Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 4
Smösaga eftir Alphonse Daudet SÍÐASTA BÖKIN — Hann er dáinn, — sagði einhver við mig f stiganum. Dögum saman hafði ég búizt við þessari harmafregn. Ég hafði vita að einhvern daginn myndi hún dynja yfir mig, hér við þessar dyr, en samt var eins og hún kæmi mér f opna skjöldu. Með hrærðu hjarta og titrandi varir gekk ég inn f fábreyttar vistar- verur rithöfundarins og inn í vinnustofuna, stærsta her- bergið f húsinu. Hana hafði eljusemi hans gætt viðkunnan- leik og birtu, sem hvergi var annars staðar að finna í húsinu. Þarna iá hann f litiu járn- rúmi, mjög lágu. Borðið hans var þakið blöðum, hinum mikla ritferli hans var lokið inni f miðju verki, og penninn hans stðð enn I blekbyttunni til marks um, hve mildilega dauðinn hafði numið hann á brott. Handan við rúmið stóð stðr eikarskápur, þakinn hand- ritum og rissblöðum, sem námu næstum þvf við höfuð hins látna. Allt f kring voru bækur, bara bækur, ekkert nema bækur, út um allt, í hillum, á stólum, á skrif- borðinu. Þær voru f stöflum á gólfinu, úti f hornum og jafn- vel við fótagafl rúmsins. Þegar hann sat við borðið sitt og skrifaði, gátu þessir staflar, þessi ryklausa óreiða,- verið augnayndi, þá skynjaði maður lffið, önn dagsins. En návist dauðans hafði léð þessu um- hverfi annað og dapurlegra yfirbragð. Allar þessar bækur virtust núna á förum. Þetta safn bóka, sem valizt höfðu saman af handahófi, myndi nú leysast upp og lenda hér og þar, á fornsölum og I bóka- kössum niðri við Signubakka, þar sem veður og vindar myndu leika um blöðin. Ég hafði kysst hann, þar sem hann lá f rúminu sfnu, og stóð og virti hann fyrir mér undir áhrifum þ'eirrar kenndar, sem hafði gripið mig við að snerta ennið, kalt og þungt eins og stein. Skyndilega var hurðinni hrundið upp, og inn snaraðist sendill frá bókabúð.móður og másandi, með fullt fangið af bögglum, og hann skellti niður á borðið, glaður f bragði.pakka með bókum, glóðvolgum úr pressunni. — Sending frá Bachelin, — hrópaði hann. En skyndilega varð honum litið á rúmið, hann hörfaði, fálmaði eftir húfunni sinni og gekk hljóð- lega út. Það var eitthvað hryllilega kaldhæðnislegt við þessa send- ingu frá Bachelin, sem seinkað hafði um mánuð, og sjúklingurinn hafði beðið eftir með þvílfkri óþreyju, og þegar hún loks kom, var hann kaldur nár ... Vesalings vinur minn. Þetta var sfðasta bókin hans og sú, sem hann batt mestar vonir við. Með hvílfkri umhyggju og ástúð höfðu ekki hendur hans, sem þá þegar voru skjálfandi orðnar af sótthitanum, leiðrétt prófarkirnar, og hversu óþreyjufullur hafði hann ekki verið eftir að snerta fyrsta ein- takið. Sfðustu dagana, þegar honum var orðið um megn að tala, hafði hann starað hreyf- ingarlaus á hurðina, og ef prentararnir, bókbindararnir og allir, sem lögðu hönd að verki þessa eina manns, hefðu séð angistina og óþolið f svip hans, hefðu þeir rokið til og prentað stafi á blaðsíður og bundið blaðsfður f bók, sem komið hefði f tæka tfð, það er að segja einum degi fyrr, og veitt hinum deyjandi manni gleðina af þvf að finna aftur f ilmandi nýrri bók með ffn- gerðu letri ferskar hugsanir sfnar, sem hann fann smám saman fjara út með sér og hverfa f sorta. Jafnvel rithöfundur á miðrí starfsævi verður við þvflfkar aðstæður gripinn sérstæðri kennd, gleðitilfinningu, sem hann getur aldrei bælt niður. Það er eitthvað undursamlegt við að opna fyrsta eintakið af nýrri bók, og sjá þetta mikla hugverk, sem var alltaf dálftið laust f reipunum, f sfnum endanlega búningi, meitlað eins og höggmynd. Þú færð ofbirtu f augun við að horfa á hana svona nýja og skfnandi. Bókstafirnir skjóta gneistum, verða bláir og gulir, Ifkt og þegar sólin skín beint framan f mann. Sfðar blandast þessi gleði dálftilli hryggð, eftirsjá eftir að hafa ekki sagt allt, sem maður vildi sagt hafa. Verkið, sem maður ól með sér, virtist alltaf fegurra en það, sem manni tókst að skapa. Það er svo margt, sem f hug- anum býr, en höndin kemur aldrei til skila. 