Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Page 3
hafa I huga, að þrátt fyrir allt voru þeir margir, sem fluttust aftur heim frá Amerfku. II. Orsakir vesturheimsferöanna 1 upphafi þessarar greinar var þess getið, að í henni yrði fengizt við þrjá þætti í sögu Vestur- heimsferðanna: Hvers vegna fluttust menn vestur um haf f stórum stíl, hverjir fóru, og hvað- an fluttust menn helzt? Þcgar greina skal orsakir fjöldafiutn- inga fólks á milli landa verður að Ifta á tvö atriði fyrst: Hvað rekur mcnn á brott úr heimalandi sfnu og átthögum, og hvað dregur þá til nýja landsins? I sögu Vestur- heimsferðanna hafa bæði þessi atriði mikla þýðingu. Og hverjar voru þá hinar eigin- legu orsakir Vesturheimsferð- anna? I upphafi létu ýmsir vesturfarar í ljðsi, að þeir flyttust úr landi vegna óánægju með stjórnmálaástandið. Töldu þeir vonlaust að danska stjórnin mundi nokkurntfma ganga að kröfum tslendinga og þess vegna gerðu landsmenn bezt með þvf að flýja land og stofna nýtt lsland f Vesturheimi. Var í þessu sam- bandi mjög gjarnan skírskotað til landnáms tslands og óspart minnt á fordæmi feðranna. Þessi skýring á vissulega nokkurn rétt á sér, og vafalaust hafa einhverjir flutzt af landi þrott vegna óánægju með stjórnarfarið. Sá hópur var þó mjög lftill, og á það skal bent, að þegar Vesturheimsferðirnar urðu mestár höfðu IsIendingáT.fengið stjórnarskrá, sem veitti þeim sjálfstjórn f veigamiklum málum. Harðæri frá 1859—1894 réd mestu Veigamestu ástæður Vestur- heimsferðanna voru harðæri og landþrengsli. Þegar Islcndingar fóru að rétta úr kútnum eftir mððuharðindin tók þjóðinni að fjölga jafnt og þétt. Stóð svo mest- alla 19. öldina og þegar kom fram um 1870 voru landsmenn orðnir um það bil sjötfu þúsund. Fleira fólk gat landið tæplega brauðfætt með þeirri tækni, sem menn þá réðu yfir. Atvinnuuppbygging gekk mjög hægt og framtíðar- möguleikar ungra manna voru langt frá þvf að vera glæsilegir. Margir þeirra gripu því fegins hendi tækifærið sem bauðst þegar Vesturheimsferðirnar hóf- ust og fluttust af landi brott. Hefði árferði haldizt gott á síðari hluta 19. aldar er hæpið að fólk hefði flutzt utan í stórum stíl. Flestir hefðu vafalítið reynt hin- ar hefðbundnu útþensluleiðir góðæranna og byggt upp til dala og heiða. En því var ekki að heilsa að náttúruöflin iékju blftt við lands- menn. Þess er áður getið, að árið 1859 hafi verið hart, sérstaklega á norðanverðu landinu. Með þvf hófst að kalla má samfellt harð- æri, sem stóð allar götur til ársins 1894, þött vissulega kæmu góð ár inn á milli. Eftir 1872 tók þó fyrst steininn úr. Þá rak hvert harð- ærið annað, og árið 1882 er af mörgum talið hið harðasta á öld- inni. Mörg árin varð skepnufcllir mikill, einkum norðan og austan- lands. Haffs var oft landfastur langt fram á sumar. Mörg árin varð aflabrestur sunnaniands, einkum við Faxaflóa, og var það mjög tilfinnanlegt, þar1 sem héruðin þar um kring byggðu af- komu sfna að miklu leyti á sjávar- gagni. Og ekki nóg með þvf. Arið 1875 var mikið eldgos f Öskju og á Mývatnsöræfum og urðu mörg byggðariög á norð-austanverðu landinu þá mjög hart úti. Byggð- in á Jökuldalsheiði lagðist þá að mestu leyti f eyði og náði aldrei að rétta fullkomlega við eftir það. En Islendingar urðu að berjast við fleira en náttúruöflin á þess- um hörmungatfma. Árið 1876 gekk bólusótt, og árið 1882 gerðu mislingar mikinn usla. Margir Iétust I þessum sóttum, enda var þá langt liðið sfðan þær höfðu gengið hér og fólk því veikara fyrir en ella. Sjúkdómar herjuðu einnig á bústofn landsmanna. Á áttunda áratugnum varð fjár- kláða var víða um land og ýmsar fleiri f járpestir gerðu vart við sig, þótt allar væru þær staðbundnari. Gufuskipafélögin höfðu agenta Varla liefðu þó allar hörmung- ar nægt til þcss að koina útflutn- ingsöldunni af stað, ef fólk hefði ekki átt