Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 11
MINNST ALDAR- AFMÆLIS VESTUR- HEIMS- FERÐA ARNASONS-ÆTTIN Á GIMLI Eftir Guðbjart Gunnarsson. Sagt frö afkomendum Soffiu og Jðhanns Árnasonar frö Villingadal I Eyjafirði. Rústir bæjarhúsa í Villingadal, þar sem Jóhann Árnason ólst upp. I miðiS stendur Ted Árnason, honum á hægri hönd er Jóhann V. Jónasson, og á vinstri hönd Þórhallur Jónsson, báðir búsettir á Akureyri, frændur Theodórs og ættarinnar. Á þakinu er sonur Þórhalls. Frú Marge Árnason tók myndina. Ætt sú er hér kemur við sögu á rætur sfnar f afskekktum en fögr- um dal á Islandi. Fyrir 92 árum fluttu þaðan ung hjón til Vestur- heims og settust að nálægt Gimli f Manitóba. Niðjar þessara hjóna eru nú um 200 manns. Tvö af þremur börnum þessara hjóna eru látin, svo og eitt barn á þriðja ári af öllum ættbálknum. Allt hitt lifir. 1 harðæróum þeim er yfir land- ið dundi fyrir hundrað árum og urðu kveikjan að vesturferðum fólks i stórum stil mun margur lingur maðurinn hafa orðið að gera upp við sig hvort væri meira virði, lífið eða fögur útsýn til blárra fjallá. Vesturfararnir völdu lifið og fyrir það voru þeir álitnir föðurlandssvikarar af mörgtim þeim er eftir sátu i daln- um sinum fagra. Hundrað áru eru liðin og loks er hinn glataði sonur kominn heim. Vestur-íslendingurinn er orðinn viðurkennd stæró i is- lenzku hugarfari, hluti af is- lenzkri þjóð, kærkominn frændi í næsta dal. Sá einn er munurinn að sólarlag dalbúanna tveggja ber ekki að á sama tima. Um miðja nitjándu öld bjuggu að Syðri-Villingadal i Eyjafirði hjónin Árni Pétursson og Sig- þrúður Þorvaldsdóttir. Jóhann sonur þeirra ólst þar upp og kvongaðis Dorotheu Soffiu Abrahamsdóttur frá Hliðar- haga. Jóhann og Soffía, eins og hún var gjarnan nefnd, bjuggu þarna i fimm ár en brugðu þá búi og fluttu vestur um haf, beint til Manitóba í Kanada. Þau bjuggu fyrst í stað á Ból- staó hjá Jóhanni Jóhannssyni, föður Jóns Ólafs, er fyrstur land- nema fæddist í þennan heim i nýja landinu fáum árum áður. Þau Jóhann og Soffia fluttu sið- an að Espihóli skammt frá Gimli og reistu sér þar bjálkakofa eins og landnema var siður. Jóhanns er getið sem góós bónda og áhirfamanns i sambandi við skólamál. Hann átti þátt i að koma á fót barnakennslu i byggð- inni og hann réð því að fyrsti barnaskólinn fékk heitið Mínerva (gyðja þekkingarinnar). Þegar bjálkakofinn brann, reisti Jóhann sér vandaðra hús, sem enn stend- ur. Börn þeirra Jóhanns og Soffíu voru þrjú: Friðrika, Jóhann Vil- hjálmur og Guðjón. Friðrika fæddist á íslandi. Friðrika giftist Þorkeli Magnús- syni og þau stunduðu búskap á Grund, skammt frá Gimli. Frið- rika er látin, en dóttir hennar, Kristjana, og hennar maður, Har- aldur Einarsson búa enn að Grund. Haraldur er einn fimmtán systkina, svo að viða hefur verió margt um manninn i lágreistum vistarverum frumbyggjanna. Þau Haraldur og Kristjana hafa nú að mestu hætt búskap, en dunda sér þó við að rækta 70 ekrur af höfrum og hveiti sér til skemmtunar yfir sumartimann, en bæði eru þau hátt á áttræðis- aldri. Þau hafa ekki komið til íslands, en þau fengu arfinn is- lenzka á unga aldri, íslenzk mál og íslenzka siði og venjur i bú- skaparháttum og matargerð. Systkini Kristjönu eru þau Soffía, Þorgerður og Vilhjálmur Soffia er hjúkrunarkona að mennt ekkja og á 4 börn. Þorgerður stundar búskap með manni sinum í Htísavík, skammt frá Gimli. Vil- hjálmur hefur háskólapróf í upp- eldisfræðum og hefur kennt við