Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 3
Gripahús ofan við bæinn i Bólu. Þessar klömbruhnausbyggingar eru leyfar af þeim bæ, sem Hjálmar og Guðný bjuggu f og þar sem húsleitin var gerð. bæinn heilum iiðsafnaði, ekki færri en nfu manns, (upphafl. tfu, en einn mun hafa heltst úr lestinni). Fer ekki milli mála, að þetta hefir verið til þess gert að auðmýkja fólkið sem mest og brjóta það niður. Það fer heldur ekki milli mála, að það hefir fyrst og fremst verið óvild í einhverri mynd, sem ráðið hefir aðgerðum þessum, það sést m.a. af því hvernig leitar- menn voru valdir eða gerðust sjálfboðaliðar til aðfar- arinnar, endahefðuengirgefið sig i slikt nema óvildar- menn fólksins. Það athugast, að aðförin var ekki „réttargerð" í eiginlegum skilningi, heldur einkafyrir- tæki, utan við lög og rétt, svo sem eg kem að síðar. Ekki verður heldur sagt, að húsleitin hafi verið fram- kvæmd af sérstakri nærfærni, þrátt fyrir erfiðar heimilisástæður og heilsufar í Bólu, enda virðist umrót og fyrirgangur leitarmanna hafa verið með versta móti, og viðskilnaðurinn með þeim ódæmum, að til eyðilegginga Ieiddi og næstum slysfara. Og það var auðvitað með öllu ósæmilegt framferði leitarmanna, að þeir virðast beinlínis hafa reynt að bendla eða flækja barni þeirra Bóluhjóna, 8 ára dréng inn í rann- sóknina, og nota óvitaraus hans til þess að gera foreldrana grunsamlega. Annars sagði drengurinn svo sem ekkert það, sem vakið gæti eða styrkt grunsemdir af neinu tagi, enda þótt ákærendur og jafnvel sýslu- maður Iétust skilja það svo. Að sjálfsögðu var slíkt svo óviðurkvæmilegt sem mest mátti vera, en því vík eg að þessu atriði strax, að það sýnir svo ekki verður um villst, hverskonar „réttarfar“ var hér á ferðum, og hversu langt var seilst og lágt lagst til þess að koma þeim Bóluhjónum á kné. Um sjálfa þjófaleitina er það að segja, að raunveru- lega fundu leitarmenn ekkert athugaver. Þó eru tvö atriði sem þeir reyndu að gera tortryggileg: I eldi- viðarkofa inn af eldhúsi var geymdur lítill spaðkaggi, sem átti að hafa verið „falinn“ I taðhlaða í kofanum, og í annan stað er látið að því liggja að ketið hafi verið meira en svaraði til þess, sem Hjálmar hafði skorið til vetrarins. Siðar var það svo kofabruninn í Bólu, sem styðja átti þessar grunsemdir sérstaklega. Hreppstjérarnir kæra Eftir aðförina skrifuðu hreppstjórarnir sýslumanni eftirfarandi skýrslu (kæru): „Vegna þess nokkrir menn í Akrahrepps fremra parti hafa nýlega kvartað yfir kindahvarfi, skeðu bæði seint og snemma í haust, fyrir okkur hreppstjórunum, og jafnframt krafizt af okkur duglegrar rannsóknar eða þjófaleitar, höfum við áformað með tilteknum mönnum að gjöra leitina á flestöllum bæjum í hreppn- um fram að Norðurá. Leitina byrjuðum við þann 28. f.m. og enduðum þann 6. þ.m., fundum hvergi neitt, sem þótti gefa grun nema í Bólu hjá hjónunum Hjálmari og Guðnýju, þar fundum við fullan kagga af haustskornu kindaspaði, sem við allir ályktuðum að vera af veturgömlu fé, svo langt sem við rannsökuðum það. Þessi spaðkaggi var falinn í eldiviðarhlaða þar í innanbæjarkofa. Einnigfundum við í búrihjá þeim ófalið hátt I tunnu og kvartéli af spaði, og þótti okkur það heldur mikið, eftir sem þau framsögðu að hafa skorið, sem voru 10 lömb og þrjár ær og veturgamall hrútur, hvað nágrannar þeirra munu og svo til vita, eins og um fjáreign þeirra. Líka fundum við tólgar- skjöld á að gizka hér um 16 pund, ásamt þremur magálum. Þetta var falið undir baunum á kistubotni, en hvorki fundum við fleira né ull af jafnmörgu fé, sem sýndist samsvara kjötinu. Ekki vildu þau neitt fyrir okkur meðganga, en áður en við fórum þaðan forsigluðum við spaðkaggann. Eftir þetta fórum við þaðan, hver heim til sln. En nóttina eftir að leitað var í Bólu þann 28. f.m. skeði það tilfelli að þessi áðurnefndi kofi brann með spaðkagganum, einnig nokkuð af eldhúsinu. Þetta viljum við ei undanfella að tilkynna yður til réttvísinnar meðhöndlanar. Djúpadal þann 8. desember 1838. E. Eiríksson P. Jónsson hreppstjórar í Akrahreppi.