Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1975, Blaðsíða 12
Á 16. öld hófu Niðurlendingar siglingar til Brasilíu, en áttu þar I harðri samkeppni við Portúgali sem veitti betur framan af. Létu Niðurlendingar sér þá löngum nægja að reka viðskiptin við Brasilíu um Lissabon. Arið 1580 gengu Portúgalir í konungssam- band við Spán og versnuðu viðskiptakjör Niðurlendinga í Lissabon þámjög. Þettaleiddi til þess. að þeir sneru sér af auknum krafti að Brasilíusiglingum og nutu þá fyrst í stað bandalags við þýzka Hansakaupmenn og portú- galska Gyðinga, sem tekið höfðu kristna trú. Siglingar vestur um Atlantshaf jukust nú hröðum skrefum og árið 1621 var svo komið að hollenzk skip fluttu meira en helming allrar þeirrar vöru, sem flutt var frá Brasilíu til Evrópu. Sama ár var hollenzka Vestur-Indíafélagið stofnað og skyldi það hafa einkarétt til verzl- unar við rómönsku Ameríku og Vestur-Afríku. Þetta Félag varð hins végar aldrei jafnsterkt og Austur-Indfafélagið og lauk vand- ræðaævi þess með gjaldþroti. 1 Brasilíu eignuðust Niðurlend- ingar um skeið nokkrar verzl- unarstöðvar og voru Recife og Pernambueo þeirra helztar. Þessum stöðvum tókst þeim hins vegar ekki að halda fyrir Portú- gölum, sem nutu að jafnaði stuðn- ings innfæddra. Þegar 18. öldin gekk í garð má segja að áhrifum Niðurlendinga í Brasilíu væri lokið. Aftur á móti tókst þeim að tryggja völd sín á nokkrum eyjum í karabíska hafinu, sem þeir ráða enn í dag. 1 Norður-Ameríku áttu Niður- lendingar nokkur ftök á 17. öld. 'Arið 1614 geta heimildir um hollenzka grávörukaupmenn á Hudsonfljóti og 1624—’25 stofn- uðu Niðurlendingar nýlendu á Manhattaneyju, sem þeir nefndu Nýju-Amsterdam. Þeim stað réðu þeir til þess er Englendingar tóku hann árið 1664 og nefndu New York. Þar með var að mestu lokiö hollenzkum áhrifum á þeim slóðum. Hér hefur nú verið greint nokkuð frá nýlenduveldi Niður- lendinga á 17. öld. Átjánda öldin verður aftur á móti að teljast hnignunarskeið hinna Sameinuðu Niðurlanda. Þá dróst verzlunin saman. Niðurlendingar töpuðu mörgum nýlendum og verzlunar- stöðvum, stöðnunar gætti á flestum sviðum. Má f því sam- bandi minna á, að á 17. öld stóðu Niðurlendingar öllum öðrum þjóðum framar í skipasmíðum og sjókortagerð, en á 18. öldinni urðu þeireftirbátar bæði Breta og Frakka á þessum sviðum. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar til skýringar á þessari þróun, en ekki ber þeim öllum saman. Höfuðástæðurnar má þó hiklaust telja hinar fjölmörgu styrjaldir, sem Niðurlendingar urðu að heyja gegn margfalt fjölmennari þjóðum, og samkeppni annarra þjóða, einkum Breta og Frakka. Styrjaldirnar fjórar, sem Niður- lendingar háðu gegn Bretum gengu mjög nærri þeim og oft urðu þeir að láta af hendi verzl- unaraðstöðu og bækistöðvar við friðarsamninga. Samkeppni Breta og Frakka fór einnig stöð- ugt vaxandi og þar urðu Niður- lendingar að láta í minni pokann. Bretar náðu algjörri forystu á höfunum, þeir náðu stærri land- svæóum á sitt vald í fjarlægum heimsálfum og fjármagn