Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 9
„Þú ferð ekki á morgun án þess að láta mig sjá þig áður, Guð- mundur minn,“ sagði hann. „Ég verð að fara niður í kamesið. Ég er að skrifa bréf sem ég þarf að koma áleiðis snemma á morgun og mér hafði svona dottið í hug að biðja þig að koma því fram á Jaðar fyrir mig. Annars dvelurðu hjá okkur nokkra daga eins og vant er, er ekki svo?“ „Ég þakka yður ástsamlega fyrir!“ sagði gamli maðurinn og lifnaði allur við. Mesta gleði hans var, þegar heldri menn báðu hann að gegna erindum fyrir sig. Þegar húsbóndinn var farinn, fór fólkið i baðstofunni að inna Guðmund gamla eftir því, er hann hafði átt við með orðum sínum áður. Flestir voru meira eða minna trúaðir á hindurvitni, og margir vissu að gamli maðurinn vissi lengra nefi sínu. Annars var farið hljótt með slikt á Eyjólfs- stöðum, því að húsbóndinn taldi það hreinan og beinan hégóma. „Ég sá orminn," sagði Guð- mundur stillilega. „Sástu orminn?“ endurtók Ari. Stúlkunum lá við að hljóða upp yfir sig af skelfingu. „Já, ég sá Lagarfljótsorminn i fyrrinótt!" Dauðaþögn var i baðstofunni. Allir hugsuðu um það sama: Þessi voðalega ófreskja hafði endrum og eins sýnt sig í fljótinu, og þá hafði það ætíð verið fyrir einhverjum stórtiðindum. En nú var nærri mannsaldur síðan ormurinn hafði birzt síðast. „Var hann — ægilegur?“ spurði Þorbergur. „Biddu fyrir þér, maður! Það er ekki hægt að lýsa því með orðum! Þegar hann setti upp kryppuna í miðju fljótinu, náði hún jafn hátt hæstu brúnum . . . Drottinn varð- veiti okkur öll fyrir slíkri ^ófreskju.“ „Hvað halda menn að þetta sé eiginlega,“ sagði Ari. „0, það þarf víst ekki að fara i neinar grafgötur um það,“ sagði Geirlaug og gerði krossmark fyrir sér. „Þess háttar ófreskjur hefur guð minn og herra ekki skapað! 0, Jesús minn . . .!“ „Og þú heldur að ormurinn hafi boðað feigð Guttorms sáluga?" „Ég hef ekkert sagt um það. En hvenær hafa slysfarir verið taldar til sérstaklega óvenjulegra tíð- inda? Nei, vinir minir! Eldgos, drepsöttir og hallæri gæti fremur komið til greina . . . En raunar hafa fleiri fyrirburðir átt sér stað. I Útmannasveit brann bær í vor. Hann brann til grunna, nema ein stoð úr fjósinu. I henni lifðu stöð- ugt glæður, og hvernig sem farið var að, reyndist ekki mögulegt að slökkva þær. Ég talaði síðast í gær við mann, sem sagði að stoðin logaði alltaf, án þess þó að brenna. Ég hef hugsað mikið um þetta og get ekki ímyndað mér að það þýði annað en óslökkvandi haturseld." Það varð þögn i borðstofunni. Ingibjörg húsfreyja kom út úr hjónaherberginu. Hún bað Geir- laugu að fara fyrir sig fram i búr eftir einhverju smávegis. Aum- ingja stúlkan fölnaði upp, en þorði þó ekki annað en að hiýða. Hún gekk skjálfandi fram að dyr- unum, en í því er hún ætlaði að opna stigahurðina, riðaði hún til og féll í ómegin. Eftir stutta stund rankaði Geir- laug við sér aftur. I þvi kom Ingi- björg húsfreyja utan úr búrinu. Hún gekk rakleiðis að rúmi vinnukonunnar og sagði: „Komdu snöggvast inn til min, heillin! Ég þarf að biðja þig að hjálpa mér við sauma.“ Svo leit hún snöggt á Guðmund gamla. „Ég vil ekki hafa óguðlegt tal í minum húsum!“ sagði hún. „Jæja þá,“ sagði Guðmundur eins og við sjálfan sig. „Ég get nú ekki séð að við höfum verið að tala neitt ósæmilega. — En hvað ég vildi segja,“ hann hvfslaði, „það er sagt að hún hafi sézt nýlega inni í Fljótsdal.“ Allir vissu við hvað hann átti. Og skelfingin stóð uppmáluð á andlitum kvenfólksins. Katrin gamla niðursetningur, sem hafði setið á fleti sínu úti i horni, án þess að mæla orð frá vörum, tók nú að biðja fyrir sér hástöfum. „Þá gerist eitthvað sögulegt bráðum. Herrann Jesús haldi verndarhendi sinni yfir sínum auma lýð!