Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Síða 12
Kolbeinn frö Strönd ÚRLJÖÐALJÖÐUM I. Leitin Ég leitaði hans í hvilunni en hann var hvergi að finna og hjartað skalf af sorg. Á morgun skal ég leita hans og engu öðru sinna og æða um garða og torg. Ég leitaði og leitaði og lengi ekkert fann og svo spurði ég verðina: Ó — sáuð þið ekki hann, manninn, manninn horfna, sem hjarta mitt ann. Ég fann hann litlu síðar og hélt með höndum tveim og nú má ég ekki tapa tökunum þeim. Svo fer ég með hann I kotið þar sem ég kom I þennan heim. II. Biðin Ég hafði afklæðst serknum og laugað leggi og fætur. nú lá ég þar og beið. Þá sá ég hönd við gluggann, þá hönd sem alltaf lætur mitt hjarta þjóta á skeið. Skjótt reis ég upp af beðnum, húmbjört við næturskuggann. Hve blóðið örar rann! Með fingur raka af mirru ég reyndi að opna gluggann og rennislána fann. Með skjótum huga og höndum var fagi úr falsi hrundið. Ó, fljótt. Ó. fljótt. — Ó hvar? Ég hrópaði út I myrkrið, mitt hjarta leyst úr böndum, — en hann var ekki þar. VigfúsAndrésson MINNING Vornóttin beið átekta á meðan ég starði I augu þín á hringvegi eilífðarinnar. Hægt og hægt hættirðu að vera til hár þitt og hendur litur augnanna andlit og llkami ég var hræddur við ást okkar og endalaus augu og andaði að mér fnyk glóandi Hekluhrauns drakk kyrrláta fegurð Kersins og fann ilm Þrastaskógar vitandi um fegursta blómið sem skóhæll minn marði. KnúturÞorsteinsson NOREGUR Ég minnist enn þess dags er ég fyrsta sinni sá, við sólarroð þin fjöll af djúpi Ijóma. Með reistar dalabrúnir og hamrabelti há, með hegg og björk og litskrúð sumarblóma. Af blámadjúpum fjörðum barsvásan sunnanþyt og sund og sker I morgunskrúði glóðu. Og sæluþrungin angan mér barst um barm og vit, ég beygði kné I þagnaryndi hljóðu. Mér var sem glöggt ég kenndi hvern dal, hvert fjall og flóð, hér fannst mér blóðið örar taka að streyma. Því hérna höfðu feðurnir ort sinn bernskuóð, hér áttu hjörtun sömu slög og heima. Og djúp og hrifnæm gleði um ungar æðar leið, mér óðöl brostu forna dátaminna, Og útlendingsins söknuður enginn brjósti sveið, þvl einnig hér var gjörð mins draums að finna. Listgagn- rýnandinn og reiknistokkurinn Framhald af bls. 11 okkar samhengi, sem við sjálf skilj- um, við getum ekki án þeirra verið. En á hverri einingu I tfma er hlut- verkið Fmyndun þess sem áhrærir. Það er ekki raunverulegra en skáld- skapur. Þrátt fyrir að höfundur sem- ur skáldskap sinn út frá ákveðnu hlutverki, er það afl sér heldur ekki ástæða til að svipta hann einstakl- ingseðli hans. Né heldur eitt sér það, að hann semur skálddkap. Að kanna út frá huggerðum er ekki aðeins aðferð visindamanna, verk- og tæknifræðinga, heldur flest allra manna, þegar staðið er frammi fyrir nýjung eða ókunnugleika. Ef menn gera eitthvað á annað borð. Samkvæmt visindalegri skamskipta- kenningu ganga upplýsingar greið- ast milli manna, ef móttakandinn hefur 50% (!) þekkingu á málefninu þ.e. huggerðir viðloðar. Við stigum ekki svo inn i hús ókunnugra.að I útjaðri vitundar okkar mari ekki hug- gerð á hálfvökustigi og renni saman við þær myndir, sem veruleikinn tek- ur á sig frammi fyrir okkur; undan- fari okkar eigin