Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 12
MINNST ALDAR- AFMÆLIS VESTUR- HEIMS- FERÐA ÁRNA- SONS- ÆTTIN Á GIMLI Jóhann Árnason frð Villingadal. að tölu. Guðrún hefur þrisvar komið til íslands og einhvern veg- inn finnst manni að þessi kona hafi aldrei af íslandi farið. Jóhann Vilhjálmur Árnason fæddist tveimur árum, eftir að Jóhann faðir hans kom vestur. Hann ólst upp á Espihóli og hér þarf ekki að eyða frekari orðum að veröld frumbyggjans á slétt- unni miklu. En ekki voru þeir gamlir, piltarnir, þegar þeir fóru að rétta hendi við búskapinn og færa björg í bú úr hinu veiðisæla Winnipegvatni. Vilhjálmur stundaði fiskiveiðar á vatninu í þrjátíu vetrarvertiðir en vann aðallega við smiðar á sumrum. Hann var hagleiksmað- ur á tré og járn og þótti með beztu smiðum sinnar tiðar. Segja fróðir menn að Vilhjálmur muni hafa lagt hönd að verki við flest hin eldri hús Gimlibæjar, þar á meðal guðshús. Jafnframt þessu stund- aði hann verzlun með landbúnað- arverkfæri og í fristundum stopp- aði hann upp dýr, ásamt fleiru. Hin siðari ár tök heilsu Vilhjálms að hnigna, en þrátt fyrir það hafði hann umsjón með lystigarðinum á Gimli, sem er hin mesta bæjar- prýði og tók enn virkari þátt í bæjarmálum og félagsmálum Vestur-lslendinga. Hann var vara-bæjarstjóri um skeið og var mjög virkur í skólanefnd staðar- ins. Jóhann Vilhjálmur Árnason lézt fyrir tíu árum. I hógværum minningarorðum um Vilhjálm kemst prófessor Haraldur Bessa- son að orði m.a. á þessa leið: „Fundum okkar Vilhjálms bar fyrst saman, er við áttum sæti i Islendingadagsnefnd. Vilhjálmur dró þegar að sér athygli mína, einkum sakir hógværðar í fasi og stillingar og festu á fundi, sem annars var fremur hvass. Ég sá þegar, að hér mundi kominn góð- ur fulltrúi nýislenzkra frumherja — maður, sem hlotið hafði í arf eyfirzka festu og stöðugleik stuðlabergsins, sem jafnan er tákn góðra eiginleika. Það mun og orða sannast, að þá væri góðu málefni á leið skilað, þegar það öðlaóist fulltingi og stuðning Vil- hjálms Árnasonar, þessa trygga og trausta manns, sem forðaðist mærð og mælsku á mannfundum, en varði kröftunum til framgangs nytjastarfa.'1 Börn þeirra Vilhjálms og Guð- rúnar eru níu talsins, en niðjar þeirra eru tæplega sextíu. Leiðir Jón Árnason, rafmagnsveitustjóri. Lilja og börn. Myndin er tekin I Reykjavlk sumarið 1974. að likum að stikla verður á stóru þegar slik ætt er sótt heim til að skrifa eina litla blaðagrein. Gordon er yngstur og stundar aðallega fiskiveiðar, Friðrik er sölústjóri hjá Rafmagnsveitu fylkisins, Hermann er rafvirki hjá sömu stofnun, Anna Jönina er menntuð í tónlist og hefur stjórn- að barnakór um árabil, Ólöf stundaði háskólanám og þeir Björn Valdimar og Jóhann Theo- dór eru verzlunarmenn á Gimli, Jón Júlíus hefur lengi starfað sem verkfræðingur hjá rafmagns- veitu fylkisins'og er nú orðinn einn af æðstu mönnum þeirrar stofnunar. Af því að Jón Júlíus á sumarhús á næstu lóð við gömlu konuna, móður sína, þá eru hæg heimatök- in að líta aðeins við hjá honum og konu hans, Lilju. Jón hefur hækkað smám saman i tign hjá risafyrirtækinu Mani- toba Hydro, eða Rafmagnsveitu Manitóbafylkis og var gerður að aóalfrmkvæmdastjóra í janúar sl. Til þess að gefa svolitla hugmynd um stærð þessarar stofnunar má geta þess að undirmenn Jóns eru um fjögur þúsund; fjárveiting til ýmissa framkvæmda er 300 millj- ónir dala og rekstrarkostnaður er 125 milljónir dala. Það kemur m.a. í hlut Jóns að ferðast til ýmissa Evrópulanda, þar á meðal til Ráðstjórnarríkjanna til að at- huga og gera út um kaup á ýms- um tækniútbúnaði til rafvæðing- ar, sem ekki er framleiddur hér. Ekki verður séð að veraldar- gengi stigi Jóni eða þessu fólki yfirleitt til höfuðs, nema síður væri. Jón virðist hafa erft ýmsa þá eiginleika föður síns sem áður var að nokkru lýst, yfirlætislaust og hlýlegt viðmót, blandið festu og öryggi. Á sama hátt fetar Jón í fótspor föður síns hvað snertir afskipti af vestur-íslenzkum mál- efnum og aukin samskipti við ís- land. í ár er hann formaður fjár- öflunarnefndar islendingadags- ins og trúlega var það val ekki alveg út í bláínn, því^að Jóni tókst að útvega 36 þúsund dala styrk frá sambandsstjórninni til þess að standa straum af kostnaði við undirbúning í tilefni af væntan- legri heimsókn m.a. á annað þús- und islendinga á hátíðina. Svona aurar liggja ekki alveg á lausu hjá þeim i Ottawa. Lilja er húsmæðra- kennari að menntun. Þau hjónin, Jón og Lilja, hafa tvisvar heimsótt islands, siðast I fyrrasumar, er þau tóku börnin fjögur með sér og héldu upp á silfurbrúðkaupið á islandi. Börn þeirra hjóna stunda öll háskóla- nám nema einn sonurinn. Þau heita öll islenzkum nöfnum og skilja Islenzku betur en þau tala hana, eins og títt er um þriðju og fjórðu kynslóð Vestur-íslendinga. Nú heimsækjum við þriðja og siðasta barn Jóhanns Árnasonar, það er Guðjón, sem enn býr að Espihóli með konu sinni, Petrinu, bæði hálf-niræð að aldri. Af lýs- ingu þeirri sem gefin hefur verið á bróður Guðjóns, Vilhjálmi, þöglum og alvarlegum, þá verður ekki hið sama sagt urri Guðjón. Þetta er einhver sá sprækasti karl á níræðisaldri sem menn geta vænzt að rekast á á lífsleiðinni, fullur af spaugi og grallaraskap, frásögnum og skemmtilegheitum um menn og málefni bölvar auk þess hressilega eins og hver annar góður Islendingur, og tekur í nefið. Mér var strax ljóst að hér var ég í húsi eins rammgerðasta ambassadors islenzkra málefna; manns, sem alla tið hefur fylgzt með Islandi og Islendingum, sigr- um þeirra og ósigrum um áratuga- skeið. Guðjón hefur gaman af aó segja frá því þegar hann fór til Islands i fyrsta og einasta skiptið. Það var árið 1965 að þau hjónin fóru heim Valdimar og Guðrún Árnason, og börn. Aftari röð frá vinstri: Friðrik Marinó, Björn Valdimar, Jón Július, Hermann, Jóhann Gordon. Fremri röð: Ólöf, Anna, Guðrún, Vilhjálmurog Elín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.