Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 10
ÍSLENDINGARNIR OGÁRIÐÞEIRRA ÍONTARIO Kort af Nýja íslandi á strönd Winnipegvatnsins. Þarna eru örnefnin íslenzk: íslendingafljót, Húsavik, Árnes, Hulduá, Breiðavik, Hnausar, Borðeyri, Leiru- vík, Sandvík og Vogrif. Eins og sjá má, er Nýja íslandi skipt í átta byggðir, sem allar heita islpnskum nöfnum. lögum samkvæmt gæti landbún- aöarráöuneytiö aöstoöað þessa landnema viö að setjast að i vest- urhluta landsins. Og að tilmælum hans kostaði ráðuneytið sendi- nefnd til að fara vestur og velja hentugt land fyrir nýlenduna. Á meðan kom vorið, og sú vinna sem tslendingunum hafði verið heitin við vegagerð og járn- braut, brást með öllu. Bréf, sem Sigtryggur Jónasson skrifaöi til innflytjenda ráðuneytisins, lýsir hinni li'tt öfundsverðu aðstöðu þeirra: „Þar sem síðustu matarbirgð- unum, andvirði 60 dollara, var skipt á milli fátækustu fjöl- skyldnanna 4. þ.m. eru þær um það bil uppetnar nú, og þar sem engin vinna mun hefjast að minnsta kosti næstu 10 daga, munu þessar fjölskyldur verða jafnþurfandi þennan tíma, eins og þær hafa verið undanfarna tvo mánuði. En aðstæður mínar nú eru þannig, að mér er ómögulegt að leggja þeim neitt lil upp á eigin ábyrgð, þangað til vinna hefur hafizt að nýju. Ég fer þess þvf á leit við ráöuneytið af þess- um sökum, að það heimili úttekt fyrir 60 dollara f viðbót." Sjúkdómar og andstreymi Mánuði síðan skrifar Sigryggur Jónasson enn lil innflutnings- ráðuneytisins og segir m.a.: „ ... vinna haföi ekki hafi/.t við Victoria járnbrautirnar ... Enn eru hér 16 menn atvinnulausir ... Er ekki hægt að hefja vinnu við Monkraod fyrir austan Kinmount mjög bráðlega, svo að þessir fá- tæku menn, sem hér eru enn eftir og eru með stórar fjölskyldur, geti fengið vinnH.“ I júlí juku sjúkdómar enn á andstreymi fólksins. Eftirlitsmað- ur frá innflytjendaskrifstofu fylkisins segir svo i skýrslu sinni: „... hin slæma loftræsting og skeytingarleysi varðandi matar- æði hafa sennilega valdió þessum veikindum, sem um er að ræða ... maður einn hefur verið óvinnu- fær I nokkrar vikur. Ilann þjáist af lungnatæringu og bati er ósennilegur. Kona hans hefur stundað hann af mikilli kost- gæfni, og það er víst, að þau hefðu orðið að þola hungur, ef Friðjón Friðriksson hefði ekki látið þcim í té matvörur úr verzlun sinni.“ Ungur læknir, Joel Bates, stundaði hina sjúku, en komst að raun um, að þeir gætu ekki borg- að honum. Hann sneri sér til inn- flutningsráðuneytisins í Ontario og sagði í bréfi sínu, að þar sem ráðuneytið hefði komið þessu fólki til Ontario, væri það ábyrgt fyrir því. I bréfinu segir: „Læknishjálp fyrir Friðrik Jónasson ... 12 vitjanir og meðul $18.50. Læknishjálp fyrir Jason Þórð- arson ... 5 vitjanir og meðul $10.00. Þrjár vitjanir og meðul fyrir B. Þorláksdóttur $2.50. Vitjun og meðul fyrir Indriða- Son $1.50.“ Reynt að finna stað fyrir nýtt landnám Á meðan íslendingarnir áttu í þessum bágindum, reyndu full- trúar þeirra að finna stað í Mani- toba fyrir nýtt landnám. 