Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Síða 14
----------------------------\ BILAR MATRA SIMCA BAGHEERA Matra Simca Bagheera — nafnið er framandi og bíllinn ekki síður. Bak við þetta langa nafn stendur, að rétt ein sameiningin I iðnheiminum hafi átt sér stað: Matra og Simca eru komnar undir einn hatt; það er að segja hatt Chryslers hins ameriska, sem ð víst orðið meiripartinn af kök- unni. Samt hafa þeir Chryslersmenn ekki reynt til muna að setja mark sitt á hlutina; Simca er umfram allt franskur og þá ekki slður sá, sem hér er ætlunin að ræða um: Sportbíllinn Matra Simca Bagheera. Hefði ég fyrirfram enga hugmynd haft um ættir hans og uppruna, þá hefði ég i fyrsta lagi gizkað á, að hann væri franskur og í öðru lagi, að hér væri um eitthvert afbrigði af Citroen að ræða. Að ýmsu leyti eru Fransmenn frumlegir og sjálfstæðir i slnum bila- iðnaði og Matra Simca Bagheera er vissulega frumlegur. Þar birtist alveg ný hugmynd um útfærslu ð sportbil: f stað þess að hafa tvö hefðbundin framsæti og aftursæti. sem í raun- inni er aðeins hilla fyrir farangur, eru f þessum bil þrjú samsiða og full- komin framsæti, en alls ekkert aftur- sæti. Þetta hefur í för með sér að billinn verður að vera talsvert breiður, enda er breiddin 173 cm. Lengdin er aftur á móti ekki nema á borð við venjulegan Volkswagen, eða rétt um 4 metrar. í annan stað telst óvenjulegt, að vélin er hvorki að framan né aftan, heldur nálægt miðbiki bílsins. eða aftan við sætin. Þar er lögð til grund- vallar sú reynsta, sem fengizt hefur af þess konar byggingarlagi á kapp- akstursbílum. í þeim er einmitt al- gengt að vélin sé aftan við bak Hlýirstraumar og kaldir Be careful it’s my heart. Þetta voru einkunnarorö góðs erindis, sem Gísli Ástþórsson flutti í út- varpið fyrir nokkrum árum. Fjall- aði hann m.a. um þann vanda sem gagnrýnendum og fieira fólki er á höndum, þegar um er að ræða ungan skáldskap. Nú bý ég í Kaupmannahöfn og hjóla mjög um stræti, bæði til að liðka mig og til að hrella bílistana. I dag hjólaði ég í miðbænum og brá mér að kaupa Moggann. Ég er hégómleg eins og öll skáld, líka góð skáld, og fóru nú um mig hlýir straumar að lesa þarna tvö ljóð eftir sjálfa mig, ágætlega myndskreytt af Alfreð Flóka. Sendi ég vini mínum Matt- híasi Johannessen þakkir í hugan- um. Svo fer ég að lesa fleira í lesbókinni þ. á m. rabb eftir Gfsla Sigurðsson. Við það kólnuðu straumarnir og fer ég nú að rifja upp í huganum samskipti mín við lesbókina fyrr og síðar. Það verður mér alltaf minnis- stætt þegar Sigurður A. Magnús- son birti ljóð eftir mig f fyrsta sinn í lesbókinni. Ljóðið hét bara Ljóð og eftir að hafa verið hálfan daginn að púrra mig upp í að hringja í Sigurð, sagði hann mér að koma með Ijóðið. Ég gerði það nötrandi á beinunum og viti menn; hann tók ljóðið og borgaði mér svo fimmhundruð krónur. Ekki fannst mér ég bara vera næstum því heimsfræg, heldur líka mjög auðug þegar ég gekk í leiðslu heim. Sfðan birti Sigurður oft Ijóð eft- ir mig. Svo tók Svava Jakobsdóttir við lesbókinni og hún tók mér ævin- lega hýrlega og hringdi meira að segja einu sinni í mig og bað um ljóð; þá var ég í góðum klassa. Svo tók Gísli Sigurðsson við les- bókinni og lækkaði við mig greiðslu og var lítið hrifinn á ljóð- unum. Ég er ekkert hissa á þvf; það væri meiri frekjan ef maður héldi alltaf að allir gætu verið hrifnir af ljóðunum manns. En ég hef verið svo heppin að menn sem ég tek mark á hafa líka fjallað um ljóð mín. Væri ég nú tíu árum yngri þyrði ég varla að yrkja meira eftir að hafa lesið þetta rabb. Það er til fullt af góðum skáldum á íslandi í dag og mörg þeirra senda ljóð til lesbókarinnar. Mogginn er nú einu sinni mest lesna blað í heimi miðað við fólks- fjölda. Þess vegna langar mig að segja Gísla að hugsa um þessi orð, eða kaupa plötuna ,,Be careful it’s my heart“. Nfna Björk Arnadóttir Athugasemd Því má bæta við, að allan