menntaskóla i Winnipeg um 40 ára skeið. Villijálmur fór ,,heim“, eins og þeir Vestur-Islendingar segja, á þjóðhátiðina á Islandi i fyrra sum- ar og naut þeirrar ferðar i rikum mæli. Islendingar nutu og komu hans að nokkru því að hann var einn i hópi þeirra frædna, er sýndu þjóðdansa i Háskólabiói við mikla hrifningu gesta. Ég spurði Vilhjálm hvað honum hefði komið mest á óvart við komu sina til íslands. Hann hafði svar á reiðum höndum. „Islendingar eru heiðarlegri i öllum viðskiptum en við hér eig- um að venjast. Þeir virðast ekki þurfa að troða skóinn hver af öðrum i þeim efnum, eins og hér ér títt. Ég skal nefna þér tvö dæmi um þetta. Fyrsta daginn sem við vorum á Islandi fórum við hjónin inn i verzlun og keyptum eitthvað smávegis. Vió ætluðum að greiða með kanadiskum dollurum, án þess að hafa kynnt okkur ná- kvæmlega gengi islenzku krón- unnar og umreiknað verðið í doll- ara. Búðarmaðurinn virtist skynja þetta og spurði: Eruð þið viss um.hvað þetta kostar i kana- diskum peningum? Við neituð- um því. Þá sagði hann: Takið þið pakkann og komið svo aftur á morgun með greiðsluna, þegar Jóhann Arnason og kona hans Dórothea Soffia. Myndin er tekin skömmu eftir að þau komu til Manitóba. Bak við þau hjón stendur Friðrika, Valdimar situr á kné föður sins, en drengurinn til vinstri er ekki Guðjón, heldur einhver kunningi, sem eigi hefur tekist að nafngreina. Myndirnar að undanskildum þeim gömlu, hefur greinarhöfundur tekið. þið eruð búin að átta ykkur betur á þessu.“ Þetta hefði hvergi í heiminum getað gerst nenta á Is- landi.“ „Ég skal segja þér aóra sögu úr þessari fyrstu ferð rninni til Is- lands. Ég heyrði á tal tveggja manna, en annar þeirra var að selja notaðan bíl. Hans aðal- áhyggjuefni var að setja ekki ósæmilega hátt verð á bilinn. Hér hugsa menn ekki svona. Hér er fyrst og fremst hugsaó um það, hvernig flá megi náungann." Vilhjálmur átti engin orð til aó lýsa hinni makalausu gestrisni Is- lendinga og hinni fögru fjallasýn. Hann lét þess getið i leiðinni, að sér hefði fundizt lambaketið, ost- arnir og skyrið miklu betra á Is- landi en hér vestra. En hann sá engin fátækrahverfi og enga iðju- leysingja. Aftur á móti hafði hann orð á þvi að sér virtust allir óskap- lega uppteknir og að sumir hlytu að hafa tvö eða fleiri störf, þvi að þeir væru að vinna frá sólarupp- konni til sólarlags, sem væri býsna langur timi á Islandi um hásumarið. Þau hjónin tóku eftir þvi að unglingar unnu að hreinsun garða í Reykjavík, og þau tóku eftir skólagörðum Reykjavikur. Þetta fannst þeim afarmerkilegt og ti) mikillar fyrirmyndar. Við skiljum nú við ættlegg Friðriku og fjörutiu afkomendur hennar og heimsækjum Guðrúnu, ekkju Vilhjálms, sent býr á Gimli. Frú Guðrún Árnason er — hver skyldi trúa þvi — 87 ára, hress og kát, létt á fæti, og kaffið á könn- unni. Guðrún er fædd á Teigi í Vopnafirði og rekur móðurætt sina norður i Mývatnssveit. Ég rek augun i tvö ærhorn brenni- merkt J og S og tel ntig strax þekkja fjárbragðið, að hér muni eitthvaö islenzkt vera á ferðinni. „Já, þetta gaf hann mér blessað- ur hann Jón frændi minn Sig- tryggsson á Syðri-Neslöndunt sið- ast þegar ég fór heim." Heimili Guðrúnar er framúr- skarandi snyrtilegt, hreint og notalegt, sextiu ára gamalt is- lenzkt heimili. Þarna bjó hún með Vilhjálmi sínum i hálfa öld og þarna fæddust börnin þeirra. niu Villingadalur I Eyjafirði. Ljósm. Ted Árnason, Gimli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.