reynslu er huggerð- in, sem við föngum hana i, án þess upplifum við hana ekki, heldur fer hún fram hjá okkur daufum og dumbum. Eða beinlinis ofgerir okkur án þess að við skynjum, að nokkuð hafi verið, fyrr en taugakerfið er gengið úr skorðum. Spyrjum nú, hvert sé gildi skáldskapar frá sjónar- miði lesanda. Hann nálgast bók, sem hinn al- menni lesandi. Innan hlutverks. Áð- ur en hann hefur lesturinn, hefur hann i huga sér lagt drög að huggerð 'jf verkinu. Huggerð hans er visvit- andi margræð, riðluð og aðeins hálf- meðvituð til að hann geti jafnóðum samlagað hana þeirri reynslu, sem hann hefur af verkinu, betrumbætt og fyllt út, uns hann lýkur lestrinum og hefur þar með endurskapað verk- ið út frá þeim rittáknum, sem hann hefur haft fyrir augunum. Lesandinn er framkvæmdaaðili, sem beitir sam- stillt þremur skilningarvitum, sjón, smekk og tilfinningu; lestur, þótt sálrænn sé, athöfn; atburður á sál- ræna visu. Óll erum við ofurseld sibreytilegu umhverfi; likt og það sé jafnan á okkar valdi hvar við stöndum hljót um við i sifellu að sanna gildi okkar frammi fyrir veröldinni, en hún á hinn bóginn að framleiða kringum- stæður, sem ögra imyndunarafli okk- ar og þar með huggerða — (módel) — smiðnum t okkur, en nægir ekki kyrrstaðan, heldur viljum við vera í sókn, tryggja stöðuna og útvikka hana um leið. Við leggjum misjafn- lega til huggerðanna af sálrænum eiginleikum okkar, skynsemi, sé um alvöru að ræða, ástriður, tilfinning- ar, i meira mæli, ef um skemmtun er að ræða, og við berjumst með þeim við hendingakennd áreiti. Af þessu sambandi verður séð, að gott, samtimalegt skáldverk er hið hagnýtasta tæki. Lesandinn hefur, að loknum lestri þess, tileinkað sér huggerð, sem er miklu fullkomnari þeirri, sem hann gerði sér i fyrstu um verkið og það getur þvi gert honum fært að upplifa það, sem hann ella hefði leitt hjá sér, auðveldað honum að bregðast við þvi, sem hann ekki getur skotið sér undan, almennt gert hann færari huggerðasmið sjálfan. Skáldverkið svalar raunverulegri þörf, ekki tilbúinni, annaðhvort af þvi að höfundur hefur átt við sömu aðstæður að etja og valið að full- komna huggerð sina með þessum hætti, eða beinlinis af því, að það er samið sérstaklega með pyngju þessa lesanda í sigtinu og þvi, hvers eðlis það er. Eftir á hafa bæði höfundurog lesandi stigið spor I átt til kenningar um veruleikann, kenningar, sem byggð er á smekk og hefðbundinni túlkun, þvf, sem kallað er heilbrigð skynsemi. Rökvisi er aftur á móti samheldnin I veruleikaskini visinda- mannsins, hann fer svo langt, sem hún nær. Slikt treglyndi gæti talast til fyrirmyndar, ef þvi væri trúað, sem menn trúðu á sfðustu öld og þeir, sem hafa hugarfar frá þeim tíma, trúa enn, að maðurinn sé ræð- ur. En það er hann ekki. Maðurinn er óræður. Samfélagsferlin eru það, svo framarlega sem þeim hefur ekki beinlinis verið hagstætt i ræð form. Þess vegna stendur skáldskapur, sem kenning um menn og samfé- lagsveruleika þeirra, þeim nær, en hinar, sem takmarkast af rökvisi. Nú, þegar aðrar könnunarleiðir en visinda og lista hafa úrelst, er skáld- skapur af þessum ástæðum I góðu gildi, sem lifandi samfélagsafl. Ennfremur er hin raunsæja