Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 8
HUG- STÆÐUSTU VERKIN JÓN BJÖRNSSON rithöfundur Þegar spurning sem þessi er lögð fyrir rithöfund held ég að hann hljóti að komast í nokkurn vanda. Að sjálf- sögðu er það efni sem hann tekur til meðferðar I skáldsögu margvlslegt og honum misjafnlega hugleikið, en samt mun það taka hug hans allan meðan á verkinu stendur. Og flestar bækur bera mót síns samtlma, hvort sem höfundinum er það sjálfrátt eða ekki. Þetta gildir jafnt um „sögu- legar" skáldsögur og verk sem miðuð eru við samtfmann. Nú er það svo að ég hef gert talsvert af þvi að semja sögur með efni úr fortiðinni. Ein þeirra er „ Val- týr á grænni treyju", sem kom út árið 1951. Hún er byggð á aust- firzkri þjóðsögu, sem hefur orðið ótrúlega lifseig. Ýmsir telja að lítill sannsögulegur fótur sé fyrir þeim atburðum sem þjóðsagan greinir frá. En slíkt skiptir ekki öllu máli. Hitt er aðalatriðið að efni þjóðsögunnar er táknrænt og er að þvi leyti ávallt „aktúelt". Þegar ég samdi þessa sögu höfðu nýverið farið fram ýmiskonar „réttarhöld" úti í heimi, þar sem valdið var látið ráða I stað þess að leiða afdráttarlausan sannleikann í Ijós. Með því var freklega brotið gegn þeirri meginreglu sem er ein af undirstöðum siðmenningarinnar; að allir skuli njóta sama réttar i þjóð- félaginu. Um þetta fjallar „Valtýr á grænni treyju". Ég er þeirrar skoðunar að það sé lífsskilyrði fyrir mannkynið að standa stöðugt á verði gegn þeim öflum sem ætið eru reiðubúin til að láta réttinn vikja fyrir valdinu. Vegna þessa var mér efni þjóðsög- unnar sérstaklega hugstætt. þar upp frá. Draugarnir ganga þar ljósum logum,“ bætti hún við og signdi sig. „Og sonur húsbóndans er heldur ekki heima,“ hvíslaði Ari. „Ég er hræddur um að húsmóðir- in. . .“ Hann þagnaði í miðju kafi, því að Ingibjörg húsfreyja birtist í dyrum hjónaherbergisins og kall- aði á Geirlaugu inn til sín. „Það voru voðalegar fréttir, sem ég heyrði á leiðinni hingað," sagði Guðmundur gamli loks. Hann var búinn að stanga vand- lega úr tönnunum á sér og sat á rúmstokknum og reri sér ákaf- lega. „En ég verð að segja hús- bóndanum þær fyrst. Viljið þið kalla á hann!“ Alla í baðstofunni setti hljóða. — Guðmundur gamli var kominn fyrir skömmu. En þar sem fólk hafði verið við kirkjuna um daginn, án þess að hafa heyrt neitt fréttnæmt, fór það að gruna, að þetta væri einhver vitleysa úr gamla manninum, þó að ótrúlegt væri að hann dirfðist að gabba Valtý til að gefa því gaum. Húsbóndinn kom inn í baðstofu andartaki síðar. Guðmundur gamli þakkaði honum með mestu virktum fyrir veittar góðgerðir og hóf svo máls: „Það eru sorgarfréttir, sem ég hef að færa. Þegar ég átti spotta- korn eftir heim að túngarðinum hérna, reið ókunnur maður fram á mig, þar sem ég staulaðist í hægðum mínum. Hann sagði mér dauða Guttorms lögsagnara." Guttormur Hjörleifsson var lög- sagnari Péturs sýslumanns Þor- steinssonar á Ketilsstöðum. Hann var ungur að aldri og hinn efni- legasti maður. „Hvenær bar dauða hans að?