur höf-
undur.
Flest þessara verka bera vitni
þjakandi einstaklingshyggju, sögu-
persóna, höfundar eða hvort tveggja
(Espen Haavardsholm, Hemmingway
og Pavese). Persónur sem og höf-
undur virðast berjast gegn betri vit-
und um þörf fyrir ófrumleika og nær-
veru annarra. Horki er mjög áberandi
einkenni þeirra, stundum sem bækl-
un (Paul Vad), stundum visvitandi
(Sundman). Sérkennilega mörg
þeirra eru gerð af mikilli tækni
(Robbe-Grillet), bera vott yfirþyrm-
andi þekkingu (J.P. Ballard). eða eru
geysi rik af reynslu á sviði einnar
ástriðu eða tilfinningar, ástar
(Nabakov). söknuðar (Proust),
beiskju (Cortazar?), haturs (de Sade)
örvæntingar (Bechett), en að sama
skapi ómannleg i þvi, hve gagngert
þau miðast við hið ákveðna geðslag.
Þau eru mikil að magni, i einu orði
sagt, fátæk af samheldni.
Að fáeinum undanskildum
(Pynchon) reyna allir þessir höfundar
að SJÁST, reyna að þrengja mynd
sinni gegnum hvaða fjölmiðil sem er,
ekki bara bækur, og inn í vitund
neytandans. Öldin er önnur en þegar
heimilismaður settist við bókaskáp
sinn til að njóta þar friðar. Þegar
bækur voru lind vits, sem menn
bergðu af og endurnýjaði þá, eða
varð þeim a.m.k. til uppörvunar eftir
langan starfsdag og erfiðan. Þegar
enginn gat talist hæfur til að skrifa
bók, nema hann væri með fullu viti,
og að auki helst málsvari meðallags-
hegðunar. Heil bókmenntasaga hef-
ur sprottið af því hugarfari, sem
sómakærir frónbúar gerðu á sinum
tíma grin að I vísum Æra-Tobba,
bókmenntir fáránleikans.
Frá sjónarmiði höfundanna er sú
saga, sem og nútimabókmennta
allra, saga látlausrar baráttu fyrir
tilverurétti. Ný setur menningar —
ný i sögulegum skilningi — hafa
tekið við hlutverki bókmennta að
geyma og ávaxta vit og annarskonar
tækni en bókagerð beitt til að full-v
nægja skemmtiþörf manna. Hlutverk
rithöfunda hafa í nútimanum verið
hirt af þeim næstum jafnóðum og
þau hafa verið uppgötvuð, eða fund-
in upp. Timana einkennir nakin
sköpunarástriða og samkeppnin er
hörð. Upplióstranir voru eút, ein-
kenni þessara hlutverka (Þórbergur),
þessara (Laxness), sannleiksleit
(Gunnar Gunnarsson), kennsla
(Fowles), aðlögun (Steinbeck), höf-
undar hafa borið flest við, jafn vel
vakið upp og tileinkað sér hlutverk
trúðsins (Mailer, Capote, Rifbjerg.)
Bækur komast i hendur fleiri en
áður, fara viðar, æ viðar, en sjálfar
bókmenntirnar eru hrunin bygging.
Ég hef ætlað mér að hafa skemmt-
un af skáldsögum, en i stað hennar
hafa þær veitt mér upplýsingar um,
hvar hana væri að finna. Þær hafa
vissulega verið fullar af vafnings-
lausum undarlegum upplýsingum
sem upphefja sjálfar sig. Þær hafa
ruðst gegn blekkingum, tabúum,
tótemsúlum, brotið þær. Ómerkt
kurteisi. Liðað hátimbruð trúarbrögð
í sundur i sprek. Afgreitt skynsemi-
hyggju sem geðveiki. Gert negerop-
hiliu og sifjaspell að hversdags-
legum umhugsunarefnum. Snúist
gegn ntóður og föðurhlutverki. Þær
hafa skoðun rannsóknarréttar-
mannsins í sögu Dostoyevskis að
engu. en i staðinn bjóða þær upp á
móðursýki. Þær hafa gerð mönnum
fært að segja allt, en um leið
ástæðulaust að segja neitt. Aðeins
svo lengi, sem menn þegja, er sá
fróðleikur, sem þær flytja, þeim til
gildis þvi að hann er á kostnað
formsins. Þær eru auðugri en nokk-
uð annað af máli, en lýsa því yfir um
leið, að þær séu óháðar lögmálum
þess og megi fara með það, hvernig
sem þeim sýnist. Þær samlagast
sjálfsimynd manna þrátthyggið
(dialektiskt) og gera úr þeim aðra,
homus litteraris. Með margskonar
hjálparmeðulum nauða þær og naga
sig inn i lif manna, heimta að fá að
lifa i sambýli við þá og lýsa um leið
yfir að báðum sé hagur af slíku
symbiosis, (likt og stýrifiskur og há-
karl, blaðlús og maur, hundur og
maður) en gera um leið manninn
ómáttkan af blygðun yfir nakinleik
sinum. Þær svelta þörf manns fyrir
veruleik, til að auka lyst hans á
skáldskap, þvi að skáldskapur er
niðursoðið lif, lifþjappa. orkueining-
ar: atom til að breyta með tómleika i
litróf tilfinninga, kennda. hugmynda,
alls, sem mannlegt er; hin mesta
freisting tómum manni. Þær gera
Iftið meira en endurspegla hið nei-
kvæða, þar sem slikt hefur fengið
þróunargildi, i þjóðfélögum sam-
keppni, tortryggni, öfund, hræsni,
hroka, tillitsleysi. Eitthvað hefur
stórlega farið úrskeiðis.
Og gallinn er þessi, að minu áliti,
að nútimalist gengur of langt i að
eyðileggja listamannssjálfið. I skáld-
verkum liggja leifarnar af höfundi
hér og þar i verkinu, eins og slitið
hræ. Kannski er betta óhjákvæmi-
legt, þegar ekki nýtur lengur við
hefða, sem allir skilji innsæjum
skilningi og sætti sig við.
Eða goðsagna, sem geymi megin-
gerðir sálarlifsins. Höfundur er kom-
inn út að óræktarmörkunum, þegar
hann tekur að spyrja sjálfan sig:
Hver er hún, þessi undirvitund?
(Leiðin þangað liggur gegnum sál-
sjúkdómafræði.) Spurning, sem er
undirstaða allrar listsköpunar. Sumir
segja sál, og reyna að sýna sál með
verkum sínum. Aðrir svara heim-
spekilega og ætla að verkið sé þvi
betri list, sem heimspeki þess er
meiri. Enn aðrir leggja hana og list
að jöfnu (einkenni nútimalistar) og
hyggjast komast næst þvi að búa til
list með þvi að lýsa list (Thor), eða
Framhald á bls. 14