“ 2)3) Spaðkagginn „falinn“ Það er auðvitað ekki annað en illkvittni og dylgjur, að kagginn hafi verið „falinn" í hlaðanum, enda engin ástæða til þess að leyna honum. En húsakynnin í Bólu voru litil og fátækleg, og varð Hjálmar að hafa á- setningslömb sín, sjö. að tölu, í kofa þessum, ásamt með eldiviðarforða heimilisins til vetrarins, og loks ketkagga þeim, sem um ræðir. Gólfflötur kofans mun ekki hafa verið nema (ca) 4 fermetrar, („liðugur faðmur í hvert horn“), að því er hreppstj. upplýsir. Ekki eru tiltök að ætla lömbunum minna pláss en t.d. 3 fermetra, — (þar i jata meðfram einum vegg), — og verður þá ekki eftir nema 1 fermeter fyrir kaggann og eldiviðinn. Þetta þykir kannski smábrosleg ná- kvæmni, en hún sýnir þó, að ekki varð hjá því komist, að stafla einhverju af taðinu ofan á og meðfram kagganum, til að byrja með og þar til eyddist af eldiviðnum eftir hendinni. Hlaut kagginn þá að koma í ljós, eftir því sem gekk á hlaðann, en ket áttu þau hjón auk þess inni f eldhúsi, til neyslu þangað til. Kemur þetta þvi allt heim og saraan við skýrslu ákærða, bæði strax við húsleitina og i dómsrannsókninni siðar, og gefur ekki hina allra minnstu ástæðu til grunsemda. Það er alkunna, að fátt hefir orðið málstað og minningu Hjálmars í Bólu skeinuhættara, — lífs og liðnum, — heldur en dylgjurnar um „leynd“ kaggans í taðhlaðanum. Þær gátu, í fljótu bragði, látið líklega I eyrum, og auðveldlega leitt til grunsemda hjá þeim, sem ekki þekktu til geymsluhátta matvæla í sveit í þann tíð. En einstakt mætti það heita, ef leitar- mennirnir í Bólu hafa engir þekkt þetta fyrirkomulag sem var, — og er jafnvel enn (sbr. t.d. kartöflur) — mjög algent, þegar ket og önnur matvæli voru geymd í útihúsum eða kofum. Stundum voru slíkir kaggar grafnir í jörð, (þ.e. algerl. ,,faldir“), en annars hlaðið utan og ofan á ilátin, torfi, reiðingum, mó eða taði. (eða mykju, eins og Bárður í Búrfelli!) Var þetta gert til þess að verja ketið mishitun og skemmdum. Þeir ágætu norðlensku fræðimenn og bændur, Guðmundur frá Brandstöðum og Kolbeinn frá Skriðulandi, hafa báðir sagt mér, að þetta hafi allmjög tiðkast þar í byggðarlögum' þ.e. samskonar umbúnaður og hjá Hjálmari í Bólu. Sjálfur man eg vel eftir slíkum eða áþekkum frágangi í minni sveit i gamla daga, sérstak- lega um matvæli, sem lengi áttu að geymast, eða ekki átti að eyða af fyrr en síðar. Það er næstum óhugsandi annað en að þetta orðalag I kæru hreppstjóranna, að kagginn hafi verið „falinn“ í hlaðanum, sé vísvitandi blekking. Þeir hljóta að hafa vitað betur, gamlir og reyndir bændur. Sama er að segja um það orðalag I skýrslunni, að þeir hafi „fundið" tólgarskjöld, „falinn" í kistu inni í bæ! Hvað var svo sem grunsamlegt við það, þótt tólgin væri geymd í matarkistu heimilisins? Hvað áttu svona dylgjur að þýða? Eftirtektarvert er hinsvegar, að ekkert er minnst á hausa (svið), sem þó hefir að sjálfsögðu verið athugað. Verður það ekki skilið öðru- vísi en að þeir hafi þá ekki verið faidir eða leyndir, og þvi ekki þótt fært að hafa uppi dylgjur eða grunsemd- ir að þvi er þá snertir. En hversvegna var þá þeim mikilsverðu upplýsingum skotið undan í skýrslunni? Var það kanski af þvi, að þær hlutu að benda til sakleysis hinna grunuðu? Vitaskuld átti öll slik hús- leit og rannsókn að vera fullkomlega trúverðug og hlutlaus, sbr. (á þeim tíma) tilskipun 24. jan. 1838,15. gr. Bar hreppstjórunum þá ekki siður að halda til