Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 7
brosti kaldranalega út í annað munnvikið. „Skilur hann nokkuð i ensku?" „Dálftið. En hann er samt nýkominn frá Islandi." „Hvað heitir hann?“ „Hann kallar sig Snow.“ „En skírnarnafnið?" „Skrifaðu hann bara B. Snow,“ sagði ég. Bill McAra horfði fast á Björn um nokkur augnablik, tók síðan upp hjá sér litla vasabók og blýant, skrifaði eitthvað f bókina, stakk henni svo í vasa sinn og sagði: „Herra B. Snow, taktu eina af rekunum þarna, farðu yfir til mannanna, sem eru að vinna þarna yfir frá, og. hjálpaðu þeim til að moka kolunum. Þú skalt fá þrjá dollara á dag, ef þú vinnur eins og maður, annars verðurðu rekinn. Skiluðu það?“ „Já“ sagði Björn og hneigði sig. „Farðu þá strax!" sagði Bill McAra f skipandi rómi. Björn lét ekki segja sér það tvisvar. Hann þreif upp eina rekuna, gekk vasklega yfir til verkamannanna og tók að moka kolunum af mesta kappi. „Ég er þér sérstaklega þakklátur," sagði ég við Bill McAra, þegar Björn var lagður af stað með rekuna. „Fyrir hvað?“ „Fyrir að veita honum atvinnu," sagði ég. „Við vorum í mannhraki, það var því ekki af neinum brjóstgæðum við hann, að ég sagði honum að fara að vinna. Hann var engin liðleskja, ef hann heldur það út til kvölds." — Bill McAra bandaði til mín hendinni, eins og hann vildi, að ég færi burtu, og gekk af stað í áttina til mannanna. „Vertu sæll!“ sagði ég. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, en ég heyrði ekki hvað það var. — Og svo fór ég mína leið. Um kvöldið, þegar ég var kominn heim og búinn að borða kom Björn á ný. Og nú var töluverður asi á honum, því að hann hljóp upp tröppurnar, sem lágu upp að framdyrum hússins, og barði nokkuð snerpulega á hurð- ina. Ég gekk til dyra og bauð honum inn. Ég þóttist vita, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hann. — Nú var hann kominn f vaðmálsfötin íslenzku og hafði drifhvítan línkraga um hálsinn, og sáust þess engin merki á honum, að hann hefði unnið við kol um daginn. „Hvernig gengur það, Björn?“ spurði ég. „Illa, illa,“ svaraði hann. „Ertu búinn að missa vinnuna?" „Ekki er nú það ennþá." „En þér mun þykja hún þung?“ „Læt ég það allt vera.“ „Nú, hvað er það þá, sem amar að?“ „Það eru mennirnir,“ sagði Björn og var fastmæltur. „Er verkstjórinn önugur?“ „Hann.lætur sem hann sjái mig ekki. — Nei, það er hann ekki.“ „Nú, hver er það þá?“ „Það eru tveir af mönnunum, sem vinna með mér,“ sagði Björn. „Þeir láta mig aldrei f friði — gjöra gys að mér, kalla mig Eskimóa og blóðstokkinn Islending." „Einmitt það!“ sagði ég. „Já, ég þoli það glens ekki lengur," sagði Björn með all-miklum ákafa, „og þess vegna kom ég nú aftur til þin, til þess að biðja þig að ganga með mér í vinnuna f fyrramálið og reyna að fá verkstjórann til að áminna mennina. — Þeir heita Jack og Harry, og eru vfst báðir enskir." Ég reyndi til að gjöra lítið úr þessu og sagði að þetta allt lagaðist með tímanum og ég ráðlagði honum að láta sem hann skildi ekki, hvað þeir væru að segja, næst þegar þeir vildu glettast við hann. — En Björn lét ekki undan og vildi ekki annað heyra en að verkstjórinn væri beðinn að áminna mennina. Og loks hét ég honum því Staðfast- lega, að vera kominn til námunnar næsta morgun um það leyti, er tekið yrði þar til starfa. Virtist hann verða rólegur, sneri hann efrivararskeggið mjög ánægjulega um stund, kvaddi mig því næst og hélt heimleiðis. Hann hafði da^inn áður komið sér fyrir f litlu gistihúsi niðri við sjóinn. Morguninn eftir fór ég snemma til námunnar. Þá var Björn kominn þangað fyrir nokkru, og sömuleiðis þeir Jack og Harry. Þeir voru rúmlega tvítugir, þéttir á velli og fjörlegir, en ungæðislegir nokkuð. Ég tók strax eftir því* að þeir hentu gaman að Birni og reyndu á allar lundir að erta hann. — Nokkru síðar kom Bill McAra. Ég heilsaði honum. Hann tók þurrlega kveðju minni. Ég sagði honum I fáum orðum, að Björn kynni illa glensi tveggja samverkamanna sinna, og ég nefndi þá á nafn. Og bað ég Bill McAra að sjá til þess, að þeir hættu þvi. En hann snerist við því önugur mjög. ■ „Þarna eru íslendingar lifandi komnir," sagði hann. „Þeir eru svo hörundsárir og þóttafullir, að þeir þola ekki meinlaust spaug. Og mér dettur ekki i hug, að skipta mér af öðrrm eins smámunum, og þessu, og því síður, að ávíta góða drengi, þó þeir segi eitthvað í gamni.