vitund um skáldskap, sem ég er að reyna að leggja drög að, vopn gegn hleypi- dómum um listir, sem allur þorri manna er haldinn af. Og af ástæð- um.sem ég nú kem að, ætti menn- ingarpólitik að taka upp þær orða- lagsbreytingar, sem ég hef gert grein fyrir. Að rannsaka mannveruna Framhald af bls. 3 meiri fræðslu um það hvernig á að beita þessari orku, bæði f eigin þágu og annarra. Það er lögmál náttúrunnar, að við látum frá okkur fara það, sem við ekki höf- um þörf fyrir. Ef við lútum ekki þessu lögmáli, kemur fram ójafn- vægi í líkamanum, sem orsakar sjúkdóma og truflun á eðlilegri starfsemi hans. Þannig kemur eigingírni í ljós hjá þessu fólki. í stað þess að nota orku sjálfrar náttúrunnar, hagnýta hans skyn- samlega og endurnýja sjálfan sig þannig eðlilega samkvæmt lög- máli hringrásarinnar, kýs þetta fólk sér að nota orku annars fólks.“ „Hvaða sálrænir hæfileikar álítið þér að séu mest virði?" „Ég álft að, hlutskyggni (psychometry) sé þeirra mest virði, vegna þess, að þar birtast samtfmis fjórir eiginleikar: sjón, heyrn, tilfinning og skilningur. Sumt af því fólki, sem er skyggnt og skynjar önnur orkusvið, heyrir hvorki, finnur né skilur neitt sér- stakt í sambandi við það, sem það sér. Ég get nefnt eitt dæmi í sam- bandi við hlutskyggni. Árið 1863 var stúlka f bænum Denton sem gat, með því að halda á hlut í hendinni, skynjað hreyfanlega mynd, þar sem hún heyrði bæði raddir og skynjaði tilfinningar og viðbrögð fólksins, sem hún sá. Þarna kemur í ljós möguleiki á því, að með hjálp fólks, sem býr yfir slíkum hæfileikum, muni ef til vill verða hægt að opna sýn jafnvel inn á hærri svið fjarlægra stjarna og vetrarbrauta. Eg er viss um að til eru þeir, sem búa yfir slíkum hæfileikum. Ég held að Pythagoras hafi verið einn þeirra, en hann lét okkur í té stærðfræðilega formúlu okkar sólkerfis.“ „Þeir, sem þér kallið sjáendur, eru það þeir, sem, eins og þér segið, er „gáfað fólk, sem vegna hæfileika sinna hefur getað komist út fyrir takmörk skilningarvitanna og yfir á víðara skynjunarsvið?““ „Já, einmitt: Það fer út fyrir takmörk venjulegrar mannlegrar Framhald á bls. 16 . • BRIDGE Hér fer á eftir skemmtilegt spil, sem er frá dönsku meistara- keppninni fyrir nokkrum árum. N S: Á-8-7-4 H: Á-2 T: G-6-3 L: D-8-6-4 V A S; D-G-10-9-5 S: 6-2 H: G-9-5 H: 7-6 T: 9-5 T: Á-K-D-8-7 L: G-7-5 L. K-9-3-2 S S. K-3 H: K-D-10-8-4-3 T: 10-4-2 L: Á-10 SuSur var sagnhafi i 4 hjörtum og andstæðingarnir tóku fyrstu þrjá slagina á tigul. Austur lét síðan út spaða og sagnhafi drap með kóngi. Sagnhafi tók nú 5 slagi á trompi og vestur var í miklum vandræðum og þá var eftirfarandi staða komin upp: N S: Á-8 H: — T: — L: D-8 V A S: D-G S: 6 H: — H: — T: — T: 8 L: G-7 s L: K 9 S: 3 H: 4 T: — L: Á-10 Nú lét sagnhafi út síðasta trompið þ.e. hjarta 3. vestur varð að láta laufa 7, því ekki mátti hann láta spaða. Sagnhafi lét spaða 8 úr borði, en austur lét tlgul. Næst lét sagnhafi út spaða 3, drap i borði með ásnum, lét siðan út laufa drottningu og þannig vann hann spilið því austur varð að drepa með kóngi og þá fóll gosinn í hjá vestri. Þannig varð laufa 10 góð og spilið unnið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.