Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 13
KRISTJAN DAVÍÐS- SON listmálari Sennilega er þaS lltil ollumynd máluð 1941 eða 42. Ástæðan gæti að verulegu leyti verið sú, að ég á ekki Ijósmynd af henni. Á þessum árum hafði ég komizt I kynni við skóla I Bandarlkjunum sem starfaði I tengslum við Barnes-safnið fræga I Merion. Einhver bréfaskipti hafði ég haft við stofnunina, en þar kom fram að nemendur voru þvl aðeins teknir I skólann, að þeir mættu þar til viðtals og þættu að þvl loknu hæfir til að stunda þar nám. Þar sem þetta var heldur óhag- stætt fyrir mann, sem átti heima á íslandi, sendi ég þeim áðurnefnda mynd, en hefði hvort eð er ekki haft aðstöðu til að komast utan þá strax. Sú ferð var ekki farin fyrr en 1 945, eftir að ég hafði tryggt mér að verða ekki sendur heim að loknu viðtalinu. Viðtalið snerist slðan að nokkru um það, hvort ég vildi selja safninu myndina og fyrir hvaða verð. Til þess að hægt sé að birta mynd með þessu svari, sendi ég litfilmu af vatnslita- mynd eftir mig, sem einnig er I eigu safnsins. Hún er máluð að mig minn- ir 1945. Annars er það nú svo að verkið sem unnið er að hverju sinni er manni sjálfsagt hugstæðast. Þar er að verki ýmislegt sem manni hefur áður lánast að gera, en þó kannski einkum það sem ekki hefur séð dagsins Ijós I mynd. BENEDIKT GUNNARS- SON listmálari Spurningin setur mann I vissan vanda þvl hún er mjög persónuleg, lúmsk og reyndar illsvaranleg. Ég mun samt reyna I stuttu máli að gera grein fyrir afstöðu minni og hrista þar með af mér spurningu blaðsins sem hljóðar svo: „Hvað af verkum þlnum er þér hugstæðast?" Ég vil taka það fram að ég geri sjaldan upp á milli verka minna. Ákveðinn llfsþráður tengir þau Hlutí af veggmynd Benedikts Gunnarssonar I barnaskólanum á Hofsósi; lágmynd úr steinsteypu og steindu gleri. Skólann teiknuðu Geir- harður Þorsteinsson og Hróbjartur Hróbjartsson, arkitektar. saman I heild sem óviturlegt er að raska um of. Að vlsu er alltaf tölu- verður gæðamunur á verkum allra manna, en þau sem hæst rlsa eiga oft llf sitt undir mörgum smærri sem lifa áfram I huga höfunda sem afger- andi tlmamótandi tilraunir og verða þar með hugstæðari og langllfari en margan grunar. Ég skal nefna nokkur viðfangsefni sem eru mér um þessar mundir hug- stæðari en önnur. Fyrst skal nefna myndaflokk sem ég hef reyndar unnið að I tæp tlu ár og fjallar um eldsumbrot á fslandi og afleiðingar þeirra og er hlutur eld- gossins á Heimaey á slðastliðnu ári þar einna mestur. í öðru lagi vil ég nefna margskipt- an myndaflokk um styrjaldir, afar vlðfeðmt og ögrandi viðfangsefni. í þriðja lagi skal nefndur mynda- flokkur um landið og Ijósið og I fjórða lagi myndaröð með trúfræði- legu Ivafi. Stóra veggmyndin mln (um 25 fm) I barna- og unglingaskólanum á Hofsósi, sem ég hef nýlokið við, er ef til vill ágætt dæmi um nokkuð hag- stætt verk þótt ekki sé það neinn hátindur I myndgerð minni. Myndin er svo ofarlega I huga mér einfald- lega vegna þess, að þróunarsaga hennar á sér enga hliðstæðu I mynd- listarstörfum mlnum. Hún lifði mörg reynslustig I þúsundum eininga hér I Kópavoginum, var ferjuð I áföngum að vetrarlagi flugleiðis yfir hálendi landsins og slðan eftir svelluðum fjallvegum norðanlands gegnum svartnættis stórhriðarbylji og draugagildrur uns komið var á áfangastað þar sem einingarnar runnu saman I þá heild sem jarðföst er orðin I einu helsta menningar- musteri Skagfirðinga. Vegna þeirrar sérstæðu reynslu, óhóflegu tlmasóunar og hættuspils sem sköpun þessarar myndar hafði I för með sér, hefur fyrirferð hennar I huga mlnum orðið heldur meiri en ég hugði I upphafi. Annars mega menn vita að flestum listamönnum finnst að bestu og stórbrotnustu listaverk þeirra séu óunnin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.