Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 3
saman. Svo hlúði ég að honum með p./kum og lagði úlpuna mína ofan á. Svo héldum við úr hlaði, ég f léttklæddara lagi, hann á þessum óvenjulega farkosti. Fyrir lá fjögurra tíma göngu- ferð Iausum manni. Eitthvað hlaut skfðasleðinn að tefja ferðina, þvf sumstaðar var yf- ur auða hryggi að aka. Ferðin gekk vel. Við og við iyfti ég úlpunni og leit eftir sjúklingnum. Hann hreyfði sig ekki nema aðeins skottið og ieit til mín þegar hann varð mín var. Við fórum yfir Mýrar- vatn f Laxá á ísi. Ljós loguðu þá enn í öllum gluggum á Laxamýri. Yfir Mýrarleiti varð ég að aka á auðu og sfðan að þræða svelladrög f Saltvík- ursundum. Sunnan við Kald- bak þraut að mestu svell og hjarn. Þar vildi það óhapp til að sleðinn minn lenti öðrum megin upp á háa þúfu og valt á hliðina. Ég flýtti mér að reisa farartækið við, en varð þó of seinn. Farþeginn var skriðinn út úr kassanum áður én ég gat að gert. Og hvernig, sem ég reyndi var mér ómögulegt að fá hann til að koma til mfn. Vantraust á þessu ferðalagi hafði sagt tii sfn á áberandi hátt. Ekki lét hann samt f ljós neitt vantraust á mér, en fylgdi mér eftir fótgangandi þann spotta Ieiðarinnar, sem ófarinn var til Húsavfkur. Skíðasleðinn lá eftir hjá svarðarhrauk f Kaldbakssund- um og var aldrei hritur enda skfðin næsta léleg orðin. Ferðlag þetta til Húsavíkur tók nærri 5 tfma. I Árnahúsi Sigurðssonar var ég vanur að gista. Þar voru nú allir gluggar dimmir. Von var að flestir Húsvfkingar væru háttaðir. Gatan var mannlaus. Hélt ég þvf áfram framhjá öll- ym kunningjahúsum og barði að dyrum gistihússins hjá Hjalta Illugasyni. Hann kom til dyra seint og sfðarmeir, hálfklæddur upp úr rúmi sfnu. Hringur stóð við hlið mér við dyrnar. Hundur Ifka, sagði Hjalti. Hér er nú rauner ekki hótel pláss fyrir hunda. Samt var hann svo góður að lofa mér að fara með Hring með mér upp á loft. Iljalti var lfka svo elsku- legur að koma með mjúka mottu og leggja á gólfið fram- an við herbergið mitt. Þar lagðist rakkinn um leið og ég lokaði dyrum og Hjalti hafði boðið okkur góða nótt. Morguninn eftir virtist heilsufar Hrings óbreytt. Hann fylgdi mér suður til Björns læknis. Þó kom eins hik á hann þegar lækninga- stofa Björns opnaðist. En ég tók hann f fangið og bar hann inn. Það er illkynjuð ígerð f háls- inum á hundinum, sagði Björn. Ég get reynt að skera f hana, ef þú vilt. En það er alveg undir hælinn lagt að það komi að gagni eins og nú er komið. Ég er hér kominn til þess að þú reynir það, sem tiltækileg- ast er, sagði ég. Þá verðutn við að svæfa hann, sagði læknirinn. Nú kom hjúkrunarkona læknisins inn til til okkar og fór að væta svamp f svefnlyfi. Við það brá Ilring svo aö hann vildi fyrir hvern mun komast út. Ég varð að halda honum með valdi meðan hann var að sofna. Það var erfið stund og ill- verk, af því að allt átti að fara eins og fór. Svæfingarkona Björns var þó mildin sjálf og svo elskuleg við okkur að ég hef æ sfðan borið til hennar ' ástarhug. Hún býr nú á Sauð- árkróki og heitir Halifrfður. Björn læknir færði út úr hálsi rakkansmeira cn kaffi bolla af svörtu blóði og graftar veliu. Hann hafði fá orð um, en sagðist þó vilja Ifta á hund- inn næsta dag. Góður maður á Húsavík lánaði mér kjallaraher- bergi handa Hring þegar við komum frá lækninum. Þar hlúðum við að honum eftir föngum. Daginn eftir var hann liðið lík. Blóðeitrun var á þeim dögum ekkert lamb að leika sér við. Saga Hrings er samt ekki með öliu búin. Þess vegna er ég líka að segja hana. Eitthvað tveim eða þrem ár- um scinna var ég eitt sinn sem oftar staddur á Húsavík. Mér er eiður sær að afdrif Hrings