þann tíma, sem um getur í grein Nínu Bjarkar, hafa sömu ritstjórar ver- ið við Lesbók Mbl. og eru þeir hinir sömu og ritstjórar Morgun- blaðsins. Hafa starfsmenn Les- bókar ekki sízt núverandi umsjón- armaður hennar, Gísli Sigurðs- son, ávallt haft samráð um efnis- val við ritstjóra blaðsins, bæði um ljóð og annað, ef ástæða hefur þótt til. M. ökumannsins og dreifist þá þunginn tiltölulega jafnt á öll hjólin. f Matra Simca Bagheera erað vlsu ofur venjuleg Simca-vél, fjögurra strokka, rúmlega 90 hestafla, og stendur hún þversum. Á þann hátt fer litið fyrir henni, enda er far- angursrými ofan á og aftan við. En þótt hér sé enginn stólparokkur á ferðinni, er allt að þvi ótrúlegt, hvað fæst út úr ekki stærri vél. Skýringin er að nokkru leyti fólgin I þvL að yfirbyggingin er úr plasti og verður þyngd bilsins þvi aðeins 885 kg. Hámarkshraðinn er 185 km á klst, eða sá sami og á BMW 2002, sem þó er með 130 hestafla vél. Við- bragðið i 100 km hraða er þó aðeins minna, eða um 12 sek. En það er ekki hvað hann gerir, sem skiptir öllu máli, heldur hvernig hann gerir það. Af öllum þeim svokölluðu sport- bilum, sem ég hef ekið, hefur mér líklega fundizt skemmtilegast að aka þessum. Að visu var sú ánægja svo til eingöngu bundin við malbikið. En þar verð ég að hafa á nokkurn fyrir- vara: Demparinn öðrum megin að aftan var bilaður. Fjöðrunin er samt ekki likt þvi eins hörð og á flestum sportbílum, sem hreinlega eru ónot- hæfir á holóttum malarvegi. Það verður ekki sagt um hann þennan. Hann er mjúkur á franskan máta og liggur býsna vel á vegi. En stýrið var ekki nógu stöðugt og fátt er leiðara en að fá hverja holu upp í hendurnar. Ef til vill hefur stillingin á stýrinu ekki verið nógu góð. Á malbiki er hinsvegar hrein unun að aka Matra Simca Bagheera og einkum kemur það á óvart, hvað krafturinn er mikill eftir að komið er vel yfir 100 km hraða. Hann hefur einnig'þann kost að vera skemmti- legur á litlum hraða og nýtur hann sin þar af leiðandi mjög vel i venju- legum innanbæjarakstri. Gólfskipt- ingin er mjög þokkaleg án þess að vera nokkuð framúrskarandi og þótt sætið sé dulitið undarlegt við fyrstu sýn, þá fer vel um mann við stýrið. En sökum þess hve sætisbökin eru há, er ærið takmarkað útsýni aftur úr. Þrátt fyrir nokkra erfiðleika hjá bilaiðnaðinum uppá siðkastið, sem ugglaust eru afleiðingar oliukrepp- unnar svokölluðu, hafa örfáar bila- tegundir búið við góðan byr, jafnvel svo að ekki er hægt að anna eftir- spurninni. Framleiðslan hjá Matra Simca er að visu ekki á stóriðnaðar- stiginu. en svo mikia athygli hefur þessi bill vakið í Evrópu i sumar, að verksmiðjan hefur ekki undan. Samt er verðið i hærra lagi: 1.100 þúsund fyrir siðustu gengisfellingu. Matra Simca Bagheera er vel teiknaður bill, útlitið mjög hreinlegt, en út af fyrir sig er það ekki óvenju- legt á neinn hátt. Mælaborð og inn- rétting vekur hinsvegar sérstaka at- hygli vegna þess að þar er farið nýjar leiðir. Stýrið er litið ummáls og tekið þvert að neðan, svo það er ekki með öllu kringlótt. Mælaborðið er í senn búið öllum nauðsynlegum mælum, þar á meðal snúningshraðamæli og klukku og allt er það svo fallega upp sett, að erfitt er að benda á jafngóða eða betri lausn. GS Listgagnrýn- andinnog reiknistokk- urinn Framhald af bls. 11 setja fram flaum undirvitundar óheftan (Joyce). Slik ósjálfráð list (og þá frá hennar sjónarmiði sjálfráð. auðvitað) var i hávegum höfð framan af öldinni, hún dæmir listamanninn til annarlegs vitundarleysis, hann er alltaf úr fókus. Með félagslegri viðurkenningu verður hann undirvit- und samfélags sins og einangrast út á við. Að líkindum einnig inn á við, gagnvart sjálfum sér, þvi að hætt er við að hið þögla mál listrænnar um- fjöllunar skilji hann alveg frá eigin undirvitund, valdi misgengi i ego, sem leiðir til uppþornunar og hug- stirðnunar. Slik list er Ijós, sem við- heldur sjálfkrafa myrkri til að