2. júlí fóru af stað áleiðis til Manitoba þeir Skafti Arason, Kristján Jóns- son, Einar Jónass.on, Sigtryggur Jónasson og John Taylor, og í Milwaukee slöst Sigurður Kristó- fersson í för með þeim, en hann var fulltrúi islendinganna i Wis- consin. Hópurinn fór leiðina með- fram Rauðá og ferðaðist um Suð- ur-Manitoba. Þeir komust að raun um það, að þrjú ár i röð hefðu engisprettur herjað á gróðurlend- ið. Dauðar engisprettur lágu í hrúgum meðfram árbakkanum. Þessi sýn fældi sendinefndina frá þvi að velja land fyrir sunnan Winnipeg. I Winnipeg lét Hudsonflóafé- lagið þeim í té bát. Joseph Monkt- on varð leiðsögumaður þeirra á ferð þeirra norður á bóginn, og þeir héldu norður yfir þáverandi landamæri Manitoba til þess land- svæðis, þar sem nú er Gimli. Þar ákváðu þeir að stofna Nýja ís- land. Þar var skógur, siglingaleiö til Winnipeg, fiskveiði, víðáttu- mikið, ónumið landflæmi og eng- ar engisprettur. Ef kanadiska Kyrrahafs-járnbrautin myndi liggja um Selkirk, eins og ráðgert var, myndu íslendingar fá at- vinnu, sem myndi gerá þeim kleift að kaupa bústofn og véiar. Enginn virtist hafa leitt hugann að einangruninni, hinu kalda loftslagi og örðuga jarðvegi. Við komu sína aftur til Ontario skýrði John Taylor landbúnaðar- ráðuneytinu frá landáfundi nefndarinnar og sótti fast um fjárstuðning' til þess, að íslend- ingarnir kæmust vestur. John Lowe, ráðuneytisstjóri, sendi hon- um endanlegar niðurstöður og fyrirmæli 15. september 1875: Enskumælandi menn í Kin- mount sóttu um það til ráðuneyt- isins, að það greiddi lækninum og vöktu jafnframt athygli yfirvald- anna á hinum erfiðu aðstæðum Islendinganna. Bréfið undirrft- uðu 8 menn. „Islendingarnir, sem hafa flutzt hingað, þurfa á brýnni að- stoð að halda, þar sem launin, sem þeim bjóðast, nægja þeim ekki fyrir lífsnauðsynjum, og fjöldi þeirra hefur verið hættu- lega veikur og er enn undir lækn- is hendi. Við höfum lækni, sem er búsettur hér f Kinmount og hefur stundað þá án endurgjalds ... Þér mynduó gera fbúum þessa staðar stórkostlegan greiða með þvf að beita áhrifum yðar til þess, að aðstoð fengist frá rfkisstjórninni til þess að greiða læknishjálpina fyrir þá, en læknirinn hefur stundað þá af mikilli alúð.“ Fjárhagsaðstoö til landsnáms á Nýja íslandi „Mér hefur verið falið af land- búnaðarráðherra að skýra yður frá þvf, að ákveðið hefur verið að veita þeim tslendingum, sem nú eru í Ontario, nánar tiltekið um 200 fullorðnum mönnum, fjár- hagsaðstoð til að hefja landnám á vesturströnd Winnipegvatns fyrir norðan Manitobafylki, á eftirfar- andi hátt: Rfkisstjórnin mun leggja fram $5000. Þar af verða $2500 veittir sem aðstoð vegna flutninganna þangað, en $2500 sem lán til tslendinganna, sem greiðast á eftir landnámið, en til tryggingar cndurgreiðslu þess mun verða tekin ábyrgð Hudson- flóa-félagsins eða skuldabréf landnemanna, sem gefin yrðu út af... Yður er veitt heimild tii að kaupa nauðsynlegar vistir fyrir Islendingana tii fararinnar til hinnar nýju nýlendu, áður en ferðin hefst, fyrir upphæð, sem eigi fer fram yfir $1000 ... Er Islcndingarnir koma til Tor- onto frá Kinmount, er þeim heim- ilt að búa til bráðabirgða f inn- flytjendabúðum rfkisins ... Farmiðar til ferðarinnar verða afgreiddir af Messrs. J.