“ Samt gat ég fengið hann til að lofa því, að skerast f leikinn, ef hann yrði þess var, að glettni þeirra Jacks og Harry, í garð Björns, gengi of langt. Síðan kvaddi ég og fór. En um kvöldið, þegar klukkan var um sjö, kom Björn til mín á ný. Hann hljóp nú upp tröppurnar og barði mjög áfergjulega að dyrum. Og á þvi þóttist ég vita, að honum væri mikið niðri fyrir. — Nú hafði hann langa og átakanlega sögu að segja mér, og bar hann svo ört á, að honum lá við andköfum. Og efni sögunnar var það, að þeir Jack og Harry höfðu þá um daginn, þegar verkstjórinn var ekki viðstaddur, læst aftan að Birni og látið nokkuð af smárri kolamylsnu aftan á hálsinn á honum, og rann mikið af þvf ofan í hálsmálið á skyrtunni hans og niður á bakið. Þetta sagði hann að þeir hefðu gjört af fúlmennsku og f háðungar- skyni og væri sér ómögulegt að líða það bótalaust. Var hann æsilega reiður, og bað mig nú að fara með sér til námunnar í fyrramálið, klaga þetta fyrir verkstjóranum og fá hann til að reka Jack og Harry burt úr vinnunni. Ég lét tilleiðast að gjöra sem hann bað. Og næsta morgun var ég kominn til námunnar í það mund, er taka átti til starfa. Björn var þar fyrir, og eins þeir Jack og Harry. Og Bill McAra var að byrja að segja fyrir verkum. Ég gekk til hans og bað hann að veita mér áheyrn fáein augnablik. „Hvað er nú að?“ sagði hann f óstillingarróm. Ég sagði honum, hvernig þeir Jack og Harry hefðu leikið Björn, saklausan manninn, og mæltist til þess, að hann vandaði um við þá. „Þessi herra Snow er allra mesti vandræðaseggur," sagði Bill McAra, „en ég skal gjöra honum og þér til geðs, rétt í þetta sinn, að tala við drengina." — Hann vék sér snúðuglega að þeim Jack og Harry og mælti: „Heyrið þið mig, drengir! Er það satt, að þið séuð stöðugt að áreita hann herra Snow?“ „Við höfum verið að erta hann ofurlitið," sagði Harry og var kímileitur. „Þið hafið kallað hann skrælingja og blóðugan Islend- ing. Eða er það ekki satt?" „Það er hverju orði sannara sagði Harry. „Og þið hafið, að sögn, kaliað hann ýmsum öðrum miður sæmilegum nöfnum?“ sagði Bill McAra. „Já, mörgum hræðilegum nöfnum,“ sagði Harry og leit glottandi til Jacks. „Og þið hafið gengið svo langt, að ausa yfir hann kolamylsnu?" „Það er f alla staði satt,“ sagði Harry. „Og hann á eftir að fá meira hjá okkur,“ bætti Jack við og krosslagði handleggina á bringunni eins og til að bjóða verkstjóranum byrgin. „Segið mér nú, af hverju þið látið ekki þennan mann í friði, þar sem hann virðist þó ekki gjöra á hluta nokkurs manns að fyrra bragði og vinnur verk sitt vel og trúlega." „Hann á engan rétt á því að vinna hér með hvítum mönnum, frekar en Jappar og Kínverjar", sagði Jack nokkuð þóttalega. „Er hann þá ekki hvftur maður?“ spurði Bill McAra. „Það er ekkert hvítt við hann nema nafnið,“ gall Harry fram í. „Hann er sem sé Eskimói frá Islandi. En allir vita, að Eskimóar teljast ekki með hvftum mönnum.“ „Þið segið, að íslendingar séu Eskimóar, og þess vegna ekki hvítir," sagði Bill McAra. Og ég sá, að augu hans urðu nokkuð hvöss. „Já,“ sagði Jack, „og við getum ekki liðið það, að íslendingar séu látnir vinna hér samhliða hvitum mönn- um, og það fyrir sama kaup.