þeirra var mun meira. Eftir þvf sem sókn annarra þjóða í nýlendur jókst minnkuðu einnig markaðir (Í2) um að húsnæði almennings í borgum Niðurlanda á 17. og 18. öld hafi helzt lfkzt því sem gerðist í enskum borgum á fyrstu ára- tugunum eftir iðnbyltinguna. Húsnæði sveitafólks var betra, og öllum ber saman um, að í hrein- læti hafi Niðurlendingar staðið öðrum þjóðum langtum framar. Fátækrahjálp var miklu betur skipulögð á Niðurlöndum en annars staðar f Evrópu á 17. öld og má með nokkrum sanni segja, að þar hafi þá þegar myndazt vísir að almannatryggingum. í öllum helztu borgunum voru starfrækt heimili fyrir munaðarlaus börn. Þar voru þeim kenndar ýmsar iðnir og er þau yfirgáfu heiniilin var þeim hjálpað til starfs. Einnig voru rekin sjúkrahús, fátækra- og elliheimili, og svo langt voru Niðurlendingar á undan samtfð sinni, að þeir hugsuðu vel um geðsjúklinga sína, sem þó voru öðrum fremur olnbogabörn þjóð- félagsins á þessum öldum. Fjár til þessara heimila var aflað með sköttum og auk þess nutu fátækl- ingar ýmissa fastra tekjustofna. Munaðarleysingjar höfðu sums- staðar einkarétt á líkkistusmíði og Austur-Indíafélagið gaf þús- undasta hvert penny, sem það fékk fyrir sölu á varningi sfnum til fátækra. Var þar um miklar upphæðir að ræða. Kirkjan lagði sitt af mörkum og oft nutu fátæklingar góðs af eignum kaþólsku kirkjunnar, sem geróar höfðu verið upptækar. Auk þess gáfu efnamenn oft miklar fjár- hæðir til fátækrahjálpar. Allt á Eftir Jón Þ Þór Fátækum gefin ölmusa. Radering eftir Rembrandt. Þættir úr sögu hinna sameinuðu Niðurlanda þetta þó fyrst og fremst við um siglingaríkin í landbúnaðarfylkj- unum var miklu lakar fyrir þess- um málum séð. Kjör sjómanna voru misjöfn eins og vænta má. Hjá fiski- mönnum réðust þau fyrst og fremst af afla, og óhætt mun að fullyrða, að kjör þeirra, sem stunduðu sfldveiðar í Norðursjó hafi almennt verið betri en kjör fiskimanna í flestum öðrum Evrópulöndum. Um kjör sjómanna f þjónustu hollenzku Indíafélaganna og I þjónustu flotans á þessu tímabili eru til allgóðar heimildir. Skulu nú nefnd örfá dæmi. Árið 1652 hafði skipstjóri á hollenzku Austur-Indíafari f grunnlaun 60—80 flórínur á mánuði. Fyrsti stýrimaður hafði 35—50, háseti 10—11 og viðvaningur 7. Skip- herra á herskipi hafði sama ár 30 flórínur á mánuði, en venjulegur sjóliði 10—11. Til samanburðar má geta þess, að skipstjóri á Vestur-Indíafari hafði á ár- unum 1645—’47 40 flórínur í mánaðarlaun, en háseti 9—14. Þess ber þó að geta, að allar þessar tölur miðast við lágmarks- laun, vanir og góðir menn gátu haft margfalt meiri lauh. Með þessu er þó ekki nema hálf sagan sögð. Laun hjá Indía- Framhald á bls. 15 Niðurlendinga í Evrópu. Loks má geta þess, að á 17. öld festu hollenzkir kaupsýslumenn mikið fé í Englandsbanka. Það kom keppinautum þeirra að góðu gagni. Hver þessara ástæðna reyndist Niðurlendingum þyngst í skauti er erfitt að dæma um, en allar urðu þær til þess að draga úr veldi þeirra. Ekki verður skilizt við sjóveldi hinna Sameinuðu