&II. Beátty & Co., frá Toronto til Winnipeg, samkvæmt beiðni frá yður fyrir $14 fyrir hvern full- orðinn, börn undir 12 ára aldri fyrir hálft fargjald, en ókeypis fyrir börn innar 4ra ára... venju- legt magn af farangri ókeypis ... Fjárhæð að upphæð $1500 er hérmeð send yður til að greiða kostnað við flutninga Islendinga frá Winnipeg til hins frátekna Iandsvæðis og til að koma þeim fyrir þar ... Starf yðar miðast við 8 mánuði frá þessum degi að teljá gegn 100 dollara launum á mánuði, og verkefni yðar er að aðstoða Is- lendinga við fyrsta landnám þeirra... Innan 6 daga frá móttöku þess bréfs höfðu nær 200 Islendingar safnazt saman frá ýmsum stöðum innan 160 kílómetra í Kinmount og voru á leiðinni til Toronto í járnbrautarlest. Þeir sem áttu búpening, seldu hann fyrir það verð, sem fáanlegt var. Þeir sem áttu uppskeru í vændum, létu hana eiga sig. Þeir sem höfðu atvinnu, hurfu frá henni með trega. „Okkur var raðað eins og sardínum ofan á farangurinn“ I Toronto slógust fleirijandar i hópinn, svo að alls urðu þeir 208. Landnemarnir héldu siðan með lest til Sarnia nema Sigtryggur Jónasson, sem kvaddi þá þar og hélt áleiðis til Islands til að afla fleiri landnema. Þeir fóru um hin frjósömu, byggðu lönd Suður—Ontario, og Simon Sim- onarson segir f Endurminningum sínum: „A leiðinni til Sarnia, en þangað eru um 400 km, voru fall- egar borgir og blómlegar ný- lendur.“ Þeir gistu i Sarnia og fóru morguninn eftir um borð í gufu- skipið „Ontario“. Tréskip þetta hafði verið byggt árið áður í Chatham í Ontario fyrir Beatty- fyrirtækið. Það var um 60 metrar á lengd, 12 á breidd og rist 4 metra. I auglýsingum var það sagt stærsta kanadiska skipið í ferðum á þessum slóðum. Símon Sím- onarson heldur áfram ferðasögu sinni: „Þegar vörum, farangri og ýmsu dóti hafði verið staflað um borð og heilmiklu af búpeningi verið troöið í skipið, þar á meðal hestum, nautgripum, svínum, sauðfé og hænsnum, kom röðin að okkur og okkur var raðað eins og sardfnum ofan á farangurinn. Engum var Ieyft að hreyfa sig af sfnum stað, heldur voru menn neyddir til að sitja þarna og þola óþefinn af búpeningnum. Skipið var svo mjótt og óstöðugt, að tveir af áhöfninni voru stöðugt á ferð- inni með tvær sand-tunnur, sem þeir veltu á móti slagsfðunni ... 1 þokkabót fengum við vont veður, og þetta allt urðum við að þola alla leiðina tii Duluth, en hún tók nærri 5 daga ... Asetningur eig- endanna var greinilega að fá eins mikinn ágóða af ferðijini og hugsanlegt væri, og þeir hirtu ekkert um lfðan farþeganna." En í rauninni hlýtur ágóði Beatty-fyrirtækisins að hafa verið litill af ferðinni. Venjulegt far- gjald var 35 dollarar frá Toronto til Winnipeg, og Islendingarnir ferðuðust fyrir 14 dollara hver að viðbættum 300 dollurum fyrir 30 tonn af farangri. En vissulega var ferðin engin skemmtisigling. Augljóst er, að fargjaldið dugði ekki fyrir matnum, því að Taylor keypti matarbirgðir í Sarnia, Goderich, Sault St. Marie, Duluth, Glyndon, Fisher s Landing, Grand Forks og loks um borð í gufubát á Rauðá. I Duluth bættust 8 útlendingar í hópinn, og þeir héldu áfram ferð sinni um Minnesota með lest. A einum stað, þar sem þeir áttu að skipta um lest, dvöldu þeir í gamalli járnsmiðju um nóttina, meðan þeir biðu eftir næstu lest. Hún flutti þá til Crookstón við Rauðá, en sú borg var svo ný, að meiri hluti íbúanna bjó í tjöldum. Þar fóru þeir um borð I flat- botnaðan, opinn bát og sátu cfst uppi á farangrinum, meðan gufu- bátur, sem brenndi viði, hafði þá í Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.