míns voru alls ekki til f huga mfnum þann dag. Kom ég inn í hús þar í Víkinni og er þar sagt frá ungri konu frá Amer- fku, sem lesi f bolla og spái f spil Hún nefndist Lea og var fslenzk að ætterni. Hún dvaldi hjá ættfólki sfnu é Sólheimum um stundarsakir. Ég þekkti vel Sólheimafðlk- ið að góðu einu oggerði ferð mína þangað að sjá þessa stúlku. Rannveig Guðmunds- dóttir, húsfreyja þar, tók bros- andi á móti mér í dyrum úti. Ég bað hana að umgangast það, að ég fengi að tala við Leu. Lea vissi ekki á mér nein deili. Gerðu svo vel, sagði Rann- veig og vísaði mér inn til stúlk- unnar. Lea sat við lítið borð með spil f höndum. Ég rétti fram höndina í heilsunarskyni og mætti hennar hendi án þess hún liti upp. Hún horfi niður á gólfið við fætur mér. Rannveig lokaði hurðinni. Nei, sko, sagði Lea þegar við höfðum heilsast á þennan hátt, sko hundinn. Hvaða hund, segi ég, hér er enginn hundur. Víst, segir Lea, svartur hundur og gljáandi á bclginn með hvftan hring um hálsinn. Þetta er fallegur hundur og vfkur ekki frá þér. Svo þegir hún andartak og segir svo: Nú veit ég, þetta er ekki lifandi hundur, hann er dauður. Svo horfir hún ögn hærra eins og út í vegginn og heldur áfram: Þetta er hundur, sem þú hefur átt. Égsé að hann hefur veikst og þú hcfur farið með hann til einhvers manns, sem hefur heitið Björn. Og þessi Björn hefur reynt að lækna hann en ekki getað það. Svo hefur hundurinn dáið. Ég sé hvernig þú hefur flutt hundinn til Björns. Þarna ertu með hann á ferð í þreifandi myrkri á ein hverju farartæki sem ég hef aidrci séð. Það er ekki vagn. Það er ekki kerra. Það er ekki sleði, og þó lfkist það honum helst. Svo veltur þetta farar- tæki um og hundurinn skríður Framhald á bls. 15 Snærisskortur íslend- inga á fyrri öldum verður minnisstæður vegna þeirra afleiðinga, sem snæris- hnupl Jóns bónda Hreggviðssonar hafði fyrir hann. Alltaf vantaði snæri og ekki varð fiskur dreginn úr sjó, ef snærið vantaöi. Hvergi getur þess, að Jón Hreggviðsson ætti svo dýrmætt tæki sem færa- rokk, en hvort sem þeir voru notaöir á hans tíma eða ekki komu þeir alla- vega síðar. Hampurinn var fluttur inn óunninn og síðan var hann spunninn og þættur saman f vaði og bönd. Erlendis var snæra- spuni og kaðlagerð iðn- grein en hér var hann heimilisiðja eins og svo margt annað. Þjóðminjasafnið á tvo færarokka, og eru báðir frá sama gefanda, Birni Jóns- syni í Bæ á Höfðaströnd. Þeir eru frá fyrstu véla- bátaútgerð við Skagafjörð, Bæjarútgerðinni, sem Jón Konráðsson f Bæ og þrir bændur aðrir stóðu að rétt eftir aldamótin sfðustu. En slíkir rokkar hafa væntan- lega verið notaðir viða. Snúið var með rokknum á grundinni niðri við sjóinn þar f Bæ. Hampþættirnir voru festir hver við sfna sveif, sem eru fjórar talsins annars vegar, og var þeim öllum snúið jafnt með sér- stakri spýtu, sem gekk uppá sveifarnar. Þannig kom jafn snúður á alla þættina en siðan voru þættirnir snúnir saman með stöku sveifinni, sem hinum enda færisins var fest við. Voru spýturnár, sem halda sveifinni, festar á sérstaka búkka, sem færa mátti til, en þá vantar nú. Litli tréfleygurinn, sem einnig sést á myndinni, var kallaður trissa. Hann var til að jafna snúðinn á fær- inu og stjórnaði einn maður henni og svo einn maður hvorum rokki. Þannig unnu þrír menn að gerð færisins sjálfs. Lfklegt má telja, að þess- ir færarokkar frá Bæ séu meðal hinna síðustu, sem notaðir voru hér á landi, enda hefur þá verið farið að flytjast hampsnæri og kaðlar af ýmsum gerðum, sem hentugjra var að kaupa en að leggja mikla vinnu f að gera heima. Þór Magnússon. FÆRA- ROKKIt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.