eitthvern ákveðinn stað að hverfa til. I kaflanum hér að framan var skýrt nokkuð frá fyrstu hugmyndum og tilraunum lslendinga til fjöldaflutnings af landi brott. Allan sfðari hluta 19. aldar fluttust mikið af Evrópubú- um til Norður-Amerfku, þar á meðal margir af Norðurlön'dum. 1 Amerfku átti sér stað mikil upp- bygging um þessar niundir og stöðugt voru ný lönd brotin til ræktunar. Höfðu stjórnvöld í Bandarfkjunum og Kanada fjölda sendimanna á sfnum snærum í Evrópu sem höfðu það hlutverk að lokka fölk til þess að flytjast vestur um haf. tslendingum var auðvitað vel kunnugt um þessa flutninga, og svo virðist sem margir þeirra hafi þekkt dável til Amerfku og ástands mála þar. Margir tslcnd- ingar, sem dvalizt höfðu erlcndis, höfðu einnig kynnzt nokkuð boð- skap „Amerfku-agentanna", og gátu þannig skýrt löndum sfnum frá honum er heim kom. Framan af bar aftur á móti lítið á starf- semi þessar „agenta" hér á landi. Einstakir menn voru að vfsu sagð- ir á launum hjá Bandarfkja- stjórn, t.d. Jón Úlafsson ritstjóri, er hann kom heim úr Alaskaför sinni 1875. Fæstir þessara manna höfðu sig þó mikið f frammi og vfst er að Jón reyndi Iftið til þess að fá fólk til vcsturflutnings uin þessar mundir. Gufuskipafélögin, sem fluttu fólk vestur um haf, reyndu hins vegar mikið til þess að fá fólk til vesturfarar, og á þeirra vegum voru flestir þeir „agentar", sem þekktastir urðu hérlendis. Þau Einar Ásmundsson, bóndi f Nesi f S-Þingeyjarsýslu. Honum leizt illa á fyrirætlanir manna um a8 flytjast til Grænlands og hvatti þá þess í stað til að flytjast til Brasiliu. Það varð úr. að nokkrir menn fluttust til Brasilíu og var sagt, að þeir hefðu fyrst lært dönsku til að geta lært þýzku til að geta lært portúgölsku. Bærinn að Þverá í Dalsmynni. Á þessum slóðum fæddust hugmyndir um búferlaflutninga af landi brott og fluttist verulegur fjöldi Þingeyinga vestur um haf. félög, sem fluttu Islendinga vestur um haf voru Allan, Anchor, Beaver og Dominion. Af þeim mun Allan-félaginu, sem var skozkt, hafa orðið einna mest ágengt, en umboðsmenn þess hér á landi voru þeir Guðmundur Lambertsen kaupmaður og Sigfús Eymundsson bóksali. Fór Sigfús ma. til Kanada á vegum félagsins til þess að kynnast ástandinu þar af eigin raun. Fyrstu fslenzku vesturfararnir héldu héðan með kaupskipum, en síðan áfram frá Skotlandi, eða það sem sjald- gæfara var, frá Norðurlöndum eða Þýzkalandi. Þegar fólks- straumurinn héðan fór að vaxa þótti hins vegar hagkvæmara að senda sérstök skip hingað eftir fólkinu. Kom hið fyrsta þessara vesturfaraskipa til Akureyrar sumarið 1873 og fór fyrsti stóri hópurinn, alls um 150 manus með þvf. 1 þeim hópi var m.a. Stephan G. Stephansson. Sumir þráðu að komast heim aftur með fyrstu ferð w Knd'- :-Vl ■ - . lár ■ vflPQÍ' * • H' L JS* W * -- • •• 'óxA jy/ j I i Mrl i \ A IUiH a 8^ ■ < á Hh t&K/. m aíl WT M - V-T Framan af létu yfirvöldin starf- semi „Vesturheims agentanna" næsta.afskipalausa. Þeir auglýstu oft ferðir vestur í blöðunum og héldu fundi, þar sem þeir kynntu Vesturálfu fyrir almenningi. Snemma komst það orð á, að ekki væri allt jafn fallegt og gott f Amerfku og „agentarnir" vildu vera láta. Og ekki vegnaði öllum jafn vel vestanhafs. Vakti það mikla athygli þegar bréf fóru að berast frá fólki, sem flutt liafði vestur, þar sem það lét illa af dvölinni og kvaðst mundu flytja lieim aftur með fyrstu ferð, ef það aðeins gæti greitt fargjaldið. Varð þetta til þess, að ýmsir tóku NÝJA mm Margt nýstárlegt hefur borið fyrir augu Vesturfaranna, ekki síst sam- göngutæki eins og járnbraut. Hér er gömul teikning af islendingum á leiðinni vestur til fyrirheitna lands- ins. Þeir höfðu komið með gufubátn- um Ontario frá Sarnia til Duluth og þaðan komust þeir með járnbrautar- lest til Crookston í Rauðárdalnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.