Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Síða 14
 ÁRNASONS- ÆTTIN Á GIMLI ar létu ekki segja sér þetta tvisvar og ákváðu að hefja jarðarberja- rækt f stórum stíl- Þeir byggðu sér fshús og drógu fs af vatninu og geymdu til uppskerutímans. Þeir ræktuðu sín ber og réðu allt upp í sjötíu stráka til að tina berin, sem flutt voru á vörubílum til Winnipeg. Þeir borguðu þeim sem mest tíndu og minnst átu einn dollar á dag og þótti gott kaup. Sumir átu svo mikið og tfndu svo lítið að þeir voru ekki nema hálfdrættingar. Það má skjóta þvi hér inn aö ofan í allt þetta lið eldaði Petrína með glöðu geði oggaf að sjálfsögðu matinn. Eins og að framan greindi, sunduðu sumir drengjanna iðn- nám, og störfuðu við sínar iðn- greínar um árabil, eftir að hafa gegnt herþjónustu i síðasta stríði. Jóhann starfaði hjá flughernum og fann upp og smíöaði sérstaka gerð björgunarbáta, sem látnir voru síga niður í fallhlifum, Ted var yfirrafvirki hjá Flughernum i tiu ár, og þannig má lengi telja. Franklín lauk verkfræðiprófi árið 1946, aðeins 24 ára gamall, og stofnaði þá þegar verkfræðifyrir- tækí með þrem öðrum verkfræðingum. Hann seldi sinn hlut þremur árum síöar og stofn- aði „Árnason mjólkurbúið" á (límli og fór m.a. að framleiða skyr, en slíkt hafði aðeins verið gert í heimahúsum til þessa. Að sex árum liðnum seidi Franklín mjólkurbúið annarri slikri stofn- un og stofnaði félag með tveimur bræðrum sínum. Þeir þreifuðu sig áfram með verkefni, en settu í leiðihni á fót húsgagnaverzlun, sem Jóhann rekur nú. Félag þeirra bræðra, Árnason byggingafélagið, er nú rekið af þeim Franklín, Theodór óg Baldvin. Þeir hafa sérhæft sig i að setja upp vatnshreinsunartæki og skólpleiöslur, en sjá jafníramt um brúarbyggingar, húsbygg- ingar og sitthvað fleira. Þeir eiga kjörbúð á Gimli og allt sem þessir menn snerta á virðist blómgast og vaxa. Fyrstu landnemarnir settust aö á Willow Island eða Vfðinesi, eins og það er kallað. Þetta ér heilmik- ið land með fallegri sandströnd og skógi vaxið. Eitt sinn var þetta land i eigu ættarinnar, en gekk kaupum og sölum. Þeir bræður sáu að við svo búið mátti ekki standa, því að þetta var sögustaður. Þarna úti á oddanum fæddist fyrsta barnið í nýlend- unni undir stórum, hvítum steini. Og að sjálfsögðu keyptu þeir landið eins og það leggur sig, veltu steininum fræga upp á pall og gerðu að ævarandi minnis- varða um landnámið og fyrsta, innfædda landnemann. Um skeið ráku þeir bræður fyr- irgreiðslu fyrir ferðamenn þarna út frá, en nú hafa systkinin skipt landinu á milli sin og þar eiga þau og afkomendur þeirra dýrðlegan sumarstað með baðströnd, og öllum þægindum. Til gamans má geta þess að i eigu æltarinnar er hestur sem ber nafnið Willow Island, og er vist hin vakrasta hryssa. Það er Franklín, og fjölskylda hans sem eru með hestadelluna, en fjölskyldan á níu hesta, þar af fjóra veðhiaupahesta, sem að jafnaði keppa hér á veðreiðum. Tveir synir Franklíns eru há- skólamenntaöir í búvísindum og dýrafræði og fást við tamningar og þvi um likt. Og næsti hestur á að bera nafnið Kafteinn Baldi, eftir móðurafa þeirra barna. Þetta er þjóðsagnapersóna hér um slóðir, heill kapítuli út af fyrir sig. Kafteinn Baldvin hafði leiítr- andi hugmyndaflug og oft spann hann heila sögu upp úr sér, ef hann hafði ekki raunverulega sögu á reiðum höndum. Eitt sinn var hann i veizlu einni mikilli i Minneapolis, og flutti þar ræðu. Þar lýsti hann feiknamikl- um landssvæðum, sem hann kvaðst eiga i Kanada, enda þótt á allra vitorði væri að þar væru lög um að einstaklingar mættu aðeins eiga tiltekna spildu lands. En kafteinn Baldi lýsti í smáatriðum Glæsilega búið. Hér er Valdimar við hus sitt. Baldvin og fjölskylda. Tveir synirnir eru háskólaprófessorar. Tvö böm Friðriku ásamt mökum, þau Kristjana og Valdimar. Frá v. Haraldur (bróðir Ollu, konu Stefáns Stefánssonar). Kristjana, Marion. kona Vilhjálms. og Vilhjálmur menntaskólakennari. Yngsti sonur Guðjóns, Wilfred, kona og born l tjörunm tyrir neöan sumarhús þeirra á Vlðinesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.