“ hvíslaði hún svo lágt að varla heyrðist. En Guðmundur gamli sat á rúmstokknum og reri sér. Það var eins og hann nyti þess að sjá hver áhrif frásagnir hans höfðu á fólkið. Og bara að hún væri nefnd, var sem allir yrðu lostnir einhverjum töfrum. Það var Sunnefa Jónsdóttir, sem átti að hafa sést á reiki. En hún hafði dáið á grunsamlegan hátt fyrir meira en áratug og losn- að á þann hátt við að verða færð á höggstokkinn. „Ætli það væri ekki eins gott að syngja eitthvað fallegt, ef það yrði til þess að bægja öllu þessu illa frá okkur,“ sagði Geirlaug milli vonar og ótta. „Aldrei hefur blessað drottins orðið brugðist," sagði Katrín gamla og kyrjaði af öllum mætti þetta vers úr píslarsálmum hins sæla manns, Hallgrims Péturs- sonar. Heimsbörnin hafa list þá lært, lygð og svikræði er þeim kært, fótsporum djöfuls fylgjande, falsráðin draga þó i hlé. Frá hans og þeirra hrekkja stig Herrann Jesús bevari mig. Hitt fólkið tók undir. Ingibjörg húsfreyja kom ásamt Geirlaugu og þeim Þórunni og Sigurði inn í baðstofuna og tók þátt i söngnum. Hin einföldu og kraftmiklu orð sálmaskáldsins sýndu ennþá einu sinni mátt sinn, og ráku á brott hina illu óvætti myrkranna, sem setzt höfðu að í sálum mannanna. © „Foodscape" eða matarlandslag. Málverk Errós. ERRO Guðmundur Guðmundsson listmálari Þa8 verk mitt, sem mór er hug- stæðast, er án efa MATARLANDS- LAG. Ég málaði það eftir að ég hafði borðað allt það, sem málað er á lérifinu. Þessi máltið stóð um það bil i hálft annað ár; þá fyrst hafði óg nóg efni til þess að koma málverkinu saman. Þegar ég sá myndina tiu árum siðar á safninu i Stokkhólmi, mundi ég greinilega eftir hverju bragði. þessum tveim stjórnmálaskörungum hafa verið mér ómetanleg og mestur styrkur á stjórnmálaferli minum. Að sjálfsögðu koma minningar um marga aðra fram i hugann, enda er þess að gæta, að ég átti sæti i stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik frá árinu 1939 til 1972 auk annarrar margháttaðrar starf- semi á vegum Sjálfstæðisflokksins. bæði i Reykjavik og raunar um gjör- vallt land. Engin illindi eru mér i huga i nokkurs garð eftir svo langan stjórnmálaferil. Ég get með sanni sagt, að hann sé innrammaður vin- éttu og tryggð. Of langt yrði að telja einstök mál, en þess er að minnast, að stjórn- málaferill minn er einmitt á fyrsta aldursskeiði eða fyrsta aldarfjórð- ungi lýðveldis á Íslandi. Lýðveldis- stonunin verður mér einna hug- stæðust og atlar þær miklu framfarir, er átt hafa sér stað á hinu skamma aldursskeiði hins unga lýðveldis. Landið hefur breytt um svip, bæði til sjávar og sveita, til mikilla hagsbóta fyrir ibúa þess. Þá kemur mér i huga langvinn barátta okkar islendinga fyrir verndun fiskimiða umhverfis landið og stækkun landhelginnar. Einnig stóriðja i tengslum við rafvirkjanir í stærsta fljóti landsins, Þjórsá. Fátt getur verið íslendingum kær- komnara en að raflýsa landið i hinu langa skammdegi, sem við eigum við að búa við nyrztu höf. Ég vona, að framtið fslands verði bæði björt og fögur fyrir land og lýð. JÓHANN HAFSTEIN fyrrum ráðherra Þegar ég er beðinn um að svara þeirri spurningu. hvað mér sé hug- stæðast á stjórnmálaferli mínum, koma mér fyrst i huga náin og löng kynni við afburðamenn. Á ég þar fyrst og fremst við þá tvo formenn Sjálfstæðisflokksins, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Mér er það fyllilega Ijóst, að kynni min af *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.