haga öllu þvi, sem til sýknu horfði heldur en hinu, sem bent gat til grunsemda eða sakfellingar. „Ofmikið magn af keti“ Um hitt atriðið að fundist hafi of mikið af keti, miðað við það sem Hjálmar taldi sig hafa skorið um haustið, þá er þetta að vísu hvergi staðhæft beinlínis, en þó gefið i skyn, með hálfyrðum og dylgjum, („þótti okkur það heldur mikið“). Þegar i réttarhöldin kom síðar, voru það aðeins þrír, af öllum (9—10) leitar- mönnum, sem staðfestu þetta álit sitt eða ágiskun, en þó með fyrirvara, sem gerði vitnisburðinn raunveru- lega marklausan. Aðrir leitarmenn tjáðu sig ekki um þetta, sem þvi verður að skilja svo, að þeir hafi ekki treyst sér til að veita þessu -ákæruatriði stuðning. Annars voru framburðir leitarmanna mjög á reiki, þeim ber t.d. ekki saman um hvort það ket, sem þeir skoðuðu var af lömbum eða fullorðnara fé! Ekkert er heldur upplýst um lambaketið, hvort það var af fjalla- lömbum eða dilkum, — (sem breytir miklu um fyrir- ferð, miðað við hausatölu), — og annað eftir þessu. Nú var það að sjálfsögðu þungamiðja húsleitar- innar, að ganga úr skugga um, hvort ketbirgðir voru meiri en eðlilegt mátti telja. Þá vaknar sú höfuð- spurning: Hversvegna staðreyndu þeir þetta ekki við Ieitina, þegar I stað? Þeim var það ekki einasta innan handar, heldur beinlínis skylt, enda ekki stundarverk, með öllum þessum mannskap. Þeim bar að skoða, telja eða vigta upp úr öllum ilátunum, (ekki einungis kagganum), og ganga úr skugga um það, með nokkurnveginn nákvæmni, af hve mörgu fé ketið væri, og af hve gömlu. Þetta bar leitarmönnum að gera, og hefðu áreiðanlega gert, ef það var á annað borð tilgangur aðfararinnar að leiða sannleikann f ljós. En það var einmitt þetta, sem leitarmenn létu ógert. I þess stað Hlupust þeir burtu frá öllu saman f miðjum klíðum. Þetta framferði hreppstjóranna og félagsbræðra þeirra er meira en grunsamlegt. Skýringin getur ekki verið önnur en sú, að þeim hafi sem glöggum og gegnum bændum orðið ljóst, strax við skoðunina, að ketmagnið var ekki nægilega mikið til þess að renna stoðum undir þjófnaðargrun, hvað þá ákæru. Þess- vegna munu þeir ekki hafa kært sig um að telja upp úr flátunum, þar sem það hefði þá orðið uppskátt og almenningi kunnugt, að þjófaleitin var frumhlaup eitt, og grófleg mistök af hreppstjóranna hendi og þeirra félaga. Það athugast sérstaklega, að eins og til leitarinnar var stofnað, — sem einskonar sjálfboða- verks, utan við réttarkerfið, — þá gat það sett hrepp- stjóra og leitarmenn í alvarlegan vanda, ef það spyrðist eða sannaðíst, að leitin hafi verið tilefnislaus, og ekkert komið fram, sem benti til sektar eða grun- semda. Eru enda munnmæli fyrir þvi, að leitarmenn sumir hafi mjög iðrast þess, að láta ginnast til þessarar ferðar, og myndu mikið hafa viljað til þess gefa, að hafa þar hvergi nærri komið. Eins og kæra hreppstjóranna hér að framan ber með sér höfðu þeir á engu föstu að byggja, heldur hálf- yrðum einum og dylgjum. Á sama veg fær réttarrann- sóknin, — sem nánar verður rakin f síðari grein, — þar gátu þeir ekki, né aðrir leitarmenn, gert neina ákveðna grein fyrir ketmagninu, („géti ej tiltekið hvörsu mikið“), auk þess sem þeir lentu í mótsögnum innbyrðis um sum atriði, og beinum ósannindum um önnur, (svo sem t.d. um „leynd“ tólgarskjaldarins o.fl.). Það er þannig með öllu augljóst, að ekki hefir tekist að færa hinar allra minnstu lfkur, hvað þá lögfulla sönnun fyrir þvf, að ketmagn þeirra í Bólu hafi verið meira heldur en eðlilegt mátti telja, eftir fjáreign þeirra og slátrun. Þetta hefir hreppstjórunum strax orðið ljost, eins og áður er sagt, og því ekki kært sig um, að það yrði staðreynt frekar, með talningu eða ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.