“ spurói Valtýr og auðséð var, að honum brá mjög við fréttina. „Hann var að koma frá Skriðu- klaustri i morgun við annan mann. Hann reið fjörugum hesti og komst brátt langt á undan fylgdarmanni sínum. Fylgdar- maðurinn reið fram á hann, þar sem hann lá á jörðunni og hnakkurinn við hliðina á honum. Hann hafði orðið fastur í ístaðinu og dregist með hestinum langan spöl. Það er helzt haldið að hann hafi hálsbrotnað." Guðmundur gamli ræskti sig. „Þetta eru meiri voða-tíðindin,“ sagði Valtýr eftir nokkra þögn. „Já, minnist þér ekki á það, húsbóndi góður," sagði Guð- mundur gamli og stundi þungt. Svo hélt hann áfram eftir stutta þögn: „En mig grunaði nú samt, að eitthvað hræðilegt mundi koma fyrir. Auðvitað hlaut eitthvað að ske eftirþað!" „Hvernig gat nokkur maður vit- að þetta fyrirfram! Guttormur var ungur og hraustur og hinn mesti hestamaður," sagði Valtýr dálítið snöggt. „Nei, nei, húsbóndi góður!" sagði Guðmundur gamli dauð- hræddur um að hafa móðgað gest- gjafa sinn. „Ungur má en gamall skal, segir máltækið, og það sannast á þessum hryggilega at- burði." Valtýr gat ekki að sér gert að brosa, þegar hann sá hve fljótur gamli maðurinn var að snúa við blaðinu. Valtýr á grœnni treyju — bókarkaýli — Guðmundur gamli sat á rúmi í frambaðstofunni með skyrask á hnjánum og var að borða. Við hlið hans á rúminu stóð tréhlemmur með kjötbeinum, sem svo voru vel kroppuð, að hvergi sást kjöttætla eftir. Er hann hafði lokið úr skyr- askinum, sleikti hann hann vand- lega að innan og stillti honum á hlemminn með beinunum. „Guðsást fyrir matinn, stúlkan mín!“ sagði hann þegar vinnu- konan kom upp um stigagatið til að sækja ruðninginn. „Þú átt áð þakka húsmóðurinni en ekki mér, Gvendur sæll!“ anz- aði hún stuttlega um leið og hún hvarf niður aftur með askinn og hlemminn. „Stendur eitthvað illa í bólið hennar, gæzkunnar!" tautaói Guð- mundur og sleikti út um. Svo hall- aði hann sér út af á rúmið og teygði úr sér. „Jæja, nú ættirðu líklega að geta sagt okkur fréttirnar," sagði Þorbergur vinnumaður dálítið óþolinmóður. „Nú ertu þó búinn að fá eitthvað i svanginn." „Já, guð launi þeim ágætu hjón- um fyrir mig, vergangsaumingj- anum!“ sagði umrenningurinn með titrandi rödd. „Ef manni væri tekið alls staðar eins og hérna á Eyjólfsstöðum ... Já, mikill er nú munurinn á mönn- unum, Þorbergur minn!“ Vinnufólkið sat á rúmum sínum í baðstofunni. Það var orðið áliðið kvölds og hálfrokkið inni. Hús- bóndinn sat í stofu sinni undir baðstofuloftinu, en húsfreyja var við saumaskap í herbergi þeirra hjóna, sem var afþiljað frá aðal- baðstofunni. Lítil skíma af tunglsljósi féll á súðina beint á móti ljóranum og setti draugalegan blæ á allt inni í baðstofunni. „Hvernig stendur á því að hann Fúsi skuli ekki vera kominn?" sagði annar vinnumannanna, Ari að nafni. „Eg er hræddur um að strákfjandinn verði ekki allt of fjörugur við vinnuna á morgun! Húsbóndinn ætlar víst að láta okkur fara í heiðina snemma í fyrramálið." „Og við kváðum eiga að liggja við í selkofanum," sagði Geirlaug vinnukona. „Ég segi nú fyrir mig, að ég sef víst ekki marga nóttina , ® Myndskreyting: Ottó Ólafsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.