lýsa i. Sllk er nútimalist, að undanskildri þeirri, sem er yfirlýst stjórnmálaleg. Og aldrei hefur list verið hefð bundnari. Hún er yfirskilvitleg án vitundar um sögulegt samhengi, annaðhvort listfræðinga, eða nýupp lýstrar borgaralegrarstéttar. En undirvitund er kenningarlega ákvarðaður eiginleiki, vitsmunalega mótaður: sérhver er formgerðar- maður eigin undirvitundar. Hún er þáttur i uppbyggingu persónu- leikans, verður til snemma á þroska- ferli einstaklingsins. Það, sem þar fer fram. er ekki sjálfstæðir gerrn- ingar, heldur er margbrotið orsaka- samband innan tvenndarinnar vitund og undirvitund. Túlkun og eining meiningar úr myndmáli hins síðar- nefnda er verksvið hins fyrrnefnda sálræna eiginleika og þetta mál talar til hans. Undirvitundin starfar ekki eins og kælikerfi, lokað. Taki lista- maður að leggja áherslu á sviplíki undirvitundar með verkum sinum, eins og surrealistarnir gerðu fyrir áhrif frá Freud á sínum tíma og simbólistar, Willy Sörensen t.d., hafa gert siðan. þjálfar hann sig i ákveðinni tækni til þess og tekur upp háttsemi, sem þeirri tækni hæfir. Willy Sörensen byrjaði með þvi að skrifa niður drauma sína, en simbólistar taka réttan pól i hæðina, reyna að segja eitthvað. Sé hin djúp- lægari hugarstarfsemi sjálf lokatak- markið, krefst hún sérstaks sjónar- horns til að hún verði skoðuð sem list, hins þögla máls listgagnrýn- andans, ella er hún ekki annað en vitnisburður um ákveðið geðslag, reynsla. sem skoðandinn túlkar fyrir sér, eins og aðra reynslu sína. (Lista- verk af þessu tagi er frá sálrænu sjónarmiði geðslag). Lokatakmark listamannsins er að ná fram mynd þess; hlutgervi þess, ekki eins og flestra annarra manna liðanin sjálf. (Maður. sem ætlar sér að flytja inn í nýtt hús að ári, hefur að markmiði vellíðan, og hún nægir honum sjálf ein sér). Hann kyrrsetur liðanina og rífur úr tengslum við kveikju að henni með þvi að leggja alla áherslu á hlutgervi hennar. Hvert svo sem sálarástand hans er hlýtur hann að hafa áhrif á það með þessu hátterni og þá breyta liðaninni eftir atvikum litilvægri eða stórvægilegri, meðvit- aðri eða ómeðvitaðri. Hann sligar með þessu náttúrlega sjálfstjórnar- hæfni sina og tileinkar sér aðra, menningarlega. Og hann hefur fyrir- fram tryggt sér, að hann getur með engu móti fullgert verk sitt. M.ö.o. varanlega óánægju með sjálfan sig. Geðslag, sem þannig er lagt undir ánauð hlutgervingarinnar með ómennskum hætti leiðir af sér önnur óyndislegri og þar með óyndislega list, hversu merkileg sem hún er frá listrænu sjónarmiði. Maðurinn skapar sig sjálfan, það gera allir. En persónuleiki listamanns, sem svona er ástatt um, er um leið sérstakur menningarsögulegur tilbúningur, kennslin, sem hann hefur knúið fram hjá sjálfum sér i baráttu sinni við að fella i meiningarlaust kerfi vitsmuna- legan flaum. dæmi um einstaka að- lögunarhæfni manndýrsins. Og þar með eru verk hans viðundur — sem hægt er þó að venjast svo að sjálf- sögð sýnist — sem sérstaka þjálfun þarf til að skilja og meta; fylgifiskur- inn auðvitað þörf fyrir listaskóla og listf ræðinga. Var einhver að tala um formbylt- ingu? Orðið er búið til úr leikfanga- kubbum listfræðinga og er öðrum en þeim markleysa. Einhver surrealisti skrifaði, að eina ráðið til að losna við óyndisleikann úr mannlifinu væri að auka hann um allan helming. Þá þyldu menn ekki lengur við. En hann vanmat aðlögunarhæfnina. Með þvi að slíta sig úr tengslum við bók- menntirnar hafa rithöfundar innleitt dauðleikann i verk sin. Með tíman- um verða þau ekki annað en sagn- fræðilegur vitnisburður um ástandið á ákveðnu skeiði — gagnslaus fræðimönnum, ef marka má orð Jóns Helgasonar um Islendinga- sögur. Hvað um það. Að mínu áliti á listamaðurinn að reyna að brjótast út úr þeim viðjum sérhæfingar, sem er einkenni nútímalistar, hætta að reyna að vera bara sél, þvi að það Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.