Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Side 13
Jóhann og frú við ibúðarhús þeirra. SigurglaSir veiðimenn: Theodór og Franklin koma heim með góðan feng. skemmtunar, þar sem hann ræktar ýmsar jurtir til að gefa þeim sem hafa vill. Fyrir nokkru kom til hans prestur einn, leit á garðinn og sagði: „Hér eigið þið Guð fallegan garð. Þó er nú dálitið af illgresi í honum.“ „Þetta er nú ekki sem verst“, svaraði Guðjón að bragði. „Þú hefðir átt að sjá garðinn i fyrra, þegar Guð var einn með hann.“ Sigmar prestur á Gimli hafði einhverntima sagt Guðjóni frá þvi að hann hefði spilað fjárhættuspil og tapað. Guðjón spurði hann af hverju hann hefði ekki farið aftur. „Ég var hræddur um að þetta færi i blóðið á mér“, svaraði klerkur. Leið nú nokkur timi, en þar kom enn, að prestur heimsæk- ir Guðjón í þeim tilgangi að reyna að fá hann til að sækja kirkju. Guðjón lét til leiðast og fór einu sinni. Nokkru seinna kemur klerkur og spyr hann af hverju hann komi ekki aftur. Guðjón svarar þá: „Ég var hræddur um að þetta færi i blóðið á mér.“ Og siðan hefur hann ekki á guðsþjón- ustu farið. „Min trú er afskaplega einföld og ég nota bara eitt boð- orð og það er svona: gerðu öðrum mönnum eins og þú vilt að þeir geri þér. Og þarna erðað." Það fer ekki framhjá neinum að þar sem kona Guðjóns er, þar er kvenskörungur á ferð. „Hún var óhemjudugleg til allra verka og sá ævinlega björtu hliðina á lifinu", segir Guðjón. Amma Petrinu, Þórunn Hjörleifsdóttir, og móðir Sesselju Eldjárn á Akureyri voru systur. Petrína er þannig talsvert skyld núverandi forseta Islands, hr. Kristjáni Eldjárn. Þegar þær Sesselja og Petrina komu á mannfundi saman á ís- landi, báðar klæddar islenzkum búningi, þótti mörgum sem þar mætti vel kenna skyldleikann, svo likar eru þessar tvær heiðurs- konur til orðs og æðis. Læt ég það nægja sem lýsingu á Petrínu, þvi að öll íslenzka þjóðin þekkir skörungsskap Sesselju Eldjárn, fórnarlund hennar og óbugandi þrek. Þau hjónin að Espihóli er gott að sækja heim. Þar rikir fegurðin ein. Þau eiga rétt innan við eitt hundrað niðja og þeirra dýrðleg- ustu stundir eru þegar einhver þeirra kemur i heimsókn. „Þetta er það dásamlegasta við lifið. Það er ekki nokkur leið að deyja frá þessu, þessvegna erum við orðin svona gömul. Auður okkar er börnin og vextirnir barna- og barnabarnabörnin.-' Börn þeirra Petrínu ogGuðjóns eru tiu, 7 synir og þrjár dætur. Ekki tókst mér að ná sambandi við dæturnar, en synina hitti ég alla. Einn sonurinn, Charles, tók við búi af föður sínum, Valdimar hefur lengst af starfað við verzlun á Gimli, Wilfred hefur háskóla- próf bæði í búvisindum og hag- fræði og kennir hagvisindi við menntaskóla i Winnipeg, Baldvin er pípulagningameistari með meiru, Jóhann flugvirki, Theodór rafvirkjameistari og Franklín rafmagnsverkfræðingur. En þetta segir nú ekki alla söguna, þvi að þarna eru á ferðinni menn á aldrinum frá fertugu til súmlega sextugs og þessir piltar hafa víða tekið til hendi. Vikjum sem snöggvast sögunni heim að Espihóli, þegar elztu drengirnir Baldvin og Jóhann voru að nálgast fullorðinsárin og þurftu ögn meira svigrúm. Þá mældi gamli maðurinn út handa þeim land sem þeir gátu ráðist á og ræktað og aflað eigin fjár. Pilt- Guðjón og fjölskylda: aftari röð f.v.: Baldvin, Jóhann, Valdimar, Theodór, Franklin, Charles. Fremri röð f.v.: Lára, Petrina, Guðjón, Bernice, Margrét. ásamt Jóhanni syni sínum. Skömmu áður hafði Petrína komizt að því að hún átti skyld- fólk á íslandi og það ýtti undir hana að fara í þessa ferð. En þrátt fyrir hlýhug til íslands hafði Guðjón engan áhug á að fara þangað. Ég spurði Guðjón um ástæðuna fyrir þessu. „Ég skal segja þér alveg eins og er, að þegar drengirnir voru að suða i mér um að fara, þá sagði ég þeim að fyrr færi ég til helvitis en að fara til íslands. En svo sneru þeir á mig þegar þeir sögðu að ég gæti þó að minnsta kosi gert það fyrir konuna mína, þá gugnaði ég og fór.“ „Varstu eitthvað illur út i Is- lendinga”, spurði ég. „Þarna komstu með það. Ég var sótillur út í tslendinga. Hingað komu nokkrir helvítis oflátungar að heiman og lýstu þvi yfir að við Vestur-islendingar værum ekkert annað en hrat og hismi úr íslenzku þjóðinni. Þvílíkt djöfulsins bull og kjaftæði...“ Svo fékk Guðjón sér í nefið og klykkti út með orðtaki sinu: „Og þarna erðað“. Lýsingu Guðjóns á íslandi, allt frá Keflavíkurflugvelli norður og vestur um land með Magnúsi Amlín frá Þingeyri, frænda frúar- innar, verð ég að sleppa hér, en þar vantaði ekki lýsingarorðin. En hafi Guðjón haft einhverjar vafasamar hugmyndir um gamla iandið, þá er slíkt með öllu gleymt og grafið. Guðjón þykir afarvænt um börnin sin, en trúlega er hann þeim ekki þakklátari fyrir neitt meira en að hafa sent hann á gamalsaldri i tslandsferð. Sannari aðdáandi og íslandsvinur fyrir- finnst ekki, nema að jöfnu sé. Bú Guðjóns að Espihóli var með stærstu búum hér um slóðir á sinni tíð, um fjörutiu mjólkandi kýr, gripir til slátrunar nálægt sjötíu og mikið af hænsnum, öll tæki og tækni af fullkomnustu gerð, enda sá búið Gimlikaupstað fyrir mjólk. En þetta var ekki tekið út með sældinni. Frumbygg- jarnir þurftu að vinna hörðum höndum. Það þurfti að ryðja skóg, veiða fisk úr vatninu á vetrum og skjóta elgi og dádýr i matinn. Guðjón stundaði fiskveiðar með búskapnum i 35 ár. Hann byrjaði að skjóta endur þegar hann var 9 ára og fyrsta elginn skaut hann þegar hann var 13 ára, 750 punda kjötfjall. „Eg skaut siðasta dýtið þegar ég var áttatiu og eins, gaf þá byssurnar og hætti. Og þarna erðað.“ Það kemur blik í augu þessa Islandströlls þegar hann minnist veiðiferðar sem hann fór i með alla drengina, sjö talsins, og „allir skutum við okkar kvóta.“ Á þessum tímum þótti mikið i það varið að eiga góð hundaeyki, jafnaðist á við að eiga góðan bíl i dag. Guðjón átti um eitt skeið 5 hundaeyki, allir hvítir og allir bræður. Eitt sinn þurfti banda- rískt kvikmyndafyrirtæki að gera „hreyfimynd" þar sem hundaeyki — og reyndar fleiri en eitt — koma við sögu. Guðjón réð sig til fyrirtækisins, ásamt tveimur öðr- um Islendingum og voru þar hálf- an annan mánuð við kvikmynda- gerðina. En þetta varð til þess að Guðjón fékk hina mestu óbeit á kvikmyndum. „Tómt helvítis „fake“ og tilbúningur." Guðjón hætti búskap fyrir nokkru og afhenti þá einum syni sínum allt saman. Þó hefur hann dálaglegan garð sér til Myndin er tekin fyrir 40 ðrum, þegar fjölskylda Guðjóns og fleiri voru að fara út i ViðinesfWillow Island) til aðdraga fyrirfisk. GuSjón er þriðji frá hægri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.