“ „Alftið þið þá, að enginn Islendingur sé jafnoki ykkar að karlmennsku og mannkostum?" — Augu Bill McAra voru stöðugt að verða harðari og hvassari. „Við álítum það,“ sögðu þeir Jack og Harry einum rómi. „Heyrið þið, drengir," sagði Bill McAra og hvessti röddina ofurlftið, „ég andmæli þessu. Ég segi, að Islend- ingar séu ekki Eskimóar. Ég segi að Islendingar séu hvftir menn. Og ég segi, að enginn íslendingur sé svo aumur, að þið séuð þess verði að leysa skóþveng hans!“ Mér heyrðist löng og þung feginsstuna koma þaðan, sem Björn stóð. En þeir Jack og Harry litu stórum augum á Bill McAra. „Þekkir þú Islendinga, herra McAra?“ sagði Harry eftir nokkra þögn. „Ég þekki þá,“ sagði Bill McAra, og augu hans tindruðu eins og fægðir demantar. „Ég þekki Islendinga mæta vel. Hér er einn, sem þorir að reyna við ykkur báða f senn, hvar og hvenær sem er. Og hann heitir — Bill McAra.“ Framhald á bls. 16 VlSUREFTIR KÁINN Enda þótt 39 ár séu nú liðin frá dauða alþýðuskálds- ins K.N. sem hét fullu nafni Kristján Níels Jónsson, lifa margar vísur hans góðu lífi, vestra og hér eystra. Og þeg- ar menn gleðjast við ölteiti á góðri stund, má enn heyra sungið af hjartans lyst: „Úr fimmtíu centa glasinu ég fengið gat ei nóg," o.s.frv. Kristján Níels fæddist á Akureyri 1860 og fluttist vestur 18 ára gamall. Hann kom aldrei aftur til íslands. Tók hann sér ættarnafnið Júlíus svo sem gert hafði eldri bróðir hans og skrifaði sig jafnan K.N. Júlíus. En löngum var hann nefndur Káinn eftir upphafsstöfunum. Káinn átti heima l Winni- peg framan af, en lengst af í Pembínahéraði í Norður Dakota. Þar stundaði hann alla algenga sveitavinnu, en dó ókvæntur og barnlaus og er grafinn að Eyfordkirkju í nánd við Montain og stendur þar minnisvarði hans. í Vísnabók Káins, sem út kom fyrir 10 árum, segir Tómas Guðmundsson m.a. þetta I formála: „Svo er K.N. lýst að hann hafi verið friður sýnum og hinn glæsilegasti ásýndum, mikill á velli, sviphreinn, djarfmannlegur og gáfulegur. Hann var hvers manns hug- Ijúfi og hrókur alls fagnaðar, jafnt i heimahúsum sem á mannamótum, fyndinn, frjálslyndur og viðsýnn. Hvar sem hann fór og hverju sem hann klæddist, bar hann yfir sér meðfædda reisn og höfðingsbrag. Og höfðingi var hann einnig að þvi leyti, að hann sóaði gjöfum iistar sinnar rausnarlega, þó að aldrei yrði hann talinn meðal höfuðskálda eða þjóðskálda, sem svo eru nefnd. En kannski er staða hans fyrir það engu síður tvímælalaus og sérstæð, því að hann var í bezta skilningi, og hvort tveggja í senn, alþýðuskáld og aoalsmaður, og má hann vissulega teljast vel sæmdur af þvi hlutskipti." Hér fer á eftir örlitið sýnis- horn af visnakveðskap Káins. Minni heimska Einhvern vék að þv! við skáldið, að fslendingar væru yfirleitt skynsamari en annarra þjóða fólk. Vor göfuga þjóð á Garðarsey, það glöggt vér heyrum og sjáum, háfleygu gáfurnar hefur hún ei, en heimskan er minni í fáum. Manniýsing Þú er sveitar svívirðing, sótugi eldhús-raftur. Aftan og framan, allt í kring ekkert nema — kjaftur. Er nokkuð hinumegin? Á undan mér hofróðan hraðaði för, i hálsmálið kjóllinn var fleginn; á bakinu öllu var engin spjör; en er nokkuð hinumegin? í danslok Hættu að dansa og gætni gleym, griptu „chance"-ið, maður! Taktu kvensu og töltu heim. „Tell your friends to do the same". Um hund, sem ekki skildi íslenzku Berja og skamma þyrfti þig, þrællinn grimmi. „Svei þér!" Hættu að gjamma og glefsa í mig: „Go to hell and stay i..ere!" Um skáldskapinn í vestanblöðunum Allt er hirt og allt er birt, aldrei hlé á leirburðe, kveður myrkt og stundum stirt Stephán G. í „Kringlunne". Ber ekki saman Bindindismennirnir birta það hér, að brennivín geri menn „crazy", en það get ég sannað, að - orsökin er oftast nær brennivíns-leysi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.