1 dýpstu hugar- fylgsnunum er hugmyndin um bókina áþekk fögrum og lit- skrúðugum marglittum, sem sveima um f Miðjarðarhafinu eins og blaktandi litbrigði, en þegar öldurnar hafa skolað þeim upp á sandinn, eru þær ekkert annað en ofurlftið af vatni, nokkrir litaðir dropar, sem vindurinn þurrkar upp f einu vetfangi. En þvf miður. Vesalings drengurinn naut einskis af þessu sfðasta verki, hvorki gleðinnar né vonbrigðanna. Það var átakanlegt að sjá þetta Iffvana og þunga höfuð, hvfl- andi á koddanum og við hlið hans bókina splunkunýja, sem átti eftir að blasa við f búðar- gluggum, renna saman við skarkala götunnar og önn dagsins. Vegfarendur myndu renna augum yfir titil hennar og geyma hann ef til vill f hugskoti sfnu ásamt nafni höf- undarins, sama nafni og stóð á þungbúnu dánarvottorðinu og brosti við manni í skærum lit á bókarkápunni. Hérna virtust blasa við í allri sinni dýpt andstæður efnis og anda. Annars vegar var lfkaminn, kaldur og stirðnaður, og hins vegar bókin, sem flögrað hafði frá honum eins og ósýnilegur andi, lifandi og ef tfl vill ódauðleg. — Hann var búinn að lofa mér einu eintaki, — var sagt lágum rómi á bak við mig. Ég sneri mér við og sá bak við gullspangagleraugu hvat- víslegt augnaráð, sem ég þekkti vel, og þið líka, vinir mfnir allir, sem skrifið bækur. Þetta var bókasafnarinn, sem fer á kreik, um leið og þið gefið út nýja bók, hringir dyrabjöllunni tvisvar, fcimnis- lega og þrákelknislega f senn og allt hans atferli mótast af þessum tveim- ur þáttum. Hann gengur inn, brosmildur og fleðulegur, snýst eins og snælda f kringum mann, ávarp- ar mann með titlatogi, og fer ekki, fyrr en honum hefur tekizt að hafa út úr manni eitt eintak af nýjustu bókinni. Bara þá nýjustu, hinar á hann allar. Það er bara þessi eina, sem hann vantar. Hann fer ekki erindisleysu. Hann veit nefnilega nákvæm- lega, hvenær hann á að koma, þegar skáldið er undir þeim geðhrifum, sem eru þvf sam- fara að gefa út nýja bók, og ég drap á áðan, og þegar það er f þann veginn að senda út gjafa- eintök af henni.’. Þessi and- styggilegi litli maður, lætur ekkert aftra sér, hvorki lok- aðar dyr né kaldar kveðjur, hvorki storm, regn, né vega- lengdir. Honum bregður alls- staðar fyrir með nýjar bækur undir handleggnum, ljóða- bækur, leikrit, hvað sem er, og þannig lifir hann lffi sfnu á stöðugum þönum og snapi eftir bókum, sem hann greiðir ekki eyrisvirði fyrir. Og sannarlega virtist bókaástrfða þessa manns vera heldur mikil, fyrst hann gat ekki hamið hana f návist dauðans. — Jæja, takið þá bókina yðar, — sagði ég kuldalega. Hann tók hana ekki, hrifsaði hana, eins og hungraður úlfur, sem ræðst á bráð. Þegar hann var búinn að troða henni kyrfi- lega ofan f vasann, stað- næmdist hann og stóð stundar- korn hreyfingarlaus og horfði til hliðar steinþegjandi, þurrkaði gleraugun sfn og svipmót hans var annarlegt. Eftir hverju beið hann? Hvað var það, sem hélt aftur af honum. Kannski skammaðist hann sfn ^álftið og fannst óvið- kunnanlegt að fara strax, eins og hann hefði ekki átt annað erindi. En sú var nú ekki raunin. Hann hafði rekið augun f nokkur gjafaeintök í bóka- pakkanum, sem var opnaður til hálfs, bækur í viðhafnar- bandi með þykkum kili og skrauti, og þó að hann léti ekkert á sér bæra, einblfndi hann á þær, og hugur hans var þar allur. Það var þá þetta sem hélt aftur af þessum gammi. Hún er áleitin þessi forvitni. Hún hafði jafnvel náð tökum á mér og hrifið mig upp úr haf- róti tilfinninganna, og með tárvotum augum fylgdist ég með þessu grátbroslega sjónarspili, sem fram fór við Ifkbörurnar. Hægt og hægt þokaði bókasafnarinn sér f átt að borðinu og lagði höndina eins og af tilviljun á eitt ein- takið. Hann opnaði það og strauk yfir saurblaðið. Skyndi- lega kom glampi f augu hans og blóðið þaut fram f kinn- arnar. Bókaástrfðan svall f honum. Loks gat hann ekki á sér etið. Hann tók eina. Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.