Niðurlanda án þess að getið sé landafunda þeirra og landkönnunarferða. I suður- höfum urðu hollenzkir sæfarar fyrstir Evrópumanna til fjöl- margra eyja og á 17. öld komu þeir til Ástralíu. Þar var á ferð skipstjóri að nafni Tasman og ber eylandið Tasmanía nafn hans. Enn meiri landkönnun stunduðu Niðurlendingar þó í norður- höfum. Þeir tóku þátt í og stóðu fyrir fjölmörgum tilraunum til þess að finna siglingaleið til Asfu norðan Ameríku að vestan og norðan Rússlands að austan. Á 17. og 18. öld stunduðu þeir miklar hvalveiðar í hafinu umhverfis Is- land og fundu þá, eða endur- fundu ýmsar eyjar. Jan Mayen ber t.d. nafn hollenzks skipstjóra, sem fyrstur sigldi þandað skipi sínu á seinni öldum. Kolbeinsey fundu hollenzkir hvalveiðimenn og nefndu Mávaklett. Þannig mætti lengi telja, en þessi dæmi sýna glögglega, hve víða leiðir hollenzkra sæfara lágu á þessum öldum. III. KJÖR ALMENNINGS OG SJÓMANNA A HINUM SAftlEINUÐU NIÐURLÖNDUM I köflunum hér að framanhefur verið rætt nokkuð um hina auð- ugu borgara og kaupsýslumenn, sem gerðu garðinn frægan á hinum Sameinuðu Niðurlöndum á 17. og 18. öld. Hin mikla aukn- ing í verzlun og siglingum á þessu tímabili hafði f för með sér miklar verðhækkanir og að vanda dróst kaupgjaldið aftur úr. Ekki eru mér tiltækar neinar tölur um kaupgjald og verðlag á Niður- löndum á þessum öldum, en flestum samtfmaheimilduih ber saman um, að í borgum Niður- landa hafi betlarar og fátækl- ingar sízt verið færri en annars- staðar f Evrópu. Atvinnuleysi var einnig nokkuð, þótt sumsstaðar væri það tímabundið. Barnavinna var algeng og vinnudagurinn langur. Árið 1646 voru sett lög, sem bönnuðu lengri vinnudag verkafólks en 14 stundir. Margir urðu þó að vinna lengur og ekki var óalgengt að fátæklingar yrðu að brenná rúmum sínum og öðrum húsgögnum til þess að halda á sér hita á vetrum. Þegar kom fram á 18. öld skánuðu kjör almennings nokkuð, einkum vegna aukinnar kartöfluræktar, sem dró úr áhrifum tíðra og skyndilegra verðhækkana á korni. Það varð hins vegar til þess að auka eymd margra, að sögur bárust út um ævintýralega auð- legð Niðurlendinga og streymdi þá fjöldi atvinnuleysingja frá öðrum löndum. Það, sem hér hefur verið sagt, á fyrst og fremst við um borgarbúa, flestum heimildum ber saman um að bændafólk á Niðurlöndum hafi almennt búið við betri kjör en starfssystkin þess í öðrum Evrópulöndum á sama tíma. Staf- aði það fyrst og fremst af þvf að nýir markaðir sköpuðust með vexti borga og aukningu siglinga. Einnig var mikið af nýju landi tekið til ræktunar, en á þessu tímabili voru reistir margir hinna frægu varnargarða við Norðursjó og land þannig numið. Niðurlenzkir iðnaðar- og milli- stéttarmenn munu einnig hafa búið við mjög bærileg kjör á þessum tíma. Mikil aukning iðn- framleiðslu og vald gildanna sá fyrir því. Um iðnnema verður ekki hið sama sagt, kjör þeirra voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. öllum heimildum ber saman